Tíminn - 10.09.1988, Side 10

Tíminn - 10.09.1988, Side 10
Laugardagur 10. september 1988 10 Tíminnj UMFI styrkir Ólympíu- nefndina Alls 18 ungmennafélagar verða þátttakendur á Ólympíuleikunum fyrir íslands hönd og á stjórnarfundi Ungmennafélags íslands á Djúpa- vík, dagana 2.-3. september, var samþykkt að veita 390 þúsund krón- ur úr Verkefnasjóði UMFÍ til Ól- ympíunefndar íslands og 150þúsund krónur til Ólympíunefndar fatlaðra. Þá voru samþykktar tvær tillögur á fundinum. „Vegna tilkomu stcrks öls á íslandi 1. mars n.k. skorar Ungmennafélag íslands á Alþingi og ríkisstjórn að leyfa ekki, a.m.k. til að byrja með, sölu á stcrkum bjór scm framlciddur er crlendis. UMFÍ bendir á þá hættu sem óbeinar auglýsingar öflugra crlendra bjór- framleiðcnda gcta hal't á ncyslu sterks öls,“ scgir í fyrri tillögunni. Seinni tillagan segir: „Stjórnar- fundur UMFF.. beinir því til fjár- vcitingavaldsins og svcitarstjórna að mjög brýnt cr að uppbygging íþróttavalla í framtíðinni miðist við að á hlaup- og atrennubrautir vcrði sett varanlcgt efni (tartan). Einnig er mjög brýnt að slík efni komi sent allra fyrst á þá velli sem tcljast fullbúnir og haft sé í huga minnst cinn völlur í hverju héraði (sýslu).“ Auk þessa voru ýntis önnur mál rædd á fundinum, svo sem stórt vcrkcfni til að cfla hcilbrigði lands- manna, landsmót UMFÍ árið 1990 í Mosfellsbæ, Skinfaxi sem er tímarit UMFÍ, félagsmálafræðsht ung- mcnnafclaganna, Getniunir og Lottó og tleira. BorgarmálaráA Framsóknarflokksins fyrir utan Viðeyjarstofu, en ráðið hóf vetrarstarf sitt með fundi í þessu sögufræga húsi. 1 • -*m. / i \l * j ■ Hk v Borgarmálaráð Framsóknar- flokksins fundar í Viðey Borgarmálaráð Framsóknarflokksins og stjórnir Fram- sóknarfélaganna í Reykjavík hófu vetrarstarf sitt á mið- vikudaginn með því að funda í Viðevjarstofu sem Reykja víkurborg hefur gert svo myndarlega upp. Það má segja að borgarmálaráðið hafi siglt í kjölfar Olafs V Noregskon- ungs, en hann heimsótti Viðey nokkrum klukkustundum áður en Framsóknarfólkið hélt fund sinn. Séra Þórir Stephensen tók á móti borgarmálaráðinu og bauð Frams'óknarfólk til kirkju þar sem hann sagði listavel frá sögu Viðeyj- ttr allt frá landnámsöld fram á þcnnan dag. Síðan gekk staðar- haldarinn með hópinn upp á Helj- arkinn sem er hæsti hluti eyjarinnar og skýrði frá ýmsum örnefnum á eyjunni. Þaðan var fallegt útsýni í allar áttir, enda veður guðdómlegt og fallegt eins og við á þegar Framsóknarfólk er á ferð. Eftir skoðunarferðina var haldið til Viðeyjarstofu þar sem Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi Fram- sóknarflokksins leiddi borgarmála- ráðið um húsið og skýrði frá fram- kvæmdum sem fram hafa farið á vegum Reykjavíkurborgar undan- farin tvö ár, en borgarstjórn var einhuga um það á hátíðarfundi borgarstjórnar á 200 ára afmæli Reykjavíkur að endurreisa Viðeyj- arstofu og gera hana að þeim glæsilega fundar og hátíðarstaó sem hún er í dag. Eftir fund borgarmálaráðsins þar sem línur voru lagðar fyrir starfið í vetur var sest að snæðingi og að málsverð loknum haldið heim á Maríusúðinni, hinni nýju Viðeyjarferju, undir öruggri skip- stjórn Hafsteins Sveinssonar sem haldið hefur uppi ferðum til Við- eyjar um langt árabil. -HM