Tíminn - 14.09.1988, Blaðsíða 8

Tíminn - 14.09.1988, Blaðsíða 8
8 Tíminn í Miövikudagur 14. september 1988 Timinn MÁLSVARIFRJALSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason Steingrímur Gíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverð kr. 465,- pr. dálksentimetri. Verð í lausasölu 60,- kr. og 70,- kr. um helgar. Áskrift 700.- Tími aðgerða upp runninn Fyrir u.þ.b. einni viku héldu þingflokkur og framkvæmdastjórn Framsóknarflokksins sameig- inlegan fund til þess að ræða efnahagshorfur og samstarfið í ríkisstjórninni. Á þessum fundi kom fram mikil óánægja með þá þróun mála, sem varð við það að forsætisráð- herra hafnaði með öllu hugmyndum sinnar eigin ráðgjafarnefndar um heildstæðar efnahagsaðgerð- ir. Þessi fundur þingflokks og framkvæmdastjórnar lýsti stuðningi við niðurfærsluleiðina í þeim skiln- ingi að hún fæli í sér heildstæðar efnahagsaðgerðir, sem snerti alla þætti efnahagslífsins og allar þjóðhagsstærðir. Á fundinum kom fram megn óánægja með það, hvernig forsætisráðherra kynnti niðurfærsluleiðina fyrir forystumönnum launþegasamtaka, svo að sú kynning neyddi þá til þess að hafna henni. Kynning forsætisráðherra var í því fólgin að túlka niður- færsluleiðina sem launalækkunarleið, sem er auð- vitað blekking. í tillögum ráðgjafarnefndar undir forystu sjálfstæðismannsins Einars Odds Kristjáns- sonar var bent á heildstæðar lausnir, almenna niðurfærslu verðlags, vaxta, opinberra gjalda og annarra mikilvægfa þjóðhagsstærða. Niðurfærsla launa var aðeins nefnd sem hluti almennrar niðurfærslu en hvorki upphaf hennar né endir. Framsóknarmeþn hafa lagt á það megináherslu að framleiðsluatvinnuvegum þjóðarinnar verði skapaður öruggur rekstrargrundvöllur og að verð- bólgan hjaðni hratt og örugglega. Þetta telja framsóknarmenn undirstöðu varanlegs efnahags- bata og öryggis í atvinnumálum. Slík markmið eru einnig virkasta ráðið til þess að tryggja fjárhagsaf- komu launþega. Á fundi þingflokks og framkvæmdastjórnar sl. fimmtudag var þess krafist að úr því að sjálfstæðis- menn hefðu hafnað niðurfærsluleiðinni, þá bæri forsætisráðherra aþ leggja fram heilsteyptar tillög- ur til lausnar efnahagsvandanum. Forsætisráðherrk hefur nú lagt fram hugmyndir sínar um efnahagskðgerðir. Hann hefur kynnt þær formlega fyrir samstarfsflokkunum, Framsóknar- flokki og Alþýðuflokki. Forsætisráðherra hefur óskað eftir því að( fá svör samstarfsflokkanna við hugmyndum sínum. Fyrstu viðbrögð gagnvart tillögum Þorsteins Pálssonar hljóta áð vera þau að í þeim felist lítið annað en það serti oft hefur komið fram af hans hendi áður. Tillögurnar eru ekki aðgengilegar í heild sinni gagnvart samstarfsflokkunum. Þar er of mikið um skammtímaaðgerðir. í þessum tillögum er ekkert tekið á fjármögnunar- og vaxtakostnaði eða verð- lagsmálum yfirleitt, þannig að þær séu líklegar til samkomulags eins og þær liggja fyrir. Bókað samkomulag um efnahagsaðgerðir liggur því ekki fyrir þegar þessi orð eru rituð. Slíkt ber að harma, því að tími umræðunnar er í raun og veru liðinn. Tími aðgerða er löngu upp runninn. ■111111111! illlllll GARRI Slátrað með tapi Það hefur komið fram í fréttum að sláturhúsin hyggjast ekki hefja sölu á nýju dilkakjöti að sinni, heldur frysta það og setja í geymsl- ur. Ástæðan er sú ákvörðun Verð- lagsstofnunar að neita þeim um hækkun á kjötinu, sem með öðrum orðum þýðir að húsunum er ætlað að selja nýja kjötið nú í haust á sama verði og gilti í fyrra. Ef að líkum lætur verða nú einhverjir til þess að upphefja harmagrát út af þessu á síðum íhaldspressunnar. Viðbúið er að þar heljist nú enn einn söngurinn um þá mannvonsku bænda að vilja ekki leyfa neytendum að kaupa sér nýtt kjöt. Líka