Tíminn - 10.09.1988, Blaðsíða 8

Tíminn - 10.09.1988, Blaðsíða 8
8 Tíminn Laugardagur 10. september 1988 Tímiim MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU 0G FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason Steingrímur G íslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverð kr. 465,- pr. dálksentimetri. Verð í lausasölu 60,- kr. og 70,- kr. um helgar. Áskrift 700.- Bessastaðaför Margt bendir til þess að ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar sé að syngja sitt síðasta. Ef einhver einn maður er valdur að því, hvernig komið er stjórnar- samstarfinu, þá er það forsætisráðherrann sjálfur. Hann hefur sýnt það að staða hans sem forystumanns í sínum eigin flokki er of veik til þess að hann geti veitt þriggja flokka stjórn leiðsögn á erfiðum tímum. Porsteinn Pálsson er samkvæmt stöðu sinni efna- hagsmálaráðherra. Allan stjórnartímann, sem reynd- ar er ekki nema 14 mánuðir, hefur íslenska þjóðin glímt við efnahagsvanda. Forsætisráðherra landsins og æðsti yfirmaður efnahagsmála virtist lengi vel varla vita af því að atvinnuvegir landsins áttu þegar við stórfelldan vanda að stríða á haustdögum 1987, rétt um það bil sem ríkisstjórnin var að hefja feril sinn. Pess vegna var það skylda forsætisráðherra að sjá til þess að efnahagsvandinn yrði þá þegar skilgreindur og afmarkaður og beita ríkisvaldinu til þess að stemma stigu fyrir sýnilegri óheillaþróun. Forsætisráðherra uppfyllti ekki skyldur sínar í þessu efni. Að verulegu leyti lá þar til grundvallar sá klofningur, sem er í Sjálfstæðisflokknum milli ný- kapitalista, sem er hið ráðandi afl, og miðjumanna, sem þar eru fátækir og smáir og forystulitlir. Pessum miðjumönnum er stundum strítt á því að þeir séu framsóknarmennirnir í Sjálfstæðisflokknum - sem má til sanns vegar færa - en þessi stríðni hefur þau áhrif að þeir þora helst ekki að tala opinberlega af ótta við að sanna á sig hollustu við framsóknarstefn- una. Pess vegna hefur ekkert hald verið í landsbyggð- arþingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Þeirra aðferð er að þegja meðan nýkapitalistarnir og Reykjavíkurliðið er að tala Sjálfstæðisflokkinn út í helför gegn landsbyggðinni og grundvallaratvinnuvegum þjóðar- innar. Hafa umkomulitlir menn á íslandi ekki þagað öllu meir en síðan ort var um kerlinguna í kjördæmi forsætisráðherra forðum: „Þagað gat ég þá með sann, þegar hún Skálholtskirkja brann“. Eina lífsmarkið, sem verið hefur í forystu forsætis ráðherra í efnahagsmálaumræðu í 14 mánuði, var frumkvæði hans að því að skipa forystumenn úr atvinnulífinu til þess að segja sér í trúnaði hvað það væri sem er að gera út af við grundvallarþætti efnahagslífsins. Nefndin gerði sitt besta til þess að leiða forsætisráðherra fyrir sjónir, hvað væri að drepa atvinnulífið og lagði til að gera yrði heildstæðar efnahagsráðstafanir til þess að lækka rekstrarkostnað og minnka verðbólgu. Nýkapitalistunum í Sjálfstæðis- flokknum þótti framsóknarbragð að hugmyndum Einars Odds Kristjánssonar flokksbróður síns á Flateyri og reru að því öllum árum að neyða forsætisráðherra til að hafna tillögum sinnar eigin nefndar. Og það gerði forsætisráðherra. Landsbyggð- arþingmenn Sjálfstæðisflokksins halda áfram að þegja. Pessi höfnun á niðurfærsluleiðinni setur Porstein Pálsson í þá stöðu að leggja fram nýjar tillögur í efnahagsmálum, sem samstarfsflokkarnir geti fallist á. Nýtist honum ekki sá vikufrestur, sem framsóknar- menn hafa gefið honum, þá hlýtur hann að vera að búa sig í för til Bessastaða. R ÍKISSTJÓRNIN á við tvennskonar vanda að stríða um þessar mundir. Hún stríðir við innri vanda, þar sem mest ber á margvíslegum meiningarmun og hún stríðir við ytri vanda, sem