Tíminn - 10.09.1988, Blaðsíða 19

Tíminn - 10.09.1988, Blaðsíða 19
Laugardagur 10. september-1988 Tífrtlhrf 19 ¦ii llillll iiaiiiiíiii um. Hann sat í hreppsnefnd 1954- 1978, oddviti árin 1956-1958, tók við starfi deildarstjóra Sláturfélags Suðurlands 1965, af fóður sínum látnum. En hann var búinn að vera deildarstjóri hjá Sláturfélagi Suður- lands frá upphafi. Einnig tók hann við umboði Samvinnutrygginga af föður sínum. Þá hafði hann með höndum fasteignamatið og var um- boðsmaður skattstjóra. Þessi störf hafði hann með höndum til dauða- dags. Hreppstjóri var hann frá 1966 til 1984, lét þá af störfum fyrir aldurssakir vegna nýrra laga. Eiríkur unni mjög sögu okkar og þjóðlegum fróðleik, þess ber merki þáttur Ásahrepps í ritinu Sunnlensk- ar byggðir. Þar vann hann mikið starf af mikilli samviskusemi og nákvæmni. Fastmótaðar stjórnmálaskoðanir hafði Eiríkur, var alla tíð traustur stuðningsmaður Framsóknarflokks- ins. Hreinn og einarður í skoðunum og gat ýtt frá sér á þeim vígvelli ef því var að skipta. Kunnugt var mér um það að pólitískir andstæðingar mátu hann stundum mikils og hefðu talið feng að hafa hann í liði með sér. Öll þessi störf leysti Eiríkur af hendi með stakri reglusemi, geymdi ekki til morguns það sem hann gat gert í dag. í gegnum allt sitt félagsmála- starf hygg ég að hann hafi viljað vera skjól þeim er fátækari voru eða stóðu á einhvern hátt höllum fæti í lífinu. Pó greindi stundum á í orðum, voru sátt, samlyndi og hlý- hugur sú undiralda sem undir bjó. Árið 1979 hætti Eiríkur hefð- bundnum búskap, enda þreyta og lamað vinnuþrek farið að segja til sín. Þrátt fyrir það hafði hann alltaf nóg að gera. Sneri hann sér meðal annars að því að gróðursetja trjá- plöntur. Eru komnir vel af stað tveir mjög myndarlegir skógarreitir, sem bera vott um það að þar hefur verið þó til Reykjavíkur einu sinni til tvisvar á ári og dvaldi þá í Stuðlasel- inu hjá Daníel og fjölskyldu. Þá hittumst við alltaf þar og eins kom hún í heimsókn til mín. Það var alltaf tilhlökkun að fá þessa góðu, gömlu konu í heimsókn. Hún var svo hæg, hlý og einlæg. í sumar veiktist hún og var flutt á Landakots- spítala þar sem hún lést 30. ágúst síðastliðinn. Kæra Dalla. Okkar bestu þakkir fyrir öll árin og vináttuna. Hrafnhildur Guðmundsdótlir og fjölskylda unnið að af alúð og eljusemi enda eru þau orðin mörg dagsverkin þessi ár sem hann er búinn að leggja í þetta. Vonandi fær þetta að vaxa og þroskast og verða honum minnis- varði um ókomna tíð. Þá lagði hann mikla vinnu í að halda við húsum og mannvirkjum og snyrta til úti og inni. því hann hafði næmt auga fyrir listrænu og hlýlegu útliti og haga hónd. Á síðastliðnu ári málaði hann flest hús að miklu lcyti, þök og veggi. Það má því segja að þar s<; í öllu skilað af sér í góöu standi að loknu farsælu dagsverki. Jafnframt þessu á síðustu árum gaf hann sér oft tíma til að heilsa upp á eldra fólk og þá sem eitthvað voru fatlaðir til ferða. Veit ég með vissu að þar sakna sumir