Tíminn - 22.09.1988, Blaðsíða 11

Tíminn - 22.09.1988, Blaðsíða 11
10 Tíminn. Fimmtudagur 22. september-1988 FimmtudagUr 22. september 1988 iTíminri 11 ÓL-Sund 20 ára Surinam-búi sló Biondi og Gross við - Þrjú heimsmet auk tveggja Ólympíumeta sett í sundinu í gær Úrslitasundin á Ólympíuleikunum í Seoul í gær voru geysispennandi. Árangurinn var líka frábær, þrjú heimsmet iitu dagsins Ijós og þar að auki tvö ný Ólympíumet. Enn tapar Biondi Metaskriðan fór af stað í 100 m flugsundi karla. Búist var við einvígi milli þeirra Matt Biondi frá Banda- ríkjunum og Ólympíumeistarans Michael Gross frá V-Þýskalandi. Matt Biondi hafði forystu í sundinu alveg fram á síðustu sentimetrana, en þá skaust óþekktur sundmaður frá Surinam, fram fyrir Gross og tryggði fyrstu gullverðlaun til handa landi sínu sem er lítið land á norður- strönd S-Ameríku. Surinam liggurá milli Guyana og frönsku Guiana. Tími hans var 53.00 sek., en þessi þeldökki piltur, Anthoni Nesti, átti gífurlegan endasprett og heimsmet var staðreynd. Matt Biondi fékk silfrið, kom í mark á 53,01 sek. þannig að ljóst er að aðeins hefur munað nokkrum sentimetrum á fyrsta og öðrum manni í sundinu. Andrew Jameson frá Bretlandi varð 3. á 53,30 sek. og fékk bronsið. Jonathan Sieben frá Ástralíu varð í fjórða sæti á 53,33 sek. og fyrrum Ólympímeistari Mic- hael Gross frá V-Þýskalandi varð enn og aftur 5. á 53,40 sek. Fyrstu verðlaun Costa Rica Heike Friedrich varð Ólympíu- meistari í 200 m skriðsundi kvenna er hún synti vegalengdina á 1,57,65 mín. ogsetti nýtt Ólympíumet. Silfr- ið hreppti Silvia Poll frá Costa Rica á 1,58,67 mín. og Costa Rica vann þar með sín fyrstu verðlaun á Ólympíuleikum. Bronsið féll í skaut Manuelu Stellmach frá A-Þýskal- andi, en hún synti á 1,59,01 mín. Yfirburðir Darnyi Tamas Darnyi frá Ungverjalandi hafði mikla yfirburði í 400 m fjór- sundi karla og sigraði á 4,14,75 mín. sem er nýtt heimsmet. Hann átti sjálfur eldra metið sem var 4,15,42 mín. Silfurverðlaunin hlaut Banda- ríkjamaðurinn David Wharton, en hann synti á 4,17,36 mín. Stefano Battistelli frá Ítalíu krækti í bronsið, synti á 4,18,01. mín. Verðlaunastaðan Sovétríkin Bandaríkin Búlgaría Bandaríkin Ítalía Júgóslavía Kína Vestur-Þýskaland Suður-Kórea Pólland Rúmenía Ungverjaland Ástralía Tékkóslóvakía Bretland Noregur Surinam Tyrkland Japan Svíþjóð Frakkland Costa Rica Finnland Belgía gull 7 4 4 3 2 2 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 0 0 0 0 0 0 silfur 3 4 3 3 0 0 3 2 2 2 2 1 1 1 0 0 0 0 2 2 1 1 1 0 brons 8 3 2 3 1 1 4 3 2 1 0 1 0 0 1 0 0 0 1 1 1 0 0 1 Luxemborg. Svisslendingar sigruðu Luxemborgara í 7. riðli undankeppni HM í gærkvöld með fjórum mörkum gegn einu. Dusseldorf. V-fjóðverjar sigruðu Sovétmenn í vináttulandsleik í gærkvöldi. Sigurmarkið kom á 57. mín. og var þar á ferðinni Sergei Schmatovalenko, sem gerði sjálfsmark. Amsterdam. Ajax tapaði 4-1 fyrir PEC Zwolle í 1. deildinni í gærkvöld. PSV Eindhoven vann Maastricht 3-1. PSV eru í efsta sæti deildarinnar með 11 stig. Brussel. Heil umferð var leikin í belgísku 1. deildinni í gærkvöld. Ander- lecht vann Club Brugge 1-0 og Genk gerði markalaust jafntefli gegn Molen- beek. Anderlecht hefur forystu í deildinni ásamt Mcchelen með 16 stig. Madrid. Spánarmeistarar Real Ma- drid unnu bikarmeistara Barcelona 2-0 í fyrri leik liðanna í spönsku meistara- keppninni í gærkvöld. Pað voru þeir Michel Gonzalez og Hugo Sanchez sem gerðu mörk