Tíminn - 23.09.1988, Blaðsíða 16

Tíminn - 23.09.1988, Blaðsíða 16
16 Tíminn ______________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________Föstudagur 23. september 1988 lllllllllllllllllllllll DAGBÓK ÚTVARP/SJÓNVARP llllllllllllllllllllllllillilllllllllllllllllllllllll Nemendur sem starfa í Nemendaleikhúsinu í vetur eru: Bára Lyngdal Magnúsdóttir, Christinc Carr, Elva Ósk Ólafsdóttir, Helga Braga Jónsdóttir, Olafur Guðmundsson, Sigurþór Albert Heimisson, Steinn Ármann Magnússon og Steinunn Ólafsdóttir. Nemendaleikhús Leiklistarskóla íslands Ellefti árgangur nemenda skólans er nú að hefja rekstur Nemendaleikhúss, en ekkert slíkt var rekið sl. vetur, þar eð aldrei eru nema þrír árgangar í skólanum hverjusinni, og þá vantaðiá. bekk. Engin inntökupróf voru í vor og því enginn 1. bekkur í ár við skólann. Nú eru í skólanum 2. og 3. bekkur, auk Nemenda- leikhússbekkjarins. Námsgreinar í skólanum eru margvís- legar: t.d. leiktúlkun, sem er u.þ.b. helmingur kennslunnar, en auk þess lík- amsþjálfun, fimleikar, skylmingar, dans, textameðferð og kórsöngur og ýmsar greinareru kenndar í einkatímum. Fræði- greinar eru íslenska, hljóðfræði, brag- fræði, leiklistarsaga innlend og erlend og margt fleira. Fyrsta verkefni Nemendaleikhússins að þessu sinni verður Smáborgarabrúðkaup eftir Bertolt Brecht í þýðingu Þorsteins Þorsteinssonar og Sköllótta söngkonan eftir Ionesco í þýðingu Karls Guðmunds- sonar, en leikstjóri er Bríet Héðinsdóttir, leikmynd gerir Guðrún Sigríður Haralds- dóttir og aðstoð við búninga er í höndum Þórunnar Sveinsdóttur. Sýningar verða í Lindarbæ og er frumsýning áætluð 15. október nk. Stefnt er að því að eitt af þremur verkefnum Nemendaleikhúss væri frumflutningur á íslensku leikriti, og hefur Ólafur Haukur Símonarson verið ráðinn til að skrifa verk fyrir Nemenda- leikhúsið að þessu sinni. „POKA PÉSI“ til sólu Lionsklúbburinn Eir í Reykjavík verð- ur með árlega sölu á plastpokum undir nafninu „POKA PÉSI“ í dag, föstudaginn 23. september og laugardaginn 24. sept- ember. Að venju verða seldar heimilispoka- pakkningar og sorppokar á sanngjörnu verði. Salan fer fram við eftirtalda staði: Kaupstað í Mjódd, Blómavali, Kjötmið- stöðinni, Austurveri og hjá Jóni Lofts- syni. Allur ágóði af þessari sölu rennur til líknarmála, einkum baráttunnar gegn eiturlyfjum. „Hjálpið okkur að leggja öðrum lið með því að kaupa „POKA PÉSA“. Núverandi formaður Lionsklúbbsins Eir er Arnbjörg Edda Guðbjörnsdóttir. Fyrirlestur á Kjarvalsstöðum um grafíklist í Bandaríkjunum Laugardaginn 17. sept. sl. var opnuð að Kjarvalsstöðum sýning á steinprent- myndum, sem unnar hafa verið af lista- mönnum og prenturum við Tamarind stofnunina í Bandaríkjunum. f sambandi við sýninguna mun Steven Sorman koma hingað og halda fyrirlestur um stöðu grafiklistanna í Bandaríkjun- um. Steven Sorman er ungur listamaður frá Minneapolis, og hefur getið sér frægð- ar bæði á sviði málaralistar og grafíklistar í heimalandi sínu. Hann hefur haldið meira en 40 einkasýningar víðs vegar um Bandaríkin og verk hans hafa verið á fjölda samsýninga þar í landi, jafnt sem í Évrópu, Suður-Ameríku og í Japan. Fyrirlesturinn verður haldinn að Kjarv- alsstöðum sunnudaginn 25. sept. kl. 16:00 og er opinn öllu áhugafólki um hinar grafísku listir. Sunnudagsferðir F.