Tíminn - 23.09.1988, Blaðsíða 13

Tíminn - 23.09.1988, Blaðsíða 13
Föstudagur 23. september 1988 Tíminn 13 BANKOK — Hin nýja herfor- ingjastjórn í Burma hefur nú reynt aö einangra landið frá umheiminum eins og mögulegt er. Leiðtogar stjórnarand- stæðinga hafa hafnað (dví að taka þátt í kosningum við nú- verandi ástand. Vestrænir embættismenn segja að andstaða og skæruhernaður við stjórnina vaxi nú óðfluga, en var þó nokkur fyrir. Her- menn leita hús úr húsi að leiðtogum stjórnarandstöð- unnar. Talið er að á annað (púsund manns hafi fallið í átökum síðastliðna daga og enn heyrist skothríð við og vio í Rangoon og Mandalay. LONDON - Alþjóða hveiti- ráðið sagðist hafa áhyggjur yfir því að hveiti og annað korn á heimsmarkaði yrði með allra takmarkaðasta móti á næst- unni vegna þurrka í Bandaríkj- unum og vandræöa við upp- skeruna í Sovétríkjunum. Al- þjóðahveitiráðið segir að heimsframleiðsla korns verði 1,21 milljarður tonna næsta ár sem er 12 milljónum tonna minna en ráð var fyrir gert og langt undir þeim 1,31 milljarði tonna er fengust uppskorin við síðustu uppskeru. LONDON — Bresk yfirvöld vísað þremur sendiráðsmönn- um Tékka úr landi vegna at- hæfis er hæfi ekki stöðu þeirra. Það er alþjóðlegt rósamál yfir njósnir. TOkÝO — Hirohito hin aldni keisari Japans hefur afsalað sér öllum opinberum skyldum sínum og lagt þær í hendur sonar síns. Hirohito sem nú er 87 ára að aldri hefur verið mjög veikur undanfarið og eru allar líkur á að hann liggi nú bana- leguna. Sonur hans Akihito prins er 54 ára gamall. Hann mun nú staðfesta lög og koma fram sem þjóðhöfðingi lands- ins við opinberar athafnir. LUSAKA — Zambiumenn sem hafa verið svo ötulir í knattspyrnu á ólympíuleikun- um hafa einnig verið ötulir við að elta uppi og drepa skæru- liða frá Mósambík. Síðustu tvo daga eltu zambískir herflokkar hóp mósambískra skæruliða langt inn í Mósambík og drápu 23 þeirra. Harðir bardagar urðu milli kristinna manna og múslíma í Beirút í gær eftir að líbanska þingið frestaði kosningu for- seta Líbanons í annað skipti vegna þeirrar pólitísku sjálf- heldu sem nú ríkir. Óttast menn nú að borgarastyrjöld brjótist út að nýju í landinu. Hersveitir kristinna og múslíma skiptust á skotum og skutu eldflaug- um yfir svokallaða grænu línu sem skilur að hverfi kristinna og múslíma í Beirút. Sprengjudrunur skóku borgina fram eftir degi. Það var talsmaður þingsins Husse- in Husseini sem tilkynnti að kjöri forseta væri frestað til föstudags, enda mættu aðeins tólf þingmenn til kjörfundarins. f kjölfar þess bárust fréttir um að Amin Gemayel fráfar- andi forseti hygðist mynda bráð- abirgðastjórn í landinu. Það var þá eins og við manninn mælt, að bar- dagar hófust með það sama. Sjónarvottar söguu að sprengiur hefðu fallið í kringum þinghúsið 1 Beirút skömmu eftir að þingmenn yfirgáfu það eftir kjörfund sem aldrei varð. Ekki hafa borist fréttir af mann- falli í þessum átökum sem eru þau fyrstu sem verða milli kristinna og múslíma í Beirút í tvö ár. Það voru kristnir harðlínumenn og múslímskir vinstrimenn sem komu í veg fyrir forsetakjörið í gær. Sýrlendingar og Bandaríkjamenn höfðu lýst stuðningi sínum við Mikh- ael Daher sem er kristinn maroníti, en hliðholur Sýrlendingum. Var honum ætlað að vera málamiðlum milli harðlínumanna múslíma og kristinna í þinginu. Þingmenn kristinna harðlínu- manna höfnuðu algerlega Mikhael Daher og telja að kjör hans hefði tryggt Sýrlendingum algjör yfirráð í Líbanon. Þá hafa vinstri sinnaðir múslímar lýst því yfir að þeir muni ekki lúta neinni annarri stjórn en stjórn sunnftans Selim Hoss núver- andi forsætisráðherra landsins. Ósamkomulag um kjör forseta og ákvörðun Gemayels um að setja á fót nýja bráðabirgðastjórn gæti orð- ið til þess að Líbanon myndi endan- lega klofna og tvær ríkisstjórnir yrðu Sprenging í borpalli á Norðursjó Sprenging