Madridinga. ÓL-Siglingar: Gunnlaugur og Isleifur komnir í 17. sætið Frá Pjetrí Sigurðssyni fréttamanni Tímans í Seoul: „ Aðstaðan hérna í Pusam er ágæt, en helstu vandræðin eru hvað straumar og vindar eru breytilegir," sagði Gunnlaugur Jónasson siglinga- kappi eftir annan keppnisdag sigling- anna í gær. „Við vorum í 21. sæti eftir fyrsta keppnisdaginn, en þá gekk okkur frekar illa. Það var svo ofsalegur vindur að við hvolfdum bátnum, en Enskutúlkurinn talar ekki ensku Frá Pjetri Sigurðssyni fréttamanni Tímans í Seoul: Nokkuð er unt að keppendur hér í Scoul eigi í crfiðleikum nieð að gera sig skiljanlega. Þó eru túikar hér á hverju strái. Verst er ástandið í Pusain, þar seni siglingakeppnin fer frain. Þeir Gunnlaugur Jónasson og ísleifur Friðriksson fengu enskutúlk til liös við sig þegar við koniuna til Pusain. Sá böggull fylgdi hins vegar skammrifi að túlkurinn talar alls ekki ensku. Hafa þeir Gunnlaugur og íslcifur reynt að kenna túlkinum enska tungu síðustu 3 vikurnar, en án sýnilegs árangurs. PS/BL í gær náðum við að halda okkur á réttum kili og náðum 17. sæti eftir daginn. Við höfum æft stíft eftir að búið . var að mæla bátinn, en það var 9. september og einnig höfum við reynt að mæla og reikna út strauma til þess að finna út kerfi, en það er mjög erfitt. í gær vorum við einn og hálfan tíma að komast af stað, vegna þess hvað mikið var um þjófstört. Annars er allt gott að frétta, við höfum notað kvöldin til þess að slappa af, en höfum þó skroppið af og til í bæinn til þess að versla. ísleifur er fullkomlega búinn að ná sér af meiðslunum sem hann hlaut á ökkla og hefur æft af fullum krafti,“ sagði Gunnlaugur að lokum. í siglingakeppninni er keppt 7 daga í röð og 6 bestu dagarnir telja. Þetta sæti þeirra félaga gæti breyst í dag, en nokkuð er um kærur og gætu þeir því hugsanlega færst framar urh sæti. Keppninni verður framhaldið í dag. PS/BL Hómer með heimsmet A-Þýska stúlkan Silke Hörner setti nýtt heimsmet í 200 m bringu- sundi kvenna er hún sigraði á 2,26,71 mín. Huang frá Kína fékk silfurverð- launin á 2,27,49 mín. og Antonietta Frenkeva frá Búlgaríu vann bronsið, synti á 2,28,34 mín. Biondi fékk gull Gross komst á pall Bandaríkjamenn urðu Ólympíu- meistarar í 4x200 m skriðsundi karla. Bandaríska sveitin tók forystuna í síðustu ferðinni, þegar Matt Biondi tók á honum stóra sínum í lauginni. Biondi fékk þar með sitt fyrsta gull á leikunum, en áður hefur hann hlotið silfur og brons. Fyrir leikana var búist við því að Biondi mundi sópa til sín gullverðlaununum. Tími bandarísku sveitarinnar var 7,12,51 mín. sem er nýtt heimsmet. V-Þýsk sveit átti fyrra heimsmet, sem var 7,13,10 mín. A-Þýska sveitin náði silfrinu í gær, synti á 7,13,68 mín. Sveit V-Þýskalands varð í þriðja sæti á7,14,35 mín. ogÓlympíuogheims- meistarinn Michael Gross, komst þar með loks á pall á leikunum, en hann synti síðasta sprettinn fyrir V- Þjóðverja. Eðvarð Þór og Magnús keppa í dag { dag keppa tveir íslenskir sund- menn á leikunum. Eðvarð Þór Eð- varðsson, helsta von íslands í sund- inu, keppir í 200 m baksundi og Magnús Ólafsson keppir í 100 m skriðsundi. Við íslendingar bindum miklar vonir við Eðvarð Þór og komist hann í úrslit, eins og flestir vona, þá verða úrslitin einnig í dag. BL Ómar Torfason fyrir opnu marki Ungverja í leiknum í gær. Ekki tókst honum að skora frekar en öðrum leikmönnum íslands, sem áttu rnjög slakan dag. Tímamynd Gunnar. Knattspyrna: 