Tíminn - 22.09.1988, Blaðsíða 2

Tíminn - 22.09.1988, Blaðsíða 2
2 Tíminn Fimmtudagur 22. september 1988 Um 50 manna hópur kaupsýslumanna frá Skotlandi staddur hér á landi: Skotar í söluferð Hópur skoskra kaupsýslumanna er staddur hér á iandi til að kynna þjónustu og framleiðsluvörur fyrir- tækja sinna og eru í förinni fulltrúar 32 skoskra fyrirtækja á ýmsum sviðum, auk 13 manna nefndar frá Skoska ferðamálaráðinu. Ferðin er skipulögð af Iðnaðar og þróunarráði Skotiands og hófst hún í gær og henni lýkur á föstudag. í gærdag voru fulltrúar fyrirtækj- anna á ferð milli fyrirtækja í Reykja- vík og á Akureyri þar sem fram- leiðsluvörurnar voru kynntar, en á Hótel Loftleiðum tók Skoska ferða- málaráðið á móti fulltrúum ferða- skrifstofa og flugfélaga á íslandi og kynnti þeim ferðamöguleika í Skot- landi. Linda Low hjá Skoska ferða- málaráðinu sagði í samtali við Tím- ann að fjöldi fulltrúa ferðaskrifstofa hefði heimsótt þau til að kynnast nánar ferðamöguleikum innan Skotlands. f dag verður Skoska ferðamálaráðið með kynningu í Kringlunni og á morgun verður kynning fyrir varnarliðið á Keflavík- urflugvelli. Framleiðslufyrirtækin sem hér eru á ferð eru í margvíslegum fram- leiðslugreinum, m.a. spítalavörum, byggingarvörum, gluggatjöldum, fatnaði, matvörum, tækjum til efna- iðnaðar, gúmmívörum til iðnaðarog vörum til sjávarútvegs og fiskiðnað- ar svo dæmi séu tekin. Markmið þessarar ferðar er að treysta þann árangur sem náðist í heimsókn sömu aðila í fyrra, en þá seldust vörur og þjónusta að verð- mætium80milljónirkróna. -ABÓ Linda Low frá ferðamálaráði Skotlands ásamt tveim sekkjapípuleikurum á Hótel Loftleiðum, þar sem fram fór kynning fyrir ferðaskrifstofur á fslandi á ferðamöguleikum innan Skotlands. Talið er að sekkjapípuleikarinn til vinstri hafi verið svo flughræddur að hann hafí sent mynd af sér í stað þess að koma sjálfur. Tímamynd Ámi njarna Valgerður Dan, Jakob Þór Einarsson og Sigríður Hagalín í hlutverkum sínum í Sveitasinfóníu Ragnars Arnalds. y Fyrsta frumsýning leikársins í Iðnó annað kvöld: Astir, graðhestar, stjórnmál, fyllirí Fyrsta frumsýning vetrarins verð- ur hjá Leikfélagi Reykjavíkur í kvöld í Iðnó. Verkið er Sveitasinfón- ía; nýtt alvöru gamanleikrit eftir Ragnar Arnalds. Leikritið gerist í sveit og í því mætast manngerðir og starfsstéttir sveitanna, svo sem stórbóndi, kot- bóndi, prestur, sýslumaður,- brjóst- góðar, dulrænar, þýskættaðar, fanatískar konur, ungar og gamlar og fjalla um drauga, ástir, fyllirí og graðhesta. Leikstjóri er Þórhallur Sigurðs- son, tónlist er eftir Atla Heimi Sveinsson og Sigurjón Jóhannsson gerði leikmynd og búninga. Með helstu hlutverk fara: Edda Heiðrún Backmann, Valdimar Örn Flygenring, Margrét Ákadóttir, Gunnar Eyjólfsson, Örn Árnason og Valgerður Dan. -sá íslensk fyrirtæki sýna á Fish Expo í Boston Útflutningsráð Islands gengst fyrir þátttöku 11 íslenskra fyrirtækja á fyrirtækjasýningu sem haldin verður í Boston dagana 12.