Tíminn - 10.09.1988, Blaðsíða 16

Tíminn - 10.09.1988, Blaðsíða 16
16 Tíminn Laugardagur 10. september 1988 Heiðurslaun Brunabótafélags íslands 19 8 9 í tilefni af 65 ára afmæli Brunabótafélags íslands, 1. janúar 1982, stofnaði stjórn félags- ins til stöðugildis hjá félaginu til þess að gefa einstaklingum kost á að sinna sérstökum verkefnum til hags og heilla fyrir íslenskt samfélag hvort sem er á sviði lista, vísinda, menningar, íþrótta eða atvinnulífs. Nefnast starfslaun þess, sem ráðinn er: HEIÐURSLAUN BRUNABOTAFELAGS ÍSLANDS Stjóm B.í. veitir heiðurslaun þessi samkvæmt sérstökum reglum og eftir umsóknum. Regl- urnar fást á aðalskrifstofu B.í. að Laugavegi 103 í Reykjavík. Þeir, sem óska að koma til greina við ráðningu í stöðuna á árinu 1989 (að hluta eða allt árið), þurfa að skila umsóknum til stjórnar félagsins fyrir 1. október 1988. Brunabótafélag íslands. Útboð ^RARIK Bk. ^ RAFMAGNSVEITUR RlKISINS Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftirfarandi: RARIK 88012 Ræsting á skrifstofuhúsnæði Laugavegi 118. Opnunardagur: Þriðjudagur 27. september 1988 kl. 14.00. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríksins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, fyrir opn- unartíma og verða þau opnuð á sama stað að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagns- veitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá og með mánudeginum 12. sept. 1988 og kosta kr. 300,00 hvert eintak. Rafmagnsveitur ríkisins Laugavegi118 105 Reykjavík. ^ Vatnsveita Reykjavíkur TÆKNITEIKNARI Vatnsveita Reykjavíkur óskar að ráða tækniteikn- ara nú þegar. Upplýsingar veitir Jón G. Óskarsson í síma 685477. ARNAÐ HEILLA Áttræð: Una Jóhannesdóttir Þann 12. septcmber 1908 fæddist ungum hjónum á Siitvindastöðum í Staðarsveit, þeim Vilborgu Kjart- ansdóttur og Jóhannesi Guðmunds- syni, stúlka, sem í skírninni hlaut nafnið Una. Þessi stúlka var fyrsta barn þeirra Slitvindastaðahjóna, en þau hjón eignuðust alls 12 börn. Una ólst upp hjá foreldrum sínum og náði góðum þroska. En nútíma- fólk á trúlega erfitt með að skilja að unnt hafi verið að koma stórum barnahóp til þroska án nokkurrar aðstoðar samfélagsins, en þá voru óþekkt fæðingarorlof, barnabætur og barnabótaaukar og hvað þær heita allar bæturnar og aðstoðin, sem foreldrar eiga völ á og eru veittar nú og þykir þó mjög á sig lagt að ala upp börn. Aðeins 15 ára réðst Una kaupa- kona til Guðjóns Péturssonar, bónda í Arnartungu í Staðarsveit, sem þá hafði tekið jörðina á leigu. Þctta leiddi til þess að þau fóru að búa saman og áttu heima í Arnar- tungu til 1929. Húsakostur var mjög lítilfjörlegur og fjós undir palli. I Arnartungu fæddust þeim fjögur börn, eitt fædd- ist andvana og annað dó ungt. Næstu fimm árin voru þau á hálfgcrðum hrakhólum og bjuggu á tveimurstöðum í sveitinni við heldur lítilfjörlega búskaparaðstöðu, bæði í húsakosti og landsnytjum. frá Gaul En árið 1934 fengu þau ríkisjörð- ina Gaul í Staðarsveit til ábúðar en þegar þangað kom voru börnin orðin sex, sem lífs voru, allt drengir. Og enn fjölgaði börnunum og síðasta barn þeirra hjóna fæddist árið 1950 og voru þá orðin fjórtán, þar af tólf lifandi, 9 synir og 3 