Tíminn - 23.09.1988, Blaðsíða 11

Tíminn - 23.09.1988, Blaðsíða 11
10 Tíminn ■ Föstudagur 23. september 1988 Föstudagur 23. september 1988 t t,\\ sj/t < . Tíminn 11 lllllllllllllllllllllllíl ÍÞRÓTTIR (ÞRÓTTIR ÓL-Sund Magnús með met Eðvarð í óstuði Frá Pjetri Sigurðssyni fréttamanni Tímans í Seoul: Enn einn vonbrigða dagurinn lcit dagsins Ijós hjá sundfólkinu okkar í gær. Að vísu setti Magnús Ólafsson gott íslandsmet i 100 m skriðsundi bætti tíma sinn um 0,9 sek. synti á 52,10 sek. Magnús var heppinn með riðil, var í jöfnum riðli og fékk mjög góða keppni sem hafði sitt að segja því hann sigraði í riðlinum, var á undan Fernandes frá Brasilíu ■ mark, Frá Pjetri Sigurðssyni fréttamanni Tímans í Seoul: „Ég er sæmilega ánægður, en þó ætlaði ég að vera undir 52 sekúnd- um. Ég var mjög heppinn með riðil og flcstir hinna keppendanna voru ineð betri skráðan tíma en ég og þar Frá Pjetri Sigurðssyni fréttamanni Tímans í Seoul: Hornamaðurinn snjalli Guð- mundur Guðmundsson er injög vin- sæll hjá lyfjayfirvöldum hér í Seoul. Hann hefur tvívegis verið valinn til þess að gangast undir lyfjapróf, en samkvæmt öruggum heimildum er valið gert af handahófi. Þar með þrátt fyrir að hann væri um 2 metrum á eftir honum þegar sundið var hálfnað. Magnús varð í 31. sæti af 79 keppendum í greininni og hefði þurft að ná rúmlega sekúndu betri tíma til þess að komast í úrslit. En vonbrigði dagsins voru þó úrslit í 200 m baksundi Eðvarðs Þórs Eðvarðssonar, sem er hans besta grein. Eðvarð var okkar helsta von í sundinu, en í gær var hann langt frá sínu besta, eða heilum 3 sekúndum. með fékk ég þá keppni sem ég þurfti. Það er miklu skemmtilegra að synda þannig sund. Ég keppi næst í 50 m skriðsundi, en fyrir þá grein vantar mig miklu meiri sprett,“ sagði Magnús Ólafsson. eru hraktar sögusagnir þess efnis að læknar hér telji Guðmund vera á vaxtarhomónalyfjum. í fyrra skiptið gekk Guðmundi mjög illa að pissa í glasið fyrir læknana, þar sem honum var alls ekki mál. Betur mun hafa tekist til í síðari skiptið. PS/BL Virkaði hann mjög þungur í lauginni og var lang síðastur í sínum riðli. Greinilegt var að vonbrigði Eðvarðs voru mikil, því að vonir voru bundn- ar við að hann kæmist í B-úrslit og jafnvel A-úrslit. Eðvarð hafnaði í 24. sæti af 41 og þess má geta að hann átti 12. besta tíma keppenda. PS/BL „Pressan öll á Svíum“ Frá Pjelri Sigurðssyni fréttamunni Tímans í Seoul: „Svíar eru alltaf erfiðir. Við vitun núna að hverju við göngum. Við erum búnir að vinna fyrstu tvo leikina og ná lágmarks takmarki okkar. Nú höfum við 3 leiki til að klára dæmið. Pressan er alveg farin af okkar mönnum og er öll Svía megin nú. Svíarnir verða að vinna þennan leik,“ sagði Guðjón Guð- mundsson. Leikurinn í tölum: 1-1, 1-5, 8-8, 11-8, 12-12, 17-12, 22-16. Ísland-Alsír Einar Þorvarðarson varði 6 skot af 22, 22,7 % Þorgils Óttar Mathiesen 4 skot 3 mörk 75 % 4 stoðsendingar 3 bolta tapað Jakob Sigurðsson 1 stoðsending Bjarki Sigurðsson 5 skot 3 mörk 60 % 3 bolta tapað Sigurður Gunnarsson 7 