Tíminn - 10.09.1988, Qupperneq 11

Tíminn - 10.09.1988, Qupperneq 11
Laugardagur 10. september 1988 Tíminn 11 Stórþjófnaður á humri á Höfn í Hornafirði. Þýfi og þjófar fundið: TÆPU TONNISTOLIÐ ÚR GÁMUM „Þetta voru 58 kassar, alls 800 kíló að verðmæti 600 þúsund krónur sem þeir stálu, þessir herrar." sagði Sverrir Aðalsteinsson á Höfn í Hornafirði við Tímann í gær. Humarinn átti að fara í skip sent fór frá Höfn um hádegi í gær, og hafði verið unnið við útskipunina í fyrradag og frystur humarinn settur í þrjá frystigáma af stærstu gerð, sem stóðu á hafnarbakkanum. Þjófarnir fundust með þýfið í stórum bílaleigubíl frá Reykjavík laust fyrir kl. 11 í gærmorgun á Hvolsvelli og voru handteknir þar. Þegar útskipunarvinnu lauk á Norrænt tækniár: Opið hús áGrundar- tanga í tilefni af Norrænu tækniári verð- ur íslenska járnblendifélagið hf. með opið hús á Grundartanga, næst- komandi sunnudag kl. 13-17. Þar gefst fólki kostur á að skoða verk- smiðjuna á Grundartanga og þiggja veitingar. Frá Reykjavík til Grund- artanga er aðeins 98 km. akstur og því er þetta tilvalinn sunnudagsöku- ferð fyrir íbúa höfuðborgarsvæðis- ins. Þarna verður m.a. hægt að skoða verksmiðjusvæðið í heild, verk- smiðjuna í fullunt rekstri, far- bræðsluofna, töppun fljótandi málrns, útsteypingu, verkstæði. starfsmannaaðstöðu og laxeldi. Sjómenn vara viö aö kjör þeirra verði skert með breyttum hlutaskiptum Munum snúast til varnar Stjórn Sjómannafélags Reykja- víkur harmar að Vinnuveitendasam- bandið virðist hafa afsalað sér for- ræði í samningum og afhent það nefnd forstjóra og ríkisstjórninni. Þá fordæmir stjórn Sjómannafé- lagsins ítrekaðar árásir ríkisstjórnar- innar á kjör launþega og varar við hugmyndum um að kjör sjómanna verði skert með breyttum hlutaskipt- um. Það muni kalla fram varnarað- gerðir sjómannastéttarinnar. -sá (Úr fréttatilk.) Nýtt útvarpsleikrit og teiknimynd úr íslenskum þjóðsögum í fæðingu Starfslaun- um RÚV úthlutað Gylfi Gíslason og Úlfur Hjörvar fengu nýlega starfslaun Ríkisút- varpsins sem veitt eru til höfunda efnis fyrir útvarp og sjónvarp. Báðir fengu þeir starfslaun í þrjá mánuði og ætlar Gylfi að nota þá til að teikna og mála myndraðir við íslenskar þjóðsögur. Þær verða síðan teknar upp á myndband með tali og tónum. . Úlfur Hjörvar ætlar að skrifa út- varpsleikrit og vinna annað efni til flutnings í útvarp jafnframt. Starfslaunum Ríkisútvarpsins hef- ur verið úthlutað einu sinni áður, en að þessu sinni voru umsækjendur sex talsins. Laununum úthlutar framkvæmdastjórn Útvarpsins að fengnum umsögnum dagskrárdeilda stofnunarinnar. -sá Höfn í fyrrakvöld vargámunum læst vandlega, en í gærmorgun þegar rnenn komu til vinnu sást að lásarnir höfðu verið brotnir upp. en svo snyrtilega hafði verið gengið frá. að ekki sást að neitt hefði verið tekið úr gámunum l'yrr en menn gægðust hak vjð fremsta staflann í gámunum. Talið er að þjófarnir hafi þekkt vel til staðhátta á Höfn og brugðið sér austur sérstaklega í þessum cr- indagerðutn, að ná sér í humarinn. Grunur leikur einnig á að þeir hafi í leiðinni brotið upp frystigeymslu þá sent humarinn var geymdur í fyrir útskipun. -sá Nýbylgian í matargerðarlist er Ert þú einn af þeim sem ekki hafa kynnt sér kostina við örbylgjutæknina? Hér er bent áað í PHILIPS M-734 og M-705 örbylgjuofnunum er hægt að koma fyrir heilu fati af mat með meðlæti og öllu, því hjá PHILIPS er snúningsdiskurinn í toppi ofnsins, sem tryggir jafna dreyfingu á örbylgjúnum og auðveldar einnig þrif á ofninum. PHILIPS örbylgjuofnarnir eru öflugir en orkusparandi. Smekklegir í útliti og fyrirferðalitlir. Veggfestingar fáanlegar, heil hurö er í PHILIPS örbylgjuofnunum, sem opnast niður. Þrjár orkustilling- ar og sérstök stilling fyrir afþýðingu. Kennslubók og námskeið er innifalið í kaupum á PHILIPS örbylgjuofni. Heimilistæki hf Sætúni8 • Hafnarstræti 3 • Kringlunni SÍMI: 69 15 15 SIMI 69 15 25 SIML69 15 20 i/cótAuiftSiHu^jxuée^A i samun^um PHILIPS örbylgjuofninn — styttir undirbúning og flýtir matseld — Leitið nánari upplýsinga.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.