er eins víst að einhverjar „húsmæður í Vestur- bænum“ heiji þar upp raust sína og helli óbótaskömmum yfír kaupfé- lögin og Sambandið út af þessu. Og ef marka má fyrri viðbrögð í svipuðum málum þá væri svo sem ekki ósennilegt að Framsóknar- flokkurinn fengi líka einhverjar gusur yflr sig af þessu tilefni. Áður en ballið byrjar er þess vegna ekki úr vegi að líta aðeins á staðreyndir málsins, sem reyndar hafa allar komið fram hér í fjölmiðlunum. Kjötið staðgreitt Fyrir þremur árum voru sett ný búvörulög í landinu. Þau voru mikið framfaraskref, því að mcð þeim tók ríkið að sér að tryggja bændum staðgreiðslu fyrir afurðir sínar. Eins og kunnugt er hafa bændur unnið skipulega að því og með miklum myndarskap undan- farin ár að fækka sauðfé í landinu og draga þannig úr kindakjöts- framleiðslu. Þetta var óhjákvæmi- legt vegna verðfalls og stórskertra sölumöguleika erlendis. Með bú- vörulögunum var í verki viður- kennt að hér væru bændur að vinna starf sem verðskuldaði að hið opinbera styddi þá í. Það sem aftur á móti hefur gerst síðan er að ríkið hefur ekki staðið við sinn lilut af lögunum eins og til var stofnað, og þetta hefur fyrst og fremst bitnuð á sláturhúsunum. Verulega hefur staðið á samnings- bundnum greiðslum og annarri fjárútvegun frá ríkinu til þess að fjármagna staðgreiðsluna, og þetta hefur skapað húsunum ómælda erflðleika við fjármögnun ásamt tilheyrandi vaxtakostnaði. Nýjasta dæmið er að ríkið skuldar húsunum núna um 600 miljónir í ógreiddar útflutningsbætur, sem því ber skylda til að greiða samkvæmt búvörulögunum. Sláturhúsin hafa með öðrum orðum verið sett í þá óhægu að- stöðu að vera skylduð til þess með lögum að staðgreiða bændum kjötið. En jafnframt hefur það brugðist að þeim væri útvegað á móti það fjármagn sem þeim hafði verið lofað til þess að fjármagna birgðirnar frá sláturtíð og þar til söluverðið skilar sér. Afleiðingarnar hafa svo eins og gefur að skilja ekki látið á sér standa. Á nýliðnu framleiðsluári voru sláturhúsin í landinu rekin með bullandi tapi sem samanlagt nam að minnsta kosti 150 miljón- um. Ef svo fer fram sem horfir og aðstæður verða óbreyttar þá stefnir allt í að tap þeirra á framleiðsluár- inu, sem nú er að hefjast, muni tvöfaldast og verða af stærðargráð- unni 300 miljónir. Hvað myndu kaupmenn gera? Þetta þýðir með öðrum orðum að með óbreyttri verðlagningu þyrftu húsin að borga töluvert háa fjárhæð með hverju kOói kjöts sem þau myndu selja á gamla verðinu. Þau fengju með öðrum orðum talsvert minna í kassann fyrir kjötkQóið heldur en það sem þau þurfa að borga bændum og fólkinu sem vinnur við slátrunina. Hefur talan tuttugu krónur á kíló heyrst nefnd í því sambandi. Allir sjá það í hendi sér að slíkt dæmi gengur aldrei upp. Sláturhúsin eru engar þær peningamyllur sem framleitt geti eigin sjóði til að standa undir slíku. Þau fylgja sömu rekstrarlög- málum og önnur fyrirtæki í því, að séu útgjöld hærri en tekjur þá enda þau einfaldlega með því að verða gjaldþrota. Og hér er reyndar borðliggjandi að taka dæmi til samanburðar af kaupmönnum. Segjum sem svo að yfirvöld í landinu myndu af ein- hverjum ástæðum skylda alla kaupmenn við Laugaveginn í Reykjavík til þess að selja vörur sínar fyrir 80 prósent af innkaups- verði. Nú, eða þá versianirnar í Kringlunni. Með öðrum orðum að þessi fyrirtæki mættu alls ekki undir nokkrum kringumstæðum selja vöru, sem þau hefðu keypt fyrir 100 krónur, fyrir meira heldur en 80 krónur. Hætt cr við að í slíkum kringum- stæðum myndi hvína í kaupmönn- um og ófögur orð falla. Og naum- ast er við öðru að búast en að þeir yrðu fljótir að loka búðum sinum 'þar til breyting yrði. En þó er sannleikurinn sá að þeir væru