Tíminn - 10.09.1988, Qupperneq 13

Tíminn - 10.09.1988, Qupperneq 13
42 Tíminn Laugardagur 10. september 1988 Tíminn 13 ÍÞRÓTTIR (ÞRÓTTIR Seoul. Það er mikið á sig lagt til þess að ná árangri í íþróttum. Allir vita að rétt matarræði skiptir ntiklu máli, en þó eru siðir hinna ýmsu þjóða ólíkir eins og búast má við. Við íslendingar tökum lýsi og étum harðfisk. S-Kóreumenn fara dálítið öðruvísi að, en mataræði þeirra hefur áður verið til umfjöllunar á íþróttasíðum Tímans. Gins- eng-rætur eru mjög vinsælar meöal kóreskra íþróttamanna, en stúlkurnar í hokkíliðinu taka snákasúpuna framyfir ræt- urnar. Hnefaleikararnir snæða blöndu af jurtum og villtum ginseng-rótum og horn af ung- um dádýrum. Snákasúpan er einnig vinsæl hjá fjölbragðaglímuköppun- um, en ekki var hægt að fá staðfest að kapparnir ætu „Ka- esoju“, sem er blanda af jurt- um og hundakjöti. Þessi lyst- uga blanda er sögð slá öll met hvað orku og kraft varðar. Knattspyrnumennirnir eru undirbúnir fyrir keppni með ginseng-rótum og dádýrshorn- um, sem föstum lið á matseðl- inum. Framherjinn Choi Soon- ho segist hafa étið 500 snáka í sumar. Seoul. Fyllsta öryggis er gætt í Seoul, ekki bara við öryggisgæslu, heldur er cinnig séð fyrir vörnum íþróttamann- anna gegn kynsjúkdómum og eyðni. úþúsundsmokkarverða til reiðu fyrir íþróttamennina í Seoul og útvega má flciri með stuttum fyrirvara ef þörf krefur. Vændiskonur borgar- innar fara árlega í eyðnipróf, en S-Kórea er með eitt minnsta hlutfall eyðnitilfella í heimin- um og aðeins 3 hafa reynst með eyðni á lokastigi og 30 manns hafa mælst með veiruna í sér. Þetta cru svipaðar tölur og hér á íslandi, þannig að sjúkdóm- urinn er hlutfallslega útbreidd- ari á íslandi. Þá fara vændis- konur þar vikulega í skoðun, þar scm aðrir kynsjúkdómar eru greindir og eftir slíkt próf fá þær sérstakt skilríki á ensku, sem þær verða að ganga með í handtöskunni. Ef kortið er rautt, þá er óráölegt að fara í rúmið með viðkomandi, en sé kortið blátt, þá á allt að vera í lagi. Munið nú kæru íþróttamenn og aðrir Seoul-farar, að smokk- urinn er ekkert feimnismál, ekki heldur í Kóreu. Seoul. Það má búast við spennandi keppni í Seoul með- an á Ólympíuleikunum stendur, en önnur keppni mun fara þar fram og til lykta leidd tveimur dögum fyrir leikana. Það er baráttan um að fá að halda vetrar Ólympíuleikana 1994. Fjórar borgir sækjast eft- ir leikunum: Sofia höfuðborg Búlgaríu, Lillehammer í Nor- egi, Östersund í Svíþjóð og Anchorage aðalborgin í Al- aska-fylki í Bandaríkjunum. Næstu vetrarleikar verða 1992 í Albertsville í Frakk- landi. Sofia var aðalkeppinaut- ur Albertsville um þá leika og nú gera Búlgarir sér miklar vonir um að nú sé röðin komin að þeim. Sú breyting verður á vetrarleikunum, frá og með leikunum í Albertsville ’94, að leikarnir verða haldnir tveimur árum eftir sumarleika, í stað þcss að þeir fari fram í sama ári og sumarleikarnir. Vetrar-Ól- ympíuleikar