er yfirvofandi hrun atvinnuvega verði ekki gripið til ráða sem draga úr verðbólgu. Niðurfærsl- an nær til þeirra megfnþátta sem ráða verðbólguhraðanum, enda er þar um að ræða bindingu verðlags, vaxta og launa. Með þeim aðgerðum, þótt flóknar séu, er fær leið til að ná verð- bólgu niður. Eins og hún er nú og eins og hún stefndi fyrir 1. september er ekki áhorfsmál að freista að fara niðurfærsluleið- ina, enda virðist ekki verða haldið áfram á þeirri braut sem við vorum. Nú er það svo að innan ríkis- stjórnarinnar gengur erfiðlega að fá samþykki fyrir niðurfærslu eða öðrum leiðum í þá átt, og hefur málið strandað á afstöðu miðstjórnar ASÍ, sem tók ekki í mál að hafa samráð um launa- lækkun, eða svo sagði í frétta- tilkynningu af fundi hennar. Hinsvegar hefur komið á daginn, að fjöldi þeirra sem sátu fund miðstjórnar ASÍ um sam- ráðið töldu samráð um niður- færslu, eða a.m.k. frekari við- ræður enga frágangssök. Verður hin opinbera niðurstaða mið- stjórnar ASÍ því að skrifast á Alþýðubandalagsmenn í mið- stjórninni, sem sátu þar í minnihluta, en samkvæmt póli- tískum siðvenjum þar á bæ, þ.e. í Alþýðubandalaginu, létu að því liggja að þeir myndu ganga af fundi ef þeir hefðu ekki sitt fram. Að lifa í landinu Þegar forsætisráðherra fékk síðan samþykkt miðstjórnar ASf í hendur, sem fram var komin undir fyrrgreindri „hótun“, lét hann í ljós þá skoðun að niðurfærslan yrði ekki farin nema ASÍ samþykkti samráð um launaskerðingu, sem þeir hjá ASÍ segja að nemi um 9%. í verðbóigu sem þýðir um 40-50% nafnvexti eða jafnvel þar yfir og síhækkandi verðlag er svolítið undarlegt ef hægt er að hafa uppi hrein dæmi um launaskerðingu, færu t.d. nafn- vextir niður undir 15% og verð- lag stöðvaðist við það verð sem var um miðjan ágúst. Með niðurfærslu er verið að tala um sameiginlegt átak þjóðarinnar til að ná niður verðbólgu svo sá árangur náist að sæmilega verði lifandi í landinu. Launafólk sem er að byggja yfir sig munar mikið um lækkun nafnvaxta. Fyrirtæki sem berjast í bökkum, eins og í fiskiðnaði sjá ígildi gengisfellingar í lækkun nafn- vaxta og minni fjármagnskostn- aði af þeim sökum. Binding verðlags hefur einnig sitt að segja um afkomuna. Þegarsíðan er tekið tillit til hinnar miklu kaupmáttaraukningar í fyrra getur verið erfitt að standa á því að ætla að stöðva nauðsynlegar breytingar á efnahagslífinu með kenningu um 9% launalækkun. Mál verði rædd í „botn“ Pað er auðvitað erfitt að þurfa að sætta sig við krukk í laun þeirra sem minna mega sín í þjóðfélaginu. Og auðvitað er ekki farið fram á slíkt nema vegna þess að fyrrgreind atriði verða að fylgjast að svo leið niðurfærslunnar reynist fær. En verði ekkert að gert má gera ráð fyrir þvf að hagur lægst launaða fólksins verði orðinn bágur eftir sex mánuði eða svo, og jafnvel að hér verði skollið á atvinnu- leysi, sem þyngst yrði að bera. Það var af þessum ástæðum, sem einn helsti og reyndasti verkalýðsforingi landsins vildi að málin yrðu rædd „í botn“ eins og hann orðaði það í viðtali við Tímann. Guðmundur J. Guðmundsson hefur lengi stýrt harðasta kjarna íslenskrar verkalýðshreyfingar. Hann hefur sagt í sambandi við ályktun miðstjórnar ASÍ, að það hafi ætið verið regla, að tala við allar ríkisstjórnir, óháð því hvaða flokkslit þær bæru. Álykt- unin hefði verið sett fram af vissum hópi innan ASÍ til þess eins að slíta viðræðunum. Þá vitum við það. Þarna mun átt við hópinn sem hefur 7% at- kvæða í skoðanakönnunum um fylgi flokka. Guðmundur J. sagði í viðtali við Tímann á fimmtudag: „Ég læt engan, hvorki forseta ASÍ né aðra, stilla mér upp við vegg með því að spyrja; ertu meó eða á móti kauplækkun. Flokksleg sjónarmið eru allsráð- andi hjá alþýðubandalagsmönn- um og þeir vildu óðir og uppvæg- ir setja óaðgengileg skilyrði fyrir áframhaldandi viðræðum við ríkisstjórnina, enda var augsýni- legur vilji þeirra til að rifta þeim. Það þarf enginn að búast við að menn verði sammála á fyrsta fundi, og ég er sannfærður um að meirihluti miðstjórnar- manna var því hlynntur að við- ræður héldu áfram þar til fær leið fyndist.