Tíminn - 22.09.1988, Blaðsíða 16

Tíminn - 22.09.1988, Blaðsíða 16
16 Tíminn Fimmtudagur 22. september 1988 Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: Aarhus: Alla þriðjudaga Svendborg: Annan hvern þriðjudag Kaupmannahöfn: Alla fimmtudaga Gautaborg: Alla föstudaga Varberg: Annan hvern miðvikudag Moss: Annan hvern laugardag Larvik: Alla laugardaga Huil: Alla mánudaga Antwerpen: Alla þriðjudaga Rotterdam: Alla þriðjudaga Hamborg: Alla miðvikudaga Helsinki: Hvassafell..........5/10 Gloucester: Este ...............23/9 Este ............. 13/10 New York: Este ...............25/9 Este ..............15/10 Portsmouth: Este ...............25/9 Este ............. 15/10 - —117'-' SKIPADE/LD SAMBAND&NS UNDABGÖýU 9A-Tbl BEVKJAVlK SlMI 698100 ■ A. ± ± ± A A A. A. TAKN TRAUSTRA FLUTNINGA Félagsvist Húnvetningafélagsins Félagsvist verður spiluð laugardaginn 24. september kl. 14:00 í Félagsheimilinu HÚNABÚÐ, Skeifunni 17. Allir vel- komnir. Hríngur Jóhannesson. Hringur sýnir í Gallerí Borg Hringur Jóhannesson sýnir olíumál- verk og litkrítarmyndir 15.-27. septem- ber í Gallerí Borg, Pósthússtræti 9. Verkin eru frá síðustu tveimur árum. Hringur er fæddur 1932. Hann hefur haldið yfir 20 einkasýningar í Reykjavík og annars staðar á íslandi á árunum 1962-1988 og tekið þátt í um 50 samsýn- ingum hér á landi og erlendis. Verk hans eru á Listasafni íslands, Listasafni ASÍ og Listasafni Háskóla íslands, og í mörgum opinberum byggingum og söfnum. Hann híaut starfslaun listamanna f 12 mánuði 1982. Hefur verið kennari við Myndlistar- skólann í Reykjavík síðan 1962 og gegnt fjölda trúnaðarstarfa fyrir listamenn, m.a. áttsæti ísafnráðiListasafnsIslands. Sýningin er opin virka daga kl. 10:00- 18:00 og um helgar kl. 14:00-18:00. Sýningunni lýkur þriðjudaginn 27. sept- ember. BILALEIGA með útibú allt í kringuiri landið, gera þér mögulegt að leigja bíl á einum stað og skila honum á öðrum. Reykjavík 91-31615/31815 Akureyri 96-21715/23515 Pöntum bíla erlendi? interRent Bilaleiga Akureyrar KENNARA- HASKOLI Frá Kennaraháskóla Islands ÍSL ANDS B.A. nám í sérkennslufræðum Kennaraháskólinn áætlar að bjóða upp á eftirfarandi nám í sérkennslufræðum sem hefst að hausti 1989, með fyrirvara um þátttöku og fjárveitingar. Þetta er auglýst nú, með ofangreindum fyrirvara, til að þeir, sem áhuga kunna að hafa á þátttöku geti sótt um orlof (heilt eða hlutaorlof) fyrir lok september n.k. B.A. nám í sérkennslufræðum, fyrri hluti. Þetta er hlutanám með starfi, sem tekur allt að tvö ár. B.A. nám í sérkennslufræðum, síðari hluti. Þetta er fullt nám sem tekur eitt ár. Frekari upplýsíngar og umsóknareyðublöð fást í Kennarahá- skólanum. Rektor. Atríði úr Sveitasinfóníu Ragnars Arnaids. Fyrsta frumsýning vetrarins í IDNÓ: Sveitasinfónía eftir Ragnar Arnaids í kvöld, fimmtudaginn 22. sept. kl. 20:30 verður í Iðnó frumsýning á leikrit- inu Sveitasinfóníu eftir Ragnar Arnalds. Leikstjóri er Þórhallur Sigurðsson, en tónlist er eftir Atla Heimi Sveinsson. Sigurjón Jóhannsson sá um leikmynd og búninga, en Lárus Björnsson um lýsingu. Leikendur eru: Edda H. Backman, Valdimar örn Flygenring, Margrét Áka- dóttir, Gunnar Eyjólfsson, Orn Arnason, Valgerður Dan, Sigríður Hagalín, Stein- dór Hjörleifsson, Þorsteinn Gunnarsson, Sigurður Karlsson, Jakob