Tíminn - 14.09.1988, Qupperneq 3

Tíminn - 14.09.1988, Qupperneq 3
Miðvikudagur.14. sep,tember; 1988 Tífnifirí1 3 tillöaur forsætisráðherra í efnahaqsmálum: fjármagnsskattur fela í sér lækkun á fjármagnskostn- aði atvinnuveganna, til nákvæmra hundraðshluta. „Ég vona þó að það sé réttlætanlegt að segja að þessar tillögur varðandi fjarmagnskostnað- inn séu mjög róttækar. Það er hins vegar verið að reikna þetta allt út í Þjóðhagsstofnun núna og því vil ég ekki vera að fara með neinar tölur. Við höldum að með slíkum aðgerð- um sé hægt að ná verulegum árangri. Gallinn er bara sá að þegar 10. apríl rennur upp fellur niður 4% greiðslu- geta í verðjöfnunarsjóð sem m.a. felst í tillögum okkar, þótt margt annað geti haldið áfram,“ sagði ^Steingrímur. „Þá eru menn auðvitað að veðja á það að einhver bati hafi orðið í frystingunni." Breyttur tekjuskattur Sagði hann að töluverð upphæð fáist inn með skattlagningu fjár- 'magnstekna sem skattlagðar verði eins og launatekjur. „Við teljum að jafnframt kunni að vera nauðsynlegt að hækka prósentur tekjuskattsins eitthvað, en þá um leið einnig pers- ónuafsláttinn, þannig að sú skatt- lagning lendi fyrst og fremst á hærri tekjum. Okkur líst betur á þessa Tillögur Jóns Baldvins Hannibalssonar, formanns Alþýðuflokksins: aðferð en að taka upp tvö skattprós- entustig,“ sagði Steingrímur. „Til- Iögur okkar í heild vil ég kalla bakfærslu til útflutningsatvinnuveg- anna. Þetta yrði bakfærsla á þvf sem af þeim hefur verið tekið með vit- lausu gengi og allt of miklum kostn- aði innanlands." KB NIDURFÆRSLA VERDBOLGU OG SKULDASKILASJÓÐUR Á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun lagði Jón Baidvin Hannibaisson fram tillögur sínar og samráðherra í Alþýðu- flokknum, að breytingum við tillögur forsætisráðherra í efnahagsmáium, Feiast þær í stærri og smærri breytingartil- lögum við sjö greinar tillagna Þorsteins Pálssonar, en auk þess tillögum að fímm nýjum köflum. Vill Jón Baldvin, formaður Al- þýðuflokksins. að verðbólga og vextir verði færð niður og atvinnu- öryggið verði jafnframt treyst í landinu. Stuðlað verði að lækkun fjármagnskostnaðar heimilanna, verðstöðvunin verði áfram. með heimild til að taka tillit til erlendra verðhækkana og hækkunar á inn- lendum grænmetis- og fiskmörkuð- um. Verðstöðvun þessi verði frani- lengd á Alþingi til 10. apríl á næsta ári. Að mörgu leyti eru tillögur Jóns Baldvins og félaga í sam- hljóman við tillögur Steingríms Hermannssonar og samráðherra hans úr Framsóknarflokki og því er rétt að bera þessar tiliðgur saman að einhverju lcyti. Jón Baldvin er sammála Stein- grími um að frysta gjaidskrár opin- berra fyrirtækja, en bætir við undanþáguákvæðum. Jón vill auk þess banna hækkun á húsaleigu frá 1. septembersl. til 10. apríl 1989. Búvöruverð Búvöruverð verður ásteytingar- steinn, en Ijóst er að Jón Baldvin vill ekki hækkun á því, án þess að girt sé fyrir hugmyndir Framsóknar um að sjá til þess að bændur hljóti ekki meiri kjaraskerðingu en al- ntennir launþegar. Jón Baldvin vill heimila frysti- deild Verðjöfnunarsjóðs fisk- iðnaðarins að taka erlent lán eða innlent að fjárhæð allt að 600 milljónum