vinar og velgerðar- manns. Frá mér pcrsónulega hrannast upp hafsjór minninga eftir nær 65 ára samleið. Alla tíð voru samskipti náin og ýmiskonar viðskipti fóru fram okkar á milli, sem yfirleitt voru á þann veg að þau voru mér frcmur í hag. Varla er hægt að ljúka svo þessum línum að ckki skjóti upp lífsmynd af foreldrum Eiríks. Guðjóns í Ási minnist maður sem athafnamanns, stjórnanda, heilsteypts og trausts. Einnig sem bónda, fclagsmála- og fræðimanns. Ennþá lifir minningin um Ingu konu hans, lífsglaða, bros- andi og blíða á brá, sem hcilsteyptrar húsmóður, móður og ömmu sem hlýhugur og sólskin geislaði frá. Seint mun ég gleyma því frjálsræði sem ég naut hjá henni og börnum á heimili hennar. Mér hefur oft fundist að þar hafi verið önnur móðir. Þá ósk ber maður í brjósti að þetta heimili byggist upp af góðu fólki, að ný kynslóð megi vaxa þar úr grasi, bylgjandi töðuvellir og búsmali á beit. Og nú að lokum, þegar leiðir okkar skilja um stundarsakir, bið ég og fjölskylda mín Guð að blessa Eirík á þessari ferð scm hann er lagður upp í, að Hann leiði hann af sinni mildi og forsjá um sólarlönd eilífðarinnar og hann megi þar una glaður við sitt, eins og þegar hann dvaldi á meðal okkar. Guðrúnu systur hans, systkinum öllum og öðrum nákomnum ættingjum, sem nú sjá á bak kærum bróður og frænda, vottum við innilega samúð. Biðjum þann, sem öllu ræður, að gefa þeim bjarta og blcssunarríka ævi. Vertu sæll, Eiríkur. Hjartans þökk fyrir samleiðina. Guðbjörn Jónsson Eiríkur frændi dáinn, nei það gat ckki verið. Hann hafði nokkrum dögum áður verið á meðal okkar í sveitinni. kátur og hress að vanda og engan grunaði að hann hyrfi á braut svo skjótt. Við vorum lengi að átta okkur á því að hann var ekki lengur á meðal okkar. Söknuðurinn var mikill. Eiríkur Guðjónsson var fæddur að Ási, Ásahrcppi í Rangárvalla- sýslu árið 1913, næst elstur 5 syst- kina. Foreldrar hans voru Guðjón Jónsson bóndi í Ási og Ingiríður Eiríksdóttir. Það kom í hlut Eiríks að taka við búi föður síns, sem hann gerði með miklum myndarskap og framsýni, en fáar jarðir eru betur fallnar til ræktunar en einmitt Ásinn. Landbúnaðarmáluni fylgdist hann vel með og var fljótur að tileinka sér nýjungar í búskap. Eftir fráfall föður síns sinnti hann móður sinni af einstakri alúð ásamt Guðrúnu systur sinni, én samband mæðginanna hafði ávallt verið mjóg gott. Þegar amma féll frá tók hann við hlutverki hennar sem sameining- artákn fjölskyldunnar. Síðustu árin héldu hann og Guðrún saman hcim- ili í Ási. Auk búskaparins vann hann mikið í félagsmálum sveitarinnar og fólu sveitungar hans honum mörg ábyrgðarstörf m.a. starf hreppstjóra Ásahrepps sem hann gegndi 1976- 1984, en varð að hætta sakir aldurs. Eiríkur brá búi af heilsufarsástæð- um og því tók það hann nokkurn tíma að átta sig á breyttum aðstæð- um, þá tók aðaláhugamálið við, en það var skógrækt. Hún átti hug hans allan og var þar ekkert gefið eftir frekar en fyrri daginn. Fyrst aflaði hann sér allra þeirra