Tíminn - 15.09.1988, Blaðsíða 2

Tíminn - 15.09.1988, Blaðsíða 2
2 Tíminn Fimmtudagur 15. september 1988 Orkustofnun hefur framkvæmt hagkvæmnisútreikninga á virkjunarmöguleikum á Vestfjörðum: Stækkun Mjólkárvirkjunar er vænlegasti kosturinn „Á þessari stundu bíðum við eftir skýrslu Orkustofnunar um málið, sem er að vænta um mánaðamótin næstu,“ sagði Kristján Haraldsson orkubússtjóri Orkubús Vestfjarða í samtali við Tímann, aðspurður um athugun sem Orkustofnun er nú að vinna fyrir orkubúið um frekari virkjanamöguleika á Vestfjörðum. Kristján sagði að samkvæmt grunnupplýsingum sem þeir hefðu fengið í sumar frá stofnuninni kæmi fram að athugunin lofaði góðu. „Þeim var falið að fullvinna frumat- hugun, sem nú er beðið. Grófar niðurstöður voru þess eðlis að við gátum ekki annað en látið þá halda áfram," sagði Kristján. Haukur Tómasson hjá Orkustofn- un sagði í samtali við Tímann að verið væri að ganga frá skýrslu um málið og að aðalkaflar hennar yrðu tilbúnir síðar í mánuðinum. „Það sem við gerum er tölvueftirlíking af virkjun. Við teljum að hún sé nokk- uð góð,“ sagði Haukur. Hann sagði að þeir hefðu endurskoðað virkjun- arhugmyndina á Vestfjörðum og borið útreikninga saman við sam- skonar útreikninga á virkjunum inni á meginlandinu. Aðspurður hvort þessi virkjunarkostur væri hag- kvæmari en á meginlandinu, sagði Haukur svo ekki vera, enda væru virkjunarkostir miklu minni á Vest- fjörðum en á meginlandinu. Sem dæmi má nefna að meðalstór virkjun á meginlandinu framleiðir um 500 til 1000 gw stundir, en á Vestfjörðum er verið að tala um 100 gw stundir. „Kostnaður við virkjun ræðst að nokkru leyti af stærðinni. Stórar virkjanir eru að öllu jöfnu ódýrari en litlar,“ sagði Haukur. Orkustofnun hefur verið að reikna út fleiri en einn virkjunarmöguleika á þessu svæði. Hugsanlegir virkjun- armöguleikar eru stækkun Mjólkár- virkjunar, virkjun Dynjandisár sér- staklega, virkjun í Vatnsfirði og Skötufirði og virkjun við Skúfna- vötn. Þetta eru allir helstu virkjunar- kostir á Vestfjörðum, að Ófeigsfirði undanskildum, sem mun vera stærsti virkjunarkosturinn, en vegna fjar- lægðar hefur ekki verið áhugi fyrir þeim kosti. Haukur sagði að þeirra hlutverk væri að gera kostnaðaráætlun og áætlun urn orkugetu. „Við áttum að finna sem ódýrasta kosti, án tillits til þess hvort möguleikarnir væru full- nýttir eða ekki,“ sagði Haukur. Aðspurður sagði Haukur að væn- legasti kostinn væri viðbót við Mjólkárvirkjun. Fyrirhugað er að sækja vatn inn á annað vatnasvæði, t.d. í vatnasvæði Dynjandisár, sem síðan yrði veitt í leiðslum til virkjun- arinnar, til viðbótar því sem nú er, en virkjunin verður, ef til kemur, byggð við hlið virkjunarinnar sem fyrir er. Verið er að tala um 150% stækkun Mjólkárvirkjunar. Mjólk- árvirkjun framleiðir í dag 8 mw, en Stöðvarhúsið við Mjólká. rætt er um hugsanlega viðbót upp á 20 mw. Orka frá virkjuninni fer inn á