Tíminn - 24.09.1988, Page 2

Tíminn - 24.09.1988, Page 2
r.i.i.l.i l 2 Tíminn Laugárdágur 24. séptember 1988 Klúbbur 17, gaman, alvara og fræðsla „Klúbbur fyrir unga ökumenn, Klúbbur 17, er að komast á laggirnar og fundir verða haldnir á næstunni, þar sem öll hugsanleg mál tengd akstri, umferð, bílum og tækni verða tekin fyrir, bæði á alvarlegum og léttum nótum," sagði Guðmundur Þorsteinsson námsstjóri umferðar- fræðslu. Guðmundur sagði að hugmyndin að klúbbnum hefði fæðst á sýning- unni Veröld 88 sem haldin var fyrir skömmu. Þar gekk fjöldi fólks í klúbbinn og sagði hann að ungir ökumenn, sem nýbúnir væru að fá ökuréttindi gætu enn gengið í hann með því að hafa samband við Um- ferðarráð, annaðhvort símleiðis, eða helst með því að koma við hjá Umferðarráðiað Lindargötu 46, 2..h. Starfsfólk ráðsins er boðið og búið að ræða við fólkið og þar liggja frammi eyðublöð sem það getur skráðsigá. Einnigeru þareyðublöð, eins konar óskalistar, þar sem ungu bílstjórarnir geta skráð óskir sínar eða það sem þeim finnst gagnrýn- isvert. Ýmsar hugmyndir hafa komið fram hjá klúbbnum um hvernig hægt verði að stuðla að framgangi ýmissa hagsmunamála ungra ökumanna, t.d. því að góðir ökumenn greiði lægri tryggingagjöld. Guðmundur vildi hvetja unga bílstjóra til að ganga í klúbbinn. Hvort sem klúbb- urinn væri á einhvern hátt líklegur til að geta orðið þeim til hagsbóta, eða að þeir gætu á einhvern hátt lagt sitt af mörkum _sá Loðnan að þétta sig Skarðsvíkin frá Hellissandi land- aði rúmum 136 tonnum af loðnu á Siglufirði í gær, en skipin sem voru á loðnumiðunum djúpt norður af Kolbeinsey fyrr í vikunni leituðu vars í ísafjarðardjúpi í gær. 10 til 12 vindstig hafa verið á loðnumið- unum undanfarna daga. Skipstjórinn á Berki frá Norð- firði segir að loðnan sé farin að þétta sig, en haldi sig í litlum torfum. Hann átti von á að veiðarn- ar færu að glæðast næstu daga. -ABÓ Sjónvarpsbingó Styrktarfélags Vogs: RÁS2VERDURMEÐ Sjónvarpsbingó Styrktarfélags Vogs var hleypt af stokkunum á Stöð 2 síðastliðinn föstudag. Aðal- vinning kvöldsins, Subaru bifreið að verðmæti 863 þúsund krónur, hlaut Sigurlaug Grétarsdóttir, Há- teigsvegi 62, Vestmannaeyjum. Auk aðalvinningsins var spilað um 10 aukavinninga, Olympus AL- 300 Super Zoom myndavélar. Ríkisútvarpið, Rás tvö hefur samþykkt að leggja Styrktarfélagi Vogs lið í þessari fjáröflun fyrir Sjúkrastöðina Vog. Á hverju föstudagskvöldi kl. 21.30 til 21.50 verða bingótölurnar lesnar upp á Rás tvö og létt tónlist leikin á milli. Eigendur innleysanlepra spariskírteina athugid: Við afhcndingu Subaru bifreiðarinnar, f.v Júlíus Vífill Ingvarsson frá Ingvari Helgasyni, Kristinn T. Haraldsson frá Stf. Vogs, og vinningshafinn Sigurlaug Grétarsdóttir ásamt eiginmanni. Við sjáum um innlausn þeirra og endurfjárfestingu ykkur að kostnaðarlausu. Eigendur og útgefendur skuldabréfa: Vegna mikillar eftirspurnar óskum við eftir góðum skuldabréfum í umboðssölu. Helstu skuldabréf í sölu hjá Verdbréfaviðskiptum Samvinnubankans: Tegund Ávöxtun umfram Heildarávöxtun* verðbólgu Ný spariskírteini 7,0-8,0% 56,1-57,5% Eldri spariskírteini 8,0-9,0% 57,5-59,0% Veðdeild Samvinnubankans 9,5% I 59,7%i Lind hf. 11,5% 62,6% Glitnirhf. 