Tíminn - 15.09.1988, Blaðsíða 12

Tíminn - 15.09.1988, Blaðsíða 12
12 Tíminn UTLÖND Fimmtudagur 15. september 1988 Fellibylurinn Gilbert stefnir á Mexikó: Magnaðasti fellibylur ávesturhvelijarðar Miami 14. sept. - Fellibylurinn Gilbert, ofsafengnasti fellibyl- ur á vesturhveli á þessari öld, sótti enn í sig veðrið í gær og nálgaðist Mexikóflóa. Komst vindhraðinn upp í 300 km á klst. A.m.k. þrettán manns hafa beðið bana á þeim þremur dögum sem Gilbert hefur geisað um Caribaeyjar með stefnu á sumardvalareyjuna Cozumel, sem tilheyrir Mexikó. Hann hefur valdið feiknamikilli eyðileggingu á Jamaica og á Cayman eyjum. Ekki færri en fimm manns biðu bana á Jamaica á mánudag og þúsundir flúðu heimili sín. Fjöldi húsa eyðilagðist, almannaþjónusta gekk úr skorðum og stórflóð urðu víða. Edward Seaga, forsætisráðherra Jamaica, segir þetta mestu hamfarir sem yfir land hans hafa dunið á síðari tímum og hefur óskað al- þjóðaaðstoðar. Klukkan 6 í gærmorgun var bylur- inn sagður stefna í vest-norðvestur með 24 km hraða á klst., beint í átt til Cozumel, eins og fyrr segir. Talsmaður sendiráðs Jamaica í Washington sagði í gær að Seaga forsætisráðherra mundi þá um dag- inn ferðast um eyjuna í þyrlu og hefur hann mælt fyrir um að mat á eyðileggingunni skipi forgang hjá stjórnarstofnunum. Þar sem reiknað var með að bylurinn færi yfir Cozumel og Canc- un á Yuctanskaga síðdegis í gær voru ferðamenn fluttir burtu frá sumarhótelunum við strendurnar. Um 75 þúsund manns voru að leita skjóls innar í landinu á skaganum er síðast spurðist. Veðurfræðingar segja að Gilbert muni halda inn á Mexikóflóa og ef stefnan verður óbreytt mun hann koma yfir Bandaríkin milli Texas og Louisiana í vikulokin. Á þriðjudag magnaðist bylurinn svo að hann varð harðasti bylur sem sögur fara af á vesturhveli, harðari en sá er árið 1935 grandaði 408 manns á Florida. Er hann snerist á norðvesturstefnu fór hraðinn í 225 km á klst. og komst í 300 km hraða í mestu hryðjunum. Langreyndir veðurfræðingar, sem fylgst hafa með fjölda slíkra bylja, eru orðlausir yfir stærð og eyðilegg- ingarmætti Gilberts. „Við skiljum ekki í hvernig á þessu stendur og höfum miklar áhyggjur af því fólki sem á vegi bylsins verður," sagði Bob Sheets, sem er forstjóri Felli- byljaveðurstofu ríkisins í Miami. Gilbert flokkast að vera af stærð- argráðunni „fimm“ sem er hámark á þeim kvarða sem fellibylir eru mæld- ir á. Aðeins tveir svo miklir byljir hafa farið um Bandaríkin sl. öld, bylurinn 1935 og bylurinn Camille árið 1969. Camille banaði 265 manns í Missisippi og Louisiana. Sextíu þúsund manns voru fluttir af láglendi á Kúbu í héraðinu Pinar del Rio og frá Æskulýðseyju, sem er við suðurströnd eyjarinnar að sögn fréttastofunnar AIN í Havana. Sjö eru sagðir hafa beðið bana af völdum Gilberts í Dominikanska lýðveldinu og í Venesuela. Utvarpsáhugamenn sem senda frá Cayman eyjum segja þar mikil flóð, skemmdir víða og minniháttar slys á fólki, en sambandslaust hefur verið við eyjarnar vegna skemmda á síma- línum. Svíþjóö: Sovétmenn neita að eiga hler- unartækin Starfsmaður sovéska sendir- áðsins í Stokkhólmi neitaði því að komið hefði verið fyrir hlerun- arbúnaði í sænska sendiráðinu í Moskvu. Sænska utanríkisráðuneytið greindi frá því fyrir skömmu að fundist hefði fyrir skömmu hler- unarbúnaður bæði í sendiráðinu sjálfu og í íbúðum sendiráðs- starfsmanna og væri þetta í annað sinn á tveggja ára tímabili sem slíkt fyndist. Sovéski sendiherrann í Moskvu hefur neitað þessum ásökunum Svía og segir þær nú ekki á rökum reistar fremur en árið 1986. Frakkland: Brotlendingar- flugmaður rekinn Flugstjórinn sem brotlenti glæ- nýrri Airbus A320 frá Air-France í skógi við Mulhouse í Austur-Frakk- landi í júní s.l. hefur verið rekinn úr starfi hjá félaginu. Verið var að sýna flugvélina á flugsýningu þegar slysið varð og voru farþegar í hinu örlagaríka flugi einkum blaðamenn og fórst fjöldi þeirra. Vélin var nýkomin á loft og hækk- aði ekki flugið umfram nokkurra metra hæð, en flaug í stað þess áfram þar til hún flaug inn í skóg þar sem hún síðan steyptist niður og í henni kviknaði. Flugstjórinn og aðstoðarflugmað- urinn komust af lítt meiddir og var flugstjórinn sakaður um vítavert gá- leysi fljótlega eftir slysið, þar sem hann hafði tekið úr sambandi raf- eindabúnað í vélinni sem á að koma í veg fyrir að hægt sé að fljúga