Tíminn - 14.09.1988, Side 16

Tíminn - 14.09.1988, Side 16
1& Tífninn Miövikudagur 14. september 1988 llllllllllllllililllllll DAGBÓK lllllllllllllllllllllllllllllllllll ÚTVARP/SJÓNVARP Ema Guðmundsdóttir sópransöngkona og Jónas Ingimundarson píanóleikari. (Ljósm.: Þór Ægisson) Tónleikar í Norræna húsinu Erna Guðmundsdóttir sópransöng- kona og Jónas Ingimundarson píanóleik- ari halda tónleika í Norræna húsinu fimmtudaginn 15. sept. kl. 20:30. Á efnisskránni eru sönglög og aríur eftir Georg Friedrich Hándel, Richard Strauss, Edvard Grieg, Claude Debussy, Gaetano Donizetti og fimm íslensk tónskáld. Erna Guðmundsdóttir lauk masters- prófi frá hinum þekkta tónlistarháskóla í Bloomington í Indianafylki í Bandaríkj- unum í vor. Þetta eru hennar fyrstu sjálfstæðu tónleikar. Eitt verka Guðmundar Karls. Guðmundur Karl Ásbjömsson sýnir í Gallerí Holiday Inn Guðmundur Karl Ásbjörnsson heldur sýningu á teikningum, vatnslita- og past- el- og olíumyndum í Gallerí Holiday Inn, Sigtúni 38 í Reykjavík. Á sýningunni eru 44 verk sem hann hefur unnið á síðustu árum. Guðmundur Karl hefur haldið margar einkasýningar hér á landi og erlendis og tekið þátt í samsýningum. Sýningin stendur yfir frá 10. til 25. september. Hún er opin daglega kl. 14:00-22:00 og er aðgangur ókeypis. Guðmundur Karl Asbjömsson er fædd- ur á Bíldudal 1938. Hann stundaði nám við Myndlistarskólann í Reykjavík og kvöldnámskeið hjá Myndlistar- og hand- íðaskólanum, ásamt einkatímum í teikn- ingu og listmálun. Haustið 1960 hélt Guðmundur Karl til ltalíu og hóf nám í ACCADEMIA DI BELLI ARTI E LI- CEO ARTISTICO í Flórens. Haustið 1961 var honum úthlutaður námsstyrkur frá ítalska menntamálaráðuneytinu. Guðmundur Karl útskrifaðist úr fyrr- nefndum skóla að 4 ára námi loknu. Haustið 1965 hélt hann til Spánar og hóf nám í málverkaviðgerðum hjá prófessor Emmanuel Grau Más í Barcelona, sem er einn þekktasti í heimi í þeirri grein. Guðmundur Karl lauk þar námi með góðum vitnisburði. Fyrsta einkasýning Guðmundar Karls var í Bogasal Þjóðminjasafnsins vorið 1966 og síðan hefur hann haldið margar sýningar, bæði hérlendis og erlendis. Síðustu sýningar Guðmundar Karls voru 1983 að Kjarvalsstöðum, sýning á 95 málverkum og 1985 einkasýning í Gallerí Hamraborg í Hafnarfirði. Námskeið Heilunarskólans Frá íslenska Heilunarfélaginu hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning: „Námskeið vetrarins eru að byrja og er skráning hafin í símum 33466 og 46026. Kynning á starfsemi skólans verður fimmtudaginn 15. sept. kl. 20:00 að Austurbrún 2, Reykjavík. Dagsnámskeið verður laugardaginn 17. sept. en helgina 24.-25. sept. hefst vetrarnámskeiðið. 1 skólanum er veitt fræðsla í andlegum málum og komið inn á flest svið þar að lútandi, m.a. andlega uppbyggingu mannsins og þróun hans, karma og endur- holdgun, hina sjö geisla, meistarana, tíva og geimverur. Ráðleggingar varðandi heilbrigt líferni. Hugleiðslur og æfingar sem stuðla að andlegu jafnvægi og þjálfa heilunarhæfi- leikann, þ.e. að vera farvegur fyrir al- heimsorkuna til hjálpar sjálfum sér og öðrum. íslenska Heilunarfclagið Vetrarstarf Þjóðdansa- félags Reykjavíkur að hefjast Nú er að hefjast vetrarstarf Þjóðdansa- félags Rcykjavíkur. Á liðnu sumri fór hópur frá félaginu á Norðurlandamót í Bergen og var vel tekið. Á komandi starfsári mun verða kennsla í barnadönsum nýjum og gömlum og gömludansanámskeið. Þeir sem áhuga hafa á dansi frá ýmsum löndum og kunna undirstöðuatriði í gömlu dönsunum eru velkomnir á þjóð- dansaæfingarnar, sem verða á fimmtu- dagskvöldum í vetur. Næsta sumar mun félagið halda hér Norðurlandamót með um 400 þátttakend- um frá öllum Norðurlöndunum. Öll starf- semi félagsins fer fram að Sundlaugavegi 34. Hringur Jóhannesson. Hringur sýnir i Gallerí Borg Hringur Jóhannesson sýnir olíumál- verk og litkrítarmyndir 15.