Tíminn - 14.09.1988, Page 7

Tíminn - 14.09.1988, Page 7
Miðvikudagur 14. september 1988 Tíminn 7 150 ára hátíðarafmæii Knappskirkju í Fljótum: Hátíðarmessa í elstu timburkirkju landsins Frá Ernl Þórarlnssyni i Fljótum: Hátíðarguðsþjónusta var haldin í Knappstaðakirkju í Fljótum, í Skagafjarðarsýslu, fyrir skömmu. Tilefnið var að nú er lokið gagnger- um endurbótum á kirkjunni og umhverfi hennar. Umbæturnar hófust fyrir fjórum árum en þá var stofnað áhugamannafélag til að vinna að varðveislu Knappstaða- kirkju. Knappstaðakirkja sem er 150 ára gömul er talin elsta timbur- kirkja á landinu og því beitti Þjóðminjasafn íslands sér fyrir því að kirkjan var friðlýst fyrir nokkr- um árum. Knappstaðir í Fljótum, nánar tiltekið í Stíflu, voru allt til ársins 1974 kirkjusókn þeirra sem bjuggu í fremrihluta Holtshrepps. Um síð- ustu aldamót og fram undir 1940 var blómleg byggð í Stíflunni, en þar var búið á 10-20 jörðum og íbúar lengi vel um 200 talsins. Árið 1974 var svo komið vegna fólksfæð- ar að Knappstaðasókn var lögð niður og sameinuð Barðssókn. Þá voru einungis þrjár jarðir í byggð í Stíflu og íbúatalan komin niður fyrir 20 manns. Ástæður svo mikils fólksflótta voru, auk breyttra þjóðfélagshátta, að með tilkomu Skeiðsfossvirkjun- ar, sem byggð var á árunum 1942- 45 urðu margar jarðir í .Stíflu óbyggilegar vegna þess að uppi- stöðulón stíflunnar fór yfir nær allt undirlendi þeirra. Eins og áður sagði hefur undan- farin ár verið unnið að lagfæringum á kirkjunni og hefur Þorsteinn Gunnarsson, arkitekt, haft faglega umsjón með verkinu. Allar fram- kvæmdir hafa verið í höndum stjórnar áhugamannafélagsins sem í eru Hjördís Indriðadóttir, Guð- rún Halldórsdóttir og Sigurlína Kristinsdóttir. Hafa þær þarna unnið ágætt starf sem hið aidna guðshús ber best vitni um. Það er nú sérlega snyrtilegt jafnt að utan sem innan dyra. Fjárframlag fékkst úr húsfriðun- arsjóði vegna verksins en einnig hefur heimafólk og burtfluttir sveitungar styrkt þessa framkvæmd með ýmsum hætti. Auk þessa hefur mikið starf verið unnið í sjáifboða- vinnu. Við hátíðarguðsþjónustuna prédikaði séra Hjálmar Jónsson, prófastur Skagfirðinga, séra Gísii Gunnarsson, sóknarprestur Fljóta- manna og séra Sigurður Guð- mundsson, vígslubiskup, þjónuðu fyrir altari, og kirkjukór Barðs- kirkju söng við undirleik Rögn- valdar Valbergssonar. Allmargt fólk var viðstatt athöfnina, en að henni lokinni þáðu kirkjugestir veitingar í félagsheimilinu að Ketil- ási. Séra Gísli Gunnarsson fyrir altari í yfirfuUri Knappstaðakirkju í Fljótum, sem er eLsta timburkirkja á íslandi - 150 ára. Til hægri á myndinni má sjá prófastinn. sr. Hjálmar Jónsson, og vígslubiskupinn, sr. Sigurð Guðmundsson á Hólum. Siguriina Kristinsdóttir, húsfreyja á Deplura í Fljótum stendur lengst til hægri. Tlmamynd: öm. Lands- liðið í „Gerum okkar besta“, lag Is- lenska handknattleikslandsliðs- ins, sem nú er í þann mund að lenda í Seoul í S-Kóreu, er í öðru sæti á nýgerðum vinsældarlista íslenska listans, fyrir vikuna 10.9 til 16.9 1988. Hvort það verði einnig sæti þeirra á Ólympíu- leikunum skal ósagt látið. Það tók lagið aðeins þrjár vikur að komast í annað sætið, en í síðustu viku var lagið í því þriðja. Að sögn fróðra manna í popp- heiminum má búast við enn frek- ari velgengni lagsins á íslenska listanum og telja menn ekki ólík- legt að Wild World sem setið hefur í fyrsta sæti í sjö vikur, verði nú að vfkja fyrir íslenska landsliðinu, þar sem þeir eru ólmir í að hreppa fyrsta sætið. Landsliðið hefur líka lofað að gera aðeins betur, ef það er það sem þarf. - ABÓ Hnífstungur á báða bóga Það sló í brýnu milli sambýlisfólks í Síðumúlanum um kvöldmatarleyt- ið í fyrradag. Mun Bakkus eða lyfjaneysla hafa átt þátt í slagsmálum þar sem maður sló sambýliskonu sína í andlitið. Tók hún þá hníf og stakk manninn í handlegginn. Mað- urinn brá þá fyrir sig skærum og stakk konuna með þeim. Var farið með þau bæði á slysavarðstofuna en meiðsli þeirra voru ekki alvarleg. Fólkið er á þrítugsaldri. JIH Stórtjón í verslunum Hitavatnsleiðsla í Skipholti 50b, gaf sig á sunnudagsmorgun með þeim afleiðingum að heitt vatn flæddi inn í fjórar verslanir sem þar eru tii húsa á jarðhæð. Hitinn og gufan sem af vatninu lagði olli stór- tjóni á innréttingum og munum verslananna. Slökkviliðið var kvatt á staðinn til að loka leiðslunni og dæla vatninu út. Það tókst að stöðva vatnsflaum- inn og dæla út vatninu eftir tvo tíma. - ABÓ Björgunarskóli LHS hélt nýlega námskeið fyrir þá meðlimi hjálparsveitanna sem stunda köfun, til að efla þeim kunnáttu og sjálfstraust. Námskeiðið tpk viku og að því loknu útskrifuðust 5 björgunarkafarar. Biörgunar- kafarar útskrifaðir „Meiningin er að halda áfram og halda fleiri námskeið af þessu tagi. Ég vii taka fram að Björgunarskóli Landssambands hjálparsveita skáta útskrifar björgunarkafara, ekki at- vinnukafara,“ sagði Jón Halldór Jónasson hjá LHS í samtali við Tímann. Þetta var í fyrsta sinn sem slíkt námskeið er haldið hérlendis og kennt var samkvæmt námsskrá IADRS, sem er alþjóðasamband björgunarkafara. Kennarar á námskeiðinu voru Stefán Axelsson úr Hafnarfirði og Kjartan Hauksson frá ísafirði sem báðir hafa aflað sér kennsluréttinda hjá alþjóðasambandi björgunarkaf- ara. Jón Halldór sagði að markmiðið væri að útskrifa sem flesta björgun- arkafara sem síðan yrðu tiltækir innan björgunarsveitanna sem víð- ast um landið. - sá

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.