Tíminn - 10.09.1988, Blaðsíða 5

Tíminn - 10.09.1988, Blaðsíða 5
Laugardagur 10. september 1988 Tíminn 5 Steingrímur Hermannsson formaður Framsóknarílokksins í samtali viö Tímann aö afloknum „Stykkishólmsfundinum": „Ég vil lýsa ánægju minni með ályktun Sambands fískvinnslust- öðva, þar sem þeir lýsa yfír stuðningi við niðurfærsluleiðina," sagði Steingrímur Hermannsson þegar Tíminn náði tali af honum í gærkvöldi eftir að „Stykkishólmsfundinum" lauk. Steingrímur sagði að við vonbrigðatón hefði kveðið hjá fundarm- öiinuui. „Menn sem ég ræddi við og heyrði tala á fundinum veltu fyrir sér spurningunni hvað tæki við. Ég heyrði á mörgum að þeir óttuðust um fyrirtæki á heimaslóðum sínum sem væru að stöðvast. Stöðvist þau fyrirtæki held ég að önnur komi í kjölfarið. Slíkt áfall yrði ekki metið í milljónum heldur milljörðum króna," sagði Steingrímur. Áttu von á því að ályktun fundar- ins, þar sem stuðningi er lýst við niðurfærslu, breyti einhverju um afstöðu samstarfsflokkanna varð- andi leiðir í efnahagsmálum? Steingrímur sagðist ekki eiga von á því. „Mér virðist sem frjálshyggju- gaurarnir í Sjálfstæðisflokknum ráði of miklu." Ræður Þorsteinn ekki við þann hóp? „Ekki virðist mér það," sagði Steingrímur. Millifærsla, byggða á hugmyndum Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks barst í tal á fundinum í gær. Stein- grímur sagði að megn óánægja hefði komið fram meðal fundarmanna varðandi þær tillögur. Þorsteinn hefur mikið talað um skilyrði Framsóknar og krata varð- andi niðurfærsluna. Hann segir að þið hafið krafist þess að laun lækk- uðu mismikið og nefnir til sögunnar sjómenn og fiskvinnslukonur. Hver voru þessi skilyrði? „ Af reynslu minni sem forsætis- ráðherra verð ég að segja að það er fyrsta skylda hans að reyna að halda ríkisstjórninni saman. Það gerir hann ekki með svona ummælum." Steingrímur tiltók ummæli forsætis- ráðherra frá því á miðvikudagskvöld er hann kom fram í sjónvarpssal og talaði um hókus pókus aðferðir. „Við höfðum komið okkur saman um að gefa ekki út yfirlýsingar eftir fund okkar fyrr um daginn. Þá varð ég afar undrandi er ég heyrði um- mæli hans í DV í morgun. Þar er haft eftir honum að ég sé í nýjum stjórn- armyndunarviðræðum. Þettaerekki rétt. Forsætisráðherra ætti að reyna að lægja öldurnar í stað þess að ýfa Aðalfundur Sambands fiskvinnslustöðva: Niðurfærslan er farsælasta leiðin Aðalfundur Sambands físk- vinnslustöðva var haldinn í Stykkishólmi í gær. I ályktun sem samtökin samþykktu á fundinum segir að nú sé komið að krossgötum í baráttu við verðbólguna, sem verið hefur landlæg frá stríðslokum. Að- eins einn mælikvarði verður lagður á stjórnvöld, hvernig þeini tekst til í baráttunni við verðbólguna. Þorsteinn Pálsson, forsætisráð- herra, segir í viðtali við Tímann eftir fundinn sem birtist annars staðar á síðunni, að forsvarsmenn fiskvinnslufyrirtækja hafi gert sér grein fyrir því að niðurfærsluleiðin væri út úr myndinni. f ályktun samtakanna kemur hins vegar fram að niðurfærsluleiðin sé farsælasta lausnin á efnahagsvanda þjóðar- innar. „Sú fastgengisstefna sem reynd var meðan kostnaðarhækkanir geisuðu hér innanlands skaðaði útflutningsatvinnuvegi þjóðarinn- ar á hinn skelfilegasta hátt. Stöðugt gengi íslensku krónunnar stenst ekki í reynd nema það sé jafnframt tryggt að jafnvægi sé í öllum þátt- um efnahagslífsins. Ef verðbólga heldur áfram samhliða minnkandi fiskafla, þá leiðir það til hörmunga og atvinnu- leysis. Auðvitað má lengi fleyta sér áfram á lánum. Það á við um þjóðir jafnt og fyrirtæki og einstaklinga. En lán þarf að endurgreiða. Erum við reiðubúin að lifa áfram á erlendum lánum, sem börn þessa lands verða að greiða? Samtök fiskvinnslustöðva hafna þeirri leið. Alveg eins og sú kynslóð sem nú er orðin öldruð skilaði okkur góðu þjóðfélagi, þá berum við skyldur gagnvart næstu kynslóðum," segir í ályktuninni. Síðar segir: „Samtökin benda á, að nú verði að reka ríkissjóð með tekjuafgangi og taka fyrir aukningu á erlendum lánum. Þeir sem ekki treysta sér til þessa eru uppgjafarmenn. Samtök- in telja að þjóðarvakning í baráttu við verðbólgu, sem hæfist með niðurfærslu launa, verðlags og vaxta sé affarasælasta leiðin í efna- hagsmálum. Þannig verði óumflýj- anleg kjaraskerðing léttbærust fyr- ir launþega þessa lands. Hagsmun- ir útflutningsfyrirtækja og laun- þega fara saman í að lækka vexti og lækna verðbólgumeinið. Samtökin telja að mismunun fyrirtækja og greina innan útflutn- ingsatvinnuveganna sé ekki væn- legur kostur og vara eindregið við öllum slíkum