í. 25. sept. Kl. 10:00 - Bjarnarfell við Haukadal. Ekið í Haukadal og gengið þaðan á Bjarnarfellið (727 m).(1000 kr.) Kl. 10:00 - Haukadalur - haustlitir. Gengið um svæði Skógræktar ríkisins í Haukadal. Létt gönguferð. (1000 kr.) Kl. 13:00 - Kambabrún - Núpafjall. Farið úr bílnum við Kambabrún og síðan verður gengið eftir brún Núpafjalls og komið niður af fjallinu hjá Hjalla í Ölfusi. Brottför frá Umferðarmiðstöðinni, austanmegin. Farmiðar við bíl. Frítt fyrir böm í fylgd fullorðinna. Fuglaskoðunarferð Hins íslenska náttúrufræðifélags Fuglaskoðun á sífellt auknum vinsæld- um að fagna. Ýmis félög hafa því boðið upp á árlegar fuglaskoðunarferðir og hafa þær yfirleitt verið farnar að vorlagi. Á haustin kveður við annan tón og margir fuglanna klæðast nýjum búningi. Sunnud. 25. sept. verður haldið f fuglaskoðunarferð á vegum hins íslenska náttúrufræðifélags. Lagt verður af stað kl. 09:00 frá Umferðarmiðstöðinni, ekið um Suðumes og hugað að fuglum á völdum stöðum, t.d. Sandgerði og Garð- skaga. Leiðbeinandi verður Erling Ólafs- son. Þátttakendur hafi með sér sjónauka, fuglabækur (ef til eru) og nesti til dagsins. Ferðalag Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Síðasta ferð félagsins í sumar verður „Þingvallahringur“. Lagt verður af stað frá Umferðarmið- stöð BSl laugard. 24. sept. kl. 10:00. Ekinn verður Suðurlandsvegur að vega- mótum við Geitháls. Þar verður beygt út af og farinn gamli Þingvallavegurinn (Kóngsvegur) og sveigt inn á nýja Nesja- vallaveginn skammt austan við Dalland (Miðdal). Ekið síðan um Mosfellsheiði fram hjá Hengli og um Sköflung að hverasvæðunum við Nesjavelli. Stansað þar og virkjunin skoðuð. Síðan ekið um Grafning og til Þingvalla. Frá Þingvöllum verður farið með Þing- vallavatni að austanvcrðu og niður Grímsnes og til Selfoss. Borðað á Hótel Selfossi. Ekið um nýju Óseyrarbrúna og um Þorlákshöfn, síðan um Þrengslin til Reykjavíkur. Farið kostar 2000 kr. og þar í er matur innifalinn. Laugardagsganga Hana nú Vikuleg laugardagsganga Hana nú í Kópavogi verður á morgun, laugardaginn 24. september. Lagt af stað frá Digranes- vegi 12 kl. 10:00. Rölt verður í klukkutíma um bæinn í haustlitum, skoðaðir garðar og gróður. „Samvera, súrefni, hreyfing. Nýlagað molakaffi.“ Frístundahópurinn Hana nú NR0N: Ráðstefna um almenningssamgóngur NRON - Neytendafélag Reykjavíkur og nágrennis heldur ráðstefnu um al- menningssamgöngur á höfuðborgarsvæð- inu, laugardaginn 24. september á Hótel Sögu, sal B., 2. hæð (gengið inn norðan- megin. Þátttökugjald er kr. 500. Kl. 09:30 setur Steinar Harðarson, formaður NRON, ráðstefnuna og skipar ráðstefnustjóra. Þá heldur Finn Torjus- sen, forstjóri „Hovedstadsomrádets Tra- fikselsksab" í Danmörku, erindi og sýnir