Tíminn - 22.09.1988, Blaðsíða 4

Tíminn - 22.09.1988, Blaðsíða 4
4 Tíminn Fimmtudagur 22. september 1988 qtuqJ [*Hia BORÐAÐ EINS OG í SUÐUR-KÍNA, - cín víka - Blandaður kínverskur forréttur með svínakjöti og rækjum. 4 lítlir réttir: Fylltur smokkfiskur Marinerað steikt svínakjöt Pönnusteiktur Sjanghæhumar Szechuan kjúklíngur m/kínverskum hnetum Hrísgrjónavín (15 cl) (Heitt eða kalt) Verð kr. 1.290,- Að öðru leyti er matseðillinn okkar í fullu gildi. Við seljum út og sendum heim. Dvalarheimili aldraðra, Vík Forstöðumaður Auglýst er staða forstöðumanns dvalarheimilis aldraðra í Vík. Um er að ræða nýtt heimili. Forstöðumaður skal annast allan daglegan rekstur. Umsóknum skal skilatil skrifstofu Mýrdals- hrepps, Mýrarbraut 13 í Vík, fyrir 7. október n.k. Allar nánari upplýsingar veita sveitastjóri í síma 98-71210 og oddviti í síma 98-71232. Félag framsóknarkvenna í Reykjavík Skoöunarferð um Reykjavík og nágrenni n.k. laugardaa 24 seDt Fariö verður frá B.S.f. kl. 13.00. a p Kaffi drukkið i Skiðaskálanum Hveradölum. Nánari upplvsinqar skráning í síma 24480, Þórunn, til kl. 14.00 á föstudag Leiðsögumaður Sigrún Magnúsdóttir, borgarfulltrúi Mætum vel. Stjórnin. og Kjördæmisþing Kjördæmisþing Framsóknarmanna á Vestfjörðum verður haldið á Súðavík dagana 30. sept. til 1. okt. 1988. Nánar auglýst síðar. Stjórnin AKRANES -BÆJARMÁL Fundur um bæjarmálin verður haldinn í Framsóknarhúsinu laugar- daginn 24. sept. n.k. kl. 10.30. Bæjarfulltrúarnir Tölur Fiskifélags íslands um fiskveiöar janúar-ágúst: 100.000tmeira af loðnu en 1987 staður í fimmta með 140 tonn. Ef tímabilið janúar-ágúst er skoð- að eru Vestmannaeyjar líka lang- hæstar með 7.558 tonn og næstmest var landað erlendis, 3.778 tonnum. Hafnarfjörður var í þriðja sæti með 1.976 tonn, Sandgerði í fjórða með 1.680 tonn og Þorlákshöfn með 1.629 tonn. Einnig var mest landað af ufsa í Vestmannaeyjum á tímabilinu, 9.927 tonnum, og Reykjavík var í öðru sæti með 4.678 tonn. í þriðja sæti var Grindavík með 4.005 tonn, Þorlákshöfn í fjórða með 3.965 tonn og Akureyri með 2.197 tonn í fimmta sæti. Mest var landað af karfa í Reykja- vík frá janúar til ágúst, 10.550 tonnum. Útlöndin voru í öðru sæti með 8.634 tonn, Hafnarfjörður í þriðja með 5.541 tonn, Akureyri í fjórða með 5.266 tonn og Vest- mannaeyjar í fimmta með 3.589 tonn. Humarinn fór mest til Þorláks- hafnar, 707 tonn, og varHornafjörð- ur í öðru sæti með 491 tonn og Grindavík í þriðja með 333 tonn. Rækjan fór mest til ísafjarðar, 4.370 tonn. Akureyri kom næst í röðinni með 2.343 tonn, Sauðár- krókur í þriðja sæti með 1.402 tonn, Siglufjörður í fjórða með 1.391 tonn og Skagaströnd í því fimmta með 1.358 tonn. JIH Fiskifélag íslands hefur birt bráðabirgðatölur um fiskveiðar á tímabilinu janúar-ágúst á þessu ári og í fyrra. Alls veiddust 1.132.415 tonn á þessu tímabili í ár, um 100.000 tonnum meira en veiddust á sama tíma í fyrra. Þá veiddust 1.032.828 tonn. Mest munar um verulega auknar loðnuveiðar sem voru 606.430 tonn frá janúar til ágúst á þessu ári, en 492.071 tonn á sama tíma í fyrra. Þorskveiðar voru hins vegar minni í ár, 276.646 tonn en voru 300.686 Ef ágústmánuðirnir eru bornir saman er heildarveiði nokkuð svipuð, 64.900 tonn í ár og 63.781 í fyrra. Þorskveiðar voru nánast þær sömu, 36.920 í ár og 36.943 í fyrra, en rúmlega helmingi meira var veitt af ýsu í ágúst í ár - 3.443 tonn en aðeins 1.560 f fyrra. Þá voru 1.665 tonn af loðnu veidd í ár en ekkert í fyrra og vegur það upp á móti því að rækjuveiði var töluvert meiri í ágúst í fyrra, 4.955 tonn en aðeins 3.415 í ár. Þá er að finna töflur yfir þá staði þar sem mest var landað. í ágúst- mánuði var mest landað á Akureyri, 5.048 tonnum, og voru Vestmanna- eyjar í öðru sæti með 4.512 tonn. Reykjavík var í þriðja sæti með 4.053 tonn, Hafnarfjörður í fjórða með 3.863 tonn og 3.489 tonnum var landað erlendis. Ef tímabilið janúar-ágúst er tekið í heild sinni voru Vestmannaeyjar langhæstar með 136.059 tonn. Seyð- isfjörður var í öðru sæti með 99.392 tonn í fyrra. tonn, 71.344 tonnum var landað erlendis, Neskaupstaður í fjórða með 69.068 tonn og Eskifjörður í fimmta með 68.339 