Tíminn - 14.09.1988, Blaðsíða 14

Tíminn - 14.09.1988, Blaðsíða 14
14 Tíminn Miðvikudagur 14. september 1988 AÐ UTAN Stóðu Reagansmenn í leynimakki við írana haustið 1980? Af hverju fengust gísl- amir ekki lausir fyrir forsetakosningarnar? Núorðið útilokar Jimmy Carter ekki að hann geti rakið ósigur sinn í forsetakosningunum 1980 til óvenjulegra samskipta manna Reagans og írana. Sem kunnugt er varð það Carter að falli að honum tókst ekki að ná bandarísku gíslunum 52 úr haldi í Teheran í tíma fyrir forsetakosning- arnar. En hvers vegna mistókst honum svona herfilega þegar Ronald Reagan leysti málið svo auðveldlega að hann hafði ekki fyrr svarið embættiseiðinn en gíslarnir voru lagðir af stað heimleiðis? Hvað gerðist um miðjan október 1980 sem varð til þess að íranar skiptu svo snögglega um skoðun í samningaviðræðum um lausn gíslamálsins að viðræðurnar fóru algerlega út um þúfur? Athyglin er nú farin að beinast að óupplýstri atburðarás haustið 1980 og er bandarísk þingnefnd farin að kanna málið. Þýska vikuritið Spiegel segir nýlega frá ýmsu því sem vakið hefur grunsemdir um að stuðningsmenn Rea- gans hafí haft samvinnu við írana til að fella Carter í forsetakosningunum. Stuðningsmenn Reagans hitta óþekktan Irana í október Þetta var atburðaríkt haust. Forsetakosningabaráttan milli Jim- mys Carter og Ronalds Reagan var á suðupunkti. f Teheran höfðu íslamskir byltingarverðir haldið 52 Bandaríkjamönnum í gíslingu í næstum því eitt ár. Ráðamenn í Hvíta húsinu gerðu sér enn vonir um það í byrjun október 1980 að gíslarnir yrðu látnir lausir áður en kosningadag- urinn rynni upp, þó að fulltrúi Carters, Warren Christopher, staðgengill utanríkisráðherra, hefði orðið að snúa tómhentur frá samningaviðræðum við Sadigh Ta- batabai, íranska fulltrúann í Bonn, um miðjan september. Herramönnunum sem hittust í forsal L’Enfant Plaza hótelsins í Washington í fyrstu viku október, var fullkunnugt um að samninga- viðræðurnar hefðu ekki skilað neinum árangri. Flestir í þessum hópi voru sam- verkamenn Ronalds Reagan for- setaframbjóðanda og þeir voru síð- ur en svo andsnúnir því að Banda- ríkjamennimir í Teheran sætu í gíslingu enn um hríð. Um þessar mundir sýndu skoðanakannanir að hnífjafnt var með frambjóðendun- um og ef Jimmy Carter tækist skyndilega að ná gíslunum heim yrði hann mjög líklega sigurvegar- inn. Meðal þeirra sem hittust á L’Enfant Plaza hótelinu var ráðu- nautur Reagans í utanríkismálum, Richard Allen, sem síðar varð öryggisráðgjafi hans, samstarfs- maður hans Laurence Silberman auk Roberts McFarlanes, sem síð- ar átti iíka eftir að verða öryggis- ráðgjafi Reagans og dróst að lok- um svo óheillavænlega inn í hneykslismálið sem kennt er við íran-kontra að hann reyndi að svipta sig lífi. Tilboð íranans: Vopn í staðinn fyrir drátt á frelsi gíslanna Gegnt þessu liði sat frani. Hann hafði tillögu fram að færa þess efnis að íranar létu lausn banda- rísku gíslanna bíða þar til að kosningum loknum, gegn því að Reagan afhenti byltingaröflunum í fran vopn og varahluti að unnum kosningasigri. Ráðgjafar Reagans fullyrða að þeir hafi hafnað þessu tilboði með það sama og það skýrt og skorinort. „Hlægilegt," sagði Allen síðar um fundinn. En öfugt við John Anderson, þriðja forsetaframbjóðandann, sem hafði fengið svipað tilbð frá írönskum vopnasala, létu Reagan- liðarnir