Tíminn - 14.09.1988, Qupperneq 12

Tíminn - 14.09.1988, Qupperneq 12
12 Tíminn Miðvikudagur 14. september 1988 FRÉTTAYFIRLIT BONN - Leiðtogar Vestur- 'Þjóðverja þökkuðu írönum og! Sýrlendingum fyrir að tryggja, lausn Rudolfs Cordes, semj verið hefur í gíslingu hjá öfga-i sinnuðum muslimum í Líban-| on. en neituðu iafnframt aö einhverjir samningar hefðu ver-j ið gerðir til að fá Cordes laus-( an. Cordes kom heim til Þýska-! lands í gærkveldi, en honum var sleppt lausum í Damaskus í Sýrlandi. GENF - Friðarviðræður í Persaflóastríðinu héldu áfram án sýnilegs árangurs og er framtíð þeirranú í mikillióvissu' eftir að írakar hafa hafnað óskum Perez de Cuellar um að flytja viðræðurnar til aðal- stöðva Sameinuðu þjóðanna í New York. Sáttasemjari Sþ, Jan Eliasson, sagði að hann hefði boðið utanríkisráðherr- um íraks og írans til viðræðna með Perez de Cuellar, aðalrit- ara Sþ, 22. september. Báðir aðilar hafa samþykkt fundinn. VARSJÁ - Pólska ríkis- stjórnin sakaði stuðningsmenni verkalýðssamtakanna Sam-.' stöðu um að hafa sett framj óaðgengileg skilyrði fyrir við- ræðum um framtíð Samstöðu, en starfsemi samtakanna er nú bönnuð. Talsmaður ríkis- stjórnarinnar sagði að undir- búningsfundur þeirra Lechi Walesa, leiðtoga Samstöðu,) og Czeslaw Kiszczak, innan- ríkisráðherra landsins, sem ráðgerður var í dag, yrði ekki haldinn. GABORONE - Jóhannes! Páll páfi flaug frá Botswana í1 gær og kallaði landiö eyjui friðar, þrátt fyrir óróann í suðurhluta Afríku, og lofaði1 umhyggju landsmanna fyrir fórnarlömbum aðskilnaðar- stefnunnar í Suður-Afríku. Páf- inn hefur notað ferð sína til' suðurhluta Afríku til að hvetja' friðarhreyfingar til dáða í þess- um heimshluta. STRASBOURG - Nokkur hundruð gyðinga mótmæltu heimsókn Yassir Arafats, leið- toga PLO, á Evrópuþingið. Gert er ráð fyrir að Arafat muni halda stuttan fund með hinum 168 fulltrúum sósíalista á þing- inu og fjalla þar um áætlun PLO um að breyta hinni níu mánaða uppreisn Palestínu- manna á hernumdu svæðun- um í heilsteypta stjórnmála- hreyfingu. MOSKVA - Gorbatsjov, ■ leiðtogi Sovétríkjanna, fékk j hressilegar móttökur í borginni| Krasnojarsk í Síberíu. Þar, gagnrýndu borgarbúar mjög' harkalega að enginn sjáanlegur árangur hefur náðst með pere- [ strojku. Gotbatsjov lét ekki slál sig út af laginu og bað fólkiðj um að sýna biðlund, því árana-! ur perestrojku kæmi fyrr eoa! seinna áþreifanlega í Ijós. Hlliilllllll ÚTLÖND "I,: " El Salvador: Stjórnarherinn felldi og særði 50 skæruliða Stjórnarherinn í El Salvador drap eða særði aðfaranótt mánudags fimmtíu skæruliða vinstrisinna í hörðum bardaga við Cerro Gigante sem er hernaðarlega mikilvægur bær í austurhluta landsins. Sérþjálfuð sveit stjórnarhersins sat fyrir skæru- liðum þegar þeir hugöust gera árás á bæinn og stóð bardaginn í nær tólf tíma. Eingöngu fiinm stjórnarher- menn særðust í bardaganum ef marka má yfirlýsingar stjórnarhers- ins. Þá kom til bardsaga snemma í gærmorgun þegar skæruliðar gerðu árás á herbúðir við El Paraiso sem liggur um 50 km norðan við San Salvador. Þeir eyðilögðu svefnskála, drápu einn hermann og særðu fjóra. Skæruliðarnir hörfuðu þegar þyrlur og brynvarðir vagnar stjórnarhersins svöruðu árásinni. Stjórnarherinn í El Salvadorhefur verið í