Tíminn - 15.09.1988, Blaðsíða 20

Tíminn - 15.09.1988, Blaðsíða 20
RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hafnarhúsinu v/Tryggvogötu, S 28822 Canon Ljósritunarvélar FC-3, 43.600 stgr. FC-5, 46.300 stgr. Skrifvélin, sími 685277 HRESSA KÆTA Tíminn Fjöldi sænskra kvenna krefst skaðabóta eftir að hafa notað „Kopar-7“ getnaðarvarnarlykkju: íslenskar konur geta keypt umdeilda lykkju Úrskurður dómstóls í Chicago í Bandaríkjunum fyrir skömmu hefur valdið sprengingu í Svíþjóð og er yfirvofandi fjöldi málaferla þar í landi. Sænskir fjölmiðlar hafa tekið við sér og fjölluðu um málið um síðustu helgi. Um er að ræða mál sem kona nokkur í BNA höfðaði á hendur fyrirtækinu G.D. Searle & Co. sem framleiðir m.a. lykkjur. Málaferlin hófust árið 1986 og kvaðst konan hafa beðið skaða af notkun lykkjunnar, að hún væri orðin ófrjó eftir notkunina. Lykkja þessi nefnist Kopar-7 og er seld hér á landi. Konan vann mál sitt og hlaut hvorki meira né minna en 400 milljónir króna í skaðabætur. Gunnlaugur Snædal, prófessor á kvensjúkdómadeild Landspítalans, segist ekki vita til þess að „Kopar-7“ getnaðarvarnarlykkjan hafi reynst verr hér á landi en aðrar gerðir. Hún hafi verið mikið notuð fyrir nokkrum árum, en hann vildi ekkert segja um þessi tilfelli í Bandaríkjunum og Svíþjóð þar sem hann þekkti ekki til þeirra. Lögfræðingur nokkur í Svíþjóð, að nafni Bengt Sternburg, hefur beðið eftir þessum dómsúrskurði, því hann er umboðsmaður 50 sænskra kvenna sem telja sig hafa hlotið sams konar skaða af notkun þessarar lykkjutegundar. Sjálfur telur hann að þúsundir kvenna eigi eftir að fylgja í kjölfarið með samskonar kröfur. Talið er að um 200.000 sænskar konur hafi notað þessa lykkju áður en hún var innkölluð árið 1986 og tekin af markaðinum í Svíþjóð. Kopar-7 seld á íslandi Kopar-7 lykkjan er enn seld hérlendis og er það Lyf hf. sem hefur umboð fyrir G.D. Searle hér á landi. Þegar málaferlin komu upp í Bandaríkjunum fyrir um tveimur árum segir Guðmundur Hallgrímsson, lyfjafræðingur hjá Lyf hf., að bandaríska fyrirtækið hafi hætt að framleiða þessa lykkju um nokkurn tíma. Um svipað leyti var G.D. Searle & Co. fyrirtækið selt og nýi framleiðandinn hóf framleiðslu á Kopar-7 á ný vegna þrýstings frá neytendum. Banda- ríska lyfjaeftirlitið (Food and Drug Administration) hefur ekki gert athugasemd við það. „Kopar-7 hefur alltaf verið til, en lítið seld hjá okkur undanfarið. Eftir að þetta mál kom upp í BNA hættum við að vera með hana nema fyrir þær konur sem vildu eindregið halda áfram að nota hana. Við fáum um 20 stykki send á ári núna,“ sagði Guðmundur í samtali við Tímann. Hann sagðist ekki vita um sams konar tilfelli og gert hafa vart við sig í Svíþjóð og Bandaríkjunum. „En það fer ekki á milli mála að hvernig sem lykkjur líta út, þá eru þær ekki< hættulausar. Það hafa komið upp tjlfelli með lykkju sem var á markaðinum og olli sýkingu. Þegar það kom í Ijós voru þær stoppaðar en annars er ekkert eftiríit haft með lykkjum hér eins og víðast hvar. Sums staðar eru gerðar miklar kröfur til gæða og eftirlits en hér á landi eru engar kröfur eða reglur. Ég er þeirrar skoðunar að það eigi að skrá lykkjur eins og lyf og er ég margbúinn að gera tilraun til að fá þær á skrá, vegna þess að það hefur meira öryggi í för með sér. í raun getur hver sem er flutt inn lykkjur án þess að gæði þeirra séu könnuð," sagði Guðmundur. Full þörf á auknu eftirliti Það hefur enginn aðili eftirlit með getnaðarvörnum hérlendis en Lyfjaeftirlit ríkisins og Lyfjanefnd sjá um eftirlit með og skráningu lyfja. „Það hefur oft verið rætt um að auka eftirlit með lykkjum, verjum og hettum," sagði Guðrún Eyjólfs- dóttir hjá Lyfjaeftirliti ríkisins í samtali viðTímann. „Það eru mis- munandi gæði á þessari vöru og full þörf á því að það sé einhver aðili sem setji reglur um staðla. En það hefur aldrei komist lengra en að tala um að það væri full þörf á því. Það er líka spurning um hvaða aðili það ætti að vera. Þessi emb- ætti í heilbrigðiskerfinu hafa svo margt á sinni könnu og eiga erfitt með að bæta við sig. Til viðbótar yrði það kostnaðarsamt. Þetta hlutverk fellur þó alla vega ekki undir Lyfjaeftirlitið, við höf- um eingöngu eftirlit