Tíminn - 10.09.1988, Qupperneq 9

Tíminn - 10.09.1988, Qupperneq 9
Laugardagur 10. september 1988 Tíminn 9 að eignast peninga á stríðsárun- um. Hernámi fylgdi verðbólga, og almennir neytendur höfðu ekki áhyggjur af því þótt eitt- hvað eyddist af fé. Skuldir höfðu þann eiginleika að hverfa fyrir horn. Einar þrjár kynslóðir hafa haft nasasjón af þessari hegðun skulda. Þær hafa byggt hús sín fyrir þær og rekið fyrirtæki á þeim, og alltaf getað selt fyrir- tækin og húsin fyrir meira fé en nam skuldum og kostnaði. Þetta var hið glaða líf, þegar sagt var um íslendinga, að þeir klóruðu sér bara í hausnum ef þeir lentu í skuldafenjum og seldu og yrðu ríkir. Tíð hraðgróðans Við þessar aðstæður var breytt um á einni nóttu. Verðlag var gefið frjálst og ákvæði um vexti rýmkuð þannig, að fjöldi manns lagði allt kapp á að láta peningana vinna fyrir sér í pen- ingastofnunum, alveg öfugt við skuldasöfnunina áður, sem gat verið viss gróðavegur, jafnvel þótt bölvanlega gengi. Ávöxtun peninga var sótt af slíku kappi, að vextir komust á uppboð hjá nýjum fyrirtækjum, sem versl- uðu með verðbréf og keyptu þau með stórum afföllum. Gamlir skuldarar komust hvorki lönd né strönd með skuldir sínar, þótt þeir vildu selja, og eftir að hafa sætt afarkostum í afföllum á verðbréfum, var að- eins ein leið eftir. Það var vegur- inn til skiptaráðanda. Þetta hefur verið ríkjandi ástand á síðustu árum, og var það almennt álit manna, að þeir sem nú græddu sætu innanbúðar í verðbréfafyrirtækjum. Þetta var nú ekki svo einfalt. Þeir sem áttu eitthvert fé aflögu voru brýndir ákaflega á því að þeir ættu að leggja aura sína inn til ávöxtunar í hin nýju fyrirtæki. Þar voru boðnir hærri vextir en í bönkum, svo bankar urðu að dansa með í hávöxtum til að missa ekki innistæðufé út í hrað- gróðann. Þeir sem skulduðu samkvæmt gamla laginu og þeir sem voru að byggja fengu yfir sig holskeflu hárra vaxta og verðbóta, uns svo var komið að taka varð upp sérstakt vaxta- kerfi fyrir húsbyggjendur. Vext- ir héldu áfram að vera frjálsir vegna þess að nú var runnin upp sú tíð á íslandi, um hundrað árum eftir fjósbaðstofuna, að græða átti fé á peningum einum. Kappið var slíkt að það minnir á ekkert minna en fjármálabrall- ið í Bandaríkjunum fyrir 1929, þegar gestir og gangandi urðu milljónamæringar - í pappírum. Þá eins og nú blómstruðu þessar milljónerasmiðjur án þess að byggja á nokkrum tryggingum fyrir innlögðu fé ef illa færi. Milljónamæringar urðu öreigar á einni nóttu. Hugsað um eigín köku Eftir að hafa átt þátt í vaxta- okri og affallamokstri um hríð er svo komið, að fyrsta verð- bréfafyrirtækið hefur gefið sig og óskað eftir því að bankaeftir- litið tæki við lyklavöldum. Inni- stæður einstaklinga nema stór- um upphæðum. Þær eru án trygginga. Óvíst er hvort þessar innistæður verða nokkru sinni greiddar út. Það var við vextina af þessu fé sem bankar urðu að keppa, svo þeir misstu ekki innistæður sínar í hendur fyrir- tækja sem ávöxtuðu fé m.a. með því að kaupa bakarí. Yfirlýsing- ar benda til þess að þau verð- bréfafyrirtæki, sem starfa áfram búi við betri kost eftir að eitt þeirra hefur flúið á náðir banka- eftirlitsins. Til þess benda yfir- lýsingar í fjölmiðlum. Þessi fyrirtæki starfa í samvinnu við banka og teljast því geta staðið fyrir sínu. Hins vegar er hér m.a. um einkabanka að ræða. Og þótt þeir séu vel reknir er ekki sömu ábyrgð þar að hafa og í ríkisbönkunum. Kom þessi munur best í ljós þegar Útvegs- bankinn gamli lenti í erfiðleik- um. Þar tapaði fólk ekki inni- stæðum sínum. En við höfum þróast hratt. Hér verður flest að vera eins og í hinum stóra heimi. Eftiröpunin á peningamarkaðnum hefur ver- ið nefnd frjálshyggja. Fram- kvæmd þeirrar stefnu fylgja fleiri gjaldþrot en tölu verður á komið. Vextir hafa orðið eitt helsta viðfangsefni fjárfestingar- félaga