Tíminn - 24.09.1988, Blaðsíða 4

Tíminn - 24.09.1988, Blaðsíða 4
4 Tíminn Laugardagur 24. september 1988 Samkvæmt samningi Reykjavíkurhorgar og ríkisins um færslu Hringbrautar, mun ríkið kaupa þetta hús (Miklabraut 16) og láta rifa það. Það mun víkja fyrir mislægu gatnamótunum við Miklatorg. Færsla Hringbrautarinnar keyrö í gegn þrátt fyrir þaö að forsendur fyrir henni hafi breyst: Er enn eitt ævintýrið í uppsiglingu í borginni? Sigrún Magnúsdóttir og Alfreð Þorsteinsson, borgarfuil- trúar Framsóknarflokksins, hyggjast leggja fram tillögu í borgarráði n.k, þriðjudag um að samningur Reykjavíkur- borgar og ríkisins um færsiu Hringbrautar, verði tekinn upp á ný, í Ijósi breyttra forsenda. í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar, sem gilda á til 2004, er gert ráð fyrir framkvæmd samningsins, sem mun í heild kosta hundruð milljóna króna. Framkvæmdirnar hafa það m.a. í för með sér að húsið við Miklubraut 16 verður rifið og látið víkja fyrir aðkeyrslu að mislægum gatnamótum við Miklatorg. í samningnum er einkum tekið mið af þróunaráætlun sem gerð var fyrir framkvæmdir á Landspítalalóð á árunum 1970-75, sem Ijóst er að mun engan veginn standast. Samningurinn Samningurinn milli borgarstjórn- ar og ríkisins var gerður ídesember 1969 og var þá gert ráð fyrir að Hringbrautin yrði færð um 50 metra. Ný Hringbraut yrði gerð á kostnað ríkissjóðs en ríkissjóður fengi til endurgjaldslausra afnota landssvæði milli eignarlóðar Landspítalans og nýrrar Hringbrautar, undir bílastæði og fyrir innanlóðarumferð. Þá er gert ráð fyrir því að borgarstjórn úthluti ríkissjóði ca. 14 ha. lands- svæði sunnan Hringbrautar og öðr- um skiptum á landi. Þann 5. ágúst 1976 var gerður samningur um breytingar á ofan- greindum santningi. Helstu breyt- ingar voru að færsla Hringbrautar yrði um 200 metra til suðurs í stað 50 metra og að ríkissjóður keypti húsið Miklabraut 16 (6 íbúðir) og fjarlægðj; borgarsjóði að kostnaðar- lausu. í umfjöllun Þórarins Hjaltasonar, hjá borgarverkfræðingsembættinu er kostnaður við færslu H ringbrautar áætlaður 135 milljónir króna en kostnaður við mislægu gatnamótin nálægt 80 milljónir, hvort tveggja á verðlagi 1988. Þarna er aðeins um þær framkvæmdir að ræða sem nú er verið að vinna. Til viðbótar við þessar upphæðir kentur kostnaður vegna kaupa á húsinuviðMiklubraut lóogýmislegt sem fylgir því að klára verkefnið í heild sinni. Þá er t.d. eftir að tengja nýja Hringbraut inn á Sóleyjargöt- una og að ganga frá gatnamótunum við Njarðargötuna. Það er því ljóst að heildarkostnaður verður töluvert mikið hærri en þær tölur sent koma fram hjá Þórarni. Á borgarráðsfundi í febrúar skaut Davíð Oddsson, borgarstjóri, sjálfur á að fram- kvæmdirnar myndu sennilega kosta um 500 milljónir króna í heild. „Óþarft að flytja Hringbraut“ í bréfi Hallgríms Snorrasonar, sem sæti á í yfirstjórn mannvirkja- gerðar á Landspítalalóð (YMÁL), sem lagt var fyrir á borgarráðsfundi sl. þriðjudag, segir að í reynd hafi framkvæmdir gengið mun hægar og ntiklu minna verið byggt á lóð spítal- ans en reiknað var með við gerð þróunaráætlunarinnar. „Það er því skoðun YMÁL að vegna fram- kvæmda á Landspítalalóð sé óþarft að flytja Hringbrautina úr núverandi legu hennar um fyrirsjáanlega framtíð, þ.e. næstu 20 árin eða svo,“ segir í bréfi Hallgríms, en um það leyti rennur aðalskipulagið einmitt úr gildi. í samkomulaginu frá 1976 er mið- að við þróunaráætlun þá, sem gerð var fyrir Landspítalalóð á árunum 1970-75. Það var gert ráð fyrir mjög örri uppbyggingu, og var m.a. áforntað að reistar yrðu tvær lágar byggingar milli aðalbyggingar spítal- ans og núverandi Hringbrautar. í reynd hafa framkvæmdir gengið mun hægar en reiknað var með. Meginforsendan brostin Meginforsendan fyrir fram- kvæmdunum virðist því brostin. Samt sem áður lagði Þórður Þ. Þorbjarnarson, borgarverkfræðing- ur