Tíminn - 14.09.1988, Blaðsíða 15

Tíminn - 14.09.1988, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 14. september 1988 Tíminn 15 Richard Allen, sem síðar varð öryggisráðgjafi Reagans, virðist hafa tekið þátt í leynimakki sem hann vill helst gleyma. net njósnara Reaganliðsins í valda- stofnunum Carter-stjórnarinnar. ísraelsmenn komnir til sögunnar Ronald Reagan var varla fyrr búinn að hljóta kosningu sem for- seti en franar fengu raunverulega afhent bandarísk vopn - með milli- göngu alþjóðlegra vopnasala og lsraelsmanna. Þegar í desember 1980, á meðan Jimmy Carter sat enn í forsetaembættinu, hafði Morris Amitay sem starfar fyrir þrýstihóp ísraelsmanna við Banda- ríkjaþing, Aipac, gert fyrirspurn til Richards Allen um hvernig nýja stjórnin myndi bregðast við fsra- elskum vopnaflutningum til Irans. „Segið vinum ykkar að ég hafi skilið hvað þeir eiga við," svaraði Allen, að þvf er Amitay segir. Fyrsti utanríkisráðherra Rea- gans, Alexander Haig, gekk hreinna til verks, að sögn ísraels- manna. Haig sniðgekk hermála- ráðuneytið í Pentagon og fylgdi ráðleggingum McFarlanes, sem var orðinn ráðgjafi í utanríkisráðu- neytinu eftir embættistöku Rea- gans. í mars 1981 lagði hann bless- un sína yfir vopnasendingar ísra- elsmanna. Þegar sendiherra ísraels í Bandaríkjunum, Mosche Arens, sagði í blaðaviðtali 1982 að „menn á æðstu stöðum" í stjórn Reagans hefðu vitað um vopnasendingarnar ruku menn upp til handa og fóta í Washington. Haig mótmælti full- yrðingu sendiherrans kröftuglega en Arens hélt staðfastur við það sem hann hafði sagt, þrátt fyrir að hann hafi orðið að sæta hörðum árásum fyrir vikið. Þáverandi varnarmálaráðherra ísraels, Ariel Sharon, tilkynnti að ísraelsmenn hefðu skýrt stjórn Reagans „í smáatriðum" frá af- hendingunni. Þó að vopnasölu- bannið til írans, sem Jimmy Carter kom á, væri enn í gildi, hafi engin andmæli gegn vopnasölunni komið frá stjórn Reagans. Vopnabraskið tók skyndilegan enda þegar CL-44- Turboprop vél argentínska leigu- flugfélagsins Transportes Aereos Rioplatenses féll til jarðar á baka- leið frá Teheran 18. júlí 1981. Bandarísk þingnefnd rannsakar nú atburðina haustið 1980 Nú er undirnefnd fulltrúadeildar bandaríska þingsins að bregða birtu á atburðina haustið 1980. En ákærandinn í íran-kontramálinu, Lawrence Walsh, er líka sagður sýna mikinn áhuga á að komast til botns í því sem þá gerðist. Og nú er sagt að skelfing ríki í herbúðum repúblikana sem óttist að eitthvað óvænt eigi eftir að koma í ljós í október. George Bush, forsetaframbjóð- andi repúblikana 1988 hefur átt fullt í fangi með að stýra framhjá því að skýra hlutdeild sína í íran- kontramálinu og það er ótrúlegt að hann horfi til þess með gleði þegar verður farið að grafast fyrir um þessa atburði haustið 1980. Það má einmitt búast við að andstæðingur hans, Michael )ukakis, noti sér vopnaviðskipti nna og Banda- ríkjamanna, ui stjórn repúblik- ana allt frá. i ni 1980 sér til framdráttar í k ingunum í nóv- ember nk. MINNING lllllllllllllllll! Elías Sveinsson skipstjóri, Vestmannaeyjum Fæddur 8. september 1910 Dáinn 13. júlí 1988 Elías Sveinsson var jarðsunginn 19. júlí s.l. frá Landakirkju í Vest- mannaeyjum. Hann fæddist á Gamla- hrauni við Eyrarbakka, sonur hjón- anna Sigríðar Þorvaldsdóttur frá Vallarhjáleigu í Flóa og Sveins Þórð- arsonar frá Mýrum í Villingaholts- hreppi. Þau hjónin fluttu með börn sín til Vestmannaeyja árið 1925 og bjuggu í Varmadal. Systkini Elíasar voru þau Helga, fædd árið 1900, giftist Arna Magn- ússyni. Þórður, fæddur 1902, kvænt- ist Elínu Jónsdóttur, og