Tíminn - 22.09.1988, Blaðsíða 7

Tíminn - 22.09.1988, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 22. september 1988 Tíminn 7 Fasteignamatið: Raunverð íbúða stóð í stað framan af árinu Söluverð fjölbýlishúsaíbúða í Reykjavík á fyrsta fjórðungi þessa árs hækkaði að meðaltali aðeins lítillega (1-2%) umfram hækkun lánskjaravísitölu frá síðasta fjórð- ungi ársins 1987, samkvæmt úreikn- ingum Fasteignamats ríkisins. t>ess- ar tiltölulega litlu verðbreytingar telur FR gefa til kynna að jafnvægi sé að nást á fasteignamarkaðnum, enda raunverð íbúða um síðustu áramót með því hæsta sem það hefur mælst síðustu 20 árin. Söluverð á fermetra íbúðarhús- næðis á fyrstu þrem mánuðum þessa árs var að meðaltali rúmlega 46% hærra heldur en einu ári áður. Það þýðir að íbúðaverðið hækkaði á þessu eina ári í kringum 20% meira heldur en lánskjaravísitalan hækk- aði á sama tímabili. Þessi hækkun var hins vegar töluvert mismunandi eftir íbúðastærðum. Minnstu íbúð- irnar hækkuðu mest (52% í krónum talið) þá tveggja og þriggja her- bergja (um 44%) en þær stærstu minnst (rúm 37%). Meðalverð á fermetra 2ja her- bergja íbúðar var um 34 þús. á fyrsta fjórðungi síðasta árs en komið hátt í 52 þús krónur á sama tíma í ár. Það þýðir að meðalverð 55 fermetra 2ja herbergja íbúðar hækkaði úr 1.870 þús. í um 2.840 þús. á einu ári. Hefði verð hennar aðeins hækkað í takt við verðbólg- una (og þar með húsnæðislánin) hefði hún kostað um 2.290 þús. í byrjun þessa árs. Verð íbúðarinnar hækkaði því um 550 þúsund umfram almennar verðlagshækkanir - þ.e. 24% meira en lánskjaravísitalan og nær 32% meira en byggingarvísital- an, en um 17% meira heldur en greidd Iaun ASÍ- fólks hækkuðu á sama tíma. Fróðlegt er að líta á þróun íbúða- verðs í Reykjavík frá því apríl-júní 1986, þ.e. áður en umræður um nýja húsnæðislánakerfið fóru að hafa áhrif á fasteignaverð, en raunverð íbúða var þá mjög lágt, sem kunnugt er. Hækkanir til jan.-mars í ár eru sem hér segir: íbúðaverð 84% Gr. tímakaup ASÍ 72% Lánskjaravísitala 36% Byggingarvísitala 33% Meðalverð 2ja, 3ja, og 4ra her- bergja íbúða hefur hækkað mjög svipað á þessu tímabili, 84-85% en stærri fjölbýlishúsaíbúðir nokkru minna eða um 76%. Söluverð á fermetra blokkaríbúða: Herberja- Apríl/júní Jan/mars fjöldi: 1986 1988 l-2ja 28.100kr. 51.700kr. 3ja 26.100kr. 47.800 kr. 4ra 25.200 kr. 46.700 kr. Fleiri 25.100 kr. 44.200 kr. Meðaltal: 26.200 kr. 48.300 kr. Um 78 fermetra 3ja herbergja íbúð kostaði t.d. rétt um 2 milljónir kr. að meðaltali vorið 1986. Miðað við hækkun lánskjaravísitölu hefði hún kostað um 2.760 þúsund kr. á fyrsta fjórðungi þessa árs (3.190 þús. nú í september). Raunverulega var meðalverð slíkra fbúða hins vegar komið í 3.730 þús. krónur í jan./ mars í ár. Verðhækkunin var því hátt í eina milljón króna umfram hækkun lánskjaravísitölu á þessu 21 mánaða tímabili. Síðan hefur láns- kjaravísitalan hækkað um rúm 15% þar til nú í september. Það samsvar- ar því að þessi 3.730 þús. króna íbúð