myndir. Kl. 10:30 verða stuttar framsöguræður um efni ráðstefnunnar. Kl. 12.00 hádeg- isverðarhlé, en kl. 13:00 verða pallborðs- umræður og fyrirspurnir. Ráðstefnan er öllum opin. TILKYNNING FRÁ SPRENGISANDI Þann 16. sept. síðastliðinn var drcgið í myndagetraun á vegum SPRENGI- SÁNDS, til styrktar íslenska landsliðinu í handbolta, undir fyrirsögninni „VILTU VERA MEÐ í LEIKNUM? VIÐ STYRKJUM LANDSLIÐIÐ í HAND- BOLTA, ÞÚ GETUR HJÁLPAÐ OKK- UR VIÐ ÞAÐ.“ Vinningar voru alls 170 og komu upp eftirtalin númer: 100 áprentaðir bolir: 155 629 855 1008 1094 1118 1328 1517 1620 1629 1696 1718 2034 2135 2248 2547 2718 3480 3620 3737 3747 4182 4311 4451 4727 4932 5572 6394 6764 6875 7210 7363‘7572 7652 7715 7737 7895 8001 8057 8776 9174 9292 9334 9728 9861 9901 10027 10116 10526 10577 10866 11038 11040 11273 11332 11507 11580 11817 11954 13647 13877 14170 14204 14646 14996 15156 15369 15551 15615 15708 16042 16093 16118 17030 17307 17363 18593 18834 18933 18972 19488 20114 20144 20151 20408 20656 21766 21829 22172 22333 22369 22494 23164 23429 23562 23888 24006 24074 24267 24302 Máltiðir á SPRENGISANDI: 10 máltfðir - 15272; 9 máltíðir - 16317; 8 máltíðir - 18437; 7 máltíðir - 16281; 6 máltíðir - 8364; 5 máltíðir - 5498. Aukavinningar voru alls 25 og jafngild- ir hver vinningur einni máltíð á SPRENGISANDI. Númerin sem upp komu: 942 1713 2266 2847 2904 3031 3591 4682 5277 5450 6362' 6379 7323 7419 9326 10685 11506 12120 13830 14854 19215 21306 22255 23235 24884. Vinninga skal vitja á SPRENGISAND sem fyrst. Nýtt líf — 6. tbl. 11. árg. Forsíðumyndin á þessu blaði er af Auði Elísabetu Jóhannsdóttur en Grímur Bjarnason tók myndina. Ritstjóraspjallið hennar Gullveigar er um fjölgun barns- fæðinga hér á landi. Fremsta viðtalið í blaðinu er: Frúin í Fríkirkjunni. Þar ræðir Ragnheiður Dav- íðsdóttir við Ágústu Ágústsdóttur, söng- konu og prestsfrú. Hamingjan og handbolti er yfirtitill á nokkrum viðtölum við konur íslensku handboltakappanna. Sorg og sigrar - smáfólk á sjúkrahúsum, er fyrirsögn á grein um börn á sjúkrahús- um. Kynnt eru Suzuki - tónlistarkennsla á Akureyri í greininni: Ég vil stilla mína strengi. Nína á nýrri braut, nefnist viðtal við Nínu Gautadóttur listakonu í París. Viðtalið er tekið hér á íslandi er Nína var hér á ferð. Handavinnuþáttur, mataruppskriftir, hausttískan og margt fleira er í þessu blaði, sem er yfir 120 bls. og mjög myndskreytt. Útgefandi er Frjálst framtak hf. © Rás I FM 92,4/93.5 Föstudagur 23. september 6.45 Veðurfregnir. Bæn, séra Solveig Lára Guð- mundsdóttir flytur. 7.00 Fréttir. 7.03 í morguns*'.rið með Ingveldi Ólafsdóttur. Fréttayfirlit kl. 7.30 og 8.30, fréttir kl. 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Lesið úr forustugreinum dagblaðanna að loknu fréttayfirliti kl. 8.30/ Tilkynningar laust fyrir kl. 7.30, 8.00, 8.30 og 9.00. 9.00 Fréttir. 9.03 Litli barnatíminn „Alís í Undralandi“ eftir Lewis Carroll í þýðingu Ingunnar E. Thoraren- sen. Þorsteinn Thorarensen les (11). (Einnig útvarpað um kvöldið kl. 20.00). 