fram tillögu á borgarráðsfundi sl. þriðjudag um að borgarráð staðfesti samþykkt skipulagsnefndar um færslu Hringbrautarinnar og að til- lögu Alfreðs Þorsteinssonar frá 16. febrúar yrði vísað frá. Afgreiðslu málsins var frestað til næsta fundar borgarráðs. í tillögú Alfreðs var lagt til að borgarstjórn efndi til hugmyndasam- keppni með hvaða hætti mætti leysa umferðarmál á þessu svæði og yrði þar boðið upp á valkost um óbreytta legu Hringbrautar. Borgarverkfræðingur hefur þrýst á að færsla Hringbrautarinnar verði keyrð áfram, þrátt fyrir breyttar forsendur, og er reyndar þegar farið að undirbúa gerð mislægu gatnamót- anna við Miklatorg. „Ég býst ekki við því að Landspít- alinn hætti að þróast og YMÁL hefur ekki sagt að hún vilji ekki nýta þá framtíðarmöguleika sem samn- ingurinn gefur, þótt síðar verði. Þetta hefur því ekki áhrif á þessi áform um framkvæmdir, því að Tanngarðurinn er þegar kominn og þar með er stefnan mörkuð með hvernig menn ætli að nýta þetta land," sagði Þórður Þ. Þorbjarnar- son, borgarverkfræðingur, í samtali við Tímann. „Eftir sent áður er færsla Hringbrautar æskileg frá sjón- armiðum umferðar og út frá framtíð- arhagsmunum bæði Landspítalans og háskólans,“ sagði Þórður. Þrátt fyrir það að borgarráð hafi ekki tekið afstöðu til tillögu Þórðar, hafa framkvæmdir við Bústaðaveg þegar hafist og verið er að undirbúa útboð í framkvæmdirnar við Mikla- torg í Innkaupastofnun Reykjavík- ur. f endurskoðaðri fjárhagsáætlun frá 8. mars er hins vegar ekki gert ráð fyrir því að verja neinu fjármagni í framkvæmdirnar á þessu ári. Borgar ríkisvaldið? Spurningin er nú hvort ríkisvaldið muni kosta slíkar framkvæmdir, þegar Landspítalinn, sent heyrir undir ríkisvaldið, hefur lýst því yfir að framkvæmdirnar séu óþarfar. Þetta hlýtur að vera umhugsunarefni á þeint tímum þar sem niðurskurður á útgjöldum ríkissjóðs er eitt af stórverkefnunum í stjórn efnahags- mála, og þegar spjótin beinast að framkvæmdagleði borgarstjórnar- meirihluta Sjálfstæðisflokksins, ráð- húsinu og veitingahúsinu í Öskjuhlíð t.d. Borgin mundi leggja út pening- ana fyrir framkvæmdunum sem hér um ræðir, en á samkvæmt samningn- um að fá þann kostnað endurgreidd- an frá ríkinu. Hallgrímur Snorrason hefur ritað fjármála-, heilbrigðis- og mennta- málaráðherrum bréf þar sem hann gerir þeim grein fyrir stöðu mála. „Þarna er um fjárhagslega skuld- bindingu ríkisins að ræða sem ekki hefur verið kallað eftir eins og gert var ráð fyrir í upphafi, en nú eru líkur á að það verði gert og forsvars- menn ríkissjóðs þurfa að vera því viðbúnir," sagði Hallgrímur í sam- tali við Tímann. f fjármálaráðuneytinu hefurmálið ekki fengið neina sérstaka meðferð enn sem komið er. Háskólasvæðið klofið Það eru fleiri hliðar á málinu. Háskóli Islands hefur einnig hags- muna að gæta og hefur Sigmundur Guðbjarnason, rektor, vakið athygli á þeirri röskun sem færsla Hring- brautarinnar hefði í för með sér fyrir starfsemi Háskólans. „Áhugi minn varðar fyrst og fremst umferðina að og frá háskóla- svæðinu og svo milli bygginga á svæðinu. Háskólasvæðið verður skorið í sundur með þessum fram- kvæmdum," sagði Sigmundur í sam- tali við Tfmann. „Það verður tor- veldara fyrir okkur að eiga eðlileg samskipti við starfsmenn á háskóla- svæðinu, vegna þess að hluti af starfseminni er kominn austan við Umferðarmiðstöðina, þ.e. nýbygg- ing læknadeildar og tannlæknadeild- ar. Við teljum eðlilegt að það verði kannað gaumgæfilega hvort ekki sé hægt að leysa þessi vandamál með öðru sniði en ráð var fyrir gert með færslu Hringbrautar. Aðalforsendur fyrir henni eru ekki lengur til staðar og það hlýtur að vera hægt að finna bæði skemmtilegri og ódýrari lausn á þessum vanda. Þessar framkvæmd- ir mundu kosta hundruð milljóna króna,“ sagði Sigmundur. JIH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.