og fólkið leggur eðlilega inn sparifé sitt hjá hæstbjóð- anda. Þegar kemur að skuld- adögum getur enginn greitt þessa vexti og enginn getur held- ur staðið undir stórum afföllum af skuldabréfum. Þetta er því allt í vindinum, en þá koma bjargráðin til sögunnar. Niður- færsla verðlags og vaxta er fyrsta skrefið. Því hefur ekki verið tekið illa að sameina þjóðina um skynsamlegar leiðir. Hins vegar er pólitíkin söm við sig. ASÍ tekur ekki í mál að samdráttur- inn nái til kaupgjalds. Það þykir ekki við hæfi á þeim bæ að verða samstiga um niðurfærslu. Held- ur er boðið upp á skattlagningu á vaxtagróða, sem stefnt er á að dragist saman með niðurfærsl- unni. Hvarvetna eru menn að hugsa um kökuna sína, þótt Ijóst sé að hún verður ekki bæði geymd og étin. Slettirekuháttur Alþýðubandalagið er í stjórn- arandstöðu um þessar mundir og svo er látið sem formaður þess hafi komið böndunum á ávöxtunina í landinu. Hann á að hafa sagt að nú væri svo komið fyrir fjárfestingarfélögum, einu eða fleiri, að þau gætu ekki greitt út innistæður sem eigend- ur óskuðu eftir að leysa til sín. Þetta voru nú ekki meiri fréttir en það, að lengi hafði verið vitað, án þess að hægt væri að fá slíkt staðfest, að erfiðleikar voru fyrir fólk að fá innistæður greiddar. Þau mál höfðu um stund verið í athugun hjá við- skiptaráðherra. Hins vegar var ábyrgðarhiuti að hafa þessa erf- iðleika óstaðfesta mikið á orði vegna þeirra vandræða sem það mundi skapa eigendum pening- anna. Þrátt fyrir þessar stað- reyndir étur nú hver fjölmiðill- inn á fætur öðrum það upp, að það hafi verið formaður Alþýöu- bandalagsins, sem sprengdi blöðruna. Hann nefndi þó ekk- ert fyrirtæki á nafn af því hann gat það ekki. Nú segir hann og fjölmiðlar honum hliðhollir hafa það eftir: Sáuð þið hvernig ég tók þá! Viðskiptaráðherra vék að þessum fyrirgangi í flokksfor- manninum í sjónvarpsfrétt s.l. mánudag. Þar boðaði hann lög um verðbréfasjóði og meðferð fjár. Hann sagði: „Úm þetta allt þarf að setja skýrari lög og það verður gert. Fyrir liggur í viðskiptaráðuneyt- inu fullbúið frumvarp um þetta efni, sem verður lagt fyrir þingið strax og það kemur saman“. Um upplýsingar efnahagsnefndar Alþýðubandalagsins varðandi verðbréfasjóðina, sagði ráðherr- ann: „Ég vil nú kalla það sem þar var á lofti haft slettirekuhátt, einfaldlega af því að þeir vissu að þarna voru hræringar. Athug- anir bankaeftirlitsins hafa staðið í nokkrar vikur. Undirbúningur að setningu nýrrar löggjafar og reglna hefur staðið frá því í fyrrahaust. Það þarf að vanda þetta vel og þetta er ekki svona upphlaupamál. Það er alveg óhæf vinnuaðferð í svona máli. Slík upphlaup magna vantraust á fyrirtækjum, jafnt þeim sem eru trausts verð og hinna sem eru það ekki“. Hin iðjagræna jörð Á þessum orðum ráðherra er ljóst að formaður Alþýðubanda- lagsins kaus að gerast einskonar draugasprengir í peningamálum íslendinga (Ghostbuster), en endaði sem slettireka að mati viðskiptaráðherra, sem hafði verið að vinna að þessum málum með lagasetningu og frambúðar- lausn í huga. Að hinu ieytinu reynir Alþýðubandalagið að beita ASÍ gegn niðurfærslunni, vegna þess að flokkurinn hugsar meira um að vera í stjórnarand- stöðu en innan samfélags, sem þarf niðurfærslu við með sem minnstri röskun á kjörum al- mennings. Henni verður hins vegar ekki komið á nema al- menningur standi á bak við hana af fullum þrótti. Og enn skal minnt á frjáls- hyggju „strákana“. Þeir telja að frjálshyggja leysi öll mein af sjálfu sér. En fyrst virðist eins og ætlunin sé að hún rústi samfélag- ið; komi atvinnuvegunum á von- arvöl í trú á þann spádóm Völu- spár að Ragnarökum loknum að þá megi sjá „aftur upp koma / jörð úr ægi /iðjagræna“. Svo er eftir að vita hvort nokkur vill verða samferða í slíka reisu.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.