verða eftir sem áður haldnir á fjögurra ára fresti eins og sumarleikarnir. Alfreð Gíslason kominn í loftið, lendir í Seoul á sunnudag. ... Handknattleikur: Jafntefli í veganesti Jafntefli varð, 18-18, í síðari landsleik íslendinga og Dana í íþróttahúsi Selja- skóla í gærkvöld. Danir höfðu frumkvæðið lengst af og voru jafnan yfir í fyrri hálfleik. Mestur var munurinn þrjú mörk, en íslendingum tókst að jafna fyrir leikhlé, með því að skora þrjú mörk í röð. íslendingar héldu uppteknum hætti í upphafi síðari liálf- lciks og gerðu tvö fyrstu mörkin. Danir svöruðu með þremur mörkum í röð og voru yfir lengst af. Þegar 5 mínútur voru eftir af leiknum var staðan 18-15 fyrir Dani en íslendingar náðu að jafna áður en yfir lauk og var þar vel að verki staðið ogjalntefli, 18-18, staðreynd. Með þessum leik lauk undirbúningi liðsins fyrir Ólympíuleikana, en sú braut hefur verið þyrnum stráð og stutt á milli gráturs og hláturs. Hvort liðið fær upp- skorið árangur erfiðis síns t Seoul skal ósagt látið en eitt er víst að grannt verður með liðinu fylgst þar og dómur ekki upp kveðinn fyrr en að leikslokum. „Þetta var mjög erfiður leikur, þeir tóku vel á strákunum og þeir leyfðu þeim að taka full hart á sér,“ sagði Bogdan Kowalzcyk, landsliðsþjálfari eftir leik- inn. „Liðið er þreytt, eins og sjá má á útispilurunum, þeir náðu ekki að rífa sig upp og skjóta á markið. Úrslitin í þessum leik skiptu engu máli, en ég tel að undirbúningurinn hafi verið góður, þó hefði lokakaflinn mátt vera betri. Það vantar enn meiri ögun í liðið. Ég tel raunhæft, miðað við almenna getu liða í heiminum í dag, að við lendum í 4. sæti í okkar riðli í Seoul, en við stefnum að því að verða ofar og halda okkur í A-flokki í heimsmeistarakeppni. Til þess verðum við að gera betur og okkar takmark er 6. sætið í Seoul,“ sagði Bogdan að lokum. Mörkin í leiknum í gær: ísland: Kristján 6/3, Bjarki 4, Jakob 3, Alfreð 2/1, Þorgils 2 og Geir 1. Tíminn óskar íslenska landsliðinu Danmörk: Simonsen4, Hansen3/1 Feng- góðrar ferðar til Seoul, sem og öðrum er2/l, Röpstorff2, Kildelund2, Jacobsen íslenskum keppendum, í von um góðan 1 og Nielssen 1. árangur. bl Iþróttaviðburðir helgarinnar Knattspyrna: Laugardagur 1. deild ka.kl. 14.00 . Völsungur-Fram 1. deild ka.kl.14.00 1. deild ka.kl.14.00 1. deild ka.kl.14.00 2. deild ka.kl. 14.00 2. deild ka.kl.14.00 2. deild ka.kl.14.00 2. deild ka.kl.14.00 2. deild ka.kl.14.00 Sunnudagur: 1. deild ka.kl.14.00 IBK-Valur . . KA-Leiftur Víkingur-Þór . Selfoss-Víðir . . . ÍR-Fylkir UBK-Þróttur .... KS-ÍBV FH-Tindastóll Frjálsar íþróttir: í dag verður Tugþrautarmót HSK haldið á Selfossi. í Mývatnssveit verður fjallahlaup HSÞ. Golf A Suðarnesjum verður opið mót hjá GS og á Akureyri verður minningarmót. í Vestmannaeyjum verður Stöðvar- keppnin. Blöndumótið fyrir unglinga verður á Akureyri í umsjón GA. í dag verður bændaglíman á Grafarholtsvelli í Reykjavík og á Hvaleyrarholtsvelli