þessari gerð flugvéla svo lágt að slys geti hlotist af. Jafnframt þvf að vera rekinn var flugstjórinn sviptur flugskírteini sínu næstu átta árin. Frönsk flugmálayfirvöld hafa ekki ákveðið hvað gera skuli í máli að- stoðarflugmannsins. Páfi komst til Lesotho eftir miklar hrakningar Flugvél Jóhannesar Páls páfa lenti á hádegi í gær á flugvellinum í Jóhannesarborg í Suður-Afríku, eft- ir að hafa hringsólað vegna slæmra veðurskilyrða og lágs skýjafars yfir flugvellinum í borginni Maseru í Suður-Afríkuríkinu Lesotho, sem er umlukið Suður-Afríku. Lesotho er þriðja landið sem páfi heimsækir á ferð sinni um fimm Suður-Afríku- rfki. Eftir komuna til Jóhannesarborg- ar snæddi páfi hádegisverð með utanríkisráðherra S-Afríku, Pik Botha. Páfi hélt síðan áfram land- leiðina ásamt föruneyti sínu til Le- sotho sem er um 450 km leið, og kom þangað síðdegis í gær. Mannræningjarnir, sem tóku 69 gísla, í fólksflutningabíl í Lesotho, mest börn á leið til messu páfa, kröfðust þess í gær að ná tali af páfa. Til þess kom þó ekki, þar sem skömmu eftir að páfi kom til Mas- eru, höfuðborgar Lesotho, réðst lög- reglan til atlögu og yfirbugaði menn- ina fjóra sem héldu farþegunum. Talið er að mannræningjarnir til- heyri samtökum skæruliða sem berj- ast gegn Mosusu konungi vegna samstarfs hans við stjórn S-Afríku- lýðveldisins. Ekki er vitað hvaða erindi mannræningjarnir áttu við páfa. Ekki er talið að atburðir dagsins komi til með að hafa áhrif á ferð páfa, en næsti viðkomustaður hans er Swaziland og lýkur ferðinni í Mozambique. Austurblokkin: Ungverjar leigja vestrænar flugvélar Ungverska fréttastofan MTI greindi frá því í gær að ungverska ríkisflugfélagið hefði gert kaup- leigusamning við írskt fyrirtæki til fimm ára um afnot af þrem Boeing 737-200 flugvélum, sams konar og og Flugleiðir hafa ákveðið að kaupa á næstunni. Ungverska ríkisflugfélagið hefur til þessa notað rússnesksmíðaðar flugvélar sem eru óðum að ganga úr sér, en nýju vélarnar eiga að fljúga milli Ungverjalands og staða í V-Evrópu þar sem rússnesku vélunum sem flugfélagið hefur not- að hingað til, er ekki lengur leyft að lenda vegna þess hve háværar þær eru. Þá er ætlunin að nota vélarnar í leiguflug með ungverska farþega til ísrael. Skotglaði sendiráðsmaðurinn skaut á leyniþjónustumenn Kúbanski verslunarfulltrúinn, Carlos Medina Perez, sem varð að yfirgefa Bretland í fyrradag ásamt kúbanska sendiherranum eftir að hafa skotið á vegfarendur fyrir utan heimili sitt í London skaut, sam- kvæmt fréttum frá London í gær, á leyniþjónustumenn sem höfðu veitt honum eftirför. Lögreglan í London hefur sagt að maður sem sást hlaupa með blóðugt höfuðið undan hinum vel vopnaða kúbanska verslunarfulltrúa, sé leyni- þjónustumaður sem hafi, ásamt þrem öðrum leyniþjónustumönnum elt Perez að heimili hans. Eftir skothríðina flýðu leyniþjón- ustumennirnir fjórir í bíl í burtu og segir lögreglan að sár blóði drifna mannsins séu ekki alvarleg. Kúbustjórn hefur ásakað bresku leyniþjónustuna og hina bandarísku CIA fyrir að hafa veitt Perez eftirför og segir að það hafi verið gert að undirlagi manns að nafni Florentino Lombard sem var leyniþjónustu- maður á Kúbu en flýði land á síðasta ári ogstarfar nú fyrir CIA. Stjórnarandstaðan í breska þing- inu hefur krafið Margaret Thatcher forsætisráðherra skýringa á málinu og hvers vegna verslunarfulltrúanum var veitt eftirför. George Foulkes, talsmaður stjórnarandstöðúnnar í utanríkis- málum sagði að gerði stjórnin ekki hreint fyrir sínum dyrum í málinu, vöknuðu grunsemdir um að málið væri mun flóknara og skuggalegra en nú virtist. Samkvæmt óstaðfestum fréttum hefur breska leyniþjónustan njósnað um verslunarfulltrúann um nokkurt skeið og hefur breska utanríkisráðu- neytið hvorki viljað játa því né neita. Bresk yfirvöld líta það mjög alvar- legum augum að erlendir sendimenn beri vopn á bresku landi, hvað þá að þeir beiti þeim. f mars sl. var sent út bréf til allra erlendra sendifulltrúa í Bretlandi þar sem þeim var tilkynnt að vopna- eign og vopnaburður yrði þeim ekki liðinn. Eins og mörgum er enn í fersku minni var 50 sendifulltrúum frá Lí- býu vísað úr Bretlandi og stjórn- málasambandi við landið slitið, eftir að bresk lögreglukona lést af völdum skots sem hleypt var af út um glugga líbýska sendiráðsins í London.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.