Tíminn - 24.09.1988, Blaðsíða 6

Tíminn - 24.09.1988, Blaðsíða 6
6 Tíminn Laugardagur 24. september 1988 Páll Pétursson, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, segir frá því hvað drap síðustu ríkisstjórn og á hvaða grunni væntanleg stjórn er mynduð: Hlaut að stef na í þrot v Hvað er það sem drap ríkisstjórnina? Hvað er til ráða við hallarekstri fyrirtækja? Hvað segir þú um efnahagsvandann og áhrif gengisfellinganna á fyrri hluta ársins og hvert stefnir núna? Um hvað eru þið sam- mála í grundvelli væntanlegrar ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar? Hverju svarar þú ræðum Davíðs Oddssonar, borgarstjóra, um Reykjavíkurhatur Framsóknar? „Það sem drap ríkisstjórnina voru ólík sjónarmið þeirra aðila sem að henni stóðu. Bæði voru þau ólík á fleiri en einu sviði og eins voru aðstæður þeirra flokka sem að henni stóðu ólíkar. Útflutningsatvinnuveg- irnir komust í miklar þrengingar og m.a. er fastgengisstefnu kennt um. Ég er inni á því að það sé skynsamlegt að hreyfa gengið sem allra minnst, en sennilega höfum við nú haldið of fast í fastgengisstefnuna. Reyndar var annað atriði sem var hættu- legra en fastgengisstefnan, en það var pen- ingapólitíkin. Við höfum gefið vexti frjálsa í of ríkum mæli í landinu. Þaö er angi af þeirri markaðshyggju sem Sjálfstæðisflokk- urinn hefur innleitt hér og felst í hávaxta stefnu og uppboði því sem verið hefur á peningum. Fyrir bragðið höfðu útflutningsfyrirtækin ekki bolmagn til að borga þcssa háu vexti. Og þegar það bættist ofan á að þau fengu ekki hækkandi verð fyrir framleiðslu sína í útlöndum og mættu reyndar verðfalli á sumum mörkuðum, þá hlaut þetta að stefna í vandræði. Kröf ðumst aðgerða strax Okkur framsóknarmönnum var það ákaf- lega vel Ijóst er þessi vandræði skullu yfir og fylgdumst betur með þessu en okkur fannst samstarfsflokkarnir gera, og þá sérstaklega Sjálfstæðisflokkurinn og forsætisráðherra. Við fórum að krefjast aðgerða strax í fyrravetur innan ríkisstjórnarinnar. Þá var búið að reka sjávarútveg með halla upp undir heilt misseri. Þá voru mjög alvarleg hættumerki komin í ljós hjá mörgum fisk- vinnslufyrirtækjum. Við héldum miðstjórnarfund í maí eftir að engin viðbrögð voru sjáanleg af hálfu sjálfstæðismanna. Það var að lyktum brugð- ist við, en allt of lítiðgert ogof seint. Þannig runnu þær efnahagsráðstafanir út í sandinn og urðu bara að lítilfjörlegri gengisfellingu sem át sig upp á skömmum tíma." Gengisfelling og eignatilfærsla Er eitthvað til í því að gengisfellíngin hafi jafnvel magnað vandann? „Já, það má vel segja það. Á undanförnum mánuðum hefur líka orðið gífurleg eignatilfærsla í þjóðfélaginu. Þetta er eignatilfærsala sem við framsóknar- menn teljum mjög óheppilega og stórhættu- lega. Ég hef það á tilfinningunni að frjáls- hyggjuöflin í Sjálfstæðisflokknum telji þessa eignatilfærslu af hinu góða. Það væri m.ö.o. allt í lagi með hana, því þó fyrirtæki færu á hausinn kæmust þau í eigu annarra sem kynnu betur að reka þau. Þeir hæfustu myndu á éndanum þannig sitja uppi með fyrirtækin. Þannig myndu peningamenn hér á Reykjavíkursvæðinu eignast þau frystihús sem á hausinn færu. Þáttur í þessu var krossferðin gegn samvinnuhreyfingunni, því mikið af frystihúsum úti á landi er í viðskipt- um við samvinnuhreyfinguna og sum þeirra eru eign hennar. Frjálshyggjuklíkan gat vel hugsað sér að þessi hús skiptu um viðskipta- aðila og eigendur. Þetta er bara ein mynd af ástandinu og þetta er ástand sem við getum ekki þolað framsóknarmenn. Við vorum ekki kosnir til að horfa upp á atvinnulífið á landsbyggðinni í rjúkandi rúst." Þorsteinn ómakaði sig einu sinni út úr bænum Nú eru þessi hús að leggjast af hvert af