mundi nú komin í um 4.290 þús. krónur án þess að hún hafi hækkað að raunvirði frá því í upphafi ársins. -HEI Réttað í Skeiðarétt Nú er sá tímí að fé er rekið af fjalli, réttað og slátrað. I fyrrí viku var réttað í Skeiðarétt og á annarri myndinni er bóndi að reka féð úr dilk sínum á dráttarvagn og er því ekið heim. Á hinni myndinni er hefðbundinn rekstur þar sem sveitamenn ríða á eftir fé sínu á heimleið. í baksýn eru Reykir á Skeiðum. Smábátur sökk við Hvalsnes Þytur SF 1, sex tonna plastbátur af gerðinni Sómi 800, frá Hornafirði sökk í fyrrakvöld þegar hann var staddur 10 til 12 mílur frá Hvalsnesi og 14 til 16 mílur frá Brimnesi. Einn maður var um borð í bátnum og var honum bjargað eftir að hann hafði farið í björgunarbát. Leki kom að bátnum skömmu eftir klukkan 17.00 í fyrradag og var óskað eftir aðstoð nærstaddra báta. Snærún Sh 101 kom að og tók manninn um borð og átti jafnframt að reyna að draga bátinn sem maraði í hálfu kafi að landi. Taug var strengd á milli bátanna, en festing í Þyt rifnaði og sökk báturinn um níuleytið. Tilkynning um atburð barst lög- reglunni á Höfn um kl. 21.00 í fyrrakvöld og var komið með skip- brotsmanninn til Hafnar á tíunda tímanum. Unnið var að skýrslutöku hjá lögreglunni á Höfn í gær, en ekki hefur verið ákveðið hvenær sjópróf fara fram. -ABÓ Fræðimannastyrkir Atlantshafsbandalagsins: Auka þekkingu á málefnum NATÓ Atlantshafsbandalagið mun veita nokkra fræðimannastyrki til rann- sókna í aðildarríkjum bandalagsins á háskólaárinu 1989 til 1990. Mark- mið styrkveitinganna er að stuðla að rannsóknum og aukinni þekkingu á málefnum er snerta Atlantshafs- bandalagið og er stefnt að útgáfu á niðurstöðum rannsóknanna. Styrkirnir nema um 215 þúsund krónum og er ætlast til að unnið verði að rannsóknum á tímabilinu frá maí 1989 til ársloka 1990. Þá er einnig greiddur nauðsynlegur ferða- kostnaður, en gert er ráð fyrir að rannsóknir geti farið fram í fleiri en einu ríki bandalagsins. Styrkirnir sem hér um ræðir skulu að jafnaði veittir háskólamenntuðu fólki og ber styrkþegum að skila lokaskýrslu um rannsóknir sínar á ensku eða frönsku til alþjóðadeildar utanríkisráðuneytisins fyrir árslok 1990. Alþjóðadeild utanríkisráðuneyt- isins veitir upplýsingar um fræði- mannastyrkina og lætur í té umsókn- areyðublöð, en umsóknir þurfa að hafa borist alþjóðadeildinni ekki síðar en 15. desember nk. -ABÓ Stjórnvöld Ársfundur norræna háskóla- mannaráðsins fordæmir lagasetn- ingu sem svipt hefur háskólamenn á Islandi samningsrétti. Fundurinn var haldinn í Osló þann 9. sept sl. og var aðalefni hans að fjalla um alþjóðlegt sam- starf á sviði menntunar og rann- fordæmd sókna og um eftirlaunakerfi á Norðurlöndum. í ályktuninni um samningsrétt íslenskra háskólamanna segir m.a. að samningsréttur sé einn af horn- steinum lýðréttinda sem vestræn samfélög byggja á og með lagasetn- ingunni sé stéttarfélögum bannað að sinna meginhlutverki sínu. -sá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.