ein- ungis í nákvæmlega sömu stöðu og sláturhúsin núna. Garri. GULLNA HLIDID Það hefur gengið nokkuð erfið- lega að halda friðinn í Fríkirkju- söfnuðinum. Að vísu er þar allt með guðs friði eins og í öðrum söfnuðum, en óánægja hefur gosið. upp út af hinu og þessu veraldlegs eðlis, og hefur það mest mætt á prestshjónunum, sem í fyrrakvöld unnu fullnaðarsigur á heldur and- stæðri safnaðarstjórn. Hljóðlátt ríki Það er nú svo með guðsríkið á íslandi, að það hefur verið hið þögula ríki nú um langa hríð. Fyrir nokkru vildu ungir prestar víkka út starfssvið kirkjunnar og blanda henni í margvísleg dægurefni, eins og hjálparstofnun hennar er skýr- ast dæmi urn. Framlag Hjálpar- stofnunar kirkjunnar hefur verið margvíslegt og einkum komið til góða bágstöddum í þriðja heimin- um. Þessar athafnir, svo og spurn- ingar um frið í heiminum, hafa komið kirkjunni í sviðsljósið og var orðin þörf á því. Hins vegar brá svo við, þegar í sviðsljósið var komið, að kirkjan sem hefur löng- um verið talin íhaldssöm, þótti, einkum yngri prestar hennar, næsta róttæk í skoðunum. Prestsfrúin syngur En þær hreyfingar til nýtísku- legri áttar innan kirkjunnar komu lítið við svonefndu fríkirkjumáli, sem snerist um hverjir ættu að syngja við jarðarfarir, hvort prest- urinn ætti að vera kurteis í dagfari, og hvort Betanía (safnaðarheimil- ið) hefði kostað of mikið fé. Núver- andi safnaðarstjórn safnaði glóð- um elds að höfði prestsins, birtar voru langar greinar með mörgum tilvitnunum frá söngvurum og syrgjendum, þar sem taldir voru upp annmarkar á hinni prestslegu þjónustu. Svo vill til að prestsfrúin syngur og hefur kirkjukór á sínum snærum. Maður hefði haldið að slíkt heyrði til safnaðarstarfi og þætti kærkomið í fámennari plássum. Hins vegar ber á það að líta að kirkja Fríkirkjusafnaðarins stendur við Tjörnina í Reykjavík og nóg til af söngvurum og sam- keppni einhver eins og gengur í höfuðborginni. Óskráðir inn um hliðið Athygli hefur vakið að á fundi í Fríkirkjusöfnuðinum í fyrrakvöld fékk prestur safnaðarins uppreisn æru og fullan sigur, en safnaðar- stjórn, sem tapaði, hefur það eitt fram að færa að hún ætli að sitja út kjörtímabilið. Fundurinn var hald- inn í Gamla bíói og var mikill viðbúnaður við inngönguna, enda þurfti fólk að vera skráð í Fríkirkj- una í þjóðskrá 1. desember í fyrra. Nokkur misbrestur var á því að allir væri skráðir sem í söfnuðinum eru. Guðmundur J. var t.d. ekki skráður en fór þó inn ásamt dóttur sinni. Annar meðlimur hafði asnast til að fara upp í Mosfellssveit, þar sem kirkjuklukka var geymd í fjóshaug í eina tíð, og var ekki lentur aftur inn í söfnuðinn. Lykla-Pétur Inngangan í Gamla bíó, en húsið var byggt af Bíó-Pedersen, er bogadregin með hvolfþaki og því næsta lík almennri hugmynd um Gullna hliðið. Erfiðleikarnir við inngöngu á safnaðarfundinn auka enn á lfkindin með Gullna hliðinu, þótt enginn hafi þurft að beita því ráði að láta henda sér inn í skjóðu til að geta greitt séra Gunnari atkvæði. Kunnur lögfræðingur lék hlutverk Lykla-Péturs í anddyrinu og fórst það ekki illa úr hendi. Hann tók mildilega á breyskum og óskráðum eins og Pétur, en í staðinn fyrir Lífsins bók hafði hann þjóðskrána, eða brot úr henni við höndina og fletti blöðum, eins og Pétur. Úr þessu varð svo vel heppnuð samkoma sem reisti við prest sinn, og er það ekki í fyrsta sinn sem prestur hefur verið endurreistur á lslandi. Fríkirkjan er að því leyti íhaldssöm að hún endurreisir presta. Samtímis var núverandi safnaðarstjórn óbeint vísað í undir- djúpin. Það var þó ekki fyrir til- verknað hins lögfróða Lykla-Pét- urs heldur þeirrar skepnu sem nefnist lýðræði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.