viðbragðsstöðu að undan- förnu þar sem búist var við árásum skæruliða sem að líkindum hyggja á öfluga sókn gegn stjórnarhernum. Cerro Gigante er rétt hjá bænum Perquin í fjöllunum við landamæri Hondúras, en Perquin hefur verið aðalbækistöð skæruliða undanfarin ár. Stjórnarherinn náði hins vegar bænum á sitt vald fyrir nokkrum vikum. Ef tölur stjórnarhersins um mannfall skæruliða reynast réttar, þá er þetta „besti“ árangur stjórnar- hersins í baráttunni við skæruliða í nokkur ár, en skæruliðar hafa þó nokkurn hluta E1 Salvador á sínu valdi. E1 Paraiso er hins vegar aðalbæki- stöð Fjórðu fótgönguliðsdeildar stjórnarhersins og stærsta herstöðin í Chalatenango héraðs þar sem skæruliðar hafa mikil ítök. Þar drápu skæruliðar að minnsta kosti sjötíu hermenn, þar með talda bandaríska hernaðarráðgjafa, í árás sem gerð var í marsmánuði á síðasta ári. ---- -------------..._______________________.___ Borgarastríðið í El Salvador hefur Skæruliðar í El Salvador fóru illa út úr bardögum við stjórnarherinn sem nú verið háð í níu ár. vann að líkindum sinn stærsta sigur undanfarin ár nú á mánudaginn. Líbanon: Varnarmálaráðherranum rænt en skilað aftur Hin nýja þjóðaríþrótt Líbana, mannrán, virðast blómstra þessa dagana, en mikil spenna ríkir nú milli múslíma og kristinna manna þar sem ekki hefur náðst samkomu- lag um kjör nýs forseta í stað Amin Gemayel sem lætur af embætti 23. september. f gær var varnarmálaráðherra Lí- banons, Adel Osseiran, rænt af vopnuðum mönnum er hann var á leið yfir grænu línuna sem skilur að hverfi múslíma og kristinna manna í Beirút. Osseiran, sem erfrjálslyndur Shíta múslími, var síðan sleppt laus- um í hhtum kristna hluta Beirútborg- ar að þremur klukkustundum liðnum. Strax og Osseiran hafði verið rænt komu hermenn á skrið- drekum sér fyrir á mikilvægum stöð- um nærri þeim stað sem Osseiran var rænt og hermenn leituðu hans gaumgæfilega. Osseiran hefur verið varnarmála- ráðherra frá því árið 1984 og á hann mikil og góð samskipti við Sýrlend- inga sem hafa um tuttugu og fimm þúsund hermenn til að halda lögum og reglu í hinu stríðshrjáða landi, þar sem ótal mismunandi trúarlegir og stjórnmálalegir hópar halda úti hersveitum til að verja sig og sína. Sýrlendingar hafa leikið stórt hlut- verk í hinu pólitíska spili í kringum forsetakosningarnar og vilja Suleim- an Franjieh fyrrum forseta landsins endurkjörinn. Liðsmenn hinna kristnu Líbönsku hersveita eru væg- ast sagt ósáttar við þennan forseta- kandidat Sýrlendinga. Það er einmitt talið að það hafi verið liðsmenn Líbönsku hersveit- anna sem hafi rænt Osseiran og þá til að vega upp á móti sérkennilegu ráni á Farid nokkrum Serhal sem er einn leiðtogi kristinna manna á lí- banska þinginu. Honum var „rænt“ á fimmtudaginn og var ekið að Bristol hótelinu í Beirút þar sem aðalstöðvar Sýrlendinga og líb- anskra stjórnmálamanna, er njóta stuðnings þeirra, eru til húsa. Þar gisti hann eina nótt en var síðan ekið til Damaskus höfuðborgar Sýrlands til viðræðna við Abdel Halim Khaddam varaforseta Sýrlands. Eft- ir þá ferð var honum ekið á ný til Bristol hótelsins og svo sleppt á laugardagseftirmiðdag. í yfirlýsingu sem Serhal gaf út á sunnudag sagði að honum hefði ekki verið rænt „í eiginlegri merkingu þess orðs“ held- ur hafi honum verið haldið til við- ræðna um komandi kosningar og um ástandið í Jezzine sem er á valdi Suðurlíbanska hersins sem nýtur stuðnings fsraela. Þrír þekktustu andstæðingar aðskilnaðarstefnunnar í Suður-Afríku Fara fram á pólitískt hæli í Bandaríkjunum Þrír af þekktustu pólitísku and- stæðingum aðskilnaðarstefnunnar í Suður-Afríku sluppu út af fangelsis- sjúkrahúsi í gær og hafa leitað hælis hjá bandartska konsúlnum í Jóhann- esarborg. Mennirnir þrír hafa farið fram á að fá hæli í Bandaríkjunum sem pólitískir flóttamenn, en þeir hafa verið í haldi í Diepkloof fang- elsinu í Soweto án réttarhalda. Þremenningarnir, Murphy Mor- obe, Mohammed Valli og Vusi Khanyile röltu út af fangelsissjúkra- húsrog gengu tveggja kílómetra leið að skrifstofum bandaríska konsúls- ins í Jóhannesarborg og báðu um viðtal við sendiherra Bandaríkjanna í Suður-Afríku. Ekki er ljóst hver afdrif mannanna þriggja verða, en stefna Bandaríkja- manna er sú að veita ekki fólki pólitískt hæli þó það komist inn í bandarísk sendiráð. Þó er ljóst að mönnunum verður ekki úthýst í bráð. Bandaríski konsúllinn á nú í viðræðum við lögregluyfirvöld í Suð- ur-Afríku um mál þremenninganna sem haldið var án réttarhalda í skjóli hinna illræmdu neyðarlaga sem sett voru í Suður-Afríku í júnímánuði árið 1986. Morobe var leiðtogi Sameinuðu lýðræðisfylkingarinnar sem eru stærsta samtökin er vinna gegn að- skilnaðarstefnu stjórnvalda í Suður- Afríku. Hann var handtekinn fyrir rúmu ári ásamt Valli, sem var ritari samtakanna. Khanyile varembættis- maður samtaka er settu á fót skóla fyrir blökkumenn á meðan á óeirð- um stóð í blökkumannahverfum Suður-Afríku árin 1984 til 1986. Hann var handtekinn í desember 1986. Morobe hefur verið einn skelegg- asti talsmaður andstæðinga aðskiln- aðarstefnunnar og var hann á flótta í nokkra mánuði eftir að samtök hans voru bönnuð og handtökuskip- un gefin út á hendur honum. ÚTLÖ UMSJÓN: Magnússc BLAÐAMA Sendiherra ísraels í Svíþjóð kallaður á fund utanríkisráðuneytis Svía: Svíar vilja skýringu á morðinu á Bernadotte Svíinn Folke Bernadotte sem bjargaði fjölda gyðinga úr klóm nasista á stríðsárunum og þannig frá bráðum dauða var myrtur þegar hann var sáttasemjari í Miðaustur- löndum fyrir hönd Sameinuðu þjóð- anna árið 1948. Það eru ekki ný tíðindi, en það voru ný tíðindi þegar tveir fyrrum liðsmenn skæruliðahóps gyðinga sem var undir stjórn Yitzhak Shamirs, núverandi forsætisráðherra ísrael, sögðu í sjónvarpsviðtali í ísraelska sjónvarpinu að þeir hefðu átt þátt í morðinu á Bernadotte greifa. . Af þessu tilefni hafa Svíar stefnt sendiherra fsraels á fund sænska utanríkisráðuneytisins og vilja Svíar að vonum fá nánari skýringar á þessum ummælum. „Það minnsta sem við getum vænst af ísraelsku ríkisstjórninni er að hún sendi samúðarkveðjur vegna morðs- ins á sænska sáttasemjaranum,“ sagði Sten Andersson utanríkisráð- herra Svía í gær. Shamir forsætisráðherra ísraels sem var einn harðasti og grimmasti skæruliðaforingi gyðinga í barátt- unni gegn Bretum og fyrir stofnun Ísraelsríkis hefur ekkert viljað tjá sig um þetta mál, enda upptekinn við að berja niður uppreisn Palest- ínumanna á hernumdu svæðunum í Palestínu.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.