Tíminn - 14.09.1988, Blaðsíða 11

Tíminn - 14.09.1988, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 14. séptember 1988 ' Tíitiinri '11 Knattspyrna: Jafnt gegn Hollandi í rokinu íslendingar gerðu jafntefli, 1-1, við Hollendinga í leik liðanna í undanriðli Evrópukeppni landsliða 21 árs og yngri. Veður í Laugardalnum í gær var ekki ákjósanlegt til knattspyrnuiðk- unar, rok og kuldi. Þar að auki fór leikurinn fram á Valbjarnarvelli sem er enn þrengri en aðalvöllurinn og þykir mörgum hann full lítill. Vallar- yfirvöld í Reykjavík eru að spara aðalvöllinn fyrir leikinn gegn Ung- verjum í næstu viku, en sú regla er við lýði að aðeins A-landsleikir og 1. deildarleikir fari fram á aðalvellin- Hollendingar höfðu yfirhöndina í fyrri hálfleik og komust yfir með marki Erics Viscaal. fslendingar sóttu í sig veðrið í síðari hálfleik og sóttu mjög. Hollendingar beittu skyndisóknum, en íslenska vörnin var föst fyrir. Á 70. mín. björguðu Hollendingar á línu skoti Arnljóts Davíðssonar og átta mín. síðar jafn- aði Eyjólfur Sverrisson metin, eftir þunga sókn íslendinga. íslendingar sóttu stíft það sem eftir var leiksins, en Hollendingar áttu hættulegt færi undir lok leiksins, en skutu framhjá. BL Tímamynd Gunnar íistari deildar. Árni Sveinsson fyrirliði með sigurlaunin. Tlmamyndlr PJetur. EINDAGI . SKILA . A STAÐGREÐSLUFE Launagreiðendum ber aö skila afdreg- inni staðgreiöslu af launum og reiknuöu endurgjaldi mánaðarlega. Skilin skulu gerð eigi síðar en 15. hvers mánaðar. Ekki skiptir máli í þessu sambandi hversu oft í mánuði laun eru greidd né hvort þau eru greidd fyrirfram eða eftirá. Með skilunum skal fylgja greinargerð á sérstökum eyðublöðum „skilagreinum", blátt eyðublað fyrir greidd laun og rautt fyrír reiknað endurgjald. Skilagrein ber ávallt að skila einnig þó svo að engin staögreiðsla hafi verið dregin af í mánuðinum. Allar fjárhæðir skulu vera í heilum krónum. Allir launagreiðendur og sjálístæðir rekstraraðilar eiga að hafa fengið send eyðublöð fyrir skilagrein. Þeirsem einhverra hluta vegna hafa ekki fengið þau snúi sér til skattstjóra, gjaldheimtna eða innheimtumanna ríkissjóðs. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.