Tíminn - 14.09.1988, Blaðsíða 6

Tíminn - 14.09.1988, Blaðsíða 6
6 Tíminn Miðvikudagur 14. september 1988 Kíkt undir grösin Nú er tími kartöfluuppskerunn- ar genginn í garð. Guðjón Viggós- son notfærði sér hauststillurnar á dögunum til að taka upp kartöfl- urnar sínar í kartöflugörðunum við Korpúlfsstaði. Hann var ánægður með uppskeruna og sagð- ist að þessu sinni hafa fengið stórar og góðar kartöflur undan grösun- um. (Tímamynd Gunnar) Verðlagsstofnun: Vel tekist til með eftirlitið Heldur hefur dregið úr hringing- um almennings í kvörtunarþjónustu Verðlagsstofnunar frá því um miðja síðustu viku. Nú hringja að meðal- tali um 80 til 90 manns á dag, en þegar mest var hringt, bárust um og yfir 200 kvartanir á degi hverjum, víðs vegar að af landinu. Jóhannes Gunnarsson starfsmað- ur Verðlagsstofnunar sagði aðspurð- ur í samtali við Tímann, að þeim fyndist þokkalega hafa tekist til með eftirlit verðstöðvunarinnar, miðað við hve margar verslanir, heildsala og þjónustugreinar væri að ræða. Hann sagði að með dyggum stuðn- ingi almennings í landinu og einnig seljenda, þá sýnist þeim þetta ætla að takast ágætlega. -ABÓ Á TÍU FINGRUM Á tíu fingrum um heiminn, heitir ný kennslubók í píanóletk, sem hefur að geyma 24 létt píanólög, sem öll eru eftir Elías Davíðsson skólastjóra Tónlistarskóla Ólafsvík- ur. Fyrri hluti bókarinnar heitir Freknur. Þar gefur að líta tólf lög sem heita nöfnum eins og Tréfóta- valsinn, Skopparakringlurnar, og Grýla og Leppalúði. Síðari hluti bókarinnar heitir, rétt eins og bókin sjálf, Á tíu fingrum um heiminn. Þá er nemandinn leiddur um víða veröld og fær að kynnast íslenskum húsgangi, indíánadansi, færeyskum dansi og tyrkneskum pipar. -ABO Sjávarbyggðir að sökkva í sæ: Ný hverf i varasönri Hafa byggingayfirvöld litið eða ekkert samráð við jarðfræðinga og jarðeðlisfræðinga þegar húsum og öðrum mannvirkjum, jafnvel heilum hverfum er valinn staður? Svo gæti stundum virst, einkum þegar athugað er hvar heilu hverfun- um og ýmsum stórum mannvirkjum er valiiiu staður. Nú er að rísa nýtt hverfi á Álftanesi, mikil byggð er upprisin á eiðinu milli Reykjavíkur og Seltjarnamess og nýlega var vígð brú yfir Ölfusárósa - Oseyrarbrúin. Hversu mörgum kynslóðum á hún eftir að gagnast og hversu langt er þangað til Kvosin í miðbæ Reykja- víkur sekkur í sæ og hvenær verður óbyggilegt á Eiðisgranda vegna þess hve land sígur? Tíminn hafði samband við Jón Jónsson jarðfræðing sem manna best þekkir til þessara mála. Hann hefur rannsakað landsig á íslandi um lang- an tíma og gagnrýnt mjög hversu þessum málum er lítill gaumur gefinn. Island allt sígur „Allt ísland er að síga nokkuð jafnt að því mér hefur virst, en þó eru sum svæði að síga hraðar en önnur, en vegna þessa er varasamt að byggja mannvirki nálægt sjávar- máli og sum svæði eru varasamari en önnur," sagði Jón Jónsson jarðfræð- ingur. Seltjarnarnes og Álftanes eru varasöm svæði, enda liggja þau lágt, en á Álftanesi er nú að rísa nýtt íbúðarhverfi. Landsig er þar heldur meira en víða annarsstaðar og sem dæmi má nefna að Garðatjörn er ekki lengur tjörn heldur hafsvík, enda hefur nesið sigið um 1,5 m frá landnámsöld." En á þá ekki að byggja á stöðum sem þessum? Hvenær sekkur nýja ráðhúsið? „Við verðum að spyrja okkur hversu margar kynslóðir eftir