Tíminn - 23.09.1988, Blaðsíða 19

Tíminn - 23.09.1988, Blaðsíða 19
Föstudagur 23. september 1988 Tíminn 19 Jenilee Harrison stundar einhverja líkamsrækt á hverjum degi, - „en þræla mér ekkert út,“ eins og hún kemst að orði. Svona á að gera Kelly St. John heitir bresk kona, 45 ára og snyrtisérfræðingur. Svo var komið fyrir henni að hún kveið því að líta framan í sjálfa sig í , speglinum á morgnana og fannst | hún tæplega geta farið í vinnuna j þar sem starf hennar var að ráð- leggja öðrum konum, hvernig þær gætu litið sem best út. Hún þóttist meira að segja viss um að glata öllum viðskiptavinunum, því hún væri svo lélegt dæmi um árangur ráðlegginganna. Pví brá Kelly á það ráð að kaupa jsér splunkunýtt andlit og borgaði fyrir sem nemur tæpri hálfri milljón ísl. króna. Nú lítur hún út eins og Iþrítug og segir að ástalíf sitt j blómstri sem aldrei fyrr. Byrjað var á að fjarlægja fituvef til að ná burt pokunum undir augunum. Það kostaði sem svarar 90 þúsundum. Þá fóru 50 þúsund í að slípa burt ör og aðrar misfellur. Hakan var löguð fyrir 90 þúsund með því að toga slappa húðina upp og sauma hana fasta aftan við eyrun. Þá var tekinn saumur við gagn- augun og húðinni lyft, þannig að augun urðu skásettari og sýndust stærri. Það kostaði 125 þúsund. Síðasta aðgerðin fólst í að fitu- vefur var fjarlægður úr hökunni til að gefa henni skarpari útlínur og unglegri lögun. Það kostaði 90 þúsund. Á meðfylgjandi myndum má dæma um árangurinn, sem Kelly er að vonum harla ánægð með. Hún segir að ef nokkur leið sé að tefja fyrir ellinni, sé ráðlegt fyrir allar konur að leita þeirrar leiðar. DALLAS-DISIN Jenilee Harrison gefur góð ráð Við sem horfum á DALLAS- þættina þekkjum Jenilee Harrison sem eiginkonu Cliff Barnes, erki- óvinar JR, en Jenilee kom fyrst fram í sjónvarpsþáttunum sem fjarskyldur ættingi Ewing-fjöl- skyldunnar. Jenilee er 29 ára. Hún er hávaxin og er 65 kíló á þyngd. Hún segist fara kl. 7 á fætur á morgnana og vinnudagurinn hjá sér sé oftast 14 klukkutímar, - en góð frí á milli. f þessum 14 tíma vinnudegi telur leikkonan líka heilsuræktartím- ana, en hún ver a.m.k. 1 klukku- tíma á hverjum degi til að hlaupa eða hjóla á þrekhjóli. „Mér hefur aldrei liðið betur, - og ég held að ég hafi aldrei litið betur út,“ segir Jenilee ánægð í blaðaviðtali. Þar er hún að tala um hversu nauðsynlegt það sé fyrir alla að hugsa um líkamsrækt og heilsufæði. „Ég borða heilmikið," segir hún, „en það er allt hollur matur, svo sem ávextir og græn- meti, gróft brauð, túnfiskur (aldrei í olíu), gufusoðinn fiskur eða grill- aður kjúklingur. Þetta er uppistað- an í mínu heilsufæði." „Bannvörur“ Jenilee Jeenilee hefur lista yfir það sem er „bannvara" í hennar lífi. Þar telur hún upp m.a.: „Ég borða aldrei sælgæti eða sætar kökur. Ég salta aldrei mat, en nota smávegis krydd. Ég borða ekki „feitan" mat eða djúpsteiktan og hef ekki feiti út á matinn, og ég borða aldrei „rautt“ kjöt, þ.e. nautakjöt eða steikur." Þetta var bann-matarlistinn hennar Jenilee, en svo segir hún frá ýmsum lífsreglum sínum, sem hún telur nauðsynlegar fyrir góða heilsu og gott útlit. T.d. að mikil- vægt sé að hafa jákvæða afstöðu til lífsins og reyna stöðugt að bæta sjálfan sig. „Einvera er mér nauðsynleg. Það er mikilvægt að gefa sér tíma til að hugsa og slaka á. Þegar ég er ein þykir mér gott að Iesa góða bók, eða bara sitja og horfa á sólsetrið, en húsið mitt er við ströndina. Ég er ekki með neina megrunar- dellu. Ég borða heilmikinn mat, - en það er bara hollur matur, sem gerir manni gott. Mér finnst ég hafa aldrei litið betur út en núna,“ sagði hún greinilega ánægð með sjálfa sig, og Jenilee Harrison er : gullfalleg á myndunum. „Eg borða heilmikinn mat, - en það er allt hollur matur,“ segir Jenilee um leið og hún kynnir grænmetis- og túnfísksalatið sitt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.