trjátegunda sem komu til greina, og kannaði svo hvaða tegundir þrifust best í landi hans. Fyrst braut Eiríkur land til ræktunar, síðan skildi hann við það alsett fögrum skógarlundum, betra minnismerki er vart hægt að hugsa sér. Við munum Eirík ávallt léttan í lund og félagslyndan, þó var hann fastur fyrir í skoðunum og ekki auðvelt að snúa honum í þcim efnum. Börn hændust mjög að Eíríki og náði hann sérstöku sambandi við þau, og börn okkar hlökkuðualltaf mjög mikið að fara austur að Ási. Viljum við þakka Eiríki allar þær ánægjustundir og þá aðstöðu sem hann bjó okkur. Minningin um ástkæran frænda mun ávallt lifa í hjörtum okkar. Systkinabörn. H DAGVIST BARNA Fóstrur, þroska- þjálfar, áhugasamt starfsfólk! Dagvist barna, Reykjavík, óskar eftir starfsfólki í gefandi störf á góöum vinnustöðum. Til greina koma hlutastöf bæði fyrir og eftir hádegi. Upplýsingar veita forstöðumenn eftirtalinna dagvistar- heimila og skrifstofa Dagvistar barna, sími 27277. Vesturbær - miðbær Drafnarborg Njálsborg Nóaborg Valhöll Vesturborg Ægisborg Austurbær Stakkaborg Bólstaðarhlíð 38 s.39070 v/Drafnarstíg s. 23727 Njálsgötu 9 s. 14860 Stangarholti 11 s. 29595 Suðurgötu 39 s. 19619 Hagamel s. 22438 Ægisíðu104 s. 14810 Miðstjórnarfundur Miðstjóm Framsóknarflokksins er boðuð til fundar laugardaginn 17. september kl. 13.30 á Hótel Sögu A-sal. Stjórn Framsóknarflokksins. Borgaraleg ferming - Ert þú eða átt þú ungling nálægt fermingaraldri? - Vilt þú valkost við kirkjuathöfn? - Veist þú að í Noregi fermast nú 10% barna borgaralega ár hvert? - Vilt þú vita meira? Hringdu í HOPE KNÚTSSON, s. 73734. Ritari Stofnun í Reykjavík óskar að ráða í starf ritara. Góð íslenskukunnátta áskilin og nokkur tungu málakunnátta. Þeir sem áhuga hafa, leggi umsóknir inn á afgreiðslu blaðsins fyrir 18. september n.k. merkt „Ritari 7080". Borgarlæknir Viðskiptafræðingur óskast til starfa á skrifstofu borgarlæknis. Starfið felur í sér eftirfarandi: 1. Rannsóknir á heilbrigðisþjónustu þ.á.m. á sviði heilsuhagfræði. 2. Skýrslugerð um heilbrigðismál. 3. Umsjón með gerð rekstraráætlana. Laun samkvæmt kjarasamningum starfsmanna- félags Reykjavíkurborgar. Upplýsingar um starfið veitir undirritaður í síma 22400. Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á eyðublöðum sem þar fást. Umsóknarfrestur er til 20. september n.k. Borgarlæknirinn í Reykjavík. HEIMILISIÐNAÐARSKÓLINN LAUFÁSVEGUR 2 - 101 REYKJAVlK Innritun er hafin Vefnaður Silkimálun Fatasaumur Prjóntækni Myndvefnaður Tauþrykk Útskurður Leðursmíði Bótasaumur Tuskubrúðugerð Knipl 12.sept. 17. sept. 19.sept. 19.og28.sept. 20. sept. 20. sept. 21. sept. 22. sept. 27. sept. 27. sept. 29. sept. Innritun fer fram á skrifstofu skólans að Laufásvegi 2 II. hæð og í sýningarbás skólans á Veröldinni '88 í Laugardalshöll. Námskeiðaskrá afhent við innrit- un og hjá ísl. heimilisiðnaði, Hafnarstræti 3. Upplýsingar í síma 17800 frá kl. 16.15-19.00 daglega.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.