skot 5 mörk 71,4 % 2 stoðsendingar Alfreð Gíslason 3 skot 0 mark 0 % Guðmundur Guðmundsson 1 stoðscnding 1 bolta tapað Kristján Arason 10 skot 8/5 80 % 1 bolta tapað Geir Sveinsson 1 stoðsending 1 rautt spald Atli Hilmarsson 4 skot 3 mörk 75 % 3 stoðsendingar Liðið: 33 skot 22 mörk 66,6 % 12 stoðsendingar 8 bolta tapað „Hef ekki verið í formi í allt sumar" Frá Pjetri Sigurðssyni fréttamanni límans í Seoul: „Ég er bara alls ekki í formi og hef ekki verið það i allt sumar og hef synt illa. Það hafa líklega verið vitlausar áherslur í æfingum mín- um í sumar,“ sagði Eövarð Þór Eðvarðsson. „Fyrir þetta mót fann ég aö ég er ekki í nægilcga góðu formi, en maður fer bara af stað og vonar það besta. Ég var hreinlega búinn eftir fyrstu 100 m og „panikaöi" rosalega. Ég var ekkert meira stressaður en venjulega.“ Um 100 m baksundið sagði Eðvarð að það væri ekki von á ncinni bætingu frá sér í þeirri grein. „200 m eru mín grein, en ég reyni að gera mitt hesta,“ sagði Eðvarð að lokuin, dapur í bragði. PS/BL „Ætlaði að vera undir 52 sek.“ ÓL-Handknattleikur: Guðmundur tvívegis tekinn í lyfjapróf Sagt eftir leikinn Sigurður Gunnarsson „Það er ofsalega erfitt að spila gegn þcssu alsírska liði. Þeir spila svo „agressívan“ handbolta. Þetta var mjög erfitt frá fyrstu mínútu, við vorum svo seinir í gang. Við vorum ekki orðir heitir, kannski er upphitun of stutt eða of sterk, það virðist nefnilega allt of oft koma fyrir að við séum seinir í gang. Ég er allur að koma til og finn að ég er að komast í gott form. Við erum fegnir því að vera búnir að vinna Alsír, en við verðum að bæta okkur mikið fyrir Svíaleikinn,“ sagði Sigurður Gunnarsson . Bogdan Kowalzcyk þjálfari „Við urðum að vinna þennan leik. Það vantaði alla einbeitingu fyrstu 10 mín. leiksins, cn hún kom og þá fóru menn að berjast í vörninni og að hreyfa sig meira í sókninni og þá fór þetta að ganga.“ Aðspurður um leikinn gegn Sví- um sagði Bogdan: „Svíareru alltaf erfiðir, þetta er allt annar hand- bolti sem er spilaður hér, þannig að við verðum að vera við öllu búnir. Dómararnir vcrða alveg örugglega á bandi Svía, það máttu bóka, sama hverjir þeireru," sagði Bogdan Kowalzcýk. Jón Hjaltalín Magnússon formaður HSÍ „Ég er mjög ánægður. Það er hver leikur, hvert stig og hvert mark sem ræður úrslitum og hart er barist um sætin. Það var mjög mikil taugaspenna ríkjandi fyrst og það var á brattann að sæja. Strák- arnir þurftu bara tíma til þess að ná tökum á Alsírmönnunum og læra á þessa vörn þeirra. Við vcrðum í framtíðinni að læra þessi kerfi Asíu og Afríkuþjóða, þetta er allt annaý handbolti og á ekkert skylt við okkar bolta. PS/BL 1 Sigurður Gunnarsson átti mjög góðan leik gegn Alsír í gær. Hér sést hann skora í Iandsleik gegn Júgóslövum í Laugardalshöll. Mikilvægum áfanga náð ÓL-Handknattleikur: með sigri á Alsírbúum Frá Pjetri Sigurössyni fréttamanni Tímans: íslcnska landsliðið í handknattleik vann í gær kærkominn og mikilvægan sigur á Alsírbúum, 22-16. Sá sigur var þó ekki þrautalaus og mikinn hluta