Tíminn - 14.09.1988, Blaðsíða 5

Tíminn - 14.09.1988, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 14. september 1988 Tíminn 5, IS-FILM SÆKIR UM LEYFIFYRIR STOD 3 í gær sendi stjórn ís-film hf. umsókn til Kjartans Gunnarssonar, formanns útvarpsréttarnefndar, fyr- ir leyfi til reksturs sjónvarpsstöðvar í Reykjavík. Ætlunin mun vera að þessi nýja sjónvarpsstöð taki til starfa á árinu 1989 fáist leyfi fyrir henni hjá útvarpsréttarnefnd. Þessi nýja sjónvarpsstöð á að heita Stöð 3. Það verður ís-film hf. sem mun eiga og reka hina nýju sjónvarps- stöð. ís-film hf. á sér orðið nokkra sögu á sviði kvikmynda, mynd- bandagerðar og auglýsingavinnu. Fyrsti framkvæmdastjóri fyrirtækis- ins var Hjörleifur B. Kvaran, núver- andi borgarritari. Upphaflegir eig- endur að ís-film voru þeir Ágúst Guðmundsson, leikstjóri, Jón Her- mannsson, tæknifræðingur og Ind- riði G. Þorsteinsson, rithöfundur. Á þeim tíma var fyrirtækið sameignar- félag og sem slíkt gerði það tvær kunnar kvikmyndir sem víða hafa farið. Það voru myndirnar Land og synir og Útlaginn. Land og synir var gerð eftir skáldsögu Indriða G. og mun sú mynd eiga aðsóknarmet hér á landi, þegar endursýningar eru taldar, en eigi færri en 130 þúsund manns hafa séð hana. Útlaginn, byggð á Gísla sögu Súrssonar, naut einnig mikilla vinsælda, en áhor- fendur náðu þó ekki hundrað þús- undum. Báðar þessar myndir hafa verið sýndar víða um heim og hlotið margar viðurkenningar. Ágúst Guðmundsson var leikstjóri beggja þessara mynda. Hlutafélag var svo stofnað upp úr Guðrún B. Geirs, sendifulltrúi frá Ís-Glm afhendir boðsenda umsókn um leyfi fyrir Stöð 3 á skrifstofu Kjartans Gunnarssonar, formanns útvarpsréttarnefndar, igær. sameignarfélaginu skömmu eftir gerð Útlagans. Hluthafar í fyrstu voru Árvakur hf., Almenna bókafé- lagið, Frjáls fjölmiðlun hf., Sam- band ísl, samvinnufélaga, Reykja- víkurborg og Haust hf., sem var eign hinna gömlu félaga í sameignarfélag- inu. Þær breytingar hafa orðið á . hluthöfum, að Árvakur hf. hefur selt sinn hlut til Öðu hf., en dagblað- ið Tíminn á nú hlut Reykjavíkur- borgar. Þá mun verða einhver fjölg- Timamynd:Gunnar un hluthafa vegna þess verkefnis að stofna og reka sjónvarpsstöð. Sex manna stjórn er í félaginu og sitja fulltrúar hluthafa í henni. Þingflokkur Kvennalista Danfríður tekur við af Þórhildi Þingkonur Kvennalistans hafa frá upphafi skipst á um að gegna starfi þingflokksformanns, eitt ár í senn. Slík vinnutilhögun er í samræmi við stefnu Kvennalist- ans sem boðar valddreifingu og hvetur konur til þátttöku í því að móta samfélag sitt. Þórhildur Þorleifsdóttir lætur nú af starfi þingflokksformanns, en við því tekur Danfríður Skarp- héðinsdóttir og varaformennsku gegnir Kristín Einarsdóttir. Jón Sigurðsson leggur fram umtöluð lagafrumvörp um gráa markaðinn: Frumvörp um verðbréfa- og eignarleiguviðskipti Viðskiptaráðherra, Jón Sigurðs- son, lagði í gær fram á ríkisstjórnar- fundi frumvörp um verðbréfavið- skipti og verðbréfasjóði, annars vegar, og eignarleigustarfsemi (fjármögnunarleigur), hins vegar. Meðal efnis í verðbréfafrumvarp- inu eru ítarlegar reglur um skilyrði sem verðbréfamiðlarar verða að uppfylla og um starfsskyldur þeirra gagnvart viðskiptavinum og eftirlits- aðilum. Þar er og að finna ný ákvæði um verðbréfafyrirtæki og starfsemi þeirra, en engin