Tíminn - 10.09.1988, Qupperneq 15

Tíminn - 10.09.1988, Qupperneq 15
Laugardagur 10. september 1988 Tíminn 15 ................ ■ ■ ■ntfiwm ■■■■■■■■■■ fnm'ii ■■■■■■■■ ■■■ ■ ■■■■■ ■ ■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■ i í BETRI SÆTUM i ■ ■■■■■ ■ ■»! mmi iiiiiiiiiiiiiiimimiimuiiiiinmiiimiiiiimimiiiuimmmiiiiiim THE RIGHT STUFF: Kapphlaupið um að verða fyrstir „TOPP TUTTUGU" 1.(1) Hentu mömmuaf lestinni (Háskólabíó) 2. ( 3) NoWayOut (Skífan) 3. ( 5) TheBourneldentity (Steinar) 4. ( 7) RevengeofTheNerds#2 (Steinar) 5. ( 4) Nornirnarfrá Eastwick (Steinar) 6. ( 8) KæriSáli (Háskólabíó) 7. ( 2) Princess Bride (J.B: Heildsala) 8. ( 6) SummerSchool (Háskólabió) 9. ( 9) SomeKindofWonderful (Háskólabíó) 10.(10) WindmillsofTheGods (J.B. Heildsala) 11.(14) TheSqueeze (Steinar) 12.(11) ThePick-up Artist (Steinar) 13.(17) TheManwithTwoBrains (Steinar) 14.(16) Three Forthe Road (Steinar) 15. (18) Eye of The Tiger (Myndbox) 16.(13) Full Metal Jacket (Steinar) 17.(15) Bluegrass (Steinar) 18. (-) MadetoOdrer (Steinar) 19.(20) Real Bullets (Myndform) 20. (-) StrippedtoKill (J.B. Heildsala) THREE FOR THE ROAD Átakalítil afþreying Stjörnugjöf:^1/2 Aðalhlutverk: Sam Shepard, Scott Glenn, Ed Harris, Dennis Quaid og Fred Ward. Handrit: Philip Kaufman. Myndband: Steinar. Þctta er cin af þeim ódauðlegu myndum sem mér gafst aldrei færi á að sjá í kvikmyndahúsi þegar hún var sýnd, svo óhætt er að segja að ég varð mjög ánægður með að hafa tækifæri til að berja hana augum. Hún er byggð á metsölubók Tom Wolfe, en handritið gerði Philip Kaufmann. Ekki er það verra að hér er um sanna sögu að ræða. Myndin fjallar í fyrstu að mestu leyti um Chuck Yeager (Sam Shepard) og fleiri tilraunaflug- menn hjá bandaríska flughernum sem voru fyrstir til að sprengja hljóðmúrinn. Yeager er yfirveguð typa sem lætur ekkert á sig fá og setur hvert hraðametið á fætur öðru. Það er annars undarlegt til þess að hugsa að fyrsti maðurinn sem braut hljóðmúrinn kvað hafa verið með brotin rifbein, þannig að hann þurfti að loka flugklefanum með kústskafti, svo lítið bæri á. Geimferðaáætlun Bandaríkj- anna er að fara í gang og menn velta fyrir sér hvort ekki ætti að senda apa í fyrstu ferðirnar. For- setinn setur hnefann í borðið og heimtar að eingöngu háskóla- menntaðir tilraunaflugmenn verði fyrstu geimfarar Bandaríkjanna. Þar með var Yeager úr leik, þar sem hann hafði ekki háskólapróf, en hann hélt áfram að setja met á flugvélum. Böndin berast nú eink- um að þeim Alan Shepard (Scott Glenn), John Glenn (Ed Harris), Gordon Cooper (Denis Quaid) og Gus Grissom (Frcd Ward) sem voru fyrstu geimfarar Bandaríkja- manna, auk þriggja annarra. Við fáum að fylgjast með þjálfun þeirra frá upphafi til enda og fyrstu ó- mönnuðu geimskotunum, sem flest mistókust. En svo kemur að því, þeir fara hver á fætur öðrum út í geiminn. Myndin endar á því að... nú ætla ég ekki að segja ykkur meir! Myndin er í alla staði mjög vel gerð. Tæknibrellurnar og kvik- myndatakan eru oft hreint frábær- ar og leikurinn góður. Ég mæli með þessari mynd fyrir þá scm ekki hafa séð hana og ég tala ekki