Tíminn - 10.09.1988, Síða 3

Tíminn - 10.09.1988, Síða 3
TWW 3- l^ygardacjuM 0. s,eptemb^r1908, Heimshlaupiö ’88: Hlauptu í þágu barna Heimshlaupið ’88 fer fram á morgun, sunnudag, samtímis í 128 löndum um allan heim og hefst hlaupið klukkan 15.00, að íslenskum tíma. Hér á landi fer hlaupið fram á 33 stöðum víðsvegar um landið og verða rásmörk auglýst á hverjum stað fyrir sig. Vonast er til að allt að 15.000 manns taki þátt í hlaupinu hér á landi. Heimshlaupið '88 er ekki keppni heldur getur fólk, á öllum aldri, ýmist gengið, skokkað, hlaupið, hjólað eða rennt sér í hjólastól, allt eftir því hvað hentar viðkontandi. Hringurinn sem farinn verður er 3,2 km og þeir sem vilja geta tekið allt upp í þrjá hringi. I Reykjavík hefst Heimshlaupið ’88 á Lækjartorgi, þaðan liggur leiðin út Fríkirkjuveg, Skothúsveg, Hringbraut, Ánanaust og til baka um Mýrargötu, Tjarnar- götu og inn á Lækjartorg, þar sem því lýkur. Þátttökunúmerið kostar 200 krónur, en hvert númer er einstakt í heiminum, á þann hátt að þú berð ein/einn það númer sem þér er afhent. Tilgangurinn með hlaupinu er að safna til styrktar bágstöddum börnum, víða um heim. 80% af innkomu fer til þróunaraðstoðar, en 20% fer til uppbyggingar Rauða- krossheimilisins sem starfrækt er í Tjarnargötu. Alþjóða Rauði kross- inn mun verja tekjum af sölu þátt- tökunúmera til að bólusetja börn í þróunarlöndum gegn barnasjúk- dómum og berjast gegn niðurgangi sem leitt hefur mörg börn til dauða. Áður en hlaupið hefst verður fjölbreytt skemmtidagskrá á Lækjar- torgi og hefst hún kl. 13.30 með því að hljómsveitin Kátir piltar úr Hafn- arfirði leikur létt lög. Klukkan 14.00 hefja Héðinn Steingrímsson og Jó- hann Þórir Jónsson skák á útitaflinu. Á sama tíma segja allir „Halló“ til heimsins í beinni sjónvarpsútsend- ingu, en Island var valið til að koma fram fyrir hönd Evrópu í beinu útsendingunum, sem verða tvisvar yfir daginn frá íslandi, auk þess sem í þrjú önnur skipti verður sýnt frá íslandi á meðan dagskráin vegtja Heimshlaupsins ’88 stendur. Þá mún Guðjón Magnússon formaður RKÍ flytja ávarp og Sálin hans Jóns míns skemmta. Klukkan 14.39 ávarpar frú Vigdís Finnbogadóttir forseti hlauparana og verður þá síðari beina útsendingin frá íslandi. Þórhallur Sigurðsson/Laddi ætlar einnig að vera viðstaddur og kveðja Ólympíu- landsliðið og klukkan 15.00 veður hlaupið síðan ræst. Kynnir verður Ómar Ragnarsson og dagskrárstjóri er Valgeir Guðjónsson. Á meðan þátttakendur ganga, skokka eða hlaupa einn eða fleiri hringi munu Lúðrasveit Reykjavík- ur og Lúðrasveit verkalýðsins leika létt göngulög. - ABÓ Fjöldi rokkstjarna, leikara og íþróttamanna ætla sér að leggja sitt að niörkum í Heimshlaupinu ’88. Annie Lennox og Dave Stewart í Eurythmics ætla ekki að láta sitt eftir liggja, hvað með þig? BORN EIGA BETRA SKILIÐ! Fullorðna fólkiö mótar umhverfi borgarbarna engu síður en sjálf náttúran. Með því að láta glerbrot, úðabrúsa, einnota kveikjara og sígarettustubba liggja á almannafæri egnum við slysagildrur fyrir litla fólkið Lítum í kringum okkur - forðum börnum okkar frá óhöppum! jgj LÁITU EKKI Þin EFTIR LIGGIA!

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.