3 mörk á fyrstu 19 mín. gerðu útslagið Lyftingar. Búlgarinn Angel Gu- enchev setti þrjú heimsmet í gær. Hannsnaraði 160 kg, jafnhenti 202,5 kg op samanlagt er árangurinn einnig heimsmet 362,5 kg. Fimleikar. Sovétríkin sigruðu í sveitakeppni kvenna, hlutu 395,475 stig. Rúmenía fékk silfrið, hlaut 394,125 stig og A-Þýskaland fékk bronsið með 390,875 stig. Grísk rómversk glíma. Norð- maðurinn Jon Ronningen tryggði Noregi gullverðlaun í fluguvigt í gær, en það eru fyrstu verðlaun Noregs á leikunum. Silfrið fékk Japani og bronsið hlaut S-Kóreubúi. í veltivigt sigraði Kim Young-nam frá S-Kóreu, Sovétmaður hirti silfrið og Pólverji bronsið. í þungavigtinni sigraði Andrezej Wronki frá Póllandi, en V-Þjóðverji hreppti silfrið og Bandaríkjamaður bronsið. íslenska landsliðið í knattspyrnu tapaði stórt fyrir Ungverjum í vináttulandsleik í knattspyrnu á Laugardalsvelli í gærkvöld. Þeir fáu áhorfendur sem lögðu leið sína í Laugardalinn í gær voru varla búnir að vclja sér sæti í tómri stúkunni, þegar Ungverjar voru búnir að skora. Guðna Bergssyni urðu á slæm mistök í vörninni og József Kiprich skoraði fyrir Ungverja. En íslendingar sneru vörn í sókn og aðeins mínútu síðar komst Sigurður Grét- arsson einn innfyrir vöm Ungverja, en, skot hans fór hárfínt framhjá markinu. Á 17. mín. lék István Vincze inní vítateig Islands og skoraði næsta auðveld- lega undir Bjarna Sigurðsson í markinu. ÓL-úrslit Knattspyrna Túnis-Kína...................0-0 Svíþjóð-V-Þýskaland..............2-1 Ítalía-Írak .....................2-0 Zambía-Guatemala.................4-0 Handknattleikur kvenna S-Kórea-Tékkóslóvakía .... 33-27 Júgóslavía-Bandaríkin .....19-18 Sovétríkin-Kína............24-19 Noregur-Fílabeinsströndin. . . 34-14 Reiðarslagið kom 2 mín. síðar. Eftir skemmtilegt samspil Ungverja fékk Kipr- ich knöttinn hægra megin í vítateig íslands, hann skaut föstu skoti í bláhornið, vinstra megin framhjá Bjarna, 3-0. Sem betur fer tókst Ungverjum ekki að gera fleiri mörk í hálfleiknum, en þeir Ragnar Margeirsson og Pétur Ormslev áttu báðir góð færi til að minnka muninn fyrir hlé, en þeim brást báðum bogalistin. Leikurinn jafnaðist nokkuð í síðari hálf- leik og áttu íslendingar nokkur færi. Á 53. mín. var stórhætta í vítateig Ungverja en Ómari Torfasyni mistókst að skora, eftir að hann fékk knöttinn frá Sigurði Grétars- syni. Stuttu síðar svöruðu Ungverjar með skoti í þverslá. Þeir Sigurður Jónsson og Sævar Jónsson áttu báðir hörkuskot að marki Ungverja á 60. mín. en markvörður j þeirra varði. Færin fóru forgörðum í síðari hálfleik og leiknum lauk þvi með 3-0 sigri Ungverja. íslenska liðið var arfaslakt í þessum leik, þrátt fyrir að það væri skipað sömu leikmönnum og í leiknum gegn Sovét- mönnum í lok síðasta mánaðar, aðeins vantaði þá Ásgeir Sigurvinsson og Arnór Guðjónsen. Að vísu munar mikið um þá, en fjarvera þeirra telst ekki gild afsökun fyrir tapinu. fslensku leikmennirnir virtust hafa jafn litinn áhuga á leiknum og áhorfendur, sem voru aðeins um 500. Ef liðið leikur svona gegn Tyrkjum og A-Þjóðverjum í Heims- meistarakeppninni í næsta mánuði, geta forráðamenn KSÍ stungið Ítalíu (1990) voninni undir stólinn í bili. Skástu menn í lélegu liði íslands voru þeir Atli Eðvaldsson og Sigurður Jónsson. BL Knattspyrna-Drengjalandsliö Islenskur sigur ísland vann öruggan, 1-0, sigur á Norðmönnum í drengjalandsleik í knattspyrnu á KR-vellinum í gær. Leikurinn var fyrri leikur