9.20 Morgunleikfimi. Umsjón: Halldóra Bjöms- dóttir. 9.30 Hamingjan og örlögin. Sjöundi þáttur af níu sem eiga rætur að rekja til ráðstefnu félagsmála- stjóra á liðnu vori. Jón Bjömsson flytur erindi. (Endurtekið frá þriðjudagskvöldi). 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Lífið við höfnina. Umsjón: Birgir Svein- bjömsson. (Frá Akureyri) 11.00 Fréttir. Tilkynningar. 11.05 Samhljómur. Umsjón: Anna Ingólfsdóttir. 11.55 Dagskrá. 12.00 Fréttayfirlit. Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. 13.35 Miðdegissagan: „Hvora höndina viltu“ eftir Vitu Andersen. Inga Birna Jónsdóttir les þýðingu sína (7). 14.00 Fréttir. Tilkynningar. 14.05 Ljúflingslög. Svanhildur Jakobsdóttir kynnir. (Einnig útvarpað aðfaranótt miðvikudags að loknum fréttum kl. 2.00). 15.00 Fréttir. 15.03 Land og landnytjar. Umsjón: Finnbogi Her- mannsson. (Frá ísafirði). (Endurtekinn þáttur frá laugardagskvöldi). 16.00 Fréttir. 16.03 Dagbókin Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. Símatími Barnaútvarpsins um ÞITT áhugamál. Iþróttir og sitthvað fleira. Umsjón: Kristín Helgadóttir. 17.00 Fréttir. 17.03 Tónlist á síðdegi. a. Hátíðarforleikur op. 13 eftir Alexander Glasunov. Útvarpssinfóníu- hljómsveitin í Múnchen leikur; Neeme Ján/i stjórnar. b. Þrjú lög eftir De Curtis, Di Capua og Mario. Luciano Pavarotti syngur með Óperu- hljómsveitinni í Bologna; Giancarlo Chiaramello stjórnar. c. Þrjú lög eftir Franz Lehár, Josef Lanner og Carl Michael Zierer. Hljómsveit Þjóðaróperunnar í Vín leikur; Franz Bauer- Theussl stjórnar. 18.00 Fréttir. 18.03 Hringtorgið. Sigurður Helgason sér um umferðarþátt. Tónlist. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. 19.00 Kvöldfréttir 19.30 Tilkynningar. 19.35 „Þetta er landið þitt“. Talsmenn umhverfis- og náttúruvemdarsamtaka segja frá starfi þeirra. Þriðji þáttur: Stefán Benediktsson, for- maður Arkitektafélags Islands, talar. 20.00 Litli barnatíminn. (Endurtekinn frá morgni). 20.15 Blásaratónlist. a. Konsertfyrirþrjátrompeta og hljómsveit eftir Georg Philipp Telemann. Wynto Marsalis leikur með Ensku kammersveit- inni; Raymond Leppard stjórnar. b. Konsert í B-dúr fyrir klarinettu og hljómsveit eftir Franz Hofmeister. Dieter Klöcker leikur með Concerto Amsterdam hljómsveitinni; Jaap Schröder stjórnar. c. Homkonsert nr. 3 í Es-dúr eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Herman Bauman leikur á hom með St.Paul kammersveitinni; Pinchas Zukerman stjórnar. 21.00 Sumarvaka. a. „Stríðsfréttamaður“. Heimir Þór Gíslason kennari, Höfn í Hornafirði, flytur minningaþátt. b. Einar Kristjánsson, Útvarps- kórinn, Elsa Sigfúss, Einsöngvarakvartettinn og Tónakvartettinn syngja innlend og erlend lög. c. „Á hjami mannlífsins“. Auðunn Bragi Sveinsson les Ijóð eftir séra Sverri Haraldsson á Borgarfirði eystra. Kynnir: Helga Þ. Stephensen. 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Vísna- og þjóðlagatónlist. 23.10 Tónlistarmaður vikunnar - Atli Heimir Sveinsson. Umsjón: Hanna G. Sigurðardóttir. (Endurtekinn Samhljómsþáttur frá í mars). 