verða úrslit í firmakcppni GK. Stokkhólmur. Sænska lögregl- an hefur komið upp um smyglhring sem hefur síðastliðin tvö ár selt sænsk- um íþróttamönnum um 200 kg af Anabolic sterum. Sterarnir eru sem kunnugt er hormónalyf, sem flýtir mjög fyrir vöðvavexti. Talsmaður sænsku lögreglunnar sagði að dreifing steranna hefði farið fram í gegnum sænskar vaxtarræktarstöðvar, en inn- flutningur á sterum til Svíþjóðar var bannaður 1987. Talið er að nokkrir keppendur úr sænska Ólympíuliðinu sé flæktir í málið, en ekki hefur neinum keppenda enn verið vikið úr Ólympíuliðinu í tengslum við smyglið. Munchen. v-þýski tennisleikar- inn Boris Becker mun ekki verða á meðal keppenda á Ólympíuleikunum í Seoul. Kappinn, sem tvívegis hefur borið sigur úr býtum á Wimbledon mótinu, á við þrálát meiðsl á fæti að stríða og þrátt fyrir að hafa verið í meðferð hjá lækni knattspyrnuliðsins Bayern Munchen, lætur bati á sér standa og læknirinn hefur fyrrskipað Becker að hvíla sig í 6 vikur. Becker ætlar samt að fara til Seoul til þtss að fylgjast með tenniskeppninni, en nú verður keppt í tennis á ný sem Ólymp- íugrein. Madrid. Leo Beenhakker, Hol- lendingurinn sem þjálfar knattspurnu- lið Real Madrid á Spáni var rændur á fimmtudagskvöldið. Beenhakker var á gangi á götu ásamt konu sinni, í úthverfi Madrid, skammt frá heimili þeirra, þegar þjófurinn réðst að þeim og hafði veski þeirra á brott. Hjónin sluppu ómeidd frá ráninu. Brussel. Þjálfari Evrópubikarhafa Mechelen frá Belgíu, ætlar ekki að selja ísraelska landsliðsmanninn Eli Ohana frá félaginu. Ohana vill fá sig lausan og fara til Ítalíu, þar scm hann hefur tapað sæti sínu í liðinu til Johny Bosrnan sem nýlega var keyptur til liðsins frá Ajax. Ohana verður að dvelja í herbúðum Mechelen þar til í júlí á næsta ári, en þá rennur samning- ur hans við félagið út. A-Berlín. A-þýska stúlkan Petra Felke setti f gær nýtt heimsmet í spjótkasti kvenna á upphitunarmóti fyrir ÓL. Felke kastaði 80 m slétta og þar af leiðandi fyrsta konan sem brýtur 80 m múrinn. Felke, sem er 29 ára, átti sjálf gamla metið, 78,90 m, en það setti hún í júlí á síðasta ári. Djúpavík. Á 5. fundi stjórnar UMFL sem haldinn var í Djúpuvík á Ströndum 2.-3. september s.l. var samþykkt að veita styrk úr verkefna- sióði UMFÍ til þátttöku íslendinga í Ólympíuleikunum í Seoul. Samþykkt var að veita Ólympíu- nefnd íslands styrk að upphæð 390 þúsund krónur og Ólympíunefnd fatl- aðra 150 þúsund krónur. Nú taka 18 ungmennafélagar þátt í leikunum í Seoul ogþykirstjórn ÚMFÍ því full ástæða til að veita styrk til þátttökunnar um leið og hún fagnar þeim frábæra árangri sem íslenskir íþóttamenn hafa náð að undanfömu og óskar þeim góðs gengis í þeirri hörðu keppni sem framundan er við bestu íþróttamenn heimsins. Búdapest. Þeir ung- versku keppendur sem standa sig vel á Ólympíuleikunum í Seoul munu verða verðlaunað- ir með tollaundanþágum, þeg- ar þeir ná afturtil heimalands- ins, segir í frétt frá ungversku féttastofunni MTI. Gullverð- launahafar fá þannig að versla fyrir jafnvirði um 370 þúsund ísl. króna. Keppendur sem lenda f silfur eða bronsverð- launasætum fá aðeins rninni kvóta í sinn hlut, svo og þeir keppendur sem verða í 4.