-27. septem- ber. Verkin eru frá síðustu tveimur árum. Sýningin er opin virka daga kl. 10:00- 18:00 og um helgar kl. 14:00-18:00. Sýningunni lýkur þriðjudaginn 27. sept- ember. Uppboð á vegum Gallerís Borgar verða haldin 2. október og 4. desember n.k. Heimspekinámskeið fyrir bórn 10-15 ára t samvinnu við Heimspekistofnun Há- skóla íslands býður Heimspekiskólinn 10-15 ára börnum að sækja 12 vikna heimspekinámskeið nú í vetur. Þetta er annað starfsár skólans sem starfar í yngri og eldri deild. Unnið er út frá skáldsögum sem bandarískur heimspekingur að nafni Matthew Lipman hefur samið fyrir þenn- an aldurshóp. í sögum Lipmans segir af krökkum sem fara að velta notkun máls og eðli hugsunar fyrir sér. Námsefni Lipmans á 20 ára sögu að baki sér. Námskeið Heimspekiskólans verða haldin í gamla Verslunarskólanum við Grundarstíg. í hverjum hópi verða 10-14 nemendur, sem hittast einu sinni í viku, einn og hálfan klukkutíma í senn. Rök- leikni nemenda verður metin við upphaf og lok námskeiðanna. Aðalleiðbeinandi verður dr. Hreinn Pálsson, sem hefur sérhæft sig í heimspekikennslu barna og unglinga. Innritun stendur til 18. september og kennsla hefst daginn eftir. Framhalds- námskeið verða í boði á vormisseri 1989. Innritun og upplýsingar í símum 688083 (Hreinn) og 11815 (Sigurður). ÆTTARMÓT í Mýrdal Ættarmót afkomenda séra Þórðar Brynjólfssonar, prófasts Vestur-Skaft- fellinga, f. 1763, d. 1840, hefst með hátíðarguðsþjónustu að Skeiðflöt í Mýr- dal kl. 14:00 sunnudaginn 18. sept. Séra Þórður átti 12 börn, og eru afkomendur hans dreifðir hérlendis og erlendis, flestir í Bandaríkjunum og Kan- ada. 1. kona hans var Jórunn, dóttir séra Jóns eldklerks Steingrímssonar. Þau voru barnlaus. 2. kona var Margrét Sigurðardóttir, prestsdóttir frá Stafholti í Borgarfirði Jónssonar. 3. konan var Sólveig Sveinsdóttir, dannebrogsmanns og óðalsbónda á Ytri- Sólheimum í Mýrdal, Alexanderssonar frá Skál á Síðu. Fólk er vinsamlegast beðið að tilkynna þátttöku fyrir 15. sept. í síma 28750 í Reykjavík kl. 17:0(4-20:00 og í síma 83822 og 98-71130. Námskeið hjá Slysavarnaskóla sjómanna Almenn námskeið hjá Slysavarnaskóla sjómanna, sem enn eru laus til umsóknar, verða haldin sem hér segir: Október: 11.-14. og 18.-21. Nóvember: 1.-4., 15.-18. og 22.-25. Desember: 6.-9. og 13.-16. Námskeiðin verða haldin um borð í skólaskipinu SÆBJÖRGU, sem liggur við Norðurgarð í Reykjavíkurhöfn. Nánari upplýsingar verða veittar á daginn í síma 985-20028, en á kvöldin og um helgar í síma 91-19591. Aðalviðtal ritsins að þessu sinni er við Leif Múller um þann hörmungartíma er hann var í fangabúðum nasista á stríðsárunum. Margt fleira er rætt við Leif og bæði gamlar og nýjar myndir fylgja viðtalinu. Viðtalið er tekið aðeins tveim vikum fyrir andlát Leifs Múllers og birt með samþykki aðstandenda, segir í athugasemd við fyrirsögn greinarinnar. Rætt er við þrjár áhrifakonur í íslensku leikhúslífi