Tíminn - 15.09.1988, Blaðsíða 11

Tíminn - 15.09.1988, Blaðsíða 11
Knattspy rna: Markvarðaraunir KA-manna TILVIÐSKIPTAVINA Vinsamlega athugið að frá og með 15. september eru aðalskrifstofur okkar að Ármúla 3 opnar á virkum dögum frá kl. 9-17. 10 Tíminn' Fimmtudagur 15. september 1988 Fimmtudagur 15. september 1988 5AMVINNU TRYGGINGAR ÁRMÚLA3 ÍÞRÓTTIR ÍÞRÓTTIR Ásgeir Sigurvinsson fagnar marki ásamt félaga sínum, Fritz Walter. HAPPDRÆTTI 5 Ford Bronco - 40 Fiat Uno Dregið 7. október Heildarverómœti vinninga 21,5 milljón. /j/tt/r/mark Ásgeir skoraði í stórsigri Stuttgart Baycrn Miinchen er komið í topp- sætið í V-Þýskalandi, eftir 2-2 jafn- tefli gegn núverandi meisturum, Werder Bremen. Manfred Bergs- möller skoraði fyrir Werder Bremen á 15. og 46. mín. en Roland Wohl- farth og Jörgen Wegmann jöfnuðu fyrir Bayem í síðari hálfleik. Bayern liðið er enn taplaust á keppnistíma- bilinu. Stuttgart er í öðru sæti deildarinn- ar með 11 stig eins og Bayern. Liðið sigraði Niirnberg 4-0 í fyrrakvöld. Jörgen Klinsmann gerði 2 mörk og Ásgeir Sigurvinsson og Karl Algö- wer gerðu 1 mark hvor. Bayer Leverkusen skaust í þriðja sæti deildarinnar með 2-2 jafntefli gegn fiskimönnunum frá St. Pauli hverfi í Hamborg. Klaus Taueber og Cha Bum Ká komu Leverkusen yfir, en Waldermar Steubing og Klaus Ottens náðu að jafna metin fyrir St. Pauli. Bayer Uerdingen féll í fjórða sætið eftir 0-3 tap gegn Hamburger SV. Thomas von Heesen gerði tvö mörk og Uwe Bein 1 fyrir Humhur- ger. BL 1 slenska kvennalandsliðið í handknattleik þarf að vakna snemma á morgnana þessa dagana til þess að mæta á æflngar. Um helgina keppir liðið í fjögurra landa móti hér á landi. Tímamynd Pjetur Þurfa að æfa millikl.7og8 á morgnana Frá Jóhannesi Bjarnasyni fréttamanni Timans: Haukur Bragason markvörður KA-liðs- ins í knattspyrnu leikur ekki meira með liði sínu á þessu kcppnistímabili. Haukur hefur átt við hnémeiðsl að stríða í sumar og við læknisrannsókn kom í Ijós að liðþófl hafði rifnað og hefur Haukur þegar gengist undir skurðaðgerð. Þetta er auðvitað áfall fyrir KA-liðið, en ( málið er enn alvarlegra, þvt Jónas Guð- mundsson varamarkvörður slasaðist á æf- ingu fyrir stuttu og getur ekki leikið. Þriðji markvörður liðsins, Torfi Halldórsson er staddur á Spáni í skólaferðalagi og það y kemur því í hlut Ægis Dagssonar 16 ára drengjalandsliðsmarkvarðar að verja mark KA á Akranesi á laugardag. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem KA-menn lenda í markvarðaraunum, því þetta mun vera 6. tímabilið af síðustu 7 þar sem markvörður liðsins slasast í lok tímabilsins. Greinilega áhættusöm staða. JB/BL „Okkur gengur alveg hræðilega að fá inni fyrir æflngar landsliðsins og núna verða stelpurnar að mæta á æflngar milli kl. 7 og 8 á morgnana,“ sagði Björg Guðmundsdóttir í kvennalandsliðsnefnd HSÍ í samtali við Tímann í gær. Kvennalandsliðið undirbýr sig nú Badminton: Islenskir dómarar dæmaá stórmótum erlendis Sífellt færist í vöxt að íslenskir badmintondómarar taki að sér dóm- arastörf á erlendum mótum, en Bad- mintonsamband fslands hefur lagt til dómara á Norðurlandameistara- mótið allt frá 1979 og nú bætast stöðugt fleiri mót við. Þessa dagana, 14.