Tíminn - 23.09.1988, Blaðsíða 2

Tíminn - 23.09.1988, Blaðsíða 2
2 Tíminn f,Kci vJi’iViV'.' ^wvviv)-) Föstudagur 23. september 1988 Fundur um umferðarfræðslu og öryggi skólabarna hjá fræðslustjóra í gær: Getum ekki beðið eftir kerfisköll- um á meðan fólk deyr í umferðinni „Slysin eru af mannavöldum og ekkert sjálfgert að þau eigi sér stað. Það er umhugsunarefni hversu um- ferðarslys á börnum og unglingum eru svo miklu tíðari hér en í nág- rannalöndunum og hversu stóran hlut nýliðar í meðferð ökutækja eiga í umferðarslysum hér á landi. Það virðist ljóst að umferðarfræð- sluna þarf að efla í skólunum og spurning hvort ekki sé tilefni til að hækka lágmarksaldur til ökurétt- inda,“ sagði Áslaug Brynjólfsdóttir fræðslustjóri Reykjavíkur þegar hún setti fund sem hún hafði boðað til í gær. Fjallað var um umferðarfræðsluna í grunnskólum borgarinnar og um öryggi skólabarna í umferðinni almennt. Þarna voru fulltrúar frá flestum skólum borgarinnar, skóla- stjórar, kennarar og foreldrar, fólk frá Þjóðarátakshópnum um umferð- aröryggi, námsstjóri umferðarfræð- slu og fulltrúi Umferðarnefndar Reykjavíkur. „Slysin eru af mannavöldum og ekkert sjálfgert að þau eigi sér stað. Það er umhugsunarefni hversu um- ferðarslys á börnum og unglingum eru svo miklu tíðari hér en í ná- grannalöndunum og hversu stóran hlut nýliöar í meðferð ökutækja eiga í umferðarslysum hér á landi. Það virðist ljóst að umferðar- fræðsluna þarf að efla í skólunum og spurning hvort ekki sé tilefni til að hækka lágmarksaldur til ökurétt- inda,“ sagði Áslaug Brynjólfsdóttir fræðslustjóri Reykjavíkur þegar hún setti fund sem hún hafði boðað til í gær. Fjallað var um umferðarfræðsluna í grunnskólum borgarinnar og um öryggi skólabarna í umferðinni almennt. Þarna voru fulltrúar frá flestum skólum borgarinnar, skóla- stjórar, kennarar og foreldrar, fólk frá Þjóðarátakshópnum um umferð- aröryggi, námsstjóri umferðarfræð- slu og fulltrúi Umferðarnefndar Reykjavíkur. Lagðar voru fram hugmyndir um verkefni sem áhugahópar geta unnið að samhliða sjálfri umferðarfræðsl- unni og Guðmundur Þorsteinsson námsstjóri kynnti nýtt umferðar- fræðsluefni fyrir grunnskólana. Þetta efni er sænskt og búið er að þýða það og staðfæra. Skólarnir eru byrjaðir og ökumönnum ber að sýna gát í nágrenni skóla. Þessi mynd er að vísu sett á svið en mýmörg dæmi eru þess að börn hafa skyndilega hiaupið í veg fyrir bíla með hörmulegum afleiðingum. l íimimynd Ární Bjama Á fundinum tóku til máls frá Þjóðarátakshópnum um umferðar- öryggi þær Helga Thorberg og Ragn- heiður Davíðsdóttir og gagnrýndu mjög harkalega opinbera aðila sem að umferðarmálum starfa og sögðu að þeir allir, umferðarráð, kennarar, skólastjórar, lögregla og umferðar- nefndir svo sem eins og umferðar- nefnd Reykjavíkur gæti ekki lengur setið með hendur í skauti. Fólk gæti ekki lengur beðið eftir að einhverjir kallar hugsuðu sig um áratugum saman. Nú væri kominn tími athafna og kanna þyrfti snarlega hvað fólk vildi til þess að tryggja öryggi barna sinna í umferðinni og síðan hrinda því í framkvæmd. Það næði td. engri átt að opinberir aðilar væru að þvælast fyrir því að td. hraðahindranir yrðu settar upp í ljósi þess að þar sem þær hafa verið settur upp, hefur slysum fækkað um helming. Fulltrúar áhugahópsins lögðu þó áherslu á að ekki væri verið að gera lítið úr því sem vel hefði verið gert, heldur vildi hópurinn knýja á skjótar úrbætur og til að undirstrika þennan vilja sinn væri ætlunin að efna til stóruppákomu í öllum skólum borg- arinnar um miðjan nóvember n.k. sem mun ná hámarki á Lækjartorgi þar sem fram mun koma fjöldi fólks með efni í tali og tónum. í lok fundarins var samþykkt ein- róma eftirfarandi ályktun: Hver skóli þarf að hafa markvissa umferðarfræðslu á sinni skólanáms- skrá og ætla verður tíma til slíkrar fræðslu. Hver skóli kanni umhverfi sitt og komi með tillögur til úrbóta, meðal annars varðandi umferð og skipulag á skólalóðum og fjölga