varð í breskum olíu- borpalli í Norðursjó í gær og kom upp eldur í honum. Eins starfs- manns er saknað en sextíu og sjö manns var bjargað um borð í björgunarþyrlur, eftir að þeir höfðu komið sér frá logandi olíu- borpallinum í björgunarbátum. Rétt áður cn að sprengingin varð hafði nálægt birgðaskip var- að við hugsanlegum gasleka frá borpallinum sem er um 100 mílur austur af strönd Skotlands. Hefur orkumálaráðherra nú fyrirskipað ítarlega rannsókn á sprenging- unni. Ekki eru liðnir nema þrír mán- uðir frá því 167 manns létu lífið í gífurlegri sprengingu á olíubor- pallinum Piper Alfa á Norðursjó. í landinu. Annars vegar ríkisstjórn múslíma og vinstri manna með Hoss í forsæti og hins vegar ríkisstjórn kristinna og hægri manna með Gem- ayel í forsæti. Óöld muni þá enn aukast í Líban- on og landið skiptast upp í lítil svæði þar sem mismunandi hópar með Sovésk yfirvöld hafa sent herlið til Jerevan, höfuð- borgar Armeníu til að halda þar uppi lögum og reglu. Erlendum blaðamönnum hefur verið meinað að ferðast til Armeníu vegna spennunn- ar þar, en undanfarna daga hefur almenningur í Jerevan tekið þátt í fjölmennum mót- mælafundum og verkföllum til að styðja við bak Armena í Nagorno-Karabakh héraði, sem vilja aðskilnað frá Azer- baijan og sameinast Armen- íu. Upp úr sauð í Nagorno-Karabakh á sunnudag, en þá gerði hópur Azera árás á langferðabíl ungmenna frá Armeníu sem voru á leið til Stephankert höfðuðstaðs héraðsins. Átján Armenar særðust og einn lést í þeirri árás. Þá upphófust vopnuð átök Armena og Azera og er vitað að einn Armeni enn lét lífið í þeim átökum. Neyðarástandi var lýst yfir í Nag- orno-Karabakh héraði á miðvikudag enda ríkir mikil spenna milli Azera i og Armena í héraðinu. Herinn hefur '< ólíkan hugmyndafræðilegan og trú- arlegan grunn muni stjórna hverju svæði fyrir sig með vopnavaldi. Málalok þessi eru mörgum mikil vonbrigði því vonast hafði verið til að forsetakosningarnar nú myndu binda enda á þrettán ára óöld í landinu. tekið við stjórninni í Stephanakert höfuðstað héraðsins svo og stærri bæjum í héraðinu. Þar ríkir út- göngubann frá því klukkan 9 að kveldi til 6 að morgni. í Jeravan hafa brynvarðar bifreið- ar tekið sér stöðu utan við opinberar byggingar og mun andrúmsloft vera mjög rafmagnað. Þrátt fyrir veru Hrina sprengjutilræða hefur gengið yfir Suður-Afrtku undan- farna tvo daga. Fjörutíu og sjö manns særðust í fimm sprcngjutil- ræðum sem stjórnvöld í Pretoríu kenna róttækum andstæðingum aðskilnaðarstefnunnar um, en þeir berjast gegn sveitarstjórnarkosn- ingum sem fram eiga að fara í landinu á næstunni. Öflugasta sprengingin varð seint á miðvikudagskvöld þegar sprengja sprakk á umferðamiðstöð Allt er nú komið í bál og brand í Líbanon eftir að kjöri forseta var frestað. í fyrsta skipti í tvö ár skiptust kristnir menn og múslímar á skotum yfír svokallaða grænu línu sem skilur að borgarhluta múslíma og kristinna í Bcirút. hermannanna safnaðist fjöldi fólks saman á Óperutorginu í borginni og er talið að 100 þúsund manns hafi verið þar saman komnir þrátt fyrir áskorun yfirvalda í Armeníu um að halda aftur af mótmælum. Krefjast Armenarnir að nú þegar verði haldin neyðarráðstefna um atburðina í Nagorno-Karabakh á sunnudag. t Jóhannesarborg og nítján manns særðust. Tveir þeirra eru enn í lífshættu. í fyrrinótt sprakk síðan sprcngja á diskóteki í Jóhannesar- b°rg og særðust þar þrettán manns, allir blakkir á hörund. Fjórir þeirra eru í lífshættu. Þá sprakk sprengja í gær fyrir framan hús stjórnmálamanns af indverskum ættum í úthverfi Prct- oríu. Þá sprungu sprengjur í Fort Beafort og King Williamstown, rétt utan við Höfðaborg. Neyðarástand ríkir í Nagorno-Karabakh og herinn sendur inn í höfuðborg Armeníu: Brynvarðir bílar á götum Jerevan SPRENGJUHRINA ISUÐUR-AFRÍKU

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.