-18. september, fer fram Evrópukeppni félagsliða í Moskvu og er einn íslenskur dómari þar að störfum, enginn annar en gamla badmintonkempan Haraldur Kornelíusson. Á „Finlandia-cup“, sem er Evr- ópukeppni B-þjóða og fram fór í Cardiff í Wales á sl. ári dæmdi Frímann Ferdinandsson við góðan orðstír. íslenskir badmintondómarar munu á næstunni dæma á Norður- landamótinu í Helsingfors, Helve- tia-cup í Búdapest og Evrópukeppni unglinga í Manchester. Greinilegt er að íslenskir badmint- ondómarar eru komnir á kortið, svo mjög hafa verkefni þeirra farið vax- andi uppá síðkastið. BL Drammen. Norðmenn og Skotar gerðu jafntefli, 1-1, í landsleik liðanna, skipuðum leikmönnum 21 árs og yngri, en leikurinn fór fram í Drammen í fyrrakvöld. Joe Miller skoraði úr vítaspyrnu fyrir Skota í upphafi síðari hálfleiks, en Claus Eftevaag jafnaði fyrir Norðmenn 8 mínútum fyrir íeikslok. New York. Bandaríska körfuknattleiks- liðið Boston Celtics mun í næsta mánuði taka þátt í alþjóðlegu körfuknattleiksmóti á Spáni. Mótherjar Boston verða júgóslav- neska landsliðið, ítalska liðið Scavoli Pe- saro og Real Madrid frá Spáni. Haukur Bragason markvörður KA- manna mun ekki leika meira með liðinu í sumar vegna meiðsla á hné. KA-menn leysa markvarðarvanda- mál sitt með því að piltur úr 3. flokki félagsins verður í markinu gegn Skagamönnum á laugardag. af kappi fyrir C-heimsmeistara- keppnina sem fram fer á Dreux í Frakklandi í næsta mánuði, eins og fram kemur annars staðar á síðunni. „Þetta er mikið vandamál að kom- ast ekki inní íþróttahús nema eftir dúk og disk. Það er útilokað að skipuleggja æfingar fram í tímann, en samt er gerð krafa um að liðið standi sig vel. Ég hef aldrei áður á mínum ferli vitað að landslið þurfi að sitja á hakanum hvað æfingatíma varðar, meðan hvers konar fólk af götunni er að leika sér í hinum ýmsu íþróttum í húsunum. Þar sem ég þekki til í Júgóslavíu ganga landslið og 1. deildarlið fyrir um tíma, en aðrir verða að mæta afgangi nema þeir sýni betri árangur en áður, „sagði Slavko Bambir landsliðsþjálf- ari kvenna. „Við erum búnar að fá tíma út þennan mánuð. Stelpurnar æfa á morgnana, í hádeginu og á kvöldin, alls 10 æfingar í viku, en allt er í óvissu um framhaldið í næsta mán- uði, rétt áður en við höldum utan til þátttöku í heimsmeistarakeppn- inni,“sagði Björg. Víða eru mikil vandræði vegna þess hve íþróttafélögin vantar mikið af tímum. Sem dæmi má nefna að í Haraldur Kornelíusson dæmir í Moskvu um þessar mundir. einu stærsta barnahverfi borgarinnar fær íþróttafélagið í hverfinu aðeins 8 tíma af þeim 19 sem leigðir eru út til félaganna. jjl Monaco náði sér ekki á strik gegn Nice á laugardag. Liðið var enn í rusli eftir tapið gegn Val í síðustu viku og mark Glenn Hoddle í fyrri hálfleik dugði skammt, því Nice náði að jafna í síðari hálfleik. Brec- eaux gerði 0-0 jafntefli gegn Mar- seille og er í þriðja sæti deildarinnar, Marseille er í fjórða sæti. Auxerre heldur enn toppsætinu, liðið sigraði Lille 1-0 um helgina og París SG er í öðru sæti eftir 2-1 sigur á Toulouse. Mats Wilander sigraði á opna Bandaríska meistaramótinu í tennis sem lauk um síðustu helgi. Wilander sigraði Ivan Lendl í úrslitaleik 6-4, 4-6, 6-3, 5-7 og 6-4 í leik sem stóð í 4 tíma og 54 mínútur. Wilander hefndi þar með fyrir ósigur sinn gegn Lendl á mótinu í fyrra. Wilander er nú kominn í efsta sæti afrekalistans í tennis, en Lendl er fallinn í 2. sætið. í kvennaflokki sigraði Steffi Graf argentínsku stúlkuna Gabrielu Sbat- ini í úrslitaleik 6-3, 3-6 og 6-1 og hefur því sigrað á öllum stórmótum ársins í tennisíþróttinni. en sigur á þeim öllum er kallað að vinna „stóru slemmuna". A-þýski evrópu- og ólympíumeist- arinn í listdansi kvenna á skautum, Katarina Witt, hélt á sunnudaginn lokasýningu í skautadansi í heimabæ sínum Karl-Marx-Stadt, en hún er hætt keppni í listdansi. Witt mun þó áfram taka þátt í skautasýningum víða um Evrópu, en sem stendur leggur hún stund á nám í leiklist í A-Berlín. Witt, sem er 22 ára, heldur til New York í vikunni til þess að vera formlega sett sem sérstakur sendiherra Barnahjálpar Sameinuðu Þjóðanna. Handknattleikur: „Saltfiskmótid“ hefst í Kef lavík á morgun Fjögurra landa