Valdimar, fæddur 1905, kvæntist Margréti Pét- ursdóttur. Þegar til Eyja kom fór Elías að róa á Enok hjá Þórði Jónssyni frá Bergi. Eftir að hafa verið þar í nokkrar vertíðir, hóf hann nám á vélstjóraskóla og gerðist síðan vélstjóri á mb. Óðni. For- mennsku sína hóf hann á Gulltoppi I en lengst var Sjöstjörnuna. hann með mb. Elías Sveinsson var í hópi hinna reyndu aflaskipstjóra í Eyjum sem þekktu vel til miða. Honum hélst vel á mönnum, góður andi var ævinlega um borð enda stutt í ljúft brosið og gamanyrðin hjá formanninum. Mörg sumur fór Elías til síldveiða fyrir norðan land, fyrst á tvílembing- unum Óðni og Ófeigi. Þeir voru saman um eina nót við veiðarnar. Síðar var hann nokkur sumur með Sjöstjörnuna með hringnót. Árið 1935 giftist Elías eftirlifandi konu sinni, Evu L. Þórarinsdóttur Bjarnasonar járnsmiðs úr Reykjavík og konu hans Unu Jónsdóttur. Börn þeirra eru Sigurður Sveinn fæddur 1936, kvæntur Sigrúnu Þorsteins- dóttur. Þau eiga 3 börn. Una Þórdís fædd 1938 gift Önundi Kristjánssyni, eiga þau 4 börn. Atli fæddur 1939 kvæntur Kristínu Frímannsdóttur, þau eiga 3 börn. Hörður fæddur 1941, kvæntur Elínbjörgu Þorbjarn- ardóttur, börn þeirra eru 3. Sara • fædd 1943 gift Birni Baldvinssyni. Þeirra börn eru 3. Sævaldur fæddur 1948, kvæntur Svanborgu Oddsdótt- ur. Þau eiga 3 börn. Hjalti fæddur 1953 kvæntur Júlíu Andersen. Þá mánuði sem jarðeldurinn var uppi í Heimaey voru þau hjónin á fastalandinu, en strax og gosinu lauk voru þau aftur komin í Varmadal. Hin síðari ár komu þau oft til landsins. Á björtum sumardögum óku þau um sveitir fundu ættingja og vini. Á uppvaxtar árum sínum var Elías í sveit á Baugastöðum hjá Helgu móðursystur og Jóni Magnússyni. Hjá þeim hjónum ólst upp annað systkinabarn Helgu, Ólafur Gunn- arsson, er síðar bjó þar og er nú látinn fyrir fáum árum. Mikið vin- fengi var með þeim frændum og kom Elías því oft að Baugsstöðum eink- um hin síðari ár. Sá hann þá út yfir sjóinn og brimið við hraunströnd bernsku sinnar. Nú þegar Elías er til moldar borinn í Eyjum er hún komin þar öll fjölskyldan sem flutti í Varmadal árið 1925. Samúðarkveðjur. Sigurður Kr. Árnason LESENDURSKRIFA Móðuharðindi vofa alltaf yfir íslendingum í þúsund ár kepptust íslendingar flestir sem gátu vettlingi valdið, við að afla sér og sínum matar. En eflaust kom aldrei sá dagur, að öll þjóðin fengi nægju sína. Og er ókominn enn. Alltaf voru til fátæklingar, sem ekki nema annað veifið áttu málungi matar - og alla daga æfi sinnar lifðu sultarlífi. Auk þess var annar fjöldi manna: Fólk sem ekki komst í vistir. Unglingar og gamalmenni, sem átti hvergi heima - en látið var rölta bæ frá bæ í leit að matarögn og nætur- stað. í góðæri dró það flest fram lífið, oftar við sult og seyru. í hallærum af hafís og eldgosum, hrundi fólk niður hundruðum saman - of oft í þúsundatali, af hungri, kulda og kröm. í „Mannfækkun af hallærum", merkilegri bók Hannesar biskups, sannar hann það óyggjandi að Skaft- áreldar og móðuharðindi, fyrir um það bil 200 árum „fækkuðu þjóð um rúmlega 10 þúsund - úr ríflega 50 í 40 þúsund, eða um fimmta hvern mann. Það samsvarar því, að núna féllu 50 þúsund f slendingar af hungri og harðrétti. Þótt mannfellir af matarskorti hafi ekki orðið til muna síðan, ólust flestir íslendingar upp við skortinn samt - og margir við sáran skort, fram á á öld sem enn er ekki lokið. Það má engan undra þótt þessar kynslóðir mætu matföng mest af flestu góðu. Fyrsta grein þess siða- lögmáls, sem mér var kennt fyrir níutíu árum hljóðaði á þessa leið: „Það er mikil synd að skemma mat - og kemur þeim í koll sem