Tíminn - 14.09.1988, Síða 19

Tíminn - 14.09.1988, Síða 19
Miðvikúdagur'1'4. seþtember 1988 Tífiiihri T9 SPEGILL lllllllll KVENNAGULLIÐ JOHN YNGRI John F. Kennedy jr. er glæsi- menni hið mesta og nýlega gladdi hann bæði sjálfan sig og viðstadd- ar dömur á vinsælum skemmti- stað í New York með því að bjóða þeim öllum upp í dans, raunar einni og einni í einu. Allt gekk þetta skínandi vel, þar til röðin kom að eiginkonu skelfing afbrýðisams rugbyleikara. Þeir, sem séð hafa rugbyleikara, vita að það er ekki nein smástráka- íþrótt og þessi var ekki meðal þeirra minnstu. Hann stikaði út á dansgólfið, þreif í öxlina á John- John og bað hann vinsamlegast að koma út fyrir, þar sem þeir skyldu gera upp málin eins og karlmenn. Sem betur fór fyrir John-John komu nokkrir vel vaxnir félagar rugbykappans á vettvang og afstýrðu slagsmálun- um. 10 ára sæla Kvikmyndaleikarinn Mickey Rooney var aðeins barn að aldri þegar hann var orðinn heimsfræg- ur. Það voru ekki síst myndirnar þar sem hann lék á móti Judy Garland sem urðu til að afla honum frægðar. Þegar Mickey Rooney komst á fullorðinsár hélt hann áfram að leika, en hann hafði ekki útlitið með sér í elskhugahlutverkin, því hann var lágvaxinn, feitlaginn og ekki var hægt að segja að kappinn væri laglegur. Samt hafði hann mikla kven- hylli, og er marggiftur. Hann hefur verið kvæntur fríðleikskonum. Ava Gardner var t.d. eiginkona hans um tíma. Alls hefur Rooney verið giftur 8 sinnum og í þessu 8. hjónabandi hefur hann slegið það met, að það hefur enst í 10 ár. Ekkert af 7 fyrri hjónaböndum stóð svo lengi. Mickey og Jan, 8. eiginkona hans, héldu upp á 10 ára hjúskapar- afmælið með mikilli viðhöfn. Mic- key er að verða 68 ára. Hann fæddist í Brooklyn, New York, 23. september 1920. Hann Tom Selleck er óneitanlega pabbalegur með litla angann í myndinni „Þrír menn og barn“. „MAGNUM-hetjan“ Tom Selleck er hæstlaunaði sjónvarpsleikarinn Tom Selleck sem árum saman hefur leikið í hinum vinsælu banda- rísku sjónvarpsþáttum MAGNUM hefur verið kallaður „Myndarleg- asti karlmaður Bandaríkjanna" og marga aðra heiðurstitla hefur hann hlotið, en staðreynd er að hann gæti skreytt sig með titlinum „Hæstlaunaði sjónvarpsleikari Bandaríkjanna". Sagt er að hann hafi m.a.s. helmingi hærri laun en sjálfur Larry Hagman, sem leikur JR í DALLAS- þáttunum. Tom Selleck hafur líka leikið í mörgum kvikmyndum sem hafa gengið vel. Má til dæmis nefna gamanmyndina um karlana þrjá og ungbarnið „Three Men and a Baby“, þar sem þeir leika með honum Ted Danson, barmaðurinn úr Staupasteini og Steve Gutten- berg sem lék í myndinni „Lög- regluskólinn". Kvikmyndagagnrýnandi í New York sagði um leik Sellecks í myndinni, að hann væri algjör senuþjófur. „ÞegarTom Sellecker á tjaldinu tekur maður varla eftir öðrum leikurum,“ sagði hann. Tom byggir sér hús á Hawaii Tom Selleck þótti farast pabba- lega að meðhöndla barnið í mynd- inni, enda er það sögð heitasta ósk hans að verða pabbi. Tom var í 12 ár giftur Jacquelyn Ray, en hjónaband þeirra endaði með skilnaði fyrir sex árum. Þau eignuðust ekki barn saman, en ættleiddu dreng sem heitir Kevin og er nú um tvítugt. Fyrir ári síðan kvæntist Tom breskri 28 ára stúlku, Jillie Mack. Þau hafa verið að byggja sér stórt hús á Hawaii, en þar eru „MAGNUM“ þættirnir teknir upp og Tom hefur búið þar að mestu leyti þessi síðustu ár. Jillie hefur þó mikið verið á meginlandinu þegar Tom er önn- um kafinn við leik í Magnum. Hún hefur aðallega verið í Kaliforníu, og líka hjá mömmu sinni, Betty Mack í Devizes í Wiltshire í Eng- landi. Ótal sögur komust á kreik um að hjónaband þeirra Tom og Jillie væri að fara í vaskinn og hún hefði hug á því sjálf að koma sér áfram við kvikmyndirnar en ekki sitja heima og bíða eftir eiginmannin- um. Einnig átti það að vera mikið ágreiningsefni þeirra, að Tom vildi endilega drífa í því að eignast barn - eða börn, því fleiri því betra, sagði hann. En Jillie hafði ekki áhuga á barneignum strax. Tengdamamman leysir frá skjóðunni: Verð amma í desember Nú nýlega birtist svo blaðaviðtal við Betty Mack, tengdamóður Toms, þar sem hún sagði að Jillie dóttir sín hefði hringt í sig yfir hafið til að segja sér þær góðu fréttir að þau Tom ættu von á barni í desember n.k. „Ég er himinlif- andi yfir fréttunum," sagði frú Mack og bætti því við, að Tom yrði áreiðanlega góður faðir og Jillie væri hamingjusöm. Nú myndu allar raddir um ósamkomulag eða skiln- að þeirra Tom og Jillie þagna. Efri mynd: Þau Jillie og Tom Selleck eru sögð eiga von á sínu fyrsta barni í desember n.k. Tom Selleck hefur venð tilnefndur „Myndarlegasti karlmaður Bandaríkj- anna“. Hann hefur líka leikið mörg hetjuhlutverkin, en nýlega sýndi hann á sér aðra hlið þegar hann lék í grínmyndinni „Þrír menn og barn“.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.