Þór Einarsson, Jón Hjartarson, Guðjón Kjartansson, Flóki Guðmundsson, Helga Kjartans- dóttir, Unnur Ösp Stefánsdóttir, Sverrir Örn Arnarson og Freyr Ólafsson. í fréttatilkynningu frá Leikfélagi Reykjavíkur segir: „Sveitasinfónía er al- vöru gamanleikrit um drauga, ástir, stjórnmál, brennivín, graðhesta og góðar stundir í sveitinni." Petrí Sakari, stjómandi Sinfóníuhljóm- sveitar íslands. Kynningartónleikar S.I. Sinfóníuhljómsveit íslands heldur sína árlegu kynningartónleika í Háskólabíói í kvöld, fimmtud. 22. sept. Þrjú verk verða á efnisskránni, Serenaða fyrir blásara eftir Richard Strauss, Trompetkonsert eftir Johann N. Hummel og aða lokum tónlist úr Carmen eftir Georges Bizet í útsetningu Schedrins. Einleikari á tónleikunum verður Ásgeir H. Steingrímsson, trompetleikari í Sin- fóníuhljómsveitinni. Hann lauk einleik- araprófi frá Tónlistarskólanum í Reykja- vík 1979 og stundaði framhaldsnám í New York til ársins 1983. Frá 1985 hefur hann verið fastráðinn trompetleikari í Sinfóníuhljómsveitinni. Stjórnandi á tónleikunum verður ný- Ásgcir H. Stcingrímsson trompctleikari, sem leikur einleik með Sinfóníuhljóm- sveitinni í kvöld. ráðinn aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníu- hljómsveitarinnar, Finninn Petri Sakari. Hann er nú kominn til íslands til fullra starfa með hljómsveitinni næstu tvö ár. Petri Sakari er aðeins þrítugur að aldri og er einn þeirra ungu Finna, sem vakið hafa athygli víða í Evrópu fyrir frábæra hljóm- sveitarstjórn. Hann er jafnframt fiðluleik- ari og lék um tíma með Útvarpshljóm- sveitinni í Helsinki. Nú stendur yfir sala áskriftarskírteina á reglulega tónleika hljómsveitarinnar í vetur og lýkur endurnýjun fyrri áskriftar- skírteina 23. sept. í næstu viku hefst svo almenn sala áskriftarskírteina og jafn- framt lausamiða á tónleika hljómsveitar- innar á fyrra misseri. Listsýning „Undir pilsfaldinum" Sunnudaginn 25. sept. lýkur samsýn- ingu listamannanna Árna Ingólfssonar, Hrafnkels Sigurðssonar, Kristjáns Stein- gríms og Ómars Stefánssonar í galleríinu „Undir pilsfaldinum", Vesturgötu 3B. Fjóra síðustu sýningardagana verða uppákomur á hverju kvöldi og hefjast þær kl. 21:00. Þarna verða framdir gjörn- ingar, sýndar verða stuttmyndir og flutt tónlist. I kvöld, fimmtud. 22. sept. verður uppákoman Regnhlífarsamtökin Jói á Hakanum. Síðan á hverju kvöldi stutt- myndir, myndbönd, tónleikar, jass, upp- lestur o.fl. Árbæjarsafn Árbæjarsafn er aðeins opið um helgar í septembermánuði. Opnunartími er kl. 10:00-18:00. Frá Neskirkju Farið verður í ferð um Þjórsárdal sunnudaginn 25. september. Lagt verður af stað frá kirkjunni kl. 13:00. Skoðaður Sögualdarbærinn, Stöng o.fl. Veitingar verða í félagsheimilinu Ámesi. Sr. Guðm. Óskar Ólafsson t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför föður okkar, tengdaföður og afa Ásgríms Kristinssonar frá Ásbrekku Ása Ásgrímsdóttir Ólöf H. Ásgrímsdóttir Guðmundur Ó. Ásgrímsson Þorsteinn E. Ásgrímsson Sigurlaug I. Ásgrímsdóttir Ólafur S. Ásgrímsson Snorri Rögnvaldsson Lilja Huld Sævars og barnabörn Ólafur R. Árnason Pálmi Bjarnason Ólafía Pétursdóttir Ingibjörg Sigurðardóttir Birna Halldórsdóttir Magnús Jóhannsson Ferðalag Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Síðasta ferð félagsins í sumar verður „Þingvallahringur". Lagt verður af stað frá Umferðarmið- stöð BSÍ laugard. 