sameiginlegt raforkukerfi landsins og sagði Haukur að tilkoma stærra orkuvers á Vestfjörðum myndi minnka orkuflutning frá meginland- inu til Vestfjarða, sem hefði áhrif á heildarkerfið. Virkjunin mun hins vegar ekki koma til með að fullnægja orkuþörf Vestfirðinga, þannig að áfram yrði flutningur frá meginland- inu. Haukur sagði að þörfin fyrir þessa virkjun væri ekki fyrir hendi í dag, en sagði að hún gæti komið til álita í næsta eða þar næsta skipti. „Það er því í hendi Orkubúsins, Landsvirkj- unar og ráðamanna hvenær og hvort virkjun á Vestfjörðum fer inn í virkjunarröð," sagði Haukur. -ABÓ Lægra verð í mörgum verslunum heldur en stórmörkuðunum í Reykjavík: Ódýrara að versla í JL-húsi en Hagkaupi Að hagstæðusta vöruverðið sé að finna í stærstu mörkuðunum virðist (a.m.k.) ekki lengur neitt sjálfgefið, nema kannski síður sé. Ný könnun Verðlagsstofnunar á verði 86 teg- unda af mat- og hreinlætisvörum í 19 stórum matvöruverslunum og stór- mörkuðum leiðir m.a. í ljós að Hagkaup (í Kringlunni) - sem lengi var með lægstu búðum í verð- könnunum - hefur nú dottið niður í 8. sæti og Mikligarður niður í það 15. sem þýðir að hann er kominn í flokk dýrustu verslana. Ódýrara með peningum en „plasti“ Lang lægsta verðið í Reykjavík er nú orðið að finna í JL-húsinu, 1 þ.e.a.s. fyrir þá sem borga með ty peningum og fá þar 5% afslátt, en „plastkortaverð“ er þar nánast hið sama og í Hagkaupi. Hagkaup er tekið til viðmiðunar af því marg- gefna tilefni að vöruverð hefur þar oft verið lægst eða með því allra lægsta í verðkönnunum á árum áður, og eigendum/stjórnendum Hag- y kaups ósjaldan þakkað opinberlega fyrir það að hafa öðrum fremur lagt sitt af mörkum til að halda niðri vöruverði á íslandi. 1 JL-húsinu var verð hins vegar oft í efri kanti. Tíminn spurði Gunnar Bjartmarz, verslunarstjóra JL, hvort skýring- anna sé að leita í því að álagning þar hafi lækkað, ellegar að hún hafi verið hækkuð í öðrum búðum. „Álagning hefur staðið í stað hjá okkur - en ég get ekki svarað fyrir aðra“, svaraði Gunnar. Lægsta verðið utan Reykjavíkur Enn einu sinni var lægsta meðal- verð þó að finna í Fjarðarkaupi og Kjötmiðstöðinni - en „staðgreiðslu- verð“ í JL-húsi er aðeins örlitlu hærra. Þessar verslanir skera sig nokkuð úr. Auk þess sýna Hagabúð- in, Grundarkjör, Kaupstaður og Kaupfélagið í Hafnarfirði nú heldur lægra meðalverð en Hagkaup í þess- ari umfangsmiklu verðkönnun. Þá vekur athygli, að SS-búð í Austur- veri er nú komin næstum upp á miðjan lista, í stað þess að vera með hæsta verð eða allt að því eins og borið hefur við í öðrum könnunum. Ekki síður vekur það athygli að meðalverð skuli orðið lægra í flest- um samvinnuverslununum heldur en í Miklagarði. Allt að 1.600 kr. munur á sömu innkaupum Þær 86 vörutegundir sem könnun- in náði til fengust allar í Fjarðar- kaupi og kostuðu þar samtals 12.855 krónur. Vörurnar fengust allar í fleiri verslunum, en 1-4 tegundir vantaði í nokkrum búðum. í töflunni hér að neðan er sýnt annars vegar hvað þær vörur sem fengust í hverri búð kostuðu miklu meira í krónum talið heldur en í Fjarðarkaupi - og hins vegar hver munurinn var í prósentum: Dýrara en í Fjarðarkaupi: Krónur: % Fjardarkaup 0 kr. 0,0% Kjötmiðstöðin 19 - 0,2% JL-hús staðgr. 