Tíminn - 24.09.1988, Blaðsíða 8

Tíminn - 24.09.1988, Blaðsíða 8
8 Tíminn Laugardagur 24. september 1988 Tíminn MÁLSVARIFRJALSLYNDIS, SAMVIHNU OG FELAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin i Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9. Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverð kr. 465,- pr. dálksentimetri. Verð í lausasölu 60,- kr. og 70,- kr. um helgar. Áskrift 700.- Ný ríkisstjórn Stjórnarkreppunni, sem hófst með afsögn ríkis- stjórnar Þorsteins Pálssonar, er að ljúka. Stein- grími Hermannssyni formanni Framsóknarflokks- ins var falið að reyna myndun meirihlutastjórnar, og tilkynnti liann forseta íslands um hádegi í gær að tilraun hans hefði heppnast. Tekist hefur samkomulag um að mynda nýja þriggja flokka stjórn með aðild Framsóknarflokks, Alþýðuflokks og Alþýðubandalags, auk þes sem Stefán Valgeirsson þingmaður Samtaka jafnréttis og félagshyggju styður hina nýju stjórn. Því ber að fagna að stjórnarmyndun þessi hefur tekist, enda má fullvíst telja að ekki hafi verið fyrir hendi annar kostur til myndunar meirihlutastjórn- ar. Þess ber að geta að þótt ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar hafi meirihluta í sameinuðu Al- þingi, og verði því varin vantrausti, ef tillaga um slíkt kæmi fram, þá leiðir það af deildaskipun þingsins, að hún hefur ekki meirihluta í báðum þingdeildum. Slík staða gerir meðferð þingmála að því leyti til vandasama að leita verður stuðnings við mál hjá þingmönnum, sem ekki styðja ríkis- stjórnina formlega. Mikill vandi bíður úrlausnar í efnahags- og fjármálum þjóðarinnar. Rekstrarstaða grundvall- aratvinnuveganna er með þeim hætti, að ríkis- stjórnin hlýtur að einbeita sér að því að tryggja hana. Pegar er komið til stöðvunar hjá mörgum útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækjum í ýmsum landshlutum og fleiri fyrirtækjum er hætt. Þótt þessi fyrirtæki séu enn í gangi, þá er vitað að þau hafa ekki staðið við ýmsar greiðsluskuldbindingar sínar, sem fyrr en varir getur leitt til stöðvunar þeirra. Þessir erfiðleikar í fyrirtækjarekstri eru mestir í útflutningsgreinum, sem þó eru undirstaða og drifkraftur íslensks efnahagslífs. Útflutningsfyrir- tækin eru auk þess staðsett úti um landsbyggðina og eru þar undirstaða byggðar og atvinnulífs. Efnahagsvandinn er þannig hvort tveggja í senn vandi alls þjóðarbúskaparins og landsbyggðar- vandi. Enginn vafi er á því að langvarandi rekstrarvandi útflutningsgreinanna mun fyrr eða síðar hafa bein áhrif í efnahagslífinu öllu og öðrum atvinnugrein- um, þ.á m. á höfuðborgarsvæðinu. Það er því sameiginlegur hagur allra landsmanna, hvar sem þeir eru búsettir og hvaða stétt eða stöðu sem þeir tilheyra, að rekstrarvandi útflutningsgreina verði leystur með skynsamlegum, opinberum aðgerðum. Vandi ríkissjóðs er auk þess gífurlegur. Ef tryggja á hallalausan ríkisbúskap, verður að grípa til ráða sem duga í því efni. Viðskiptahalli þjóðarbúsins er ekki síður áhyggjuefni, og verður sú ríkisstjórn, sem nú tekur við að einbeita sér að draga stórlega úr honum og vinna að því að honum verði eytt. s A ■T JL TÍMUM Komintern og Stalíns fór mikil sannleiksbylgja um Vesturlönd, því þá áttu ör- eigar allra landa að taka völdin í Vestur-Evrópu, Suður-Amer- íku og jafnvel í föðurlandi kapí- talismans, Bandaríkjunuin. Það var þá helst í Bandaríkjunum, sem öreigapólitíkin mætti ofjarli sínum, sem með sama hætti og öreigarnir getur gengið undir nafninu auðmenn allra landa. Kommúnisminn átti alls staðar miklu fylgi að fagna og þó enn almennari samúð vegna sam- blands af kröfum um betri lífs- kjör fátæklingum til handa og kristnum trúarsetningum, sem enn loða við þessar pólitísku hugsjónir. Á sama tíma var hvorki um kristni eða kjarabar- áttu að ræða í landi Leníns og Stalíns, sem með réttu hét þá föðurland kommúnismans. Rauða stefnan Hinn óskaplegi rétttrúnaður nýrrar flokkshugsjónar öreig- anna tók stundum á sig broslegar myndir, eins og t.d. hér á landi, þegar flokksþjónar voru að reka konur sínar úr sellum samkvæmt skipunum að ofan. í Pýskalandi jókst fylgi rauðliða ört upp úr 1920, en um sama leyti spratt upp hópur pólitískra skottu- lækna, sem töldu sig starfa til mótvægis við öreigabaráttuna, en urðu síðar