mót í handknatt- leik kvenna, sem hlotið hefur nafnið „Saltfískmótið“ hefst í íþróttahúsinu í Keflavík á laugardag. Það eru lið Portúgal og Spánar sem taka þátt í mótinu, auk A og B-liða íslands. Leikirnir eru liðir í undirbúningi liðanna fyrir C-heims- meistarakeppnina sem fram fer í Frakklandi í næsta mánuði og eftir helgi þegar mótinu er lokið verður liðið sem heldur til Frakklands endanlega valið. Mótið hefst á laugardag, eins og áður segir og þá leika ísland A og Portúgal og ísland B og Spánn. Á sunnudag leika A og B lið íslands og Spánverjar við Portúgali. Báða dag- ana hefjast leikirnir kl 15.00. Á mánudag lýkur mótinu með leikjum íslands og Spánar og íslands B og Portúgal í íþróttahúsi Selja- skóla og hefjast leikirnir kl. 19.45. Spánska liðið kom til landsins í gær og í kvöld leikur liðið gegn A liði fslands í Vestmannaeyjum. f C-keppninni í Frakklandi í næsta mánuði leikur íslenska liðið í riðli með Frakklandi, Spáni, Portúgal, og Grikklandi. í síðustu viku léku íslensku stúlkurnar þrjá leiki gegn því franska og töpuðust þeir allir. fslensku stúlkurnar virkuðu þungar í þeim leikjum og leikgleðina vant- aði. Einn og hálfur mánuður er til stefnu áður en C-keppnin hefst og vonandi er það nægur tími fyrir þjálfarann að laga ágallana. Fróðlegt verður að fylgjast með útkomunni úr leikjunum gegn Spáni og Portúgal og ættu úrslitin að gefa nokkra hugmynd um möguleika liðsins í C-keppninni, en þar er stefnt að því að sigra og komast í B-keppnina. Áður en haldið verður til Frakk- lands í október kemur liðið við í Hollandi þar sem tekið verður þátt í fjögurra landa keppni með Pólverj- um, Ungverjum og Hollendingum en sú keppni er lokapunkturinn á undirbúningi liðsins fyrir C-keppn- ina. A-lið íslands er þannig skipað: Markverðir: Kolbrún Jóhannsdóttir .... Fram Halla Geirsdóttir................FH Aðrir leikmenn: Guðríður Guðjónsdóttir . . . Fram Arna Steinsen..................Fram Ósk Víðisdóttir................Fram Erna Lúðvíksdóttir .............Val Katrín Fríðríksen...............Val Guðný Guðjónsdóttir.............Val Margrét Theodórsd. . . . Haukum Guðný Gunnsteinsd. . Stjörnunni Inga Lára Þórisdóttir . . . Víkingi Svava Baldvinsdóttir . . . Víkingi Krístín Pétursdóttir.............FH . Rut Baldursdóttir ...............FH Þjálfari: Dr. Slavko Bambir B-noio: Markverðir: Fjóla Þórisdóttir .... Stjörnunni Sólveig Steinþórsdóttir . Haukum Aðrir leikmenn: Jóna Bjarnadóttir . . . Guðrún Krístjánsdóttir Eva Baldursdóttir . . . Ingibjörg Einarsdóttir . Helga E. Sigurðardóttir Þórunn Sigurðardóttir Erla Rafnsdóttir .... Hrund Grétarsdóttir . . Ingibjörg Andrésd. . . Þuríður Reynisdóttir . , Brynhildur Reynisdóttir . Víkingi ______Val .... FH .... FH .... FH Haukum Stjörnunni Stjörnunni Stjörnunni . . Gróttu . . Gróttu Hafirðu smalíkað vín - láttu þér þá AIJDREI detta í hug að kevra! ,r| o Andrea Atladóttir.............ÍBV Þjálfari er Theodór Sigurðsson. ísland hefur leikið 126 landsleiki frá upphafi. Þar hafa 46 leikir unnist, 7 sinnum hefur orðið jafntefli og 73 leikir hafa tapast. Fyrsti leikur ís- lands var gegn Noregi 1956, en þá sigruðu Norðmenn 10-7. Tvívegis hefur ísland leikið gegn Portúgal og sigrað f bæði skiptin. Fjórum sinnum höfum við leikið gegn Spánverjum, sigrað tvisvar og tapað tvisvar. BL Teroson Láttu það ekki ganga svo langt að bíllinn þinn verði ffyrir ryðskemmdum. Ryðvörn á nýjum bílum. Endurryðvörn. Ryðvörn á undirvagni. Vélaþvottur. Þvottur á undirvagni. 6 ára ryðvarnarábyrgð. RÆDDU VIÐ OKKUR, ÞAÐ BORGAR SIG. ^feviOV^l^l^íj^l^STÖÐIIM h.f. Fosshálsi 13-15, Reykjavík - Sími 687755 Knattspyrna: Handknattleikur:

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.