Tíminn - 22.09.1988, Blaðsíða 9

Tíminn - 22.09.1988, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 22. september 1988 Tíminn 9 llllllllllllllilll! AÐ UTAN Duarte forseti dauövona: Aukin óöld í El Salvador Jose Napoleon Duarte, forseti El Salvadors, berst nú við krabbamein í lifur á lokastigi og það dylst engum sem sér hann að sú barátta er töpuð. Hann hefur lagt mikið af, er sagður hafa lést um 25 kíló síðan sjúkdómsgreining var gerð. Og hann er búinn að missa hárið. Uppskurður var gerður á honum við Walter Reed Army Medical Center í Washington og læknar þar sögðu hann ekki eiga nema 6 mánuði ólifaða. Erlendur stjórnarerindreki sem hitti hann nýlega sagði það líkast því „að faðma að sér tóm föt“. Jafnframt því sem líkamlegir kraftar Duartes þverra er pólitíska. aflið sem hann byggði upp, flokkur kristilegra demókrata, að fara sömu leiðina. Og nú hefur verið borin upp í þingi E1 Salvadors tillaga þess efnis að svipta skuli forsetann embætti í ljósi þess að hann sé af heilsufars- ástæðum ófær um að sinna em- bættisstörfum. Hvað framundan er í landinu er því í algerri óvissu og kemur það berlega í ljós í nýlegri fréttaskýr- ingu í breska blaðinu The Sunday Times nýlega. Sterkar pólitískar hræringar - sumir vilja setja forsetann af Duarte hefur haldið sig utan sviðsljóssins mánuðum saman en upp á síðkastið hefur hann verið hafður til sýnis fyrir framan al- menning í þeim tilgangi að sann- færa efagjarna og vonsvikna þjóð um að hann og flokkur hans hafi fulla stjórn á landinu, enda eiga forsetakosningar að fara fram í E1 Salvador í mars nk. Og það er svo sannarlega full þörf á að ná eyrum og augum kjósenda nú. Kristilegi demókrata- flokkurinn er klofinn í tvær fylking- ar, hægrisinnaða stjórnarandstað- an á síauknu fylgi að fagna, morð tengd stjórnmálum færast í aukana og vinstrisinnaðir skæruliðar halda ótrauðir sínu striki. En þó að þjóðin hafi fengið að sjá forsetann sinn oftar að undan- förnu en á undangengnum mánuð- um hefur það ekki orðið til að auka traust kjósenda. Á fundi forsetans og ráðherra hans sem sjónvarpað var nýlega var drafandi tal hans svo illskiljanlegt að fréttaskýrandinn varð stöðugt að túlka það sem forsetinn var að segja. Og nýlega varð almenningur enn frekar vitni að því hvernig heilsu- fari forsetans er komið. Þá var hann fluttur með herþyrlu til Chalatenango, sem er við rætur hinna hættulegu hæða í norður- hluta El Salvadors - í þeim erinda- gerðum að vígja framkvæmdir í héraðinu sem eiga að bæta vegi, skóla og vatnslagnir. Hundruð barna og fjölskyldna smábænda þyrptust á torgið í bænum til að hlusta á forsetann flytja stutta ræðu, þar sem hann lýsti því yfir að slíkar framkvæmdir „verði áfram í huga mínum og hjarta aðalástæðan til þess að ég held áfram að lifa“. Til að lýsa forsetann ófæran um að gegna embætti af heilsufars- ástæðum þarf einróma álit fimm lækna, sem þingið hefur skipað til starfans, og síðan samþykki tveggja þriðjuhluta af þing- mönnunum 60. Það má því telja ólíklegt að tillagan um að koma honum úr embætti nái fram að ganga. En flutningur tillögunnar sýnir þó hvað virðingunni fyrir Jose Napoleon Duarte hefur hrakað. Kosningaloforð Duartes um frið og félagslegar umbætur hafa ekki ræst Almennt er álitið að Duarte hafi mistekist að láta rætast loforð sín um að koma á friði og félagslegum umbótum, sem hann gaf þegar hann vann í forsetakosningunum fyrir fjórurn árum. Borgarastríðið, sem nú hefur staðið á níunda ár, heldur áfram af fullum krafti og hefur nú kostað 70.000 mannslíf. Bilið milli auðugra og fátækra hefur breikkað