undir höfuð leggjast að skýra Carter forseta frá fundinum á L’Enfant Plaza. Þar með gáfu þeir byr undir báða vængi þeim grun að þeir kynnu að hafa gengið frá samningum við írana á bak við forsetann, sem enn sat í embætti. Fyrrverandi forseti írans, Abol Hassan Banisadr, hefur þá trú að frá slíkum samningi hafi verið gengið. En hann er ekki einn um þá skoðun. Vopn afhent í íran innan tveggja mánaða frá embættistöku Reagans Vopnasalar í Bandaríkjunum og Vestur-Evrópu þykjast líka vita að þannig hafi verið gengið frá málum. Að sögn eins þeirra höfðu starfsbræður hans, í samráði við stjórnvöld í Washington, afhent Irönum bandarísk vopn þegar í mars 1981, áður en tveir mánuðir voru liðnir frá því að Reagan sór embættiseið sinn. Og nýlega hélt Bassam Abu Sharif, náinn samstarfsmaður Ara- fats PLO-leiðtoga, fram í viðtali við tímaritið „Playboy" að um haustið 1980 hefði „góður vinur Ronalds Reagan“ sett sig í sam- Ronald Reagan forseti og George Bush varaforseti fagna kosninga- sigri 1980. Gíslamálið leystist þeim í hag. band við hann. „Við hittumst í Beirút. Hann sagði að PLO ætti að beita áhrifum sínum í Teheran til að draga lausn gíslanna framyfir kosningarnar". Gengið til samninga í París í október 1980? Banisadr, sem býr í útlegð í París síðan í júlí 1981, álítur að harðlínumenn í liði Haschemi Rafsanjanis þingforseta og ajatol- lah Mohammed Beheschti, sem myrtur var 1981, hafi þetta haust gert samsæri gegn honum og kom- ist að samkomulagi við fulltrúa þeirra manna sem stýrðu kosninga- baráttu Reagans. Gengið hafi verið frá samkomulaginu milli tveggja starfsmanna Reagans og tveggja fulltrúa íranskra öfgamanna í næst- síðustu viku október á Hótel Ra- phaél í París. Álitið er að meðal þeirra sem þar áttu hlut að máli hafi verið Manucher Ghorbanifar, sem á þeim tíma var á mála hjá CIA og var fimm árum síðar ein aðalpers- ónan í íran-kontrahneykslinu, svo og útlegðaríraninn Kyros Ha- schemi, sem líka er vopnasali og hefur gott samband við Haschemi Rafsanjani. Richard Allen viður- kennir að þessi fundur í París hefði getað átt sér stað en hins vegar hefði liðið sem stjórnaði kosninga- baráttu Reagans engan hlut átt þar að máli heldur „selfstarters" (ein- stakir baráttumenn) í kunningja- hópi Reaganliðsins. Nú muna menn ekkert frá fundinum í Washington Hvað varðar fundinn á L’Enfant Plaza getur enginn þeirra Allens, Silbermans né McFarlanes rifjað upp nafnið á írananum. „Hann gæti líka hafa verið Egypti," segir Allen. Þeir geta heldur alls ekki komið fyrir sig hvenær fundurinn átti sér stað. Og minnispunktar sem Allen á að hafa krotað hjá sér eftir fundinn eru líka ófinnanlegir. Það var aðeins eitt atriði sem sat í minni Allens, þ.e. að það hefði verið vegna óaflátanlegs kvabbs frá McFarlane sem hann hefði látið tilleiðast að mæta á fundinn. Þessu vísar McFarlane ákveðið á bug, það hafi ekki verið um neinn þrýsting af sinni hálfu að ræða. McFarlane gengur svo langt í við- ræðum við blaðamann Spiegels að kalla Allen „asna“ og fullyrðing hans sé „alger lygi“. Þetta orðaskak sýnir umfram allt það að báðir þessir fyrrverandi öryggisráðgjafar vildu heldst gleyma þessum óheillavænlegu við- ræðum í Washington. \ Carter rifjar upp Jimmy Carter er hins vegar ekki á þeim buxunum að gleyma. Hon- um þykir „skrítið" að flugvélin með gíslana um borð