öðru. „Já. Því miður hefur dregist allt of lengi að bregðast við. Við vorum að kvaka i allt sumar um aðgerðir og þetta kvak okkar hefur mætt stöðugum undanfærslum hjá forsætisráðherra og hans ráðgjöfum. Ég gerði mér vonir um það í sumar, þegar Þorsteinn Pálsson ómakaði sig einu sinni út úr bænum og fór vestur á firði, þá var eins og hann rumskaði aðeins. Þá sá hann bókhald vel rekinna fyrirtækja sem voru að fara á hausinn og komin í óbotnandi erfið- leika. Hann setti málið í nefnd, sem var hyggilegt, og leitaði tillagna. Nefndin hafði þjóðarhag að leíðarljósi og þeir komu fram, eftir ítarlegar samræður, með niðurfærslu- leiðina. Hún var að mínu mati mjög skynsamleg og óforsvaranlegt að gera ekki þá tilraun. Niðurfærslunni vel tekjð Þjóðin tók niðurfærsluleiðinni vel og flest- ir sem maður hitti að máli voru inni á því að hún væri þess virði að reyna hana. Auðvitað eru margir gallar á þessari leið og erfíðleikar og það var ekki hægt að fylgja henni fram nema af mjög sterku ríkisvaldi og samhentri ríkisstjórn og í samvinnu við þorra fólks í landinu. En ef veruleg öfl í þjóðfélaginu vildu brjóta hana niður þá var hún hins vegar gagnslaus. Við framsóknarmcnn gerðum þessa leið að okkar og Alþýöuflokkurinn sömuleiðis. Sjálfstæðisflokkurinn þvældi málið og varp- aði boltanum til Alþýðusambandsins, vit- andi það að fórseti ASl var andvígur niðurfærsluleiðinni og búinn að láta það í Ijósi opinberlega. Þar með vísar Þorsteinn Pálsson á Ásmund til þess að skera sig niður úr snörunni. Það varð að vísu bið á því að Asmundur skæri hann niður, vegna þess að niðurfærslan naut meira fylgis en Þorsteinn reiknaði með. Hann ýtti henni því út af borðinu með mjög harkalegum og einstæð- um hætti og gerði það á bak við okkur samstarfsmenn sína. Þá vék hann sér enn undan Þá var farið út í það að finna næst besta kostinn, sem var millifærslan. Þegar við vorum svo búnir að forma þá leið og gera hana mögulega, þá víkur Þorsteinn sér frá henni líka og setur fram tillögur til þess að sprengja ríkisstjórnina." Telur þú að það hafi beinlínis verið ætlunin með tillögum Þorsteins Pálssonar? „Þorsteinn Pálsson er enginn skynskipt- ingur og hagar sér ekki eins og hann gerði á föstudaginn í síðustu viku öðru vísi en að meina eitthvað með því. Það eru engar tilviljanir sem ráða því. Hann setur fram tillögur sem hann leyfir sér að kalla raunhæf- ar og það gerði hann síðast á Hótel Sögu á miðvikudag. Það voru afleitar tillögur og óraunhæfar. Tillaga hans skaðleg Það er leitt að hann skuli halda því fram aðþessartillögurséufullnægjandi. Þettavar tillaga um 6% gengisfellingu og það gerir lítið annað en að hleypa nýjum þrótti í verðbólgu. Hann setur fram tillögu um það sem hann kallar lækkun á matarskatti, sem er söluskattslækkun á matvælum. Hann segir ekki alla söguna þegar hann var að reyna að gylla þetta fyrir fólki. Tillagan var beinlínis skaðleg frá mínu sjónarmiði. Til þess að bera matarskattinn uppi þá leggur hann til að lækka niðurgreiðslur um 1.800 milljónir. Þ.e.a.s. verð á landbúnaðarvör- um, mjólk og niðurgreidda dilkakjötinu, breyttist lítið, en verð á innfluttum matvæl- um og matvælum framleiddum úr innfluttu fóðri, átti að lækka. Þannig hefðu erlendu matvælin lækkað á meðan hitt stæði í stað. Þetta var því beinlínis aðgerð til að draga stórlega úr neyslu þeirra matvæla sem við getum kallað hefðbundin." Bændasrétt mjög fjandsamlegar Voru þessar tillögur þá fjandsamlegar landsbyggð og landbúnaði að þínu mati? „Það er engin spurning um það að þær voru bændastéttinni mjög fjandsamlegar. En lítum nú á hvers vegna hann velur söluskattinn. Söluskatturinn var settur á þessa vöru til þess að ná betri innheimtu á