Tíminn - 23.09.1988, Blaðsíða 20

Tíminn - 23.09.1988, Blaðsíða 20
RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu, S 28822 Canon Ljósritunarvélar FC-3, 43.600 stgr. FC-5, 46.300 stgr. Skrifvélin, sími 685277 HRESSA KÆTA 9 1 ínimn I u stafar ngun sápu Sundahöfn „Þetta er sápa sem er notuð til að afsýra loðnulýsi. Þetta er Ijótt á litinn en vita hættulaust. Hún er vatnsleysanleg eins og önnur sápa,“ sagði Ágúst Einarsson, forstjóri Hydrol hf., aðspurður um hvaða efni það væru sem lækju úr tönkum verksmiðju fyrirtækisins við Köllunarklettsveg. Sápan rennur út í sjó í Sundahöfn og er Ijót slikja yfir stóru svæði upp við land. Þá leggur megnustu stybbu frá henni. Það eru Hollustuvernd ríkisins og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur sem gegna eftirlitshlutverki með þeim úrgangi sem rennur í sjóinn en Ágúst segir engar athugasemdir hafa komið frá þessum aðilum. Siglingamálastofnun hefur hins vegar bent fyrirtækinu á að af sápunni stafi sjónmengun. „Ég veit það að af þessu stafar sjónmengun en þar sem þetta er hættulaust efni hefur annars ekki Stór og Ijót slikja liggur yfir sjónum í Sundahöfn. Það er sápa sem rennur úr tönkum Hydrol hf. sem sjónmengar sjóinn. Tímamynd Árni Bjarna verið fett fingur út í þetta. Þetta stendur til bóta þegar skolplögnin og dælustöð kemur í þessa átt eftir 1-2 ár. Mér skilst að næsti áfangi af skolplögninni senr verið er að leggja við Skúlagötuna eigi að fara inn að Lauganesi og mér skilst að það eigi að koma ný dælustöð við Lauganesið sem eigi að dæla þessu og öðrum óþrifnaði, langt út á sjó svo það hverfi í útstreymi sjávar," sagði Ágúst. Það má því gera ráð fyrir því að óþverinn haldi áfram að sjón- menga Sundahöfnina í allt að tvö ár enn. Ekki tókst að fá ummæli Hollustuverndar og Heilbrigðiseft- irlits Reykjavíkur um málið í gær. JIH Næturvökur á mörgum heimilum vegna beinna útsendinga frá Seoul: Upphitun er lokið - ballið að byrja! Við næturútsendingar verða menn framlágir og viðbúið að nóttin í nótt hafi verið ströng. Ingólfur Hannesson leggur sig fram á borðið og dottar. Bjami Fel. stendur vaktina. fslenska ríkissjónvarpið stendur nú að viðamestu dagskrá frá upphafi útsendinga stofnunarinnar. Það eru þeir félagar í íþrótta- deildinni, Bjarni Fel. Ingólfur Hannesson og Jón Oskar Sólnes ásamt fjölda tæknimanna og sérfróðra manna er bera hitann og þungann af þessari íþróttaveislu. „Nú er ballið að byrja,“ sagði Ingólfur Hannesson í samtali við Tímann í gær. Útsendingar frá Seoul stóðu í alla nótt og um það leyti sem Tíminn var borinn út á stór-Reykjavíkursvæðinu var útsendingum að Ijúka frá Ólympíuleikunum. Næstu nætur verða útsendingar á sömu nótum og hafa íþróttafréttamenn ríkisútvarpsins snúið sólarhringnum við og vaktirnar eru langar. Þessum miklu útsendingum fylgja vökur, eins og íþróttaáhuga- menn kannast við, þegar þeir staulast rauðeygðir í vinnuna. En það eru fleiri sem verða fyrir barðinu á svefnleysi en neytendur. Jón Óskar Sólnes var t.a.m. síðasti maður á landinu - telur Tíminn sig geta fullyrt - til að frétta úrslit úr leik Alsírs og íslands í gær. „Ég fór að sofa laust eftir klukkan átta í gærmorgun, og höfðu Alsír- búar þá gert sex mörk en við tvö. Ég ætlaði að horfa á leikinn í sjónvarp- inu um hádegi, án þess að vita úrslit. Því stillti ég klukkuna og hún hringdi rétt eftir tólf. Ég gat ómögulega vaknað og alls ekki kveikt á sjón- varpinu og sofnaði því aftur. Þá tóL við martröð. Ég var staddur á leikn- um, Ísland-Alsír. Fimleikamenn voru um allan völl og fóru flikk flakk og heljarstökk og þvældust fyrir íslensku leikmönnunum, sem töp- uðu leiknum. Það var svo klukkan þrjú sem ég staulaðist á fætur og fór út í búð. Þar spurði ég eigandann hvernig leikurinn hefði farið. Hann leit á mig mjög undrandi, þekkti mig greinilega, og sagði mér svo úrslitin. Þetta var óþægileg staða, en ég var svo taugastrekktur að ég varð að vita úrslitin strax,“ sagði Jón Óskar. Allt að þrjátíu klukkustundir hafa þeir setið við í einu, að vísu með hléum í útsendingu, til að fylgjast með úrslitum í einstökum greinum. Ingólfur segir þetta gert til að íþróttafréttamenn geti fylgst með einstökum keppnum í einni safnfellu og ekki sé verið að hræra öðrum inn í atburðarás sem þegar er komin af stað. Milli útsendinga hafa frétta- mennirnir fengið sér „kríu“ í sjón- varpssal og eru þá hin magrvísleg- ustu afdrep notuð, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Ef við lítum á dagskrána framund- an kemur glögglega í ljós að síðustu nætur hafa aðeins verið sem upphit- un. í morgun voru dagskrárlok áætl- uð klukkan 8:30. í nótt er gert ráð fyrir útsendingu fram til klukkan 6:30. Aðfaranótt sunnudags til klukkan 6:30. Aðfaranótt mánudags klukkan7:15. Pústaðverðurámánu- dagskvöld og engar næturútsending- ar eru áætlaðar þá. Aðfaranótt miðvikudags 28. sept- ember eru áætluð dagskrárlok klukkan 7:30. Aðfaranótt fimmtu- dags klukkan 8:30. Aðfaranótt föstudags klukkan 6:30. Lokasprett- urinn verður harður, en síðasta einn og hálfan sólarhringinn verður sent út svo að segja látlaust fram til. miðnættislaugardaginn l.október. -ES Bjami Fel. hallar sér aftur í stólnum. Ingólfur sefur enn. Ingóífur ramskar, enda ekki seinna vænna því Bjarai Fel. hefur lagt aftur augun. Tímamyndir Gunnar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.