á undanförnum Nú ber forsetinn greinileg merki alvarlegs sjúkdóms og hefur komið fram tillaga ■ þinginu um að setja hann af af heilsufarsástæðum. árum, samkvæmt opinberum upp- lýsingum. Stjórn Duartes hefur orðið skot- spónn ásakana um spillingu og óstjórn. Skuggi grunsemda hvílir, yfir Alejandro syni hans. í sumar hrifsaði Julio Rey Prendes óvænt Jose Napoleon Duarte var kosinn forseti El Salvadors í lýðræðisleg- um kosningum fyrir fjórum árum. Hann naut þá trausts meirihluta þjóðarinnar. til sín völdin í Kristilega demó- krataflokknum, en hann er einn af umdeildustu auðjöfrum E1 Salva- dors. Prendes tókst síðan að fá sig sjálfan útnefndan sem forsetafram- bjóðanda flokksins. Pað þurfti svo íhlutun banda- ríska sendiráðsins til að kollvarpa þeirri ráðaætlan og var það gert á annarri auðmýkjandi „sérstakri“ ráðstefnu flokksins, þar sem Fidel Chavez Mena fyrrverandi utanrík- isráðherra, tilþrifalaus og banda- rískmenntaður maður, hlaut út- nefninguna. Dapurlegt ástand: Þeim fækkar sem fá hreint vatn Hvað varðar þróunarverkefnin sem Duarte er svo stoltur af, sýnir nýleg rannsókn á vegum banda- rískrar stofnunar sem fylgist með alþjóðlegum þróunarverkefnum, að nú hefur aðeins einn af hverjum 10 bændum í E1 Salvador aðgang að ómenguðu drykkjarvatni, en fyrir fjórum árum var hlutfallið þrír af 10. „Petta er reglulega dapurlegt ástand," segir stjórnmálaskýrandi einn. „Duarte hófst handa með háar hugsjónir að leiðarljósi, en einhvers staðar á leiðinni virðist allt hafa gengið úrskeiðis." „Pólitískt séð dó Duarte fyrir þó nokkru," segir vestrænn diplómat. „Nú er bara að sjá hvað hann getur lengi haldið líkamanum gangandi til að þjóna hagsmunum flokksins." En flokksfélagar hans sjá líka eitthvað gott leiða af dauða Duart- es. „Ef forsetinn deyr fyrir kosn- ingarnar í mars hlýtur frambjóð- andi okkar flokks að vinna mikinn fjölda atkvæða út á samúðina," segir nýkosinn aðalritari Kristilega demókrataflokksins. Dauðasveitirnar færa sig upp á skaftið Arena-flokkurinn, sem er lengst til hægri og lýtur forystu stofnand- ans, Roberto D'Aubisson, hefur lengi neitað öllum tengslum við dauðasveitirnar og gerir sér vonir um að hafa sem mestan ávinning af þessu óvissuástandi. Nú erflokkur- inn að reyna að búa sér aðra og hófsamari mynd í augum kjósenda en fyrr. Arena-flokkurinn hefur borið til baka fréttir um að þar eigi sér stað endurskipulagning og flokkurinn sé að endurvopna dauðasveitirnar. En starfsemi dauðasveitanna hefur færst mjög í aukana á þessu ári að sögn mannréttindahópa. Þó að manndráp séu ekki enn í eins stórum stíl og á árunum 1980-1982 er mat eins evrópsks stjórnarerind- reka að á dag séu að meðaltali drepnir 10 manns af stjórn- málaástæðum. Borgarastríðið í sjálfheldu Sjálft borgarastríðið er nú í sjálf- heldu. Nefnd fjögurra háttsettra yfirmanna í bandaríska hernum komst nýlega að þeirri niðurstöðu að tveggja milljarða dollara hern- aðaraðstoð Bandaríkjamanna til að berjast-gegn uppreisnarmönn- um hafi engan árangur borið. Á meðan óvissan ríkir halda rafmagnstruflanir áfram og unnin eru skemmdarverk á háspennu- möstrum. í höfuðborginni San Sal- vador má heyra sprengjur springa í fjarska þegar herinn reynir að flæma skæruliða út úr felustöðum í innan við 20 mílna fjarlægð. Margir íbúar E1 Salvador reikna með því að skæruliðarnir hrindi af stað mikilli sókn fyrir forsetakosn- ingarnar í Bandaríkjunum. „Þeir vildu gjarna halda að þeir valdi fyrstu kreppu nýrrar stjórnar í utannkismálum,“ segir evrópskur stjórnarerindreki.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.