fékk ekki leyfi til flugtaks á flugvellinum í Teheran 20. janúar 1981 fyrr en Ronald Reagan var búinn að sverja embættiseiðinn. Nú segir Carter að þegar fyrir kosningarnar 1980 hefði hann feng- ið ábendingar um að „eitthvað hefði gerst sem hefði orðið til þess að gíslarnir voru ekki látnir lausir og að vopn ættu að fara til írana, annað hvort um hendur ísraels- manna eða án milliliða". Gary Sick, sem tók þátt í samn- ingaumleitunum um gíslalausnina þegar hann var sérfræðingur örygg- isráðsins í málefnum írans 1980, er nú kominn með efasemdir um hvort allt hafi verið með felldu um gang mála. „Fyrir hálfu ári hefði ég ekki hlustað á slíkar vangaveltur,“ segir Sick, en nú er honum farið að snúast hugur. Skyndileg sinna- skipti hjá Irönum í samningaviðræðunum íoktóber 1980 En það þarf ekki nema að líta á atburðarásina til að gera sér grein fyrir að um það leyti sem Parísar- viðræðurnar áttu sér stað hafi yfir- völd í Teheran lagt fram mikilvæg- ar kröfur til Bandaríkjanna. Eftir árás Iraka á íran 22. september 1980 höfðu írönsku milligöngu- mennirnir undir höndum vopna- búnað sem Bandaríkjastjórn hafði þegar greitt fyrir til að liðka fyrir gíslalausninni og var það hluti af samkomulaginu. En 22. október lýsti Mohammed Ali Radschai því skyndilega yfir að vopnabúnaður- inn, sem stjórn Carters neitaði að afhenda, stæði engan veginn í vegi fyrir lausn gíslamálsins. Dag nokkurn skömmu síðar til- kynnti Rafsanjani í blaðaviðtali að verið væri að velta því fyrir sér að afþakka vopnin og í staðinn að „fara fram á að fá endurgreidda þá peninga sem við höfum greitt fyrir þau“. Þessi þróun kom mjög á óvart og á þeim tíma álitu Sick og samningamenn hans hana vera runna undan rifjum alsírskra diplómata. Hins vegar hefur Banisadr þá skoðun að þessi kúvending hafi verið afleiðing samkomulags samn- ingamanna Reagans og írana. Samningaumleitanirnar við Carter hafi gengið vel, „en í október féll skyndilega allt niður“. Banisadr segir að samverkamenn hans hafi komist að því að hópurinn um- hverfis Rafsanjani, Beheschti og son Khómeinis, sem hafi borið ábyrgð á gíslamálinu, hafi viljað hindra endurkjör Carters. „Eitthvað óvænt gerist í október,“ tii- kynnti bragðarefurinn William Casey Þegar sumarið 1980, á flokks- þingi repúblikana í Detroit hafði stjórnandi kosningabaráttu Rea- gans, William Casey sem síðar varð yfirmaður CIA, tilkynnt opin- berlega að í október myndi eitt- hvað óvænt gerast. Líkurnar á því að gíslarnir gætu e.t.v. verið látnir lausir skömmu fyrir kosningarnar vöktu skelfingu með Reaganstuðn- ingsliðinu. Hinn brögðótti Casey hafði þess vegna skipað hóp til að koma á „hinu óvænta" í október, og var verkefni hópsins að fylgjast náið með atburðum í Washington og Teheran. Til að ekkert færi framhjá þeim notuðu Allen og Casey sér þjón- ustu fjölmargra uppljóstrara í Hvíta húsinu, CIA og Pentagon. Það voru andstæðingar Carters og tryggir repúblikanar sem færðu snuðrurum Reagans leynilegar upplýsingar og fréttir af því sem gerðist innanhúss í þessum stofn- unum. Þegar þingnefnd fjallaði um þjófnað á skjölum frá Carter- stjórninni sem höfðu skotið upp koliinum í herbúðum Reagans, ráku nefndarmenn sig á þéttriðið Bandarísku gíslarnir 52 í Teheran voru loks látnir lausir eftir 444 daga frelsissviptingu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.