Tíminn - 24.09.1988, Qupperneq 3

Tíminn - 24.09.1988, Qupperneq 3
Laugardagur 24. september 1988 Tíminn 3 Nemendur í félagsvísindadeild sýna lítinn áhuga á Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni: Námskeið Hannesar voru felld niður Hannes Hólmsteinn Gissurarson, nýráðinn lektor í stjórnmálafræði við félagsvísindadeild Háskóla fslands, mun engin námskeið kenna við deildina á haustönn, sem nú er hafin. Nemendur hafa sýnt lítinn áhuga á þeim námskeiðum sem stóð til að Hannes kenndi og hafa þau verið felld niður vegna ónógrar þátt- töku. í kennsluskrá fyrir önnina er Hannes skrifaður fyrir einu nám- skeiði - „Frelsi, ríkisvald og lýð- ræði“ - en það hefur verið fellt niður þar sem enginn nemandi hefur skráð sig í það. Ákveðið hafði verið að Hannes fengi einnig til umsjónar „Heimspeki félagsvísindanna", sem hann var reyndar ekki skráður fyrir í kennsluskrá. t>að hefur einnig verið fellt niður vegna ónógrar þátttöku, aðeins þrír nemendur höfðu skráð sig í námskeiðið. Deildin hefur um nokkurra ára skeið fellt niður nám- skeið þar sem innan við fimm nem- endur skrá sig. Eins og kunnugt er tók deildar- fundur afdráttarlausa afstöðu í sum- ar gegn því að Hannes kenndi skyldunámskeið viðdeildina. Höfðu nemendur gert þá kröfu að þeim yrði ekki gert skylt að sækja nám- skeið í umsjón kennara sem ekki hafði hlotið ótvíræðan hæfnisdóm. Hannes fær því ekki að kenna skyldunámskeió og enginn vill sækja þau valnámskeið sem hann er skrif- aður fyrir. Dómnefnd sem fjallaði um stöðu- veitinguna dæmdi Hannes, sem kunnugt er, óhæfan til að gegna stöðunni en Birgir ísleifur Gunnars- son, menntamálaráðherra, setti hann í hana þrátt fyrir það og gekk framhjá þeim Ólafi P. Harðarsyni og Gunnari Helga Kristinssyni, sem dæmdir voru hæfir. Nefnd hefur verið starfandi á Hannes Hólmsteinn fékk engan nemanda. Því voru námskeiðin felld niður. vegum Háskólaráðs til að kanna mögulegar leiðir til að hnekkja stöðuveitingunni og munu þar eink- um sitja lögfræðingar, samkvæmt hcimildum Tímans. Mun Jónatan Þórmundsson vera einn þeirra. Nefndin hefur enn ekki lagt sína greinargerð fyrir Háskólaráð. JIH Lánskjara- vísitala hækkar um 0,44% Lánskjaravísitalan hækkar úr 2254 nú í septemmber í 2264 sem gildir fyrir október. Það svarar til 0,44% hækkunar milli mánaða. Sú mánaðarhækkun svarar til 5,5% á heilu ári. Hækkunin s.l. 3 mánuði svarar til 22% verðbólgu á heilu ári. Frá október 1987 hefur vísitalan hækkað um 26%. Hækkun lánskjaravísitölunnar s.l. þrjá mánuði (ág.okt.) er rúmlega 5% eða nánast jafn mikið og sú hækkun sem varð á einum mánuði milli júní og júlí. -HEI Úlflutningur jan./maí aðeins 1,2% meiri en á sama tíma 1987: Vöruskipta- halli um 3.000 milljónir króna Nær tveggja milljarða slakari staða var á vöruskiptajöfnuði landsmanna fyrstu fimm mánuði þessa árs en á sama tíma 1987, samkvæmt frétt frá Hagstofunni. Rúmlega 3.000 milljóna króna halli var orðinn á vöruskiptajöfnuðinum fob/cif en um 550 millj. fob/fob í maílok. Verðmæti vöruútflutningsins var tæplega 21.700 milljónir tímabilið jan./maí (um 88 þús. krónur á hvern íbúa). Það var tæplega 7% hækkun frá fyrra ári í krónum talið, en aðeins 1,2% aukning miðað við sama verð meðalgengis. fslendingar halda áfram að kaupa fyrir meiri gjaldeyri en þeir afla. Á sama tíma og aðeins 265 milljónum meira fékkst fyrir útflutningsafurð- irnar jukust innkaupin hins vegar um 2.200 milljónir króna, reiknað á sama gengi bæði árin, sem þýðir- 10% aukningu að raungildi. Vörur voru fluttar til landsins fyrir . um 24.700 milljónir fob, tímabilið jan./maí, eða rétt um 100 þús. krónur að meðaltali á hvern íslend- ing. Munurinn á útflutningi og inn- flutningi var því að meðaltali um 12 þús. krónur. Það svarar til þess að hver ísiendingur hafi að meðaltali þurft að slá 12 þús. króna erlend vörukaupalán á þessu fimm mánaða tímabili. -HEI Ný verðtryggð spariskírteini ríkissjóðs. Orugg leið til að ávaxta sparifé þitt. Þér kann að finnast vandasamt að ráðstafa sparifé þínu á sem arðbærastan hátt. En til eru margar traustar og góðar leiðir til ávöxtunar. Ný spariskírteini ríkissjóðs. Þau fást hjá okkur á öllum afgreiðslustöðum og við innleysum jafnframt eldri spariskírteini. Þú getur valið um 3 ára bréf með 8,0% ársávöxtun, 5 ára bréf með 7,5% ársávöxtun og 8 ára bréf með 7,0% ársávöxtun. Spariskírteinin eru ríkistryggð, tekju- og eignarskattfrjáls og fást j 5.000, 10.000, 50.000, 100.000 og 1.000.000 króna einingum. Verðtryggður sparireikningur og veðdeildarbréf. Til ávöxtunar sparifjár þíns bjóðum við einnig aðrar hagkvæmar leiðir: Nýjan 18 mánaða verðtryggð- an sparireikning með 7.5% vöxtum og veðdeildarbréf með 9,5% voxtum hjá Verðbréfamarkaði Samvinnubankans. Hugsaðu þig vel um hvernig þú vilt ráðstafa sparifé þínu, hafðu samband, við ráðleggjum þér heilt. SAMVINNUBANKI fSLANDSHF

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.