Tíminn - 14.09.1988, Page 4

Tíminn - 14.09.1988, Page 4
4 Tíminn Miðvikudagur 14. september 1988 15 ára piltur viðskila við félaga sína í leitum á Tunguheiði: VAR ALLTAF VISS UM AD ÉG FYNDÍST FUÓTLEGA „Ég var ekki beinlínis villtur, því ég vissi allan tímann hvar ég var,“ sagði Kristján Helgason, Vopnfirðingurinn ungi sem varð viðskila við félaga sína í göngum á Tunguheiði um helgina. Kristján sagði Tímanum í gær frá atburðum: „Við lögðum upp frá Einarsstöð- um um kl. 13 og riðum upp að gangnamannakofa sem nefndur er Melakofi og er á melum við Tungu- heiðina, en þangað komum við um kl 19.30. Þar gistum við um nóttina og vöknuðum snemma og vorum byrj- aðir að reka um kl. 7 um morgun- inn. Við rákum féð meðfram á nokkurri sem fellur í Hofsá og komum því fyrir í rétt sem er ekki langt frá ármótunum. Síðan skiptum við okkur niður og vorum við eftir það þrír saman; Björn Magnússon og Magnús, skrifstofustjóri kaupfélagsins sem reið efst, síðan Björn og þá ég næst ánni. Björn lýsti fyrir mér staðháttum og örnefnum og mér festist í minni nafn á einu fellinu, sem var Rana- fell. Björn rak féð niður eftir til mín svo ég gæti farið eftir því langleiðina niður að Hofsá sem ég gerði, en þá týndi ég Birni. Þegar ég sá hann hvergi og vissi ekki hvar hann var, reið ég til baka til að reyna að finna hann og sá hann á tímabili fyrir aftan mig en missti sjónar á honum, enda hafði hann þá líka misst sjónar á mér og fór þá nokkurn sveig og aftur að þeim stað þar sem við höfðum síðast sést. Ég fann hins vegar förin eftir hest hans í grasinu á þeim stað þar sem við höfðum síðast sést, en þá höfðum við farist á mis. Ég týndi slóð hans hins vegar fljótlega þar sem grassvörðurinn þarna er mjög harður. Ég reið þá upp með ánni og reyndi að finna einhverja aðra, sem gætu hugsanlega verið þar á ferð, en fann engan. Ég reið þá aftur út að Ranafellinu áðurnefnda og þegar enginn var þar reið ég enn niður eftir á þær slóðir sem ég hafði áður rekið féð, þó ekki alveg eins langt, til að reyna að finna vegar- slóða sem þarna liggur einhvers staðar. Slóðann fann ég ekki en rakst aftur á móti á slóð eftir Björn af og til,semég þó týndijafnan aftur. Þó sýndi það mér að Björn var á svipuðum slóðum. Ég sneri enn aftur að Ranafell- inu um kl. 20, enda var þá skollin á þoka og farið að dimma. Ég fann þó fellið auðveldlega og þegar þangað kom sleppti ég hestunum til að leyfa þeim að bíta. Ég var með tvo til reiðar, klára frá Syðri-Vík sem oft áður höfðu verið notaðir í smalamennsku á þessum slóðum. Það vissi ég ekki, enda hefði ég þá látið hestana um að rata til baka í gangnamannakof- ann. Ég lét hestana bíta og settist sjálfur niður til að hvíla mig en þegar ég leit upp voru hestarnir horfnir. Þá settist ég undir moldar- barð til að hvíla mig og til að skýla mér og þarna var ég til kl. 1.30 um nóttina, eða þangað til Jökuldæl- ingar á fjórhjólum fundu mig. Björn hafði hins vegar þegar hann missti sjónar á mér, farið að leita og við höfum ítrekað farist á mis því að hann fann mína slóð en týndi henni jafnan aftur eins og ég hans. Hann tók þá til bragðs eftir að hafa leitað að mér í um tvo tíma, að fara aftur að gangnamannakof- anum, taka þar dráttarvél sína, sem notuð hafði verið til að flytja gangnamönnum vistir, og aka nið- ur á Jökuldal og kalia þar út björgunarsveitina. “ Kristján sagðist aldrei hafa búist við öðru en hann fyndist fyrr en síðar eins og kom á daginn og ekki hafi hann fundið sérstaklega til ónota eftir að hann var orðinn einn og hestlaus í þoku og myrkri. Hann sagðist þó hafa verið orð- inn talsvert blautur og kaldur, einkum á fótum. Kristján vildi koma á framfæri þökkum til allra sem hlut áttu að máli í sambandi við leitina, einkum til björgunarsveitarmanna og fé- laga síns Björns. Hann sagðist ekki eftir þetta ævintýri vera orðinn afhuga því að fara í göngur, en þetta voru þriðju leitir Kristjáns en þær fyrstu á þessum slóðum. -sá Starfsmenn Rauða kross íslands telja hluta þeirra tæplega fjögurra milljóna sem söfnuðust ■ Heimshlaupinu í þágu bama. Aftan við talningafólkið stendur framkvæmdastjóri RKÍ, Hannes Hauksson. Tímamynd Gunnar. Heimshlaupiö í þágu barna um allan heim tókst framar vonum: Um 