króna. Verði það til að greiða verðbætur vegna fram- leiðslu á freðfíski og hörpudiski með sérstöku tilliti til afkomu rækjuvinnslu. Þá setur Jón Baldvin fram tiUögu að stofnun skuldaskilasjóðs sem fái um einn milljarð til að leysa fjárhagsleg vandamál útflutnings- atvinnuveganna. Tillögur Jóns eru hliðstæðar tillögum Steingríms að stofnun deildar við Framkvæmda- sjóð. Fjármögnun þessa sjóðs er einnig hliðstæð og sést það í um- fjöllun Tímans um breytingartil- lögur framsóknarráðherranna hér til hliðar. Jón Baldvin lagðt fram breyting- artillögur Alþýðnflokksins við til- lögur forsætisráðherra á rikis- stjómarfundi í gær. Tímamynd:Gunnar lækkun Við tillögur Þorsteins Pálssonar, forsætisráðherra, um lækkun vaxta bætir Jón Baldvin við tillögu um lækkun fjármagnskostnaðar. Kem- ur þar fram að fjármálaráðherra hefur þegar verið falið að lækka vexti á ríkisskuldabréfum um 3% í samningum við banka og lífeyris- sjóði. Svo virðist sem rfkisstjórntn ætli að ná sarnan um almenna lækkun vaxta ineð þann varnagla að takist það ekki með viðræðum, verði 9. grein Seðlabankalaganna beitt. Auk þessa setur Jón Baldvin fram þá tillögu að Seðlabanka verði heimilað að ákveða sérstakan vaxtamun banka vegna afurðalána til útflutningsatvinnuveganna. Frumvörp Jóns verði samþykkt Inn í tillögur sínar hefur Jón Baldvin síðan bætt breytingu sem kveður á um fullkomið samþykki á meginefni frumvarpa þcirra sem viðskiptaráðherra hefur sent frá sér um verðbréfasjóði og eignar- leigufyrirtæki. Hailalaus fjáriög ogskattar Síðust af brcytingartillögum kratanna er um nauðsyn þess að afgreiða fjárlögin hallalaus fyrir næsta ár. Telur Jón Baldvin nauð- synlegt í því skyni að lækka útgjöld einstakra ráðuneyta og ríkissjóðs t heild, meðal annars með því að fresta framkvæmd nýrra laga, með skipulagsbreytingum og hagræð- ingu í rekstri og með sölu ríkisfyr- irtækja. Því sem á vantar að þessu loknu til að tekjuafgangur verði á fjárlög- um, verður að ná meö aukinni tekjuöflun. Þar eygir Jón sömu leið og Steingrímur, sem er skatt- lagning fjármagnstekna. Til að ná auk þess að beita lánsfjárlög að- haldi telur Jón Baldvin nauðsyn- legt að framlengja skattlagningu á erlendar lántökur og ríkissjóður hætti að bera ábyrgð á lántökum banka og fjárfestingarlánasjóða crlendis. Á bullandi niðurfærslu Það er því ljóst að Jón Baldvin er nær því að fylgja niðurfærslu- leiðinni en millifærslu Þorsteins Pálssonar. Hann er jafnvel á buil- andi niðurfærsluleið, þótt tillögur hans séu nær því að falla vel að bakfærslutillngum Steingríms Her- mannssonar en millifærslunni. Að loknum ríkisstjórnarfundin- um í gærmorgun átti Tíminn viðtal við Þorstein Pálsson urn þær tillög- ur sem Jón Baldvin lagði fram, en hann vildi alls ekki tjá sig um einstök efnisatriði fyrr en tillögur Steingríms lægju einnig fyrir, en það verður á ríkisstjórnarfundin- um í dag. KB Framkvæmdastjórakapall lagður áfram hjá UA Á stjórnarfundi í Útgerðarfélagi Akureyringa í gær var ekki tekin ákvörðun um ráðningu nýs fram- kvæmdastjóra í stað Gísla Kon- ráðssonar, sem lætur af starfi fram- kvæmdastjóra um næstu áramót. Stjórn félagsins hefur ekki komið saman til