24.00 Fréttir. 00.10 Tónlist á miðnætti. 01.00 Veðurfregnir. Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns. á FM 91,1 01.10 Vökulögin. Tónlist af ýmsu tagi í næturút- varpi. Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og sagðar fróttir af veðri og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 4.30. 7.03 Morgunútvarpið. Dægurmálaútvarp með fréttayfirliti kl. 7.30 og 8.30 og fréttum kl. 8.00. Veðurfregnir kl. 8.15. Leiðarar dagblaðanna að loknu fréttayfirliti kl. 8.30. Pistill frá Ólympíu- leikunum í Seúl að loknu fréttayfirlitil og leiðara- lestri kl. 8.35. 9.03 Viðbit-Gestur E. Jónasson. (Frá Akureyri) 10.05 Miðmorgunssyrpa - Eva Ásrún Albertsdótt- ir og Óskar Páll Sveinsson. 12.00 Fréttayfirlit. Auglýsingar. 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Á milli mála - Eva Ásrún Albertsdóttir og Óskar Páll Sveinsson. 16.03 Dagskrá Dægurmálaútvarp. 18.03 Sumarsveifla-KristínBjörg Þorsteinsdóttir. 19.00 Kvöldfréttir 19.30 Kvöldtónar. Tónlist af ýmsu tagi. 21.30 Bingó styrktarfélags SÁÁ. 22.00 Fréttir. 02.00 Vökulögin. Tónlist af ýmsu tagi í næturút- varpi til morguns. Fréttir kl. 2.00 og 3.55 og sagðar fréttir af veðri og flugsamgöngum kl. 6.00. 04.00 Ólympíuleikarnir í Seúl - Handknattleikur. Lýst þriðja leik íslendinga í A-riðli, við Svía. 05.30 Vökulögin, framhald. Fréttir kl. 2.00, 4.00, 7.00, 7.30, 8.00, 8.30, 9.00,10.00,11.00,12.00,12.20,14.00,15.00, 16.00,17.00,18.00,19.00, 22.00 og 24.00. SVÆÐISÚTVARP Á RÁS 2 8.07- 8.30 Svæðisútvarp Norðurlands 18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðuriands 18.30-19.00 Svæðisútvarp Austurlands. Umsjón: Inga Rósa Þórðardóttir. SJÓNVARPIÐ Föstudagur 23. september 09.55 Ólympíuleikarnir ’88 - bein útsending. Frjálsar íþróttir og úrslit í sundi. 12.00 Hlé. 17.50 Fréttaágrip og táknmálsfréttir. 18.00 Sindbað sæfari. Þýskurteiknimyndaflokkur. Leikraddir: Aðalsteinn Bergdal og Sigrún Waage. Þýðandi Jóhanna Þráinsdóttir. 18.25 Ólympíusyrpa. Ýmsar greinar. 19.50 Dagskrárkynning. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Sagnaþulurinn. (The Storyteller) Önnur saga: - Geiglaus. Myndaflokkur úr leiksmiðju Jim Hensons, þar sem blandað er saman á ævintýralegan hátt leikbrúðum og leikurum til að gæða fomar evrópskar þjóðsögur lífi. Sagnaþulinn leikur John Hurt. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. 21.00 Derrick. Þýskursakamálamyndaflokkurmeð Derrick lögregluforingja sem Horst Tappert leikur. Þýðandi: Veturliði Guðnason. 22.00 Bréf til Brésnévs. (A Letter to Brezhnev). Bresk bíómynd frá 1985. Leikstjóri Chris Bernard. Aðalhlutverk Peter Firth, Alfred Molina, Alexandra Pigg og Margi Clarke. Tvær atvinnu- lausar stúlkur frá Liverpool kynnast skipverjum á sovésku flutningaskipi. önnur þeirra verður ástfangin og sækir um leyfi til að flytjast til Sovétríkjanna. Þýðandi Þorsteinn Þórhallsson. 23.30 Útva^psfréttir. 23.40 ólympíuleíkarnir ’88 - bein útsending. Úrslit í sundi, fimleikar karla og frjálsar íþróttir. 