herrar þessarar gagnmerku þjóðar og leiddu hana til mesta ófarnaðar sem yfir eitt land getur gengið, og jafnframt skiptingar þjóðarinn- ar í tvennt. En rauða stefnan hélt áfram að vera umsvifamikil, og hér á landi er af henni löng saga, sem óðum er að víkja fyrir almennri félagshyggju og demó- kratískum tilhneigingum. Þósvo hörmulega tækist til í Þýska- landi, að þar risi upp enn verri og hættulegri öfgastefna en sú sem var kveðin niður á götum Berlínar og í Hamborg, ftalir yrðu alteknir af fasisma, og Spánverjar lentu í borgarastyrj- öld út af átökum um hægri og vinstri, hélst kommúnisminn annars staðar innan marka lýð- ræðis án þess að ná umtalsverð- um árangri. Játningar og endurreisn í Bandaríkjunum, þar sem segja mátti að auðmenn allra landa hefðu þegar sameinast, var lítill vettvangur fyrir starf- semi kommúnista. Þeim mun hærra höfðu þeir í öðrum löndum, ortu þar og skrifuðu um hina svívirðilegu undirokun auðmanna á öreigum þar í landi. Joe Hill varð hetja í augum vinstri manna, og enn er verið að syngja kvæðið um hann hér í íslensku útvarpi, svo ekki gleymist hvernig ameríska auð- valdið drap þann ágæta mann, væntanlega saklausan. Þá minn- ist flest miðaldra fólk skrifa um Sacco og Vanzetti, tveggja manna sem auðvaldið drap sak- lausa að sögn sagnfræðinga sem skrifuðu hvað mest um réttar- höldin í Moskvu 1937, þegar helstu liðsoddar kommúnista voru drepnir fyrir sakir sem þeir játuðu á sig hver um annan þveran. Nú hefur þorri þeirra verið endurreistur frammi fyrir sovéíþjóðum, en sagnfræðingar ágætir sitja eftir með hvikulan sannleikann. Ógetið er enn skrifa vinstri manna um Rosen- berg-hjónin, sem dæmd voru til dauða í Ameríku fyrir njósnir í þágu Sovétmanna. Öll lýstu þessi skrif miklum sársauka yfir ranglæti auðmanna allra landa. Þeir voru hinir raunverulegu fjendur. Minna máli skipti um sök eða sýknu. í þessum málum komust vinstri menn, þeir sem hallir voru undir kommúnisrr.a, lengst í svívirðingum um auð- valdið. Það drap saklaust fólk og notaði til þess dómkerfi sem það réði sjálft og átti. Auðmenn allra landa Eitthvað af þessum málum hefur áreiðanlega verið í urn- ræðu hér á landi til að efla fylgi við kommúnisma, a.m.k. á með- an ekki þótti henta að birta mikið, annað en lof, um dóms- mál og fangabúðavist í bakgarði öreiganna. Eftir að Sovétmenn sjálfir fóru að endurreisa, flesta í gröfum, margvíslega þrjóta og fjandmenn kommúnismans, sem höfðu verið teknir af lífi með dómi og að lögum, fækkaði staðhæfingum á Vesturlöndum um skepnuskap auðmanna í Bandaríkjunum, og eldtungur kommúnismans hljóðnuðu. Hér var komúnistaflokkur stofnaður 1930, breytti síðan um nafn og hét Sameiningarflokkur alþýðu sósíalistaflokkurinn og heitir nú Alþýðubandalag. Þessar nafn- giftir sýna hvað hinn upphaflegi flokkur er kominn langt frá þeim tíma, þegar skrifað var af trúarhita um auðvaldið í Banda- ríkjunum, sem var að drepa saklausa menn eins og Sacco og Vanzetti. En höfum við þá frið fyrir rétttrúnaði? Á síðari áratugum hefur verið boðuð stefna auðm- anna allra landa með sama of- forsi og kommúnisminn var boð- aður þegar hann vildi í krafti öreiganna Ieggja undir sig Iöndin. Þessi auðmannastefna hefur verið boðuð hér á landi sem hin eina sanna aðferð til árangurs í efnahagsmálum. ís- lendingar áttu að verða ríkir á viðhorfum og stefnumiðum auðmanna allra landa. Þessi stefna hefur fengið heiti, sem gerir hana aðlaðandi. Engan mann hryllir við frjálshyggju. Hún hlýtur að vera af því góða. Hún þarf ekki einu sinni að stela frá kristindóminum eins og kom- múnisminn til að ganga í augun á fólki. Hefði lítill flokkur eins og Alþýðubandalagið tekið frjálshyggjuna upp á arma sína hefðum við getað brosað að tilburðunum. En málið var miklu alvarlegra fyrir okkur ís- lendinga. Auðmenn allra landa sameinuðust að vísu ekki hér, en flokkur, sem hefur hingað til verið talinn sá stærsti í landinu gerði frjálshyggjuna að stefnu- miði sínu með sama hætti og kommúnistar gerðu öreiga og byltingastefnuna að sínu mark- miði. Sami heittrúnaðurinn er að baki báðum stefnumiðum og sama niðurlagið bíður þeirra beggja á almennum vettvangi. Allsráðandi peningahyggja Völd frjálshyggjunnar hafa

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.