15 þús. tóku þátt á 36 stöðum Heimshlaupið í þágu barna um allan heim fór fram á sunnudaginn og hér á landi tóku þátt í hlaupinu um 15 þúsund manns, en um 13 þúsund merki seldust. Hlaupið var á 36 stöðum á landinu og sagði Birna Stefnisdóttir hjá Rauða krossinum að þátttakan hefði verið framar vonum. Bæði hefði veður verið fremur óhagstætt víða um land, en auk þess eru réttir víða hafnar og draga þær að sér fjölda fólks. Hátt í 4 milljónir króna söfnuðust og verður um 80% upphæðarinnar varið til þátttöku í verkefni Alþjóða Rauða krossins sem nefnist Child Alive, eða Barn á lífi, en verkefninu var hleypt af stokkunum árið 1984 og er höfuðtilgangur þess að bólu- setja börn í þriðja heiminum gegn barnasjúkómum og sjúkdómum sem um 15 milljónir barna í þessum heimshlutum deyja úr á hverju ári vegna skorts á bóluefni. Þá er ætlunin að ná til foreldra í áðurnefndum heimshlutum og kenna þeim ráð til að forðast ofþorn- un barna vegna niðurgangs. Ráð gegn þessum vágesti - ofþornun - eru tiltölulega einföld en ofþornun verður fjölda barna að aldurtila. Sjónvarpað var beint frá hlaupinu og ýmsum uppákomum tengdum því og var stjórnstöð útsendinganna í New York og var þar skipt milli upptökuvéla á helstu merkisstöðum veraldarinnar, svo sem Lækjartorgi, New York og London og milljónir manna um allan heim sáu útsending- una. -sá Hlutafé fóðurstöðvarinnar Melrakka á Sauðárkróki aukið verulega: Ný fóðurstöð um mánaðamót Ný fóðurstöð Melrakka hf. verður tekin í notkun á Sauðárkróki um næstu mánaðamót. Nýja stöðin er mjög afkastamikil og getur framleitt allt að 14 þúsund tonn af refafóðri á ári en síðan hafist var handa við byggingu hennar hefur loðdýrarækt dregist saman og ekki útlit að verk- smiðjan muni starfa á fullum afköst- um í bráð. Því eru hugmyndir uppi hjá stjórn- endum verksmiðjunnar að framleitt verði þess í stað fóður fyrir eldisfisk, en þörf fyrir það eykst stöðugt. Dregist hefur að ljúka byggingu stöðvarinnar vegna óvissu um fram- tíð loðdýraeldis og þar með um framtíð fóðurstöðva, en nýlega var veitt heimild til að auka hlutafé verulega, eða úr 2,7 milljónum í um 30 milljónir króna. Nýir hluthafar eru Sauðárkróks- fyrirtækin Fiskiðjan, Skjöldur og Utgerðarfélag Skagfirðinga en einn- ig Hraðfrystihúsið á Hofsósi. Þá hefur Byggðasjóður breytt helmingi útistandandi skuld Melrakka við sjóðinn í hlutabréf að upphæð 10,5 milljónir og á nú 40% fyrirtækisins. -sá Deilur milli Gerðahrepps og Keflavíkurbæjar um land við Helguvík í uppsiglingu: Gerðahreppur vill fá land til baka „Sagan er sú að 1966 breytti alþingi með lögum lögsagnarum- dæmi Gerðahrepps og Keflavíkur þannig að Keflavík stækkaði. Keflavík taldi sig þá þurfa á þessu landi að halda m.a.vegna þróunar íbúðabyggðar. Keflavík hefur afsalað sér hluta þessa lands til annarra hluta en gert var ráð fyrir í forsendum laganna frá 1966, m.a. til varnar- liðsframkvæmda, þannig að við teljum nú að upphaflegar forsend- ur breytinganna séu brostnar. Fyrst Keflavíkurbær gat á annað borð séð af landinu þá teljum við að þolandi breytingarinnar frá 1966, það er að segja Gerðahreppur, eigi fyrst að njóta," sagði Finnbogi Björnsson oddviti Gerðahrepps í samtali við Tímann í gær. Gerðahreppur hefur óskað eftir því við þingmenn Reykjaneskjör- dæmis að flutt verði lagafrumvarp um að hluti lands þess sem rann til Keflavíkur árið 1966, renni aftur til Gerðahrepps. Gerðahreppsmenn vilja að lögin frá 1966 verði endurskoðuð og lögsagnarumdæmismörkum milli Keflavíkur og Gerðahrepps verði breytt þannig að hreppurinn endurheimti um 100 hektara af þeim u.þ.b. 300 hekturum sem breytingin frá 1966 náði til og er hér um að ræða svæðið sem liggur næst veginum til Helguvíkur til sjávar og inn fyrir Helguvík. Guðfinnur Sigurbjörnsson bæjarstjóri í Keflavík sagði aðekki stæði til af hálfu Keflavíkur að afsala sér neinu landi, bærinn hefði fulla þörf fyrir það og að auki ætti bærinn landið og hefði keypt það árið 1971 og af þeirra hálfu kæmu engar viðræður um afsal á landi til greina og hann sagðist ekki eiga von á að nokkurt frumvarp um breytingar á lögsagnarumdæmum sveitarfélaganna yrði nokkru sinni flutt. -sá

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.