06.30 Dagskrárlok. 16.10 Fjörugur frídagur. Ferris Bueller's Day off. Matthew Broderick leikur hressan skólastrák sem fær villta hugmynd og framkvæmir hana. Hann skrópar í skólanum, rænir flottum bíl og heldur af stað á vit ævintýranna. Aðalhlutverk: Matthew Broderick, Alan Ruck og Mia Sara. Leikstjóri: John Hughes. Framleiðendur: John Hughes og Tom Jacobsen. Þýðandi: Sveinn Eiríksson. Paramount 1986. Sýningartími 100 mín. 17.50 í Bangsalandi. The Berenstein Bears. Teiknimynd um eldhressa bangsafjölskyldu. Leikraddir: Guðrún Alfreðsdóttir. Guðmundur Ólafsson, Hjálmar Hjálmarsson. Þýðandi: Ást- hildur Sveinsdóttir. Worldvision. 18.15 Föstudagsbitinn. Vandaður tónlistarþáttur með viðtölum við hljómlistarfólk, kvikmyndaum- fjöllun og fréttum úr poppheiminum. Þýðandi: Ragnar Hólm Ragnarsson. Musicbox 1988. 19.1919:19. Frétta- og fréttaskýringar ásamt um- fjöllun um þau málefni sem ofarlega eru á baugi. 20.30 Alfred Hitchcock. Nýjar, stuttar sakamála- myndir sem gerðar eru í anda þessa meistara hrollvekjunnar. Þýðandi: Pálmi Jóhannesson. Sýningartími 30 mín. Universal 1986. 21.00 Þurrt kvöld. Skemmtiþáttur á vegum Stöðv- ar 2 og styrktarfélagsins Vogs. í þættinum er spilað bingó með glæsilegum vinningum. Síma- númer bingósins eru 673560 og 82399. Um- sjónarmaður er Jónas Jónasson. Dagskrárgerð: Valdimar Leifsson. Stöð 2.______________________ 21.45 Notaðir bílar. Used Cars. Kátleg gaman- mynd um eiganda bílasölu sem verslar með notaða bíla. Sölumenn fyrirtækisins nota hver sína aðferð til að tæla viðskiptavinina til sín og pranga inn á þá ónothæfum bilum á okurprís- um. Bráðsnjall leikur hjá sölumönnunum sem nota einkunnarorðin „50 dollarar hafa aldrei drepið neinn“. Aðalhlutverk: Jack Warden og Kurt Russel. Leikstjóri: RobertZemeckis. Fram- leiðendur: Steven Spielberg og John Milius. Columbia 1980. Sýningartími 110 mín. 23.35 Þrumufuglinn. Airwolf. Spennumyndaflokk- ur um fullkomnustu og hættulegustu þyrlu allra tíma og flugmenn hennar. Aðalhlutverk: Jan- Michael Vincent, Emest Borgnine og Alex Cord. Framleiðandi: Don Bellisario. 00.40 Minningamar lifa. Memories Never Die. Sálfræðileg flétta um konu sem snýr heim eftir sex ára dvöl á geðsjúkrahúsi og mætir sama fjandsamlega andrúmsloftinu og hún skildi við er hún fór. Myndin er byggð á sögu Zoe Sherbourne, A Stranger in the House. Aðalhlut- verk: Lindsay Wagner, Gerald McRaney og Barbara Babcock. Leikstjóri: Sandor Stern. Framleiðandi: David Victor. Universal 1982. Sýningartími 100 mín. 02.20 Blóðbaðið í Chicago 1929. St. Valentine's Day Massacre. Spennumynd sem gerist á bannárunum í Bandaríkjunum og greinir frá blóðugum átökum undirheimadrottnara og glæpaforingja sem náðu hámarki í blóðbaðinu mikla þ. 14. febrúar 1929. Aðalhlutverk: Jason Robards, George Segal og Ralph Meekre. Leikstjóri og framleiðandi: Roger Corman. Þýð- andi: Einar Ágústsson. 20th Century Fox 1967. Sýningarlími 95 mín. Alls ekki við hæfi barna. 03.55 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.