okkur eiga eftir að njóta þessara mann- virkja sem verið er að byggja nú á þessum stöðum. Hversu mörgum kynslóðum endist nýja ráðhúsið í Reykjavík? Það má heita undarlegt að ekki skuli mælt hversu mikið allt landið sígur og hve afstaða breytist milli sjávarborðs og lands því nú bætist að líkindum við landsigið gróðurhúsaáhrifin, jöklar bráðna og sjávarborð hækkar af þeim sökum einnig. Það er ákaflega auðvelt að setja upp mælipunkta um landið og fylgjast síðan með þeim. Ástæðan ætti varla að vera fjárskortur því slíkar mælingar eru afar einfaldar og ódýrar. Ófært út á Seltjarnarnes Það er þó alveg ljóst að landið hefur sigið mikið. Eg hef sjálfur fundið leifar lífs sem myndast hefur í ferskvatni. Þær leifar voru hins vegar úti í Hornafjarðarósi 7,7 m undir sjávarmáli. Frá Stað í Grindavík var hjáleiga nokkur í byggð til ársins 1922 en við tóftirnar þar sem áður var bæjartún- ið, er nú stórgrýtt fjara. Þá má minnast þess að árið 1800 varð mikill stormur og flóð sem gekk yfir eiðið þar sem nú er Eiðisgranda- byggðin. Þá varð ófært á hestum út á Seltjarnarnes. Hvað yrði um mannvirki sem eru þar nú í slíkum hamförum? [Einkum ef þess er gætt að hafi land sigið að meðaltali 3,8 mm á ári þau 188 ár sem síðan eru liðin þá er land þama rúmum 70 sm lægra en það var þá. Innsk. blaðam.]. Það er af þessum ástæðum afar mikil skammsýni hjá skipulagsyfir- völdum og almenningi að taka ekk- ert tillit til þessara hluta þegar nýjum hverfum og öðrum mannvirkjum er valinn staður," sagði Jón Jónsson jarðfræðingur að lokum. -sá Hreinar og fallegar Strandir: Umgengni verðlaunuð Nýlega voru afhentar viðurkenn- ingar sem Héraðssamband Stranda- manna (HSS) veitir fyrir bestu um- gengnina í sveitum og þéttbýli í Strandasýslu. Kirkjuból í Kirkjubólshreppi hlaut að þessu sinni viðurkenningu HSS sem snyrtilegasta sveitabýlið. Á Kirkjubóli er tvíbýli. Á öðrum bænum búa hjónin Grímur Bene- diktsson og Kristjana Ingólfsdóttir, en á hinum bænum hjónin Sigurður Benediktsson og Sigrún Valdimars- dóttir. Grímur og Sigurður eru synir Benedikts Grímssonar sem bjó kunnu myndarbýli á Kirkjubóli í nær hálfa öld. Forfeður hans höfðu búið á Kirkjubóli óslitið frá 1843. Hjónin Guðmundur R. Jóhanns- son og Guðrún Guðmundsdóttir, Austurtúni 2 á Hólmavík hlutu viðurkenningu HSS fyrir fegurstu þéttbýlislóðina í Strandasýslu. Hús- ið að Austurtúni 2 var byggt um 1980, en þrátt fyrir það hefur lóð þeirra hjóna borið af flestum öðrum lóðum í sýslunni í nokkur ár. Lóð Guðrúnar og Guðmundar hlaut sams konar viðurkenningu frá HSS 1985, og einnig sérstök verðlaun frá aðstandendum Skeljavíkurhátíðar 1987. Viðurkenning HSS fyrir góða um- gengni í sveitum var nú veitt í 4. sinn. Smáhamrar í Kirkjubólshreppi hlutu viðurkenningu 1983, Gröf í Bitrufirði 1984 og Bær í Hrútafirði 1985. Viðurkenning HSS fyrir fegurstu þéttbýlislóðina var veitt í 3. sinn. Lóðin að Kópsnesbraut 5 á Hólma- vík var verðlaunuð 1984, og eins og áður sagði hlauti lóðin að Austurtúni 2 viðurkenningu árið 1985. Stefán Gíslason. Lóðin að Austurtúni 2 á Hólmavik hlaut viðurkenningu HSS sem fegursta þéttbýlislóð í Strandasýslu 1988. Kirkjuból í Kirkjubólshreppi, snyrtilegasti sveitabær í Strandasýslu 1988. Tlmamyndir: Stefán Gíslaaon.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.