hugmyndum. Lán- veitingar til einstakra greina sjáv- arútvegs í stað þess að ráðast að rótum vandans eru fráleitar. Útflutningsfyrirtækin eru stað- sett um landið allt, oft í smáum og dreifðum byggðarlögum. Brestur í afkomu útflutningsframleiðslunn- ar getur leitt til þess, að heilu landhlutarnir fari í eyði. Til þess má aldrei koma. Samtök fiskvinnslustöðva eru reiðubúin að leggja allt sitt í barátt- una við verðbólguna og styðja stjórnvöld í því, að árangursríkar og réttlátar leiðir séu farnar. Það er ósk þessa aðalfundur að sérhags- munum allra einstaklinga og hópa innan þjóðfélagsins sé fórnað fyrir heildina á meðan þessi barátta stendur." JIH þær." Er hann þá að búa þessi áður- nefndu skilyrði til? „Ég vil minna á að það var Sjálfstæðisflokkurinn sem hafnaði niðurfærsluleiðinni. Það er bókað í fundargerðum ríkisstjórnarinnar." Nú hcfur Guðmundur J. Guð- mundsson einn af miðstjórnarmönn- um ASÍ lýst því yfir í Tímanum að hann telji að niðurfærsluleiðin hafi ekki verið rædd til þrautar. Hefði átt að reyna lengur að þínu mati? „Ég tel mig hafa fyrir því vitneskju að margir innan ASÍ hefðu gjarnan viljað ræða niðurfærsluna frckar ef fylgt hefði með í viðræðunum út- færsla á niðurfærslu verðlags, vaxta og gjaldskrár opinberrar þjónustu þcgar í stað. Mér finnst það furðulcgt að Sjálf- stæðisflokkurinn virðist lcita söku- dólga, logandi Ijósi, þcgar það cr í raun tilgangslaust. Þeir höfnuðu niðurfærslunni. Ég hef lagt mikla áherslu á að forsætisráðherra ber skylda til að rcyna að halda stjóminni saman. Vilji hann það ekki getur hann hvenær sem er farið til Bcssastaða og skilað af sér umboði sínu. Hinsvcgar vil cg taka það skýrt fram að ég tel kosningar við þessar aöstæður, þcgar undirstöðuatvinnu- grcinarnár eru í flakandi sárum, mjög alvarlegaii hlut," sagði Stein- grímur. Stcingrímur var spurður út í af- stöðu Landsbankans til lánveitinga til sjávarútvegs, en haft var eftir Svcrri Hcrmannssyni í útvarpsfrétt- um að Landsbankinn myndi ekki lána til fiskvinnslunnar nema hefð- bundin afurðalán. Hann sagðist ckki hafa heyrt þetta cn ef þctta væri tilfellið þá sagðist hann ciga von á því að fljótlcga færu fyrirtæki að stöðvast, því Lands- bankinn hcfði undanfarið haldið fjölmörgum sjávarútvegsfyrirtækj- um á floti með lánvcitingum. -ES Þorsteinn Pálsson við komuna til Reykjavíkur eftir aðalfund Sambands fiskvinnslustöðva ¦' Stykkishólmi í gær. Þorsteinn Pálsson, forsætisráöherra, eftir aðalfund Sambands fiskvinnslustöðva: Skilyrði samstarfs- flokkanna fáránleg Formenn stjórnarflokkanna þriggja, Þorsteinn Pálsson forsæti- sráðherra, Steingrímur Hermannsson utanríkisráðherra og Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra, sátu fyrir svörum á aðal- fundi Sambands fískvinnslustöðva á Stykkishólmi í gær. Tíminn tók Þorstein Pálsson tali er hann steig út úr flugvél flugmálastjórnar á Reykjavíkurflugvelli eftir I 'undinn í gær. Steingrímur og Jón Baldvin urðu ekki samferða forsætisráðherra til Reykjavíkur. Hafa þær umræður sem fram fóru „Nei, enda kom þarna fram í á þessum fundi einhver áhrif á þær orðum flestra sem þarna tóku til efnahagstillögur sem ríkisstjórnin er nú að ræða? „Nei, hann breytir þeim í engu en þetta var að mínu mati mjög gagn- legur fundur og gott að hitta þessa forystumenn. Vandinn hefur verið alveg ljós og fundurinn breytir ekki neitt því sem verið er að gera." Það er þá ekki inni í myndinni að niðurfærslan verði aftur tekin til álita? máls að eftir að Framsóknarflokkur- inn og Alþýðuflokkurinn settu það skilyrði að launalækkunin komi ekki jafnt niður á öllum - meiri launa- lækkun á fiskverkakonur en sjó- menn svo dæmi séu nefnd - var flestum sem þarna voru alveg ljóst að það var búið að henda þessu út af borðinu um leið og þessi skilyrði voru sett af Framsóknarflokknum og Alþýðuflokknum. Ég held að menn hafi alveg gert sér grein fyrir því að með svo óraunhæfum skilyrð- um, og ég vil segja fáránlegum, gat það aldrei gengið upp. Mér heyrðist flestir fiskvinnslumenn gera sér fulla grein fyrir þessu." Hver voru viðbrögðin við þeim nýju tillögum sem þú hefur lagt fram? „Það á eftir að koma í ljós þegar þær hafa verið fullunnar. Bæði Framsóknarflokkurinn og Alþýðu- flokkurinn hafa lýst sig stikkfrí og sagt sem svo „við berum enga ábyrgð". Það er út af fyrir sig alveg rétt, Sjálfstæðisflokkurinn ber einn ábyrgð og sýnir einn ábyrgð í þessari stöðu. Svo á eftir að koma í ljós hvort aðrir vilja koma með," sagði Þorsteinn. JIH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.