söluskatti og það er engin spurning að hann hefur innheimst betur eftir að nýtt skipulag var tekið upp. Það eru greiddir niður ákveðnir vöruflokkar matvæla þannig að þetta kemur ekki eins hart niður á neytend- um og látið hefur verið í veðri vaka. En við það að taka upp þennan söluskatt þá lokast smugur til þess að stela honum. Þegar þrengir að verslunum þá hafa þær ekki þá matarholu að ganga í. Það kann að vera að einhverjum ófrómum dela í verslun- arstétt hafi þótt tímabært að opna þessa smugu með því að riðla söluskattskerfinu aftur og opna um leið fyrir þá tekjulind sem fyrra kerfi hefur verið ákveðnum aðilum, með því að misfara með söluskattinn. Þetta var atriði sem ekki var hægt að ganga að, fyrir utan að fjármálaráðherra taldi þetta rýtingsstungu í bak sitt. Skref fyrir skref Ég vil minna á að þessi útfærsla á söluskattinum vr, ^..uiigis undirbúnings- skref undir virðisaukaskattinn, sem ég tel að við þurfum að taka upp sem allra fyrst. Virðisaukaskatturinn er líka vafalaust rétt- látari og heppilegri skattur en söluskattur. Um hann hafa verið samþykkt lög og undirbúningsvinnan er í fullum gangi. Hins vegar er söluskattsprósentan þannig að hún var ákveðin í lögunum 25%. Hún þyrfti að vera hærri til að gefa sömu tekjur og söluskatturinn gerir í dag. Þannig eru uppi hugmyndir og vangaveltur um að fresta gildistökunni vegna þess að ríkissjóður stendur ákaflega illa. Þorsteinn gleymdi ríkissjóði Staða ríkissjóðs er veik m.a. vegna þess að Þorsteinn Pálsson skildi við hann með mjög miklum halla. Það hefur gengið erfið- lega að reka ríkissjóð og það er ekki vandalaust verk. Nú eitt af því sem gerði síðustu tillögur Þorsteins Pálssonar alger- lega óraunhæfar var að hann hugsaði ekki fyrir ríkissjóði, ekki fremur en þegar hann var fjármálaráðherra." Þú segir það alveg fullum fetum? „Ég segi það fullum fetum, já. Jón Baldvin Hannibalsson hefur þó reynt að klóra í bakkann og Jón Baldvin hefur skilning á því að fjármálaráðherra ber að afla tekna á móti því sem eytt er. Mér fannst skorta á þann skilning hjá Þorsteini sem fjármálaráðherra og enn frekar sem forsætis- ráðherra þegar hann gleymir ríkissjóði í tillögugerð sinni. Það vantaði að fá botn í dæmið og á þeim forsendum voru þær ekki raunhæfar." Viljum eyða hallanum En nú hafa verið uppi hugmyndir um auknar tekjur ríkissjóðs, m.a. með skatt- lagningu fjármagnstekna og framkvæmda? „Jú, en eins og stendur er það allt ófrágengið milli flokkanna. Við lítum hins vegar á það sem grundvallaratriði að eyða ríkissjóðshallanum. Við verðum að fá jafn- vægi í ríkisfjármálin. Við ætlum að gera það með tvennum hætti, bæði með sparnaði og niðurskurði í ríkiskerfinu, en jafnframt með aukinni skattheimtu og mætast þar á miðri leið. Það er ekki búið að forma þessa skattheimtu, en eitt af því sem við höfum verið að tala um er skattheimta á fjármagns- tekjur. Eg sé ekki fyrir mitt leyti að tekjur sem fólk aflar sér með vinnu sinni, séu eitthvað minna heilagar en þær tekjur sem fólk hefur af verðbréfum sínum. Menn fara til okrarans og láta hann ávaxta sitt pund og taka við stórkostlegum summum frá okraranum. Ég get ekki séð að þær tekjur séu heilagri en þær tekjur sem launamaðurinn vinnur fyrir og verður að gjalda skatt af." Okrarar og affallakaup Er það réttnefni að kalla þetta okrara? „Já, ég held að það sé ómögulegt annað en að kalla sum af þessum fyrirtækjum okurfyrirtæki. Fyrirtæki sem taka rentur í jafn hroðalegum mæli og sum þessara fyrir- tækja, eru auðvitað ekkert annað en okrara- búllur." Ég heyrði um mann sem átti lánsloforð upp á 1.300 þúsund sem Húsnæðistofnun ætlaði að greiða út að ári liðnu. Honum bauðst að selja þetta lánsloforð fyrir 800 