24. sept. kl. 10:00. Ekinn verður Suðurlandsvegur að vega- mótum við Geitháls. Þar verður beygt út af og farinn gamli Þingvallavegurinn (Kóngsvegur) og sveigt inn á nýja Nesja- vallaveginn skammt austan við Dalland (Miðdal). Ekið síðan um Mosfellsheiði fram hjá Hengli og um Sköflung að hverasvæðunum við Nesjavelli. Stansað þar og virkjunin skoðuð. Síðan ekið um Grafning og til Þingvalla. Frá Þingvöllum verður farið með Þing- vallavatni að austanverðu og niður Grímsnes og til Selfoss. Borðað á Hótel Selfossi. Ekið um nýju Óseyrarbrúna og um Þorlákshöfn, síðan um Þrengslin til Reykjavíkur. Farið kostar 2000 kr. og þar í er matur innifalinn. Uppboð á vegum Gallerís Borgar verða haldin 2. október og 4. desember n.k. Félag eldri borgara Opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3 í dag, fimmtudaginn 22. sept. Kl. 14:00 - Frjáls spilamennska, t.d. bridge eða lomber. Kl. 19:30-Félagsvist, spilað hálft kort. Kl. 21:00 Dansað. Helgarferðir F.í. 23.-25. sept. Landmannalaugar - Jökulgil Gist í sæluhúsi F.f. í Landmannalaug- um. Upphitað hús með eldunaraðstöðu og notalegu gistirými. Jökulgilið er nátt- úrusmíð sem vert er að skoða. Núna er rétti tíminn. | Þórsmörk - haustlitaferð Gist í Skagfjörðsskála/Langadal. ; Haustið er sérstakt í Þórsmörk. Það er í þess virði að kynnast óbyggðum íslands á 1 haustin. Brottför í helgarferðirnar er kl. 20:00 á föstudag. Upplýsingar og farmiðasala á | skrifstofu F.I. Oldugötu 3. Námskeið hjá Slysavarnaskóla sjómanna Almenn námskeið hjá Slysavarnaskóla sjómanna, sem enn eru laus til umsókna, verða haldin sem hér segir: Október:ll.-14. og 18.-21. Nóvember: 1.-4., 15.-18. og 22.-25. Desember: 6.-9. og 13.-16. Námskeiðin verða haldin um borð í skólaskipinu SÆBJÖRGU, sem liggur við Norðurgarð í Reykjavíkurhöfn. Nánari upplýsingar verða veittar á daginn í síma 985-20028, en á kvöldin og um helgar í síma 91-19591. Nýtt merki Sinfóníu- hljómsveitar íslands Merki það, sem prýðir efnisskrá Sin- fóníuhljómsveitar Islands nú, teiknaði ung grafík-listakona, Aðalbjörg Þórðar- dóttir. Aðalbjörg útskrifaðist frá Háskóla íslands 1979 sem líffræðingur, en sneri sér að myndlistarnámi árið eftir. Hún lauk námi frá og Myndlistar- og handíða- skólanum sl. vor og valdi sér merki fyrir Sinfóníuhljómsveit fslands sem loka- prófsverkefni. Hún hefur fengist við myndskreytingar barnaefnis fyrir bækur og sjónvarp, auk þess sem hún hefur starfað á auglýsingastofu. Merkinu lýsir Aðalbjörg á eftirfarandi hátt: „F-lykillinn er rittákn í tónlist eins og öllum er kunnugt, sem eitthvað þekkja til tónlistar. Fuglinn hefur verið tákn tónlistar í gegnum aldimar. Saman mynda þessi tvö tákn, F-lykillinn og fuglinn, eina heild, sem líkist eilífðar- tákninu (Jing-Jang), en það er mjög við hæfi, þar sem tónlistin er eilíf." Listasafn Einars Jónssonar Listasafn Einars Jónssonar er opið alla laugardaga og sunnudaga kl. 13:30-16:00. Höggmyndagarðurinn er opinn alla dagafrákl. 11:00- 17:00. KVENNAATHVARF Húsaskjól er opið allan sólarhringinn og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi í heimahúsum eða orðið fyrir nauðgun. Síminn er 21205 - opiiui allan sólar- hrínginn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.