-15. október nk. Alls taka þátt í sýningunni 700 fyrirtæki frá 40 löndum og er reiknaö með að fjöldi gesta verði um 30 þúsund. Á sýningunni, sem er ein hin stærsta sinnar tegundar í heiminum, verður kynntur ýmiss útbúnaður og þjónusta fyrir fiskveiðar og vinnslu, allt frá smíð fiskiskipa, til tilbúinna fiskafurða í neytendapakkningum. Fisk Expo er haldin árlega í Bandaríkjunum, annað árið í Boston, en hitt árið í Seattle. íslend- ingar hafa verið þátttakendur í þess- um sýningum áður, en þetta er í annað skipti sem íslensku fyrirtækin sýna sameiginlega undir merki Úí. íslensku fyrirtækin hafa til umráða um 180 fm svæði til að kynna framleiðslu sína. Ágreiningur milli Menntamálaráðuneytis og BK um nýja aðalnámsskrá grunnskóla: Tossabekkir eða gáfumannabekkir Ný aðalnámsskrá grunnskóla átti að taka gildi þann 1. sept. sl. þegar grunnskólar tóku til starfa, en af því varð ekki þar sem Bandalag kennarafélaga óskaði eftir að gera athugasemdir sínar áður og bað um frest til þess til 1. okt. n.k. Skólamálanefndir BK ásamt fjölda kennara víðs vegar um landið vinna nú að umsögn um námsskrána og áætlað er að álit þeirra liggi fyrir á tilsettum tíma, þann 1. okt. Heyrst hefur að það sem kennarar reki einkum hornin í í nýju náms- skránni sé heimild hvers skóla fyrir sig til að raða í bekki og verði það til þess að tossabekkir og gáfu- mannabekkir verði til í skólunum. Svanhildur Kaaber formaður BK vildi á þessu stigi ekki tjá sig um hvort eða í hverju kennara greindi á við höfunda námsskrárinnar nýju. Hér væri um viðamikið plagg að ræða sem þyrfti að gaumgæfa vand- lega. -sá Ríkisútvarpið og Taktur hf. gefa út list „gullaldarsöngvaranna": María Markan í fjörutíu ár - Ríkisútvarpið á mikinn fjár- sjóð sem er safn 78 snúninga hljómplatna og gamalla upptaka með íslenskum söngvurum og tón- listarmönnum og lítur á það sem þátt í menningarhlutverki sínu að gefa almenningi hlutdeild í þessum fjársjóði, - sagði Markús Örn Ant- onsson útvarpsstjóri Ríkisútvarps- ins þegar kynnt var úrval upptaka með einum af helstu gullaldar- söngvurum okkar; Maríu Markan. Ríkisútvarpið og Taktur hf. standa sameiginlega að útgáfunni á sama hátt og gert var á síðasta ári með heildarútgáfu af tiltækum upptökum með söng Stefáns ís- landi. Gefnar verða út á næstunni 3 hæggengar plötur með alls 50 lög- um sungnum af Maríu Markan og er elsta upptakan frá 1929, gerð í Berlín, en sú yngsta frá 1970. Mikið af efninu er vitanlega endurútgáfur, en talsvert er um frumútgáfur og upptökurnar eru að mestu úr safni Ríkisútvarpsins og Maríu sjálfrar. Umsjón með útgáfunni höfðu Trausti Jónsson veðurfræðingur og Þorsteinn Hannesson söngvari og fyrrum tónlistarstjóri Ríkisút- varpsins. Tæknimaður var Þórir Steingrímsson og tónmeistari Bjarni Rúnar Bjarnason. Engum tæknibrögðum var beitt við útgáf- una öðrum en þeim að valdar voru bestu 78 snúninga plöturnar eða upptökurnar. Ríkisútvarpið og Taktur hf. ráð- gera að halda áfram samstarfi við útgáfu gullaldartónlistarmanna og söngvara og er þegar hafinn undir- búningur að útgáfu á söng Péturs Á. Jónssonar, Eggerts Stefánsson- ar, Elsu Sigfúss og Sigurðar Skag- field. -sá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.