þar því fólki sem annast umferðarfræðslu. Athugað verði með hvaða hætti unnt sé að auka fræðslu á þeirri ábyrgð sem fylgir því að fá ökutæki í hendur. Ástæða virðist til að kanna hvort ekki sé rétt að hækka aldursmörk þeirra sem taka bílpróf. Þörf er á bættri ökukennslu og auknu eftirliti í þeim cfnum. Kannað verði hvernig megi efla samstarf hinna ýmsu aðila, þar á meðal foreldra, heimila og skóla og fá almennari umfjöllun um þessi mál. Fundurinn lýsir áhyggjum yfir hættu á auknum ölvunarakstri sem hætta er á að geti fylgt frjálsri sölu á áfengu öli 1. mars n.k. -sá Liður í sókn íslensks ullariðnaðar á erlendum mörkuðum: Unnið að sameiningu minni fyrirtækja í uilariðnaði Hugmyndir eru uppi um stór- aukna santvinnu og jafnvel samruna smærri fyrirtækja í ullariðnaði hér á landi með það að markmiði að þau standi sterkar að vígi á sviði fram- leiðslu og útflutnings. Nú þegar eru hafnar viðræður forráðamanna fyrir- tæjanna um þetta og þeim verður fram haldið á næstu dögum og vikum. Þetta kom fram á fréttamanna- fundi í gær þar sem kynntar voru niðurstöður athugunar á stöðu og möguleika minni fyrirtækja í íslensk- um ullariðnaði. Áthugunin náði til allra fyrirtækja í íslenskum ullariðn- aði að Álafoss hf. og Hildu hf. undanskildum. Skýrsluna unnu þeir Gísli S. Arason, Sigurður Ingólfsson og Þráinn Þorvaldsson fyrir Iðnlána- og Iðnþróunarsjóð. Skýrsluhöfundar leggja á það höfuðáherslu að til þess að ná fram meiri hagkvæmni í rekstri fyrirtækj- anna þurfi betri nýtingu framleiðslu- tækjanna. Þessu telja þeir að sé unnt að ná með samruna eða samstarfi þeirra. Þeir telja að aukin samvinna fyrirtækjanna sé forsenda nauðsyn- legs markaðsátaks á erlendum mörkuðum. í þessu sambandi er lagt til að horft verði sérstaklega til Þýskalands og ráðinn starfsmaður, sem starfi í tengslum við sameinað útflutningsfyrirtæki. Liður í þessu er, að mati skýrsluhöfunda, að feng- inn verði þýskur hönnuður til sam- starfs við íslenska hönnuði til þess að tryggja sem besta aðlögun að þörfum þýska markaðarins. Úttekt á fjárhagsstöðu ullarfyrir- tækjanna leiðir í ljós að fjárhagurinn er heldur bágborinn um þessar mundir. Staða nokkurra fyrirtækja er slík nú að ástæða er til skjótra aðgerða til að treysta fjárhag og rekstrarstöðu þeirra. Þau ullariðn- aðarfyrirtæki eru þó til þar sem fjárhagsstaðan telst nú þokkaleg. Friðrik Sophusson, iðnaðarráð- herra, leggur á það áherslu að fyrir- tækin hafi sjálf frumkvæði aðendur- skipulagningu í framleiðslu og mark- aðsátaki. Hann segir það forsendu fyrir því að fyrirtækin eigi kost á fyrirgreiðslu úr opinberum sjóðum til að styrkja eiginfjárstöðu þeirra. Iðnaðarráðherra leggur og áherslu á nauðsyn þess að staða iðnaðarins, þ.á m. ullariðnaðarins, markist ekki í sama mæli af sveiflum í sjávarút- vegi og verið hefur undanfarin ár. Sem liður í því segir iðnaðarráðherra það koma til greina að stofna sér- stakan sveiflujöfnunarsjóð sem sjáv- arútvegurinn greiði til í uppsveiflu og iðnaðurinn njóti m.a. góðs af. Undanfarin ár hefur verið greinilegt að í uppsveiflu í sjávarútvegi á iðnaðurinn í vök að verjast og öfugt. Þetta má segja að hafi ákvarðast af því að gengi miðast á hverjum tíma við útflutning sjávarafurða vegna hlutfallslegrar stærðar hans í heildar- útflutningi. Að sögn Braga Hannessonar er það bæði Iðnlánasjóði og Iðnþróun- arsjóði mikilvægt að vel takist til með endurskipulagningu minni fyrirtækja í ullariðnaði því að þar hafi mikið fé verið bundið á liðnum árum t.d. í tækjabúnaði. Hann nefndi að athugun þremenninganna hafi leitt í ljós að tæknilega séð væru fyrirtækin nokkuð almennt vel á vegi stödd og því þyrftu þau ekki á næstunni að festa háar upphæðir í framleiðslutækjum. óþh Frá fréttamannafundinum í gær. Fríðrik Sophusson, iðnaðarráðherra, Bragi Hannesson frá Iðnlánasjóði og Þráinn Þorvaldsson (lengst til hægri) einn þriggja skýrsluhöfunda. rimwnynd Gnnnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.