leiksins áttu okkar menn í miklu basli með Alsírbúa. Alsírska liðið spilar maður á mann vörn og pressar jafnvel sóknarmenn alveg frá miðju. ís- lenska liðið átti í erfiðleikum með að finna glufur á þessari indjánavörn í upphafi leiksins og voru strax komnir 1-5 undir eftir 10 mín. Helstu orsakir fyrir því voru að sóknarmennirnir voru ekki nógu hreyf- anlegir og hornamennirnir voru alveg frosnir í hornunum og gekk hvorki né rak. Eftir 13 mín. var staðan orðin 2-6 Alsír í vil. Þá fannst Sigurði Gunnarssyni nóg komið og hann reif sig lausan þrisvar í röð og skoraði 3 gullfalleg mörk. Eftir þetta framtak Sigurðar opnaðist vörn Alsírs til muna og horna og línumennirnir komu betur inní leikinn og íslendingar sigu framúr. Staðan í hálfleik var 11-8 íslend- ingum í vil. Síðari hálfleikur byrjaði illa, fljótlega misstu íslendingar Alfreð og Kristján út af í 2 mín. og þá náðu Alsírmenn að klóra í bakkann og jafna 12-12 eftir 9 mín. En þetta voru bara dauðakippir í Alsírmönn- um. íslendingar gerðu 5 mörk í röð og breyttu stöðunni í 17-12, eftir 20 mín. leik í seinni hálfleik. Eftir þetta var aldrei spurning um hvoru megin sigurinn lenti, heldur aðeins hve stór hann yrði. Undir lokin leystist leikurinn uppí vitleysu, mis- tök á báða bóga og hálfri mín. fyrir leikslok var Geir Sveinsson útilokaður. Varnarleikur íslenska liðsins var glopp-. óttur, ágætir kaflar sáust en þess á milli var hann lélegur. Alfreð Gíslason átti hvað bestan leik í vörninni. Einar Þorvarðarson varði ekki mikið, en þó nokkur skot á mikilvægum augnablikum. Sigurður Gunnarsson átti mjög góðan leik og með góðu frumkvæði átti hann stóran þátt í því að rífa liðið upp úr taugastreitunni sem hrjáði mannskapinn í byrjun. Þá voru þeir traustir sem fyrr Þorgils Ottar og Kristján Arason og sérstaklega var skemmtilegt að sjá til Bjarka Sigurðssonar þegar hann kom úr horninu og stökk upp fyrir framan vörnina og skoraði gullfalleg mörk. Alfreð Gíslason virðist hins vegar vera heillum horfinn í sóknarleiknum. Leikur- inn var í heildina lélegur. Argentínsku dómararnir voru lélegir og einkennilegt er að sjá dómarapar, í svona keppni, þar sem annar dómarinn dæmir og hinn er farþegi. BL ÓL-Sund „Ég er mjög vonsvikinn“ Frá Pjetri Sigurðssyni fréttamanni Tímans í Seoul: „Svo við byrjum á Magnúsi þá synti hann mjög gott og vel útfært sund. Það munaði ekki nema 1,33 sek. milli ferða sem er í heimsklassa. Hann byrjaði heldur hægt til að bæta metið meira,“ sagði Guðmund- ur Harðarson landsliðsþjálfari í sundi í samtali við fréttamann Tímans. „Magnús vantar meiri sprett og kraft fyrir 50 m skriðsundið. Sæti hans 31. af 76 keppendum er mjög vel við unandi." „Um Eðvarð er það að segja að hann komst aldrei inní sundið. Hann byrjaði eftir plani fyrstu 70-80 m en datt niður eftir það og var alveg búinn. Hann var taugaóstyrkur og einnig er möguleiki að hinar ofsalega kröfur til hans og væntingar hafi haft sín áhrif. Það eru margar samverk- andi skýringar sem liggja að baki þessu, en við höfum enga