“ „Strákamir“ samfagna Á þessum orðum hins reynda verkalýðsforingja má sjá, að eitthvað annað bjó undir sam- þykkt ályktunarinnar en hags- munir launafólks. Enn einu sinni var verið að svipta launafólk rétti til að fá mál sín rædd af þeim, sem hirða meira um að vera í stjórnarandstöðu og ástunda pólitískar glímur en standa vörð um sjálfsagðan og opinn rétt manna til að ræða lífskjör sín. Að hinu leytinu eru svo „strákarnir“ í Sjálfstæðisflokkn- um, sem komist hafa til áhrifa, og gegna nú m.a. stöðum að- stoðarmanna ráðherra, á því að boða óhefta frjálshyggju. Þeir vilja enga niðurfærslu, en hafa á sér það yfirbragð venjulegra skrifstofumanna og þá pólitísku röksemdafærslu sem hæfir eld- húskrókum, að atvinnulífið á íslandi sé svo rotið og glórulaust að því hæfi ekkert betur en fara á höfuðið. Þetta lið á það sam- eiginlegt með liðsoddum Al- þýðubandalagsins, að vilja hindra allar hugsanlegar lagfær- ingar. Þeir samfagna eins og þegar syndugur maður leitar sáluhjálpar á hersamkomu. Bruðli haldið uppi En hinn almenni sjálfstæðis- maður er langt frá því að vera heillum horfinn. Hann er enn í góðu jafnvægi og sér enn til vegar. Hins vegar fær hann engu ráðið nema tungu sinni. í síðasta Reykjavíkurbréfi Morgunblaðs- ins stendur: „Sumir eru þeirrar skoðunar að frelsið hafi verið misnotað. Athyglisverð rödd hefur komið úr Sjálfstæðisflokknum. María E. Yngvadóttir, einn af vara- þingmönnum Sjálfstæðisfiokks- ins í Reykjavík og formaður Sjálfstæðiskvennafélagsins Hvatar, segir í ræðu sem hún flutti á fundi Sambands ungra sjálfstæðismanna fyrir skömmu og birt var í Morgunblaðinu í gær (3. sept.): Með frjálsri verð- lagningu átti samkeppnin að blómstra, en raunin varð sú að nú vannst frelsi til að halda uppi verði á vörum. í stað þess að koma á hagkvæmari rekstri til að verða samkeppnisfærari er verðlagi haldið uppi og þar með smæð markaðarins nýtt, ekki í hagnaðarskyni, sem hefði verið skiljanlegt, heldur til að halda uppi bruðlinu. Og hverjir eru það svo sem borga brúsann? Það erum við, almenningur í landinu. Við sitjum uppi með okkar eigin óráðsíu, en einnig þeirra sem leggja á okkur skatt- ana og selja okkur vöru og þjónustu.“ Hókus pókus Ekki virðist forysta Sjálf- stæðisflokksins hlusta mikið á varaþingmenn sína, vegna þess að binding vöruverðs mun ekki hafa verið talin til hagræðis á þeim bæ. Lengi og mikið var gumað af frjálsu verðlagi. Nú þegar því virðist vera að linna i bili, eiga vel við ummæli Maríu hér að framan. Þau mega verða eftirmæli um einn þátt óráð- síunnar í samfélaginu, sem eng- inn vegur virðist vera að ná samkomulagi um að leggja niður. Framsóknarmenn vilja gera sitt til að koma böndum á tryllt og afvegaleitt efnahagslíf með öllum tiltækum ráðum. Til- lögum þeirra mæta ekki annað en undanbrögð og undandrátt- ur. Óðara er brugðið á ný ráð, sem eru ekki annað en hálfkák, að ekki séu notuð orð forsætis- ráðherra og sagt að þau séu hókus pókus. Vöntun á verðskyni Einn þátt vaxtaæðisins má rekja til fjárfestingarfélaga og verðbréfasala, sem hafa blómstrað með ólíkindum síð- ustu þrjú árin. Þau voru einn liðurinn í frjálshyggjunni. Þau áttu að færa okkur hagsæld og mikinn gróða af peningum. Verðskyn okkar er ekkert til að státa af og svo hefur lengi verið, eða allt frá því að fólk fór

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.