111 - 1,0% Hagabúðin 638 - 5,3% Grundarkjör 674 - 5,4% Kaupstaður 723 5,7% Kf. Miðvangi 769 - 6,2% Hagkaup 779 6,2% JL-hús (kort) 793 - 6,3% Breiðholtskjör 809 - 6,3% Nóatún 993 - 8,0% SS Austurveri 1.010 - 8,0% Kron Eddufelli 1.011 - 8,0% Stórmarkaður 1.039 - 8,2% Mikligarður 1.117 - 8,9% Sparkaup Hólag. 1.181 - 9,3% Kf. Kjalarn.þ. 1.133 - 9,6% ÁsgeirTindas. 1.311 - 10,8% Austurstræti 17 1.500 - 11,9% Matv.b. Grímsb. 1.578 - 13,1% Þessi allt að 1.600 króna verðmun- ur í Fjarðarkaupi og dýrustu búðun- um kemur sem fyrr segir fram á innkaupum sem samtals kostuðu 12-13 þús. krónur, hvar af um eða rúmlega 40% voru kjöt og kjötvör- ur. Hitt voru margskonar kornvörur, niðursuðuvörur, feitmeti, kaffi, ávextir og garðávextir, ávaxtasafar og gosdrykkir, sælgæti og hreinlætis- vörur, alls 86. Miðað var við sömu vörumerki. Margar fjölskyldur kaupa eflaust um tífalt meira af þeim vörum sem könnunin náði til á einu ári. Verð- munur slíkra ársinnkaupa gæti því orðið allt að 16.000 kr., ef marka má þessa könnun. „Verðvísi" við inn- kaup getur því gefið töluvert í aðra hönd. Verðmunur á einstökum vöruteg- undum milli verslana var þó miklu meiri heldur en munurinn á heildar- verði milli verslana, eða yfir 25% á meira en helmingi allra vörutegund- anna. T.d. kom fram 65-70% verðmun- ur á sykri (50-82 kr.), tómötum (179-298 kr.), gúrkum (170-283) og eplum (93-159 kr.) Um 45% verðmunur fannst á lærissneiðum (679-982 kr.) og 37% á kjúklingum (495-680 kr.). -HEI Vatnavextir á Vestfjörðum: Skriða féll í Kjálkafirði Vegurinn í Skálmadal fór í sundur á kafla í gær vegna mikilla rigninga undanfarið. Þá féll einn- ig skriða á veginn í Kjálkafirði sem er skammt frá Skálmadal og lokaðist vegurinn af þeim sökum. f gærkvöldi var búið að ryðja burtu skriðunni, en unnið var við viðgerð á veginum í Skálmadal, og var hann orðinn fær stórum bílum og jeppum í gærkvöldi. Vonast var til að vegurinn yrði fær öllum bílum seint í gærkvöldi eða í dag. -ABÓ Útvegsbanki íslands: Nýr stjóri í Keflavík Á fundi bankaráðs Útvegs- banka íslands hf. 1. septembersl. var Eiríkur Alexandersson, fram- kvæmdastjóri sveitarfélaga á Suðurnesjum, ráðinn útibússtjóri í Keflavík. Ekki er ákveðið hvenær Eirfk- ur hefur störf hjá Útvegsbankan- um í Keflavík, en vonir standa til að það verði fljótlega. í tilkynn- ingu frá bankanum segir að það sé mikil lyftistöng fyrir bankann og Suðurnesjamenn að fá til liðs við sig mann sem hefur jafnmikla reynslu og þekkingu á málefnum Suðurnesja og Eiríkur. - ABÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.