dætur. Jörðin Gaul hafði verið í niður- níðslu um langan tíma og að mestu í eyði áður en þau Una og Guðjón komu þangað. Húsakostur allur, bæði fyrir mer n og skepnur, var mjög lélegur en jörðin þótti góð beitarjörð en slægjur takmarkaðar, túnið allt kargaþýfi. Nokkur hlunn- indi voru af reka. Þarna bjó Guðjón, ásamt Unu konu sinni og börnum til dauða- dags, en hann lést 7. ágúst 1968. Verulegar umbætur voru gerðar á jörðinni í tíð Guðjóns, bæði í ræktun og byggingum, en mest og best umbót fyrir húsfreyjuna var þegar íbúðarhús, steinsteypt, var byggt 1942 og stækkað síðar. Þetta var kærkomið fyrir húsmóðurina með sína stóru fjölskyldu, sem gjör- breytti allri aðstöðu við heimilishald- ið. Við andlát Guðjóns voru öll börn- in farin að heiman, nema Guðmund- ur, næst yngsti sonurinn. Tók hann við búskap á jörðinni, en Una móðir hans hélt áfram húsfreyjustörfum á heimilinu og bjó með syni sínum á Gaul til ársins 1985, en þá fluttu þau á Akranes og hafa búið þar síðan á Stekkjarholti 20. Enn heldur hún heimili með syni sínum með mikilli prýði og rausn, því gestkvæmt er á heimili þeirra af ættingjum og vinum, og er ekki annað að sjá en að hún njóti sín vel sem fyrr í húsmóðurstörfunum. Öll börnin, sem upp komust, cru dugnaðarfólk, sem hefur haslað sér völl á ýmsum sviðum þjóðlífsins og hefur reynst hinir nýtustu þegnar. Börn Unu og Guðjóns eru þessi, í aldursröð: Jón, Pétur Ingiberg, JóhannesMatthías, Jóhann Kjartan, Vilhjálmur Maríus, Sveinn, Gunnar Hildiberg, Ólína Anna, Guðmundur Björn, Sigurjón Magnús, Soffía Hulda og Vilborg Inga. Afkomendahópurinn er orðinn stór, því eins og áður segir komust tólf börn hennar til fullorðinsára og eru lifandi. Barnabörnin eru nú 50 og barnabarnabörnin 60, eða afkom- endur alls 122. Þegar Una Jóhannesdóttir lítur nú til baka yfir hinn langa lífsferil, verða minningarnar margar. Lengi framan af ævinni var við marga erfiðleika að stríða: fátækt og kreppu í illu árferði, léleg húsakynni þægindasnauð, sem reyndi á hagsýni og dugnað húsmóðurinnar að láta börnin sem minnst líða fyrir það. En með atorku og þrautseigju húsbænd- ■11111 MINNING IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIM^ Sigurður Þórðarson frá Tannastöðum Þann 1. september síðastliðinn andaðist Sigurður Þórðarson frá Tannastöðum í Ölfusi, á Sjúkrahúsi Suðurlands, eftir tæpa mánaðarlegu á sjúkrahúsinu. Þessa grandvara heiðursmanns langar mig að minnast nokkrum orðum við þessi eyktar- mörk, sem allir eiga örugg og viss, þrátt fyrir órætt lífshlaup. Sigurður var fæddur að Tanna- stöðum þann 29. apríl 1910 og var því 78 ára er hann lést. Faðir hans, Þórður Sigurðsson fræðimaður, bjó alla sína ævi á Tannastöðum. Hann var fæddur 10. september 1864 og dáinn 91 árs gamall þann 29. júlí, rigningasumarið 1955. Móðir Sig- urðar var Jensína Snorradóttir frá Þórustöðum í Ölfusi, fædd 5. júní 1878 og dáin 5. maí 1973, þá 95 ára gömul. Systkini átti Sigurður tvö, Hávarð bifreiðastjóra (nú látinnjog Hólmfríði húsfreyju á Stóru- Sandvík. Það mun nú farið að nálgast hálfa öld síðan ég ungur að árum kom fyrst að Tannastöðum. Var ég í fylgd föður míns, sem var góðkunningi og vinur þessa heimilis. Hafi hann leigt