gera það. Þeir eiga von á því að verða svangir og vanta mat og drykk." Og það voru sagðar sannar sögur af fólki sem illa fór með mat og hlaut þau syndagjöld. II Þótt ennþá búi íslendingar sumir við skorinn skammt, virðist þorri þjóðar vorrar lifa við allsnægtir mat- ar - og margir sóa miklu umfram þörf. Hófsemd æskuára minna er að mestu horfin úr þjóðlífinu. Á seinni helmingi æfi minnar hefur orðið herfileg breyting á venjum Islend- inga. Einfaldur hollur íslenskur mat- ur er á undanhaldi. Ofboðslegt sæt- meti í ótal myndum og dósagums úr öllum álfum ryður sér til rúms í mögum manna. Heilnæm kúamjólk hopar á hæli, fyrir rándýru, bragð- sterku sykurvatns sulli. Samhliða þessu síhrakar heilbrigði manna. Lyfjaát eykst ár frá ári. Er sagt vera orðið hræðilegt. Fyrsta boðorð bernsku minnar um að fara vel með matinn, virðist flestum gleymt. Sorphreinsarar segja mér, að Reykvíkingar fleygi daglega fjarska miklu af mat og matarefni. Svo hagar sér fólk sem móðuharðindi vofi einlægt yfir. III Og nú er á íslandi farið að fleygja kjöti í stórum stíl. í fyrra lét ríkis- stjórn kasta frosnu og nýju kindaketi og kasa það. Sagt er að í haust eigi að bæta um betur. Til að útrýma riðuveiki, á að skjóta um 30 þúsund fjár í nokkrum sveitum. Að yfir- gnæfandi meirihluta: Heilbrigðar ungar ær. Það á líklega að hirða gærur af þessu fé. En allt sem ætt er, á að grafa í jörð. Sextíu þúsund sviðakjamma - og sex hundruð smá- lestir af keti. Þeir segja, að það sé ódýrast að losa sig við það þannig. Ég segi eins og ömmur mínar og langömmur hefðu sagt: Þetta er þjóðarskömm, og synd, sem hlýtur að hefnast fyrir! Það er hægt að hirða og eta þetta góða ket! Væri ég Davíð borgarstjóri skyldi ég sýna það. Þá skyldi ég kaupa fyrir lítið, þetta allt og kannski meira af illselj- anlegu keti - og gefa öllum grunn- skólabörnum borgar minnar það í miðdagsmat. Það er ekki hægt í skóla, að kenna hverju barni að kroppa af beinum. Því mundi ég bregða á gamalt þjóð- frægt ráð. Ég léti sjóða kjötið í kæfu og gæfi svo hverju skólabarni rúg- brauð með þykkri kæfusneið ofan á. Auk þessa gæfi ég hverju barni nýmjólk í stóru glasi. Framreiðslu léti ég börnin annast sjálf. Og það mundu margir blessa mig. Þar sem ég er ekki Davíð, verð ég að eiga undir honum að koma þessu heillaráði í kring. Hann fær blessun- ina! 1 ágústlok 1988 Helgi Hannesson t Eiginmaður minn Sigtryggur Runólfsson Heiðargerði 11, Reykjavík er lést þann 7. september verður jarðsunginn fimmtudaginn 15. september kl. 13.30 frá Fossvogskirkju. Guðbjörg Sigurpálsdóttir. t Innilegar þakir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við fráfall og útför eiginkonu minnar, móður okkar og ömmu Sigrúnar Sigurðardóttur Noröurbraut 7B, Hafnarfirði Krístján Guðmundsson Ólafía Kristjánsdóttir Sigurður Kristjánsson og barnabörn Ingibjörg Jónsdóttir Tilkynning til launaskatts- greiðenda Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því að gjalddagi launaskatts fyrir mánuðina júlí og ágúst er 15. september n.k. Launaskatt ber launagreiðanda að greiða til inn- heimtumanns ríkissjóðs, í Reykjavík tollstjóra, og afhenda um leið launaskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið t Þökkum öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför bróður okkar Bjarna Guðbjörnssonar frá Hólmavík Grettisgötu 32, Reykjavfk. Sigríður Guðbjörnsdóttir, Anna Guðbjömsdóttir, Kristbjörg Guðbjörnsdóttir, Elín Guðbjörnsdóttir, Guðrún Guðbjörnsdóttir, Þorsteinn Guðbjörnsson, Margrét Guðbjörnsdóttir og Torfi Guðbjörnsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.