10,6% 61,3% Samvinnusjóður íslands 10,5% 61,2% Iðnþróunarsjóður 8,3-9,0% 58,0-59,0% Önnur örugg skuldabréf 9,5-12,0% 59,7-63,4% Fasteignatryggð skuldabréf 12,0-16,0% 63,4-69,2% *Miðað við haekkun lánskjaravísitölu slðastliðna 3 mánuði. | Verið velkomin á nýjan stað. Næg bílastæði. i — fjármál eru okkar fag! /Ji VERÐBRÉFAVIÐSKIPTI V/ SAMUINNUBANKANS SUÐUBLANDSBRAUT 18 • S(MI 688568 Útvajdir á Hótel íslandi Það má búast við að danskur andi svífi yfir vötnum í höfuðborginni dagana 8. 9. 10. og 11. nóvemberen þá mun Kim Larsen og félagar stíga á stokk og fremja danska tónlistar- og leikgjörninga. Dropateljari hefur lengi verið helv.. „svag“ fyrir öllu því sem danskt er og er því staðráð- inn í að berja goðið augum í nóv- ember. Það verður þó að viðurkenn- ast að á hann runnu tvær grímur þegar miðaverð fékkst uppgefið. Miði í stæði, hvað sem það nú táknar, kostar 2200 krónur, en fyrir mat og „alle græjer“ þarf að greiða 4500 krónur. En látum þetta vera. Það sem dropateljara fannst öllu furðulegra í þessu dæmi er sú staðr- eynd að nú þegar er orðið stífbókað í mat á alla tónleikana, þrátt fyrir að miðapantanir hafi ekki verið auglýst- ar opinberlega. Þær upplýsingar fengust á Hótel íslandi í gær að upppantað væri í mat á föstudags- hljómleikana, 11. nóvember, og fá borð væru enn eftir á hina tónleik- ana. Er nema von að menn velti því fyrir sér hvort ekki sé eðlilegt að auglýsa miðapantanir á slíkar uppá- komur í tíma og gefa þannig áhuga- fólki utan af landi einnig kost á því að borða dýrindis mat undir tóna- flóði Larsens? Meðal annarra orða. Getur það talist eðlilegt að selja mat upp á 4500 krónur pr. mann án þess að fyrir liggi hvað í boði verður? Huges og brjóstahaldarinn Gumað er að því í fjölfötluðu . pressunni að brjóstahaldarinn sé 1 sjötíu ára og birtar dagsetningar því til sönnunar. Brjóstahaldarinn var hinsvegar ekki allur búinn til á' einum degi. Milljarðamæringurinn Howard Huges átti einu sinni kvik- myndafyrirtæki og þurfti að taka mynd af fegurðardís í heyhlöðu í sérstökum sölustellingum. Hún var með brjóstahaldara en lítið annað af klæðum. Þegar Huges var búinn að taka sjötíu tökur af henni í heyinu komst hann að raun um að hann varð að breyta brjóstahaldaranum. Hann fékk því frægan mann, sem hvergi er getið á þessum merka afmælisdegi, og bað hann að klippa helminginn ofan af brjóstahaldaran- um. Eftir það tók hann aðeins eina töku af leikkonunni sem var kyn- bomba og hét Jean Russel. Ekki allir á hausnum Ekki eru öll fyrirtæki á hausnum. Heyrst hefur um mann undir þrítugu sem er framkvæmdastjóri fyrirtækis í Reykjavík og hefur 480 þúsund á mánuði með bónus. Heyrst hefur líka af öðrum manni sem er enn yngri og nýráðinn framkvæmdstjóri