laxveiði af Þórði og var nýbyrjaður að æfa stangaveiði, þá hollu íþrótt. Vel man ég hve snyrtimennskan var höfð í heiðri á þessum bæ. Burstabærinn teygði sig upp móti fjallshlíðinni og sólin skein á velmál- uð þök og stafna. Túngarðurinn var úr grjóti, völundarsmíð og gaf fal- lega skeifulaga umgjörð um bæinn og túnið. Faðir minn sagði mér, að frá þessum bæ kæmu l.fl. afurðir og væri mjólkin ávallt f hæsta gæða- flokki. Var hún kæld í ískaldri lind neðan við hlað. Mér er Þórður minnisstæður þótt ekki kynntist ég honum náið. Ti! þess var aldursmunur of mikill, hann á níræðisaldri en ég á fermingar. Furðar mig reyndar á því, þegar hugurinn reikar aftur til þessara ára, að hann gekk sumar hvert að hey- skap með sínu fólki, en það gat ég grannt skoðað, því engjasláttur fór m.a. fram í nálægð við árbakkana, þar sem við vorum að veiðum. Kom Þórður þá gjarnan til okkar og gaf |j) Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar FJÖLSKYLDUDEILD Fósturheimili óskast fyrir 10 ára heimiiislausan dreng. Æskilegt er að heimilið sé í Reykjavík eða nágrenni, en það er ekki skilyrði. Fósturheimilið þarf að hafa reynslu af börnum, vera barnlaust eða eingöngu unglingar á heimilinu. Nánari upplýsingargefurÁslaug Ólafsdóttirfélags- ráðgjafi í síma685911 milli kl. 9-12allavirkadaga. góð ráð um veiðilega staði í ánni. Síðar frétti ég, að Þórður gamli hafi tekið í orfið sitt viku áður en hann var allur. Eins og víðar á þessum árum stóð heyskapur fram á haust og mýrarnar undir fjallinu urðu aðeins slegnar með orfi og ljá, enda blautar og nokkuð þýfðar. Ef sæmilega viðraði mátti á þriðja degi sjá þyrpingu af vel sættu útheyi, léttu en kjarnmiklu fóðri, sagði Sigurður mér síðar. Er nú ekki að orðlengja það, að næstu fimmtíu árin eða svo hefi ég eytt mörgum dýrðardegi á Tangan- um við veiðar. Kristinn Vigfússon smiður reisti og innréttaði dálítið veiðihús fyrir föður minn á þessum árum, sem enn stendur af gömlum vana. Við urðum því réttnefndir landsetar þess góða fólks, sem Tannastaði byggði. Árin líða og þótt dráttarvélin leysi dráttarhesta af hólmi verða engar stökkbreytingar á búskap Sigurðar, sem tók við jörðinni af föður sínum. Festa og snyrtimennska eru enn í fyrirrúmi og engu breytt breyting- anna vegna heldur að vel yfirlögðu ráði. Árið 1958 verða miklar og farsælar breytingar á hag Sigurðar. Hann festir ráð sitt og við húsfreyjustörf- um á Tannastöðum tekur senn myndar- og dugnaðarkonan Hall- dóra Hinriksdóttir, ættuð úr Reykja- vík. Nýr og ferskur blær kemur nú í bæinn með yngra fólkinu. Halldóra átti einn son, Jón Hinrik Gíslason, f. 2. apríl 1953, þá sex ára, og gekk Sigurður honum í föðurstað. Man ég að alltaf voru unglingar á heimilinu á sumrin til snúninga. Lengst munu hafa dvalið hjá þeim hjónum þeir Guðmundur Einarsson og Kári Guðmundsson. Sigurður bætti jörð sína mikið, stækkaði tún og sléttLenda engja- sláttur löngu aflagður og tún öll vélslegin. Var hann alla tíð bjargálna og hafði góðan arð af jörð og skepnum þótt bú væri aldrei stórt. Fjárglöggur var Sigurður með af- brigðum, þekkti flest fé í sinni leit og mörk öll, en hann var fjallkóngur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.