um lífið og listina. Hrafnhildur Schram listfræðingur skrifar um fimm- menningana, listamennina ungu, sem eru nú með verk sín til sýnis hjá Listasafni íslands. Karl Birgisson skrifar um stjórnmál og stjórnarsamstarfið. Þá eru í blaðinu mikil skrif um félags- mál og barnaverndarmál og störf félags- málaskrifstofunnar. Jóhanna Sveinsdóttir segir frá mat og drykk í Suðurlöndum o.fl. því viðkomandi. í viðskiptaþætti er rætt um „harðnandi heim“ og uppsagnir manna úr starfi. Viðtal er við dr. Helgu Ögmundsdóttur, forstöðukonu rann- sóknarstofu Krabbameinsfélagsins í sam- einda- og frumulíffræði. Margt fleira efni er í heftinu, svo sem tískuþáttur, Hugarflug eftir Magdalenu Schram og bókaþáttur. Svanhildur Konráðsdóttir er ritstjóri. 6> Rás I FM 92,4/93,5 FM 91,1 01.10 Vökulögin. Tónlist af ýmsu tagi í næturút- varpi. Fróttir kl. 2.00 og 4.00 og sagðar fréttir af veðri og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 4.30. 7.03 Morgunútvarpið. Dægurmálaútvarp með fréttayfirliti kl. 7.30 og 8.30 og fréttum kl. 8.00. Veðurfregnir kl. 8.15. Leiðarar dagblaðanna að loknu fréttayfirliti kl. 8.30. 9.03 Viðbit.-GesturE. Jónasson. ÍFrá Akureyri) 10.05 Mlðmorgunssyrpa. - Eva Ásrún Alberts- dóttir og Óskar Páll Sveinsson. 12.00 Fréttayfirlit. Auglýsingar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Á milli mála. - Eva Ásrún Albertsdóttir og Óskar Páll Sveinsson. 16.03 Dagskrá. Dægurmálaútvarp. 18.03 Sumarsveifla. - Kristín Björg Þorsteinsdótt- ir. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 íþróttarásin. 22.07 Eftir mínu höfði. - Skúli Helgason. 01.10 Vökulögin. Tónlist af ýmsu tagi í næturút- varpi til morguns. Að loknum fréttum kl. 2.00 verður vinsældalisti Rásar 2 endurtekinn frá sunnudegi. Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og sagðar fréttir af veðri og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 1.00 og 4.30. Fréttir kl. 2.00, 4.00, 7.00, 7.30, 8.00, 8.30, 9.00, 10.00, 11.00, 12.00, 12.20, 14.00, 15.00, 16.00, 17.00,18.00,19.00, 22.00 og 24.00. SVÆÐISÚTVARP Á RÁS 2 8.07- 8.30 Svæðisútvarp Norðurlands. 18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands. SJÓNVARPIÐ Miðvikudagur 14. september 6.45 Veðurfregnir. Bæn, séra Solveig LáraGuðm- undsdóttir flytur. 7.00 Fréttir. 7.03 í morgunsárið meö Má Magnússyni. Frétta- yfirlit kl. 7.30 og 8.30, fréttir kl. 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Lesið úr forustugreinum dagblaðanna að loknu fréttayfirliti kl. 8.30. Tilkynningar laust fyrir kl. 7.30, 8.00, 8.30 og 9.00. 9.00 Fréttir. 9.03 Litli barnatíminn“. „Alís í Undralandi" eftir Lewis Carroll í þýðingu Ingunnar E. Thoraren- sen. Þorsteinn Thorarensen les (3). (Einnig útvarpað um kvöldið kl. 20.00). 9.20 Morgunleikfimi. Umsjón: Halldóra Björns- dóttir. 9.30 Landpósturinn - Frá Austurlandi. Umsjón: Inga Rósa Þórðardóttir. (Einnig útvarpað um kvöldið kl. 21.00). 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 „Einu sinni var... „Um þjóðtrú í íslenskum bókmenntum. Fimmti þáttur af sjö. Umsjón: Símon Jón Jóhannsson. Lesari með honum: Ragnheiður Steindórsdóttir. 11.00 Fréttir. Tilkynningar. 11.05 Samhljómur. Umsjón: Edward J. Frederiks- en. 11.55 Dagskrá. 12.00 Fréttayfirlit. Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. 