fundar síðan Gísli Kon- ráðsson skýrði frá þeirri afstöðu sinni í samtali við Tímanp sl. miðvikudag að í starfið ætti ekki að ráða sjálfstæðismann. Stjórnarmenn sögðu að fundin- um loknum í gær að hann hefði verið átakalítill og afslappaður, menn væru ennþá að skoða í rólegheitunum þá kosti sem fyrir hendi væru með ráðningu á nýjum framkvæmaastjóra. Eins og komið hefur fram sóttu 14 um stöðu framkvæmdastjóra Ú A, þar af ósk- uðu sjö þeirra nafnleyndar. Búist er við að stjórn ÚA komist að niðurstöðu um ráðningu nýs framkvæmdastjóra í næstu dögum, hugsanlega ekki fyrr en eftir næstu helgi. Tímann nýta menn vel til bollalegginga og þreifinga á bak við tjöldin. Á þessari stundu virðist ljóst að enginn einn umsækjenda njóti stuðnings meirihluta stjórnar Út- gerðarfélagsins. Talið er fullvíst að atkvæði Péturs Bjarnasonar, mark- aðsstjóra hjá fstess og fulltrúa Alþýðuflokks í stjórninni, ráði úr- slitum um hver verði ráðinn arftaki Gísla Konráðssonar. Pétur segist vilja skoða allar umsóknir í kjölinn, og láta faglegt mat alfarið ráða vali á nýjum framkvæmda- stjóra. Pétur segir Gunnar Ragnars koma jafn sterklega til greina og aðra umsækjendur. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í stjóm ÚA, þeir Sverrir Leósson og Halldór Jónsson eru báðir taldir styðja umsókn Gunnars Ragnars. Hinsvegar er vitað að fulltrúar Framsóknarflokks, Sigurður Jó- hannesson og Þóra Hjaltadóttir, hafa verið að skoða aðra kosti. Áfram verður þreifað á Akur- eyri. Augu manna beinast ekki síst að Pétri Bjarnasyni. óþh Sr. Gunnar aftur fríkirkjuprestur Stjórnarformaður Fríkirkjunnar í Reykjavík telur eðlilegt að kalla saman aðalsafnaðarfund á næstunni vegna þess vantrausts sem stjórnin mætti á einum fjölmennasta safnað- arfundi sem haldinn hefur verið á landinu um áratuga skeið. Á þessum fundi var einnig samþykkt að fella úr gildi uppsögn sr. Gunnars Björns- sonar, fríkirkjuprests, frá júní sl. Hlaut tillaga þess efnis samþykki 376 fundarmanna gegn 313. Formleg vantrauststillaga á stjórnina var einnig borin upp að lokinni þessari afgreiðslu og hlaut hún samþykki 262 fundarmanna gegn 203, en í vantrauststillögunni var skorað á stjórnina að segja af sér. Þorsteinn Eggertsson, formaður safnaðarstjórnarinnar, sagði í gær svo frá að trúlega væri ekkert að gera fyrir stjórnina annað en að segja af sér. Hins vegar yrði það ekki gert fyrr en á aðalsafnaðarfundi Fríkirkjunnar í Reykjavík og því yrði að boða slíkan fund fljótlega. Hins vegar varð ekki samkomulag á stjórnarfundi sem haldinn var í gær og þrátt fyrir afstöðu formannsins ákvað stjórnin að leita álits lögfræð- inga um stöðu stjórnarinnar áður en ákvörðun um framhaldssetu eða af- sögn væri tekin. Sr. Gunnar Björnsson sagði að sér þætti verst ef söfnuðurinn klofnaði af þessum sökum og óskaði þess heitt í bænum sfnum á fundinum og eftir hann að því yrði afstýrt. Sr. Cesil Haraldsson, sem þjónað hefur Fríkirkjunni síðan í síðasta mánuði, sagði í viðtali við Tímann að hann hafi upphaflega aðeins verið ráðinn til þjónustu um óákveðinn tíma, eða þar til þessi mál væru yfirstaðin. KB

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.