hér í bæ og hefur yfir 250 þúsund. Báðir þessir menn eru viðskipta- fræðingar. Prófessorar í viðskiptafræðideild sem kenna þessum snilldarmönnum hafa um hundrað þúsund á mánuði. Keppt á flota í vikunni hitti dropateljari vel gefinn mann í Reykjavík sem furð- aði sig mikið á því hvernig og hvers vegna íslensku siglingakapparnir á OL kepptu á 470 bátum, hvort einn væri ekki nóg. Taldi hann þetta hljóta að enda með ósköpum ef margar þjóðir tækju þátt í þessari keppni. Dropateljara var bæði ljúft og skylt að leiða manninn f allan sannleika um málið og benti honum á að þó útvarpið talaði um „keppni á 470-bátum,“ vísaði talan til teg- undar báts en ekki fjölda. Hannes er ruglaður Hannes Hólmsteinn er ekki á flæðiskeri staddur þótt hann hafi lítið að gera upp í háskóla þessa dagana. Þar fær hann ekkert að kenna því enginn nennir að hlusta á hann en Hannes þarf samt ekki að sitja aðgerðarlaus heima á næstunni, því hann hefur fengið mun áhrifa- meiri kennslustöðu á Stöð 2. Þar nær hann til allra fróðleiksfúsra manna með þáttum sínum um Menntun. Þykir það táknrænt að þættir Hannesar eru ruglaðir og því óskiljanlegir nema menn hafi til afnota sérstaka afruglara og slík hjálpartæki hafa þótt nauðsynleg í H.í hingað til. Menn hafa séð það í hendi sér að lítið yrði á kennslunni að græða án slíkra hjálpartækja og nemendum félagsvísindadeildar hefur ekki þótt það nógu mikil sárabót að fá kokteil- boð frá Hannesi í staðinn. Það fer nefnilega sú saga af kennslu Hannes- ar í heimspeki- og viðskiptadeild að hann hafi að jafnaði haldið 2 til 3 kokteilboð handa nemendum sínum á hverri önn. Sem sagt, á Stöð 2 geta vel útbúnir sótt f boðskap Hannesar og þeirra gesta sem hann hefur fengið sér til liðs. Þar ber að sjálfsögðu hæst sjálfan menntamálaráðherra, Birgi ísleif Gunnarsson. Þeir félagar eru hinir mestu mátar eftir allt það skítkast sem þeir hafa mátt þola í sameiningu vegna stöðuveitingar- innar uppí háskóla. Þótti sú ákvörð- un Birgis í hæsta máta óskiljanleg og því er ekki heldur úr vegi að menn noti þetta nauðsynlega hjálpartæki sem afruglarinn er til að greiða úr ruglinu sem þar var á ferðinni. Tromp Stöðvar 2 Og talandi um OL. Stöð 2 er nú í nokkrum vanda varðandi efni frá leikunum vegna þess að RUV hefur öll trompin í hendi sér. Hins vegar hafa Stöðvarmenn reynt að leggja fram þau spil sem þeir hafa til að semja við RÚV um útsendingu á efni og bjóða samning sem hljóðar á þessa leið: Ef þið látið okkur fá efni frá OL þá megið þið fá að filma á Heimsbikarmóti Stöðvar 2 í skák. Heimsbikarmót Stöðvar 2 er dýrt dagskrárefni og miklar tekjur þurfa að koma inn á móti. Þeir sem hyggjast fylgjast með mótinu ættu t.d. að taka vel eftir auglýsingunum á borðum keppenda því fyrirtækin þurftu að borga, eftir því sem næst verður komist, um 1,2 milljónir fyrir þær. Slík fyrirtæki ættu ekki að eiga í vandræðum með að borga út launin á föstudögum.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.