tonn. Mest var landað af þorsk í Hafnar- firði f ágústmánuði, 2.615 tonnum, og var Akureyri í öðru sæti með 2.482 tonn. Ólafsfjörður var þriðji í röðinni með 2.071 tonn, Reykjavík í fjórða með 2.013 tonn og 1.966 tonnum var landað erlendis. Röðin breytist nokkuð þegar tímabilið janúar-ágúst er skoðað í heild sinni. Þá eru Vestmannaeyjar í fyrsta sæti með 15.562 tonn, Akur- eyri í öðru með 13.073 tonn, Kefla- vík í þriðja með 12.386, 11.531 tonnum var landað erlendis og Hafn- arfjörður var fimmti í röðinni með 11.093 tonn. Langmest var landað af ýsu í Vestmannaeyjum í ágústmánuði, 779 tonnum og 272 tonnum var landað erlendis. Þorlákshöfn var í þriðja sæti með 228 tonn, Reykjavík í fjórða með 147 tonn og Neskaup- Land og synir í skólaútgáfu Skáldsagan Land og synir eftir Indriða G. Þorsteinsson er nýkomin út hjá bókaútgáf- unni Reykholti. Er þessi út- gáfa sérstaklega ætluð fyrir skóla. Gunnar Stefánsson bókmenntafræðingur annað- ist útgáfuna, og skrifar hann inngang, auk þess sem hann hefur tekið saman verkefni fyrir nemendur og ýtarlegar orðaskýringar neðanmáls. Land og synir kom fyrst út 1963, og er hún almennt talin eitt helsta skáldverk höfundar síns. Sagan ger- ist í sveit á kreppuárunum fyrir heimsstyrjöldina síðari, og er við- fangsefni hennar ekki síst að fást við þann vanda sem ungt fólk á þeim tíma stóð frammi fyrir, er. litlir möguleikar virtust framundan í hefðbundnunt sveitabúskap og af þeim sökum helsta úrlausnin að flytjast á mölina. í inngangi sínum gerir Gunnar Stefánsson glögga grein fyrir sögulegu baksviði verksins, auk þess sem hann rekur feril höfundar, lýsir öðrum verkum hans og tengslum þeirra við þessa sögu, og víkur loks að persónum sögunnar og sjónarhornum sögu- manns. Aftast í bókinni eru svo heildarverkefni fyrir nemendur og skrá um heimildarrit. Þetta er þriðja útgáfa af Landi og INDRIÐI C. Þ0R5TEIN550N sonum, en sagan var kvikmynduð árið 1979 undir stjórn Ágústar Guðmundssonar. Kvikmyndin var frumsýnd í ársbyrjun 1980, hlaut á sínum tíma metaðsókn og hefur síðan verið sýnd víða um lönd. Þessi útgáfa er rúmar 160 blaðsíður og prentuð í Prenthúsinu. Kápa er unnin úr mynd úr kvikmyndinni. Námsgagnastofnun mun dreifa bók- inni til skóla. -esig Börn og kvikmynd Sýningin Markaður mögu- leikanna er hugmyndabanki að skapandi vinnu með kvik- myndir og myndbönd. Sýn- ingin er haldin að frumkvæði norræns starfshóps um börn og barnamenningu, sem að þessu sinni ákvað að fjallað yrði um þemað börn og lif- andi myndir. Starfshópurinn sem vann að sýn- ingunni ákvað að leggja megin- áherslu á að safna dæmum um verkefni sem unnin hafa verið á dagheimilum og í skólum, greina frá starfsemi kvikmyndaklúbba fyrir börn og kvikmyndahúsa fyrir böm. í tilkynningu frá starfshópnum kem- ur fram að sameiginlegt með þessum verkefnum sé að öll leggi þau rækt við að draga fram jákvæða þætti þess að horfa á kvikmyndir, gefa börnum færi á að skilja myndmál og setja saman eigið myndefni. Sýningunni er ætlað að benda á leiðir til að vinna með börnum á skapandi hátt, með lifandi myndir til mótvægis við ein- hliða neyslu myndefnis. Sýning þessi hefur farið um öll Norðurlönd að Færeyjum og Græn- landi undanskildum. Gefst nú ís- lendingum kostur á að skoða hluta sýningarinnar og hlýða á fyrirlestra um gerð kvikmynda fyrir börn, um dreifingu og sýningar á barnakvik- myndum, taka þátt í teiknimynda- gerð, heyra um tslensk börn sem útbúa eigið efni á myndböndum bæði til fræðslu og afþreyingar. Sýningin og fyrirlestrar verða haldnir í kennslumiðstöð Náms- gagnastofnunar vikuna 17.-21. októ- ber nk. - ABÓ Iðja, félag verksmiðjufólks á Akureyri ályktar: Engar launaskerðingar „Fundurinn varar stjórnvöld harðlega við að beita kjaraskerð- ingu til að ná markmiðum sínum við stjórn efnahagsmála", segir í ályktun félagsfundar í Iðju, félagi verksmiðjufólks á Akureyri. Þá segir að taxtakaup iðnverka- fólks sé almennt 33-44 þús. kr. á mánuði og ekki gangi að skerða það eða kaupmátt þess. Þess í stað verði að grípa til ráðstafana í anda framkominna tillagna miðstjórnar og forseta ASÍ. - sá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.