slík ákvæði eru í lögum. Itarleg ákvæði eru um rekst- ur verðbréfasjóða og ströng ákvæði um tilsjón bankaeftirlits Seðlabank- ans með þessum viðskiptum, reglur um lágmarkshlutafé fyrirtækjanna og um lágmark eigin fjár þeirra. Einnig er að finna ákvæði um verð- bréfaviðskipti sjóðanna, um rekstr- arform þeirra og um samþykktir og reglur um dreifingu fjárfestingar sjóðanna. Lausafjárskylda sjóðanna verður ákveðin og heimild verður gefin til að setja bindiskyldu á verðbréfafyr- irtæki og -sjóði. Að lokum er að finna ákvæði um heimild stjórnvalda til að hlutast til um rekstur verð- bréfafyrirtækis, brjóti það gegn ákvæðum laganna að mati bankaeft- irlitsins, en hörð viðurlög er að finna við brotum gegn lögum og reglum um starfsemi verðbréfafyrirtækja. í eignarleigufrumvarpinu eru sett Iágmarksskilyrði til rekstrar og um starfsemi eignarleigu. Lágmark eigin fjár skal ekki vera undir 8% af heildarskuldbindingum eignar- leigunnar. Einnig er kveðið á um upplýsingaskyldu gagnvart við- skiptavinum og ítarleg ákvæði eru um eftirlit. Leggur Jón Sigurðsson ríka áherslu á að frumvörp þessi verði að lögum á Alþingi strax í haust. Mark- mið frumvarpanna er að tryggja hag sparifjáreigenda sem kjósa að ávaxta sparnað sinn á þessum vettvangi, upplýsingasöfnun, eftirlit stjórn- valda með þessum markaði, en auk þess að sams konar reglur gildi um skylda fjármálastarfsemi. KB Fór á gæsaskytterí og drap búrtík á bökkum Þjórsár: Skaut tík í stað tóf u Fyrir skemmstu vildi svo til að skotveiðimaður einn fór niður að bökkum Þjórsár og beið þar gæsa. Það skal tekið fram að umræddur skotveiðimaður hafði til þess til- skilin leyfi og er vanur að fara með skotvopn. Þetta var síðla dags og tekið að rökkva. Á tíunda tímanum um kvöidið varð hann var við skepnu skammt frá þeim stað sem hann lá fyrir gæsinní. Hann tatói að þarna færi lágfóta og lét því skot ríða af ár haglabyssu, „Lágfóta'", sem reyndar var tík af næsta bæ, lét lífið sem næst samstundis. Tíkin hafði verið í för með tveimur stúlkum af bænum, sem voru í útreiðartúr á bökkum Þjórsár. Ljóst er að þarna hefðí getað hlotist af enn meira tjón en varð því skammur spölur var á milli stúlknanna og tíkurinnar þegar skoti var hleypt af. Þess eru nokkur dæmi að skot- veiðimenn hafi skotið niður búfén- að, og er nýlegt dæmi um það frá Akureyri þar sem lamb fannst dautt t" túninu á Litlu-Hlíð og hafði það verið skotið með riffli. Þó óltklegt sé að þar hafi verið gæsa- veiðimaður á ferð vegna þess að riffiar eru ekki notaðir við slíkar veiðar er þó vjtað um að bæði kindur og nautgripir háfa orðið fyrir skotum gæsaveiðimanna. Þetta gerist yfirleitt þannig að menn skjóta út í loftið þegar skyggja tekur og sjá einfaldlega ekki saklausan búfénaðinn á túnum. Oít er um að ræða skot- veiðimenn sem skjóta f leyfisleyfi. Slíkt atferli er ófyrirgefanlegt, hvernig sem á það er litið. Aðrir skotveiðimenn sem gjarnan eru félagsbundnir í skotveiðifélögum hafa ekki hvað síst af slíku miíinn ama og hafa gagnrýnt óvarlega meðferð skotvopna opinberlega. Einn slíkur sagði í samtali við Tímann í gær að „þegar svona bjánar eru að fremja heimskupör af þessu tagi gera þeir okkur hinum Iífið óbærilegt því allir skotveiði- menn í landinu eru umsvifalaust settir undir þennan sama hatt". óþh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.