Tíminn - 23.09.1988, Blaðsíða 14

Tíminn - 23.09.1988, Blaðsíða 14
14 Tíminn Föstudagur 23. september 1988 Kúrdar flýja unnvörpum til Tyrklands og saka Iraka um notkun eiturvopna Tyrkir standa nú í önnum við að taka á móti Kúrdum á flótta undan ofsóknum íraska hersins og, að því er flóttamennirnir halda fram, eiturgasárásum íraka, en nú eru Kúrdar einmitt að undirbúa sig undir úrslitaorrustuna við óvini sína. Flóttamennina má telja í hundruðum þúsunda. Kúrdar undirbúa úrslitabaráttuna Kúrdiskir skæruliðar eru sagðir hafa að undanförnu tínst til íraks, um íran, frá Tyrklandi, Sýrlandi, Jórdaníu og jafnvel Evrópu. Þeir eru að samcina krafta sína í ör- væntingarfullri tilraun til að stemma stigu við leifturstríði ír- aka, sem hcfur lagt í rúst and- spyrnu Kúrda með gereyðandi skyndiárásum. í hvert skipti sem nýir bardagar brjótast út eykst flóttamanna- straumurinn til Tyrklands, en Tyrkir eiga þegar fullt í fangi með að sjá flóttamönnunum fyrir fæði, skjóli og lyfjaþjónustu. Þegar eru nokkur þúsund Kúrda á tyrkneskum sjúkrahúsum vegna afleiðinga skothríðar og sprengju- árása, þ.á m. eiturefnaárása íraka. Aðrir flóttamenn eru þrotnir að kröftum eftir allt að 220 mílna langa göngu á fjöllóttu landamæra- svæðinu við Tyrkland. Landamærin ekki virt Spennan við landamærin er mikil og íraskar hersveitir sem fylgja flóttamönnunum eftir, ögra þeim eftir bestu getu. Nýlega settu þeir upp íraskan fána á landamærun- um, sem markast þar af fljóti, og skutu síðan að 3000 flóttamönnum sem komið höfðu sér upp búðum Tyrklandsmegin landamæranna í grennd við bæinn Yemisli. Skelfing greip um sig í búðunum þar til nokkur hundruð tyrkneskra hermanna frá nærliggjandi herstöð komu á staðinn og þeir virðast hai'a myndað varnarmúr fyrir flótta- mennina eingöngu með eigin lík- ömum. Vöruflutningabílar og brynvarðar farþegabifreiðar fluttu flóttamennina þó nokkra vega- lengd frá landamærasvæðinu en írakar héldu áfram að sýna þeim í tvo heimana, m.a. með því að láta herþyrlur sveima yfir flóttamanna- búðum meðfram landamærunum. Tveir tyrkneskir ráðherrar, sem komið höfðu í heimsókn til einna af stærstu búðunum, urðu að leita skjóls þegar sprengjur frá írökunt sprungu í grenndinni. Nú hafa yfirvöld í Ankara kynnt áætlun um að koma flóttamönnun- um fyrir til bráðabirgða í þrennum búðum fjær landamærunum á með- an beðið er ákvörðunar um fram- tíðarörlög þeirra. Hernaðaryfir- völd á svæðinu álíta að óhjákvæmi- legt sé að fjöldi flóttamanna eigi eftir að aukast. „Hvorki við né írakar erum færir um að setja varðmenn með- fram öllum landamærunum," segir háttsettur maður í tyrkneska hern- um og bætir við að Tyrkir eigi ekki von á öðru en að kúrdískir flótta- menn eigi eftir að leggja leið sína til Tyrklands í síauknum mæli. Ganga írakar nú milli bols og höfuðs á Kúrdum? Allir flóttamenn sem fáanlegir eru til að tala við ókunnuga segja að írakar noti eiturvopn óspart. „Þcir gerðu árásir á 18 þorp með eitursprengjum," segir Sandar Moy, fertugur forystumaður Do- hokættarinnar frá svæðinu um- hvcrfis Zakho, en hann komst yfir landamærin í fylgd 500 vopnaðra manna og u.þ.b. 3000 ættmenna nýlega. Hann segir að cnn séu 5000 fjölskyldur á Zakho-svæðinu, sem ekki hafi auðnast að sleppa þaðan áður en íraski herinn var mættur á vettvang og lokaði undankomu- leiðum. „Við óttumst að allt fólkið verði drepið,“ segir hann. Moy og aðrir flóttamenn sögðust ekki hafa í höndunum beinharöar sannanir fyrir því að eiturefnahern- aði sé beitt gegn þeim, vegna þess að þeir hafi neyðst til að skilja eftir særða og fallna félaga sína á flótt- anum. Annar maður af Dohokætt- inni segist hafa orðið að skilja allar eigur sínar eftir. „Ég varð að skilja eftir konur mínar, skepnur, börn - allt. Arabarnir eiga eftir að drepa þau öll,“ segir hann. Einn flóttamaðurinn sakaði