um þá sem hafa gaman af því að fræðast um þá sem fóru fyrstir út í geiminn. Myndin er að mínu mati helst til of löng og henni tókst ekki að halda athygli minni allan tímann. -ABÓ Stjörnugjöf:^ Aðalhlutverk: Charlie Sheen, Kerri Green og Alan Ruck. Charlie Sheen er talinn með cfnilcgri upprennandi stjörnum i bandarískum kvikmyndum eltir lcik sinn í stórmyndunum Platoon og Wall Street. Þar þótti hann standa sig mcð afbrigðum og hafa útlitið og hæfileikana til að bcra. Hér leikur hann hins vcgar í kvik- mynd scm er þó nokkuð mörgum gæðaflokkum neðar en hinar tvær fyrrnefndu. „Thrcc for thc Road“ er gaman- mynd um ungan framagosa í pólit- íkinni (Charlie Shcen) scm tekur að sér verkefni fyrir þingmanninn scm hann starfar fyrir og dáir. Hann á að koma gcrspilltri dóltur hans í sérskóla, þar sem óknytta- stúlkur eru tamdar. En það sem átti að vera létt verk snýst upp í meiriháttar ringulrcið. Þetta er metnaðarlítil mynd sem maður á Irekar auðvclt meö að gleyma. Strax cltir einnar nætur svefn er minningin orðin óljós og hulin þoku. Það má samt vel Itorfa á þessa mynd og hún er sæmileg afþreying, cn ekki mikið meira cn það. Söguþráöurinn er einfaldur og klisjukcnndur og húmorinn nær varla að lyfta munnvikunum. Þó er leikurinn í mcðallagi og cnginn stendur sig ábcrandi illa, cn Char- lie Sheen svífur átakalaust í gcgn- um myndina með áhrifalitlum leik. Reyndar býður hlutvcrkið ckki upp á mikiö cn grunur minn er sá að alvarlcgri hlutvcrk fari drengn- um bctur cn grínið. JIH QUIET COOL: Hrói höttur og Rambó í bland Stjörnugjöf:-*^ Aðalhlutverk: James Remar, Adam Coleman Howard, Daphne Ashbro- ok, Jared Martin. Leikstjóri: Robert Shave Myndband: Skífan Þetta er ein af þeim fjölmörgu myndum sem búnar hafa verið til um eiturlyfjaframleiðslu í henni Ameríku, þar sem alltaf takast á vondu og góðu mennirnir. Vondu mennirnir hafa mjög sterk útlits- einkenni, svo ekki fer á rnilli mála hverjir eru skúrkarnir og lögreglu- stjórinn cr enginn annar en sonur Farlow scm giftist Ellý í Dallas og Sue Ellen hélt við til skamms tíma. Hann er á mála hjá skúrkunum. Maríjuana er arðbærasta upp- skeran í henni Ameríku. Þeir sem rækta það verða ríkir og svífast einskis til að vernda þessi verðmæti sín. Þegar foreldrar Joshua cru myrtir á hrottalegan hátt af kald- rifjuðum eiturlyfjakóngum, fær hann lögreglumanninn snjalla Joe Dallon að nafni í lið mcð sér. Markmið þeirra er að koma morð- ingjunum í hendur laganna og koma upp um eiturlyfjastarfsemi þeirra. En í gróðaheimi eiturlyfj- anna eru mannslífin lítils virði og Joshua og Joe kynnast gerspilltu samfélagi græðginnar. Það er síðan spurning hvernig þeim tekst til við að koma eiturlyfjabarónunum fyrir kattarnef, þar sem lög gilda ekki í frumskógunum, að því er virðist. Um þessa mynd verður ekki mikið sagt, annað en að hér er á ferðinni margtuggið efni. Hún skil- ur ckki margar minningar eftir í huga manns, en samt sem áður er um sæmilega afþreyingu að ræða. Miðað viö aðrar myndir af svipuð- um toga ákvað síöan aö gefa mynd- inni tvær stjörnur. —ABÓ

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.