eina klára. Ég er mjög vonsvikinn. Við höfðum sett okkur það inarkmið að bæta bestu morguntíma og setja íslands- met í helmingum sundanna, en þess ber að gæta að aðeins 1/3-1/4 kepp- enda á leikunum er að bæta sig í dag. PS/BL Guðmundur Harðarson Bankalínan gerir þér kleift að stunda margvísleg bankaviðskipti án þess að fara í bankann! B ÚNAÐARBANKINN HEFUR kynnt merkilega nýjung í bankavibskiptum sem gefur þér innsýn í framtíðina. Viðskiptin fara fram með tölvu í beinlínutenginu við bankann. Pessi mögu- leiki er nú fyrir hendi. Það borgar sig dð vera með! Það er í raun og veru ákaflega einfalt að nota Bankalínu Búnaðar- bankans. Þú þarft að ráða yfir IBM PC, PS/2, eða annari sam- hæfðri tölvu og mót- aldi. Bankinn útvegar þér samskiptaforrit og . eftir að hafa slegið inn nafn og aðgangsorð . getur þú hafist han<já. Hvað er hœgt að gera? I dag er boðið upp á marga möguleika í Bankalínu og þeim fer fjölgandi. Meðal ann- ars getur þú kannað stöðu eigin tékkareikn- inga, séð vaxtastöðu, dagsetningar síðustu hreyfinga, innistæðu- lausa tékka og kynnt þér allar færslur á reikningnum. Úr við- skiptamannaskrá getur þú fengið yfirlit yfir heildarviðskipti þín við bankann. M.argvíslegar milli- færslur. Áf sérhverjum tékka- 'reikningi sem þú hefur aðgang að er hægt að millifæra inn á eftir- talda reikninga: a. Aðra tékkareikninga þína í Búnaðar- bankanum. b. Tékkareikning í Búnaðarbankanum í eigu annars aðila. c. Sparisjóðsbækur þínar eða annarra í Búnaðarbankanum. d. Tékkareikninga þína eða annarra í öðrum bönkum. Þá verður unnt að millifæra á sparisjóðs- bækur í öðrum bönkum áður en langt um líður. Ýmsar upplýsingar. Þér til trausts og halds getur þú fengið yfirlit yfir gengi á ýmsum tímum og innan skamms muntu geta séð þróun ákveðins gjaldmiðils frá einum degi til annars; sömu- leiðis getur þú fengið yfirlit yfir allar erlendar ábyrgðir þér viðkom- andi og helstu upplýs- ingar um þær.Þá getur þú kynnt þér töífur yfir helstu vísitölur, vaxta- töffur og gjaldskrá bankans. Greiðsluáætlanir skuldabréfa. í Bankalínu getur þú gjert greiðsluáætlun fyrir viðskiptavini þína. Þannig getur þú sýnt hvernig útkoma á skuldabréfaláni er fyrir hvern gjalddaga og gefið upplýsingar um afborganir, vexti, verð- bætur og að lokum niðurstöðutölur vegna viðskiptanna. Kynntu þér málið nú! Dagana 21. til 25. september stendur tölvusýning yfir í Laug- ardalshöll þar sem þú getur kynnt þér Banka- línu í sýningarbási Búnaðarbankans. Einnig eru til reiðu allar nánari upplýsing- ar í tölvudeild bankans við Hlemm eða í skipu- lagsdeild í aðalbanka, Reykjavík. BUNAÐARBANKINN FRUMKVÆÐI - TRAUST -------V A L M Y N D-------------- 1. Tékkareikningar - Staða 2. Tékkareikningar - Færslur dags- ins 3. Innstæðulausir tékkar 4. Tékkareikningar - Færslur mán- aðarins 5. Millifærslur 6. Viðskiptamannaskrá 7. Kvótaskrá víxla 8. Gengisskráning 9. Gjaldskrá - Vextir - Vísitölur 10. Greiðsluáætlun skuldabréfa 11. Erlendar ábyrgðir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.