Dótturfyrirtæki tveggja kaupfélaga: Sláturfélagið Barði hf. Kaupfélag Dýrfirðinga á Þingeyri og Kaupfélag Önfirð- inga á Flateyri hafa gengið til samstarfs um slátrun og stofnað til þess sérstakt félag, Sláturfélagið Barða hf. Gert er ráð fyrir að þetta félag taki sláturhús kaupfélagsins á Þingeyri á leigu og slátri þar núna í haust, en jafnframt verði sláturhúsinu á Flateyri lokað. Hallgrímur Svcinsson á Hrafns- svæðunt þessara tveggja kaupfélaga, eyri er formaður þessa nýja félags. en auk þess væri gert ráð fyrir að Hann sagði að félagið myndi taka bændur af félagssvæði Kaupfélags við sláturfé frá bændum á félags- ísfirðinga myndu leggja þar inn einnig. Nær starfssvæði félagsins þannig yfir Vestur-ísafjarðarsýslu alla og hluta af Norður-ísafjarðar- sýslu. Aftur á móti senda bændur úr suðurhreppum Arnarfjarðar fé sitt til Patreksfjarðar og láta slátra því þar hjá Sláturfélagi Vestur-Barð- strendinga. Nafn félagsins er dregið af fjallinu Barða, sem er á niilli Önundarfjarð- ar og Dýrafjarðar. Að. sögn Hall- gríms er þctta félag hugsað sem A/ÝÍ DMSSiCÓLW Innritun frá kl. 13 til 20 kennsla hefst 19. september Takmarkaður §öldi nemenda f hverjum tíma HAFNARFJORÐUR kennum í nýju húsnæði að Reykjavíkurvegi 72 sími 52996 REYKfAVÍK Kennum í Armúla 17a sími 38830 Bamadanskennsla Gömludansakennsla Samkvæmisdanskennsla Standard Latin Kennarar í vetur: Niels Einarsson Rakel Guðmundsdóttir Rúnar Hauksson Aðalsteinn Ásgrímsson Herborg Bemtsen Gerður Harpa Kjartansdóttir Logi Vígþórsson Anna Berglind Júlídóttir NÝTT Islandsmeistarar kenna Rokk/Tjútt Greiðsluskilmálar: raðgreiðslur/VISA/EURO NYTTNYTT Bjóðum einkatíma eftir samkomulagi. Lokaðir tímar fyrir félagasamtök og aðra hópa. biðleikur meðan núverandi crfið- leikar í rekstri sláturhúsa standa yfir. Félagið er þannig með lítið eigið fé, en sem stendur er stjórn þess önnum kafin við að reyna að koma rekstrargrundvelli undir starfsemina og nýtur þar góðrar aðstoðar Jóns Helgasonar landbún- aðarráðherra. Einkunnarorð þessa nýja félags verða þau að neytandinn hafi alltaf rétt fyrir sér. í samræmi við það er ætlunin að nýta heimamarkaðinn vestra eins og frekast er kostur, en á honum eru um 5 þúsund manns. Mikil áhersla verður lögð á að veita sem besta þjónustu, og m.a. verður boðin þar heimsendingarþjónusta á jafnt slátri sent niðursöguðu kjöti. Gert er ráð fyrir að í sláturhúsinu á Þingeyri verði í haust slátrað 14-15 þúsund fjár. Húsið annar nú sem stendur um 500 kindum á dag, svo að slátrun mun væntanlega standa þar yfir í hálfan annan mánuð. Þann tíma verður þar atvinna fyrir 40 til 50 manns. Auk Hallgríms Sveinssonar sitja í stjórn félagsins þeir Bergur Torfa- son, Felli, Kristján Björnsson. Múla, Asvaldur Guðmundsson, Ás- túni, og Magnús. Jónsson, Hóli. Nýráðinn framkvæmdastjóri félags- ins er Árni Brynjólfsson frá Vöðlum í Önundarfirði. -esig Eldur við Bræðra- tungu Eldur kom upp í bílskúr við Bræðratungu í gærkvöld. Nokkrar skentmdir urðu á bílskúrnum og á bíl sem inni í honum var. einkum vegna bráðins einangrunarplasts, sem lak á lakk bílsins. Búið var að mestu að ráða niður- lögum eldsins þegar Slökkviliðið kom á staðinn og rak cndahnútinn á. -sá

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.