með lyfjum eða því sem gæti talist lyf, svo sem vítamín, steinefni eða slíkt. Þessir hlutir eru ekki skráðir nema að þcir innihaldi efni eða lyf og það gera lykkjur ekki,“ sagði Guðrún. Treystáað læknar fylgist með Landlæknisembættið fram- kvæmdi könnun á þeim lykkjuteg- undum sem á markaðinum voru hér árið 1984 þegar upp kom frægt mál- í Bandaríkjunum varðandi Dacron Shield, sem voru lykkjur sem ollu álls kyns erfiðleikum og ígerðum. ( „Þá kom í ljós að Dacron Shield lvkkjur hafa aldrói verið notaðar á Islandi og þessi skpðun sem fór fram 1984 töldum við leiða í ljós að þær lykkjur sem vorti á markaðn- um stæðust gæðakröfur," sagði Guðjón Magnússon, aðstoðarland- læknir. Ekki hefur verið talin ástæða til að gera samskonar kannanir síðan en Guðjón sagði að öll notkun á lykkjum væri í höndum lækna. „Það er ekki þannig að fólk geti kcypt lykkjur og sett upp sjálft. Við höfum treyst alveg á það að læknarnir fylgist nægilega vel með í þessum fræðum, sem öðrum á sínu sviði, þannig aA’þeir séu ekki nota aðrar lykkjur en þær sem hafa reynst vel og eru viðurkenndar.“ Aðspurður um hvort þörf væri á að auka eftirlit með lykkjum og öðrum getnaðarvörnum sagðist Guðjón sammála því að það þyrfti að taka upp reglur um gæði fram- leiðslunnar en honum finnst að það ætti að falla undir Lyfjaeftirlit- ið. „Þetta eru í flestum tilfellum sömu innflytjendurnir sem flytja inn lyf og getnaðarvarnir og því væri handhægast að samræma eftir- litið með þessu tvennu. „Getnaðarvarnarpillur eru skráðar hjá Lyfjaeftirlitinu og þró- unin virðist vera sú með lykkjurnar að það er spurning hvort þær teljist ekki til lyfja. Það er sérstakt með þessar koparlykkjur að koparinn leysist upp og hefur þau áhrif að eggið festist ekki og kemur þannig í veg fyrir getnað. Það eru því þarna efni sem leysast upp,“ sagði Guðjón. Hann kannaðist ekki við nein tilfelli varðandi Kopar-7 lykkjuna. Hann sagði tilkynningar um 30-40 tilfelli um aukaverkanir eða óæski- leg áhrif lyfja koma inn til Land- læknisembættisins á ári en að örfá væru varðandi lykkjur. Þá væri oftast um það að ræða að þær væru rétt settar upp. Lykkjan ekki alltaf sökudólgurinn „Kopar-7 hafa verið mikið í gangi en minna í seinni tíð. Þær hafa verið notaðar með ágætum árangri, yfirleitt með svipuðum árangri og aðrar gerðir," sagði Gunnlaugur Snædal, prófessor við kvensjúkdómadeild Landspítal- ans. „Þetta er vel þekkt fyrirbæri að lykkjur eru ekki gallalausar og lykkjunum hefur stundum verið kennt um ef eitthvað fer miður, jafnvel þótt það sé frekar vegna trassaskapar. Það nota um 10- 15.000 konur lykkjuna hér á landi, af ýmsum gerðum og það geta komið upp tilfelli með hvaða lykkju sem er.“ Gunnlaugur sagðist ekki þekkja til þessara tilfella með Kopar-7, hvort það hafi beinlínis verið lykkj- unni að kenna eða ekki. „Lykkjan sjálf veldur ekki alltaf vandræðun- um. Ef konur eru með bólgur t.d., getur það gert illt verra að hafa utanaðkomandi hlut þarna. Það getur jafnvel komið fyrir þær konur sem lenda í miklum móðurlífsbólg- um að þær verði ófrjóar ef Iykkj- urnar eru ekki fjarlægðar." Gunnlaugur var spurður hvort hann teldi eftirliti með lykkjuteg- undum vera ábótavant. „Læknarnir fá lykkjurnar sjálfir og setja þær á skrá hjá sér og ég hef alltaf haft það markmið að fylgjast með þeim konum sem fá lykkjur. Því er hins vegar ekki að neita að sumar eru trassar og mæta ekki en lykkjan er búin að vera í notkun hér síðan 1963 og gengið stórkost- lega vel með allan þorrann. En ein og ein hefur lent í vandræðum. Það er sjálfsagt að fylgja þeim reglum að hafa eftirlit með þeim konum sem fá lykkjur," sagði Gunnlaug- ur. En hafa læknar hérlendis orðið varir við lykkjur á markaðnum sem ekki hafa staðist gæðakröfur? „Fyrstu árin var verið að prófa alls kyns gerðir sem duttu mjög fljótlega út af markaðinum aftur. Þetta voru lykkjur sem ollu meiri eftirköstum, þær fóru of mikið niður sjálfar eða voru of stórar og ollu óþarflega miklum blæðingum. Allar lykkjur sem nú eru í gangi eru tiltöluíega góðar. Það komst fljótt upp um þær sem reyndust ekki nógu vel og það var strax hætt að nota þær,“ sagði Gunnlaugur. JIH v k í I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.