liðanna í undankeppni Evrópukeppninnar. Sigurmark fslands gerði Arnar Gunn- laugsson, annar markatvíburanna, frá Akranesi. Arnar fékk tækifæri til þess að bæta öðru marki við, er hann tók vítaspyrnu, en honum brást þá skotfimin. Síðari leikur liðanna verður í Noregi og það lið sem vinnur saman- lagt fer í úrslit keppninnar. BL Sagt eftir leikinn Sigi Held landsliðsþjálfari „Ef menn mæta með svona hugarfari að í landsleiki er ekki von á góðu. Menn verða að skilja að þótt um vináttulands- leik sé að ræða þá vera menn að berjast allan tímann. Ef menn ætla að reyna að leika eins og S-Amcríku þjóð þá verða þeir að vera viðbúnir svona úrslitum. Ungverska liðið er mjög gott og refsaði okkur fyrir hver mistök í upphafl leiksins. Það er mjög erfítt að ná sér upp eftir að hafa fengið á sig 3 mörk í upphafí. Við verðum að hafa hugann við leikinn allan tímann, annars náum við ekki árangri.” Aðspurður um hvort vænta mætti breytinga á liðinu í kjölfar þessa ósigurs sagði Held að hér væru fáir góðir leik- menn. Valið stæði á milli um 25 manna og velja þyrfti þá menn sem tilbúnir væru að berjast allan leiktímann. Gyoergy Mezey þjálfari Ungverja „íslenska liðið er hættulegt lið og vel skipulagt og lék vel í þessum leik, ef frá eru taldar fyrstu 20 rnín. og mörkin. Það vantaði inenn í liðið eins og Ásgeir Sigurvinsson og Arnór Guðjónsen, sem báðir eru mjög góðir leikmenn og ég held að liðið sé mjög sterkt þegar þeir eru með. Aftur á móti vantaði 8 menn í okkar lið. Ég vil óska islenska liðinu góðs gengis í leikjunum í Evrópukeppninni í næsta mánuði,“ sagði Mezey, hinn geð- þekki þjálfari Ungverja að lokum. BL ÓL-Júdó „HEFDIVERIÐ BETRA AÐ FÁ VIDRÁDANLEGAN AFRIKUMANN SVONAI BYRJUN KEPPNINNAR“ - segir Sigurður Bergmann júdókappi sem þarf að gl íma við kjötfjall frá Egyptalandi Frá Pjelri Sigurdwyni frétlamanoi Timans í Seoul: „Þetta hefði mátt vera betra, ég fékk geysisterkan Egypta, silfur- hafa á tveimur síðustu heimsmeist- arakeppnum og siðustu Ólympíu- leikum,“ sagði Sigurður Bcrgmann júdókappi þegar Ijóst var hver í yrði mótherji hans í júdókeppni Ólympíuleikanna, cn þar keppir Sigurður í +95 kg þyngdarflokki. Sigurðar keppir við Egyptann í 2. umferð, en situr hjá i þeirri fyrstu. „Hann er 147 kg og það er mikill inunur þar scm ég er ekki nema 110 kg. Minn eini mögulciki er að ná honum á hrcyfíngu og þreyta hann, hann er svo rosalega þungur. Það heföi nú vcrið betra að fá viðráðanlegan Afrikumann, svona í byrjun keppninnar,“ sagði Sig- urður Bergmann. Bjarni Friðriksson, bronsverð- launahufí frá lcikunum í Los Ange- lcs, fær annaðhvort Brasilíumann eða Breta sem mútherja, cn hami situr einnig hjá í fyrstu umferð. Bjarni ætti að ciga mjög góða möguleika gegn þeim, þar sém hann hefur glímt við þá báða áður og þekkir mjög vel til þeirra. PS/BL NÁMSMENN ATHUGIÐ! Ný hraðvirk, létt og handhseg TA Tríumph-Adler skríf- stofurítvél á verði skólarítvélar. Sendum í póstkröfu Góð hönnun og glæsilegt útlit einkenna ritvélarnar frá TA Triumph-Adler • Prenthraði 13 slög/sek • ”Lift off” leiðréttingar- búnaður fyrir hvern staf eða orð. • 120 stafa leiðréttingarminni • Sjálfvirk: miðjustilling undirstrikun feitletrun • Handfang og lok. auk ýmissa annarra kosta sem prýða eiga ritvél morgun- dagsins. Komdu við hjá okkur eða hringdu og fáðu frekari upplýsingar. Einar J. Skúlason hf. Grensásvegi 10, sími 686933

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.