13.05 í dagsins önn - Að byrja í skóla. Álfhildur Hallgrímsdóttir 13.35 „Stefnumót klukkan níu“ - smásaga eftir Ramón Ferreira. Aðalbjörg Óskarsdóttir þýddi, Valdís Óskarsdóttir les. 14.00 Fréttir. Tilkynningar. 14.05 Harmoníkuþáttur. Umsjón: Högni Jónsson. (Endurtekinn þáttur frá laugardagskvöldi). 14.35 íslenskir einsöngvarar og kórar. Jóhann Konráðsson, Þuríður Baldursdóttir og Selkórinn syngja. 15.00 Fréttir. 15.03 í sumarlandinu með Hafsteini Hafliðasyni. (Endurtekinn þáttur frá lauqardeqi). 16.00 Fréttir. 16.03 Dagbókin. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. Leggjum við of mikla ábyrgð á börnin okkar? Umsjón: Kristín Helgadóttir. 17.00 Fréttir. 17.03 Tónlist á síðdegi. a. Forleikur að óperunni „Rakarinn frá Sevilla" eftir Giocchino Rossini. Fílharmóníusveitin í Berlín leikur; Herbert von Karajan stjórnar. b. „Akademíski hátíðarfor- leikurinn“ eftir Johannes Brahms. Fílharmóníu- sveit Vínarborgar leikur; Leonard Bernstein stjórnar. c. Konsert fyrir fiðlu, selló og hljómsveit eftir Johannes Brahms. Anne Sophie Mutter leikur á fiölu og Antonio Meneses á selló með Fílharmóníusveitinni í Berlín; Herbert von Kar- ajan stjórnar. 18.00 Fréttir. 18.03 Neytendatorgið. Umsjón: Steinunn Harðar- dóttir. Tónlist. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.35 Glugginn. Umsjón: Þorgeir Ólafsson. 20.00 Lltli barnatíminn. (Endurtekinn frá morgni). 20.15 Tónlist eftir Lutoslawski og Lindberg. a. „Kraft“ eftir Magnus Lindberg. Toimii-flokkurinn og Sinfóníuhljómsveit sænska útvarpsins leika; Esa-Pekka Salonen stjórnar. b. „Les espaces du sommeil" eftir Witold Lutoslawski. Dietrich Fischer-Diskau syngur með Fílharmóníusveit- inni í Berlín; höfundurinn stjórnar. 21.00 Landpósturinn - Frá Austurlandi. Umsjón: Inga Rósa Þórðardóttir. (Endurtekinn þáttur frá morgni). 21.30 Vestan af fjörðum. Þáttur í umsjá Péturs Bjarnasonar um ferðamál og fleira. (Frá ísafirði) 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.30 Heimshorn. Þáttaröð um lönd og lýði í umsjá Jóns Gunnars Grjetarssonar. Ellefti og lokaþáttur: Suður-Kórea. (Einnig útvarpað dag- inn eftir kl. 15.03). 23.10 Djassþáttur. - Jón Múli Árnason. (Einnig útvarpað nk. þriðjudag kl. 14.05). 24.00 Fréttir. Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns. Miðvikudagur 14. september 18.50 Fréttaágrip og táknmálsfréttir. 19.00 Töfraglugginn - Endursýning. 19.50 Dagskrárkynning. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Nýjasta tækni og vísindi. Umsjón Sigurður Richter. 21.05 Sjúkrahúsið í Svartaskógi. (Die Schwarzwaldklinik) Áttundi þáttur. Þýskur myndaflokkur í ellefu þáttum. Höfundur Herbert Lichtenfeld. Leikstjóri Alfred Vohrer. Aöalhlut- verk Klaus Jurgen Wussow, Gaby Dohm, Sascha Hehn og Karin Hardt. Þýðandi Jóhanna Þráinsdóttir. 21.50 Skilaboð til Söndru. íslensk bíómynd frá árinu 1983. Framleiðandi kvikmyndafélagið Umbi hf. Handrit gerði Guðný Halldórsdóttir eftir sögu Jökuls Jakobssonar. Tónlist er eftir Gunn- ar Reyni Pálsson. Leikstjóri Kristin Pálsdóttir, Aðalhlutverk Bessi Bjarnason, Ásdís Thor- oddsen, Bryndis Schram, Benedikt Árnason, Jón Laxdal og Bubbi Morthens. Miðaldra rithöf- undur fær tækifæri til að sanna hvað í honum býr, er hann er beðinn um að skrifa kvikmynda- handrit. Áður á dagskrá 19. maí 1986. 23.15 Útvarpsfréttir i dagskrárlok. 