þúsund. Þá ætlaði okrarinn að hafa þarna 500 þúsund fyrir að geyma bréfið." Með blóma fyrir 13 mánuðum En víkjum aftur að landsbyggðinni. Nú ert þú landsbyggðarþingmaður og fyrirtækin íúlla hvert af öðru, m.a. í þínu kjördæmi. Hvað segir þú um þessar staðreyndir? „Þetta er hluti af þessari eignatilfærslu sem ég nefndi áðan. Peningarnir leita af landsbyggðinni og á þenslusvæðið í Reykja- vík. Tökum t.d. fiskvinnslufyrirtækin sem eru burðarásar í atvinnulífi kjördæmisins. Það er rétt að taka það fram að frystiiðnaður á Norðurlandi vestra stóð með miklum blóma fyrir 13-14 mánuðum. Það voru öll fyrirtækin, að maður hélt, komin fyrir vind og skiluðu hagnaði. í fyrrahaust fór að síga á ógæfuhlið og þau sterkustu ganga ört á eigið fé, en þau sem minni burði höfðu safna skuldum í stórum stíl. Það er auðvitað ekki hægt að horfa upp á þetta. Samvinnufélögin eru rekin með verulegum halla, afurðastöðvarnar berjast í bökkum og eru beinlínis klemmdar vegna þess að þær verða að standa bændunum skil, án þess að þeim sé gert kleift að gera það. Sláturkostnaður er vanmetinn og fyrirsjáan- legt er að afurðastöðvarnar flestar eru að ganga mjög ört á eigið fé. Hópur tapar fjármunum Við þetta er því að bæta að nú er okkar kjördæmi betur sett en mörg önnur. Upp- bygging var að mestu búin í frystiiðnaðinum og við vorum orðnir ansi vel á okkur komin í þessu kjördæmi hvað sjávarútveg snertir." Eru fleiri fyrirtæki á þessu svæði á barmi gjaldþrots, en verslun Sigurðar Pálmarsson- ar á Hvammstanga, sem varð gjaldþrota í sumar? „Það gjaldþrot var stórkostlegt áfall fyrir V-Húnavatnssýslu og hópur af fólki tapaði þar verulegum fjármunum. Varðandi önnur fyrirtæki, skulum við orða það þannig að þau færast stöðugt nær barminum og það er orðið meira en tímabært að snúa þeirri þróun við. Þess vegna stöndum við í þessu stjórnarmyndunarþjarki hérna. Við viljum snúa þessu við. Það er líka gleðilegt frá þvf að segja að í þeim viðræðum sem við höfum átt við Alþýðuflokk og Alþýðubandalag, sem er það stjórnarmynstur sem við erum að skoða núna, þá er mjög ákveðinn, sterkur og samstilltur vilji í þá átt að ef af ríkisstjórn verður, þá reki hún myndarlega byggða- pólitík. Það er einörð áhersla á það og mjög breið samstaða um það atriði." Reykjavíkurhatur Hvað með það Reykjavíkurhatur sem ykkur er borið á brýn af hálfu borgarstjór- ans, Davíðs Oddssonar? „Það er tóm vitleysa að tala um Reykja- víkurhatur. Þetta sýnir nú hverslags stjórn- málaforingi borgarstjórinn í Reykjavík er. Þetta er nú fín yfirlýsing og það er vel þess vert fyrir sjálfstæðismenn á landsbyggðinni að kynna sér ummæli borgarstjórans undan- farna daga um landsbyggðina og sukk-fyrir- tækin þar sem hann kallar svo, en eru reyndar mörg hver rekin af flokksbræðrum hans. Þegar menn svo ímynda sér að þessi maður geti einhvern tíma orðið formaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Ég á erfitt með að sjá að stuðningsmenn þeirra í mínu kjör- dæmi eigi eftir að samþykkja. Hann er að æpa á þá að við framsóknar- menn séum einhverjir sérstakir fjandmenn Reykjavíkur. Það er nú alrangt. Við viljum auðvitað hafa hér myndarlega höfuðborg og við viljum hafa grósku hér. Við viljum hins vegar ekki hafa taumlausa þenslu hér sem er úr takt við allt annað í efnahagslífi þjóðar- innar. Við viljum hafa framfarir og fram- kvæmdir í Reykjavík, en við viljum líka hafa það annars staðar á landinu. Það gengur ekki upp að borginni verði áfram stjórnað í fullkominni andstöðu við þá efnahagsstefnu sem ríkisstjórnin reynir að framkvæma. Það þarf að vera einhver taktur í framkvæmdum ríkis og sveitarfé- laga." Kristján Björnsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.