fr- aka um að hafa 28. ágúst sl. drepið köldu blóði 1300 óvopnaða Kúrda, þ.m.t. konur og börn, á svæði Dohokættarinnar. Hann sagði öll fórnarlömbin hafa verið grafin saman í fjöldagröfum. Sumir flóttamannanna við Ye- misli virðast þó hafa haft svigrúm til að safna saman einhverju af eigum sínum áður en þeir yfirgáfu þorpin sín í fjöllunum. Nú eru dalirnir sem liggja frá landamærunum inn á tyrkneskt landsvæði yfirfullir af ösnum flótta- mannanna og geitahjörðum og víða má sjá ábreiður við eldana þeirra þar sem tevatnið sýður í kötlunum. Flóttamennirnir hafa skilið eftir sig slóðir eyðileggingar þar sem þeir hafa höggvið niður valhnotulundi og villta rósarunna til eldiviðar. Aðstoð Tyrkja við Kúrda óvænt - hafa sjálfir átt í höggi við þá Tyrkneski Rauði hálfmáninn hefur sent birgðir af neyðarvarn- ingi til landamærahéraðanna og hermennirnir hafa tekið að sér matvæladreifinguna. Ákvörðun Turguts Ozal, tyrk- neska forsætisráðherrans, um að veita flóttamönnunum skjól og brýnustu aðstoð til bráðabirgða, olli undrun margra, bæði í Tyrk- landi og erlendis. Tyrkir hafa orðið að kljást við aðskilnaðarbaráttu Kúrda í eigin landi og skæruliðar Kúrdiska verkamannaflokksins, PKK, hafa drepið yfir 1000 Tyrkir segjast ekki gera annað en að veita flóttamönnunum bráða- birgðaaðstoð af mannúðarástæð- um. Kúrdisku flóttamennirnir í Tyrklandi eru þegar orðnir á annað hundrað þúsund og hér rannsakar læknir einn þeirra. óbreytta tyrkneska borgara og her- menn á síðustu fjórum árum. Tyrkir taka vandlega fram að þeir taki ekki á móti Kúrdunum sem „flóttamönnum", heldur veiti þeim skjól og viðurgerning af mannúðarástæðum þar til þeir geti snúið aftur heim til sín eða farið til annars lands. Sagt er að íranir séu reiðubúnir að taka við kúrdiskum flóttamönnum. Tyrkneska hernum ekki rótt með mörg þúsund bardagamanna Kúrda í landinu Stjórnendur tyrkneska hersins eru órólegir vegna nærveru margra þúsunda bardagaharðnaðra skæru- liða, sem eru náskyldir sama fólk- inu og þeir hafa átt í höggi við í mörg ár. Tyrknesk stjórnvöld f Ankara hafa haldið nánum efnahagslegum og pólitískum tengslum við yfir- völd í Baghdad og enn er litið svo á að í gildi sé samningur sem leyfir báðum löndum að senda í „heita eftirför" liðssveitir yfir landamærin til að hindra að aðskilnaðarsinnað- ir Kúrdar geti leitað hælis. írakar virðast vera staðráðnir í að uppræta vandamálið „kúrdisk aðskilnaðarstefna" í norðurhéruð- um landsins með öllum ráðum, og þar eru eiturvopn ekki undanskil- in, þó að Irakar hafi harðlega neitað notkun þeirra. Persaflóastríðið gaf Kúrdum tækifæri til að koma á fót vísi að eigin ríki Á tímum Persaflóastríðsins hafa kúrdiskir uppreisnarmenn haft átta ára frið til að afmarka sér svæði, sem í reynd hefur lotið þeirra eigin stjórn. Þeir hafa aðeins þurft að halda í skefjum fámennu og aumu írösku herliði, þar sem íransher hefur verið önnum kafinn við að berjast við írani. Nú er hins vegar í gildi vopnahlé milli íraka og írana og íraksstjórn hefur sent margar best þjálfuðu og bardaga- vönustu hersveitir sínar til gil- skornu fjallanna í norðri til að uppræta bæði Peshmergah, skæru- liða trygga Kúrdiska lýðræðis- flokknum undir stjórn Mesouds Barzani, og Þjóðernissamband Kúrdistans undir stjórn Jelals Tala- bani. írökum vegnar nú vel í baráttunni gegn Kúrdum Af fregnum má hins vegar ráða að stuðningsmenn Talabanis standi nú í ströngum bardögum við írask- ar hersveitir á landamærum írans þar sem aftur á móti bardagasveitir Barzanis hafa goldið algert afhroð í árásum íraka. „Ég vil bara berjast fyrir Barzani en Barzani er búinn að vera,“ sagði einn stuðningsmaður Peshmergah af Dohokættinni. „Arabarnir hafa eyðilagt allar bækistöðvar okkar og við gátum ekkert annað gert en að leggja á flótta.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.