16.15 Sjúkrassaga. Medical Story. Ungur læknirá stóru sjúkrahúsi er mótfallinn þeirri ómannúð- legu meðferð sem honum finnst sjúklingarnir hljóta. Þrátt fyrir aðvaranir starfsfélaga sinna lætur hann skoðanir sínar í Ijós. Myndin varð upphaf að mikilli sjúkrahúsaþátta-framleiðslu. Aðalhlutverk: Beau Bridges, Jose Ferrer, Carl Reiner og Shirley Knight. Leikstjóri: Gary Nelson. Þýðandi: Páll Heiðar Jónsson. Colum- bia 1974. Sýningartími 90 mín. 17.50 Litli folinn og félagar. My Little Pony an Friends. Teiknimynd með íslensku tali. Leik- raddir: Guðrún Þórðardóttir, Júlíus Brjánsson og Saga Jónsdóttir. Þýðandi: Magnea Matthías- dóttir. Sunbow Productions. 18.15 Köngullóarmaðurinn. Spiderman. Teikni- mynd. Þýðandi: Ólafur Jónsson. Arp Films. 18.40 Bílaþáttur Stöðvar 2. Mánaðarlegur þáttur þar sem kynntar eru nýjungar á bílamarkaðin- um. í þættinum eru skoðaðir nokkrir bílar, a.m.k. einum þeirra reynsluekið og gefin er umsögn. Umsjón og kynning: Birgir Þór Braga- son og Sighvatur Blöndahl. Stöð 2 1988. 19.1919:19. Fréttir og fréttaumfjöllun, íþróttir og veður ásamt fréttatengdum innslögum. 20.30 Pulaski. Glænýir breskir þættir um leikarann ' og óhófssegginn Pulaskí. I þessum fyrsta þætti er Pulaskí beðinn að hafa afskipti af fjölskyldu- harmleik. Sonurinn er horfinn og er hvarfið álitið tengjast því að átrúnaðargoö stráksa er Pulaskí. Aðalhlutverk: David Andrews og Caroline Lang- rishe. Leikstjórn: Christopher King. BBC 1988. 21.50 Með lögum skal land byggja. Umræðuþátt- ur undir stjóm Hannesar Hólmsteins Gissurar- sonar. I þættinum verður fjallað um tilgang stjórnarskrárinnar og hugsanlegar breytingar á henni. Rætt verður við Sigurð Líndal prófessor, Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlög- mann, Garðar Gíslason borgardómara, Hrein Loftsson lögfræðing, Óiaf Ragnar Grímsson prófessor og Þorstein Pálsson forsætisráð- herra. Umsjón og handrit: Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Stöð 2 1988. 22.20 Veröld - Sagan í sjónvarpi. The World - A Television History. Geysivinsælir þættir þar sem mannkynssagan er rakin í myndum og máli. í fyrsta þætti fylgjumst við með þróun apanna þegar þeir smám saman yfirgefa trén og fara að ganga uppréttir. Maöurinn þjálfar hug og hönd og býr til tæki og tól. Hann aðlagar sig aðstæðunum og lærir hvernig tendra eigi bál og hvemig nota megi dýrahúðir sem klæði. Þegar maðurinn er kominn á legg er ekki langt að bíða landvinninganna í Evrópu, Asíu, Ameríku og Ástralíu. Þulur: Júlíus Brjánsson. Þýðandi: Guð- mundur A. Þorsteinsson. Framleiðandi. Taylor Downing. Goldcrest. 22.45 Herskyldan. Nam, Tour of Duty. Ný þáttaröð sem fjallar um herdeild í Víetnam. Myndin er gerð í beinu framhaldi af hinni frægu mynd Platoon og lýsir vináttu, fómfýsi og samstöðu hermannanna. Þessir þættir varpa nýju Ijósi á Víetnamstríðið og er ögn mannúðlegri en flestar stríðsmyndir hingað til. Aðalhlutverk: Terence Knox, Stephen Caffrey, Joshua Maurer og Ramon Franco. Leikstjóri: Ðill L. Norton. Framleiðandi: Ronald L. Schwary. Þýðandi: Snjólaug Bragadóttir. Zev Braun 1987. 23.35 Falinn eldur. Slow Bum. Spennandi saka- málamynd. Þegar sonur frægs listamanns hverfur er einkaspæjari fenginn til að rekja slóð hans. Aðalhlutverk: Dennis Lipscomb, Ray- mond J. Barry og Anne Schedeen. Leikstjóri: Matthew Chapman. Framleiðandi: Mark Levin- son. Þýðandi: Guðmundur Þorsteinsson. Warn- er 1986. Sýningartími 90 mín. Ekki við hæfi barna. 01.10 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.