-6. sæti. Þjálfarar, læknar, sál- fræðingar og aðrir aðstoðar- menn fá einnig untbun, ef þeirra menn standa sig vel, en mönnum er aðeins heimilt að versla fyrir þá peninga sem þeir hafa fengið í dagpeninga í leikunum, eða eigið sparifé og í einstaka tilfelli fá þeir gjafir sem íþróttamennirnir í sinn hlut á leikunum. Seoul. Það eru fleiri þjóðir en Ungverjar sem ætla að verð- launa sína menn, ef þeir standa sig vel á Ólympíuleikunum, þótt með ólíkum hætti sé. Gestgjafarnir sjálfir ætla að greiða þeim íþróttamanni, s- kóreskum, sem vinnur gull- verðlaun um 38 þúsund ísl. króna mánaðarlaun það sem eftir er ævi hans. Ef s-kóreskur frjálsíþróttamaður verður í einu af efstu sætunum fær hann um 6,3 milljónir króna í sinn hlut. Malasíumenn ætla að greiða um 1,4 miiljónir króna fyrir Seoul gull. Sovétmenn munu veita sín- um íþróttamönnum, sem vinna gullið eftirsótta, umbun í formi hárra bónusgreiðslna. Kínverjar greiða Lou Yun, sem vann 1 gull og 2 silfur í Los Angeles 1984, tvöföld meðalla- un og foreldrar hans fengu úthlutað nýrri íbúð í Peking. Saudi Arabar senda 23 kepp- endur á Ólympíuleikana og fari svo að einn þeirra vinni til verðlauna þarf hann ekki að hafa áhyggjur af lífeyri, at- vinnu, eða menntun það sem eftir er, því ríkið mun sjá honum fyrir þessu öllu. Frakkar verðlauna sína íþróttamenn, sem vinna gull- verðlaun, með um 900 þúsund krónum. Nú kunna margir að spyrja. Hvar er Ólympíuhugsjónin? Sannleikurinn er sá að allstaðar í íþróttum eru peningar og lítið þýðir að stinga höfðinu í sandinn. Til dæmis munu hreinræktaðir atvinnumenn keppa á Ólympíuleikunum í Seoul og nægir þar að minna á keppendur í knattspyrnu og tennis. Ekki eru þó allir jafn opin- skáir og þyrstir í gullin. Bretar eru Ólympíuhugsjóninni trúir því þeir tóku þá afstöðu að verðlauna sína menn ekki með bónusgreiðslum þrátt fyrir Ól- ympíuverðlaun. „Okkur finnst það næg umbun fyrir íþrótta- mennina að vinna til verð- launa,“ sagði einn talmaður breska Ólympíuliðsins. I FJÓSIÐ oc ALFA- LAVAL MJALTAKERFI FLORSKÖFUKERRN hafa létt mörgum bóndanum verkin. MILKO- SCOPE MKII I MJOLKUR- MÆLARNIR ERU TIL ÁLAGER Litlir vélkústar fyrirliggjandi VELBÚNAÐUR í FÓÐRUN OG HIRÐINGU Kjarnfóðurvagn HJÓLKVÍSLAR KAUPFÉLÖGIN BÚNADARDEILD ARMULA3 REYKJAVIK SÍMI 38900 VOTHEYSVAGNAR Notkun bilbelta = góð líftrygging! UMFERÐAR RÁÐ TÆKNIBYLTING + NY HÓNNUN * 35% VERÐLÆKKUN með: Þremurtímum, dagatali og vikudegi (á þremurtungumálum) niðurteljara, skeiðklukku, vekjara o.fl. Dca TISSÖT fwofimer Hagæða ur j(jm BJABNflSON & CS 3.950 kr. Kaupvangsstræti 4, Akureyri. S: 9«-?': 75.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.