Tíminn - 24.09.1988, Qupperneq 9

Tíminn - 24.09.1988, Qupperneq 9
Laugardagur 24. september 1988 Tíminn 9 LAUGARDAGURINN 24. SEPTEMBER 1988 Frá stjórnarmyndunarviðræðum A-flokkanna, Framsóknar og Kvennalista. Frá vinstri: Fulltrúar Alþýðubandalags Margrét Frímannsdóttir og Ólafur Ragnar Grímsson formað- ur. Fulltrúar Kvennalista Þórhildur Þorleifsdóttir og Kristín Halldórsdóttir. Fulltrúar Alþýðuflokks Jóhanna Sigurðar- dóttir félagsmálaráðherra og Jón Baldvin Hannibalsson formaður. Loks fulltrúar Framsóknar Guðmundur Bjarnason heilbrigðisráðherra og Steingrímur Hermannsson formaður. Tímamynd Gunnar verið ótrúlega mikil í íslenskum stjórnmálum um sinn. Peninga- hyggjan, sem er ætlandi auð- mönnum einum, hefur verið alls- ráðandi oggengið nokkurskonar berserksgang í efnahagslífinu með þeim afleiðingum, að engin leið er að reka fyrirtæki í landinu af nokkru viti vegna fjármagns- kostnaðar. Fyrirtæki eru stofn- uð utan bankakerfisins og án þess að bera skyldur þess, til þess eins að græða peninga á peningum. Framleiðslufyrirtæk- in, sem fyrir utan verkafólkið, eru hinir raunverulegu skapend- ur auðsins, hafa orðið að víkja og sitja nú eins og hornrekur hjá peningavaldinu, sem á undra skömmum tíma hefur tekist að hækka fjármagnskostnað langt umfram getu og möguleika þeirra sem atvinnurekstur stunda. Vegna ósamlyndis í ann- ars sterkri ríkisstjórn og falls hennar, er ekki enn séð fyrir endann á frjálshyggjunni, sem svo grátt hefur leikið atvinnu- vegina. En það yrði áreiðan- lega haldið áfram að reikna vexti samkvæmt talnakúnstum löngu eftir að síðasta fyrirtækið í landinu væri komið á hausinn, gangi menn ekki fram núna til samstarfs um að reka þennan ófögnuð af höndum sér. Að hætti jafnaðar Vert er að hafa í huga, að allt frá árinu 1927, en þó einkum frá árinu 1934, hefur landið að mestu lotið forsjá, sem líkist mjög pólitískri forsjá annarra Norðurlanda, þar sem jafnaðar- menn hafa mestu ráðið í áratugi. Að vísu hefur norrænum jafnað- armönnum mistekist í sumum greinum, einkum vegna þess að félagshyggjan hefur verið látin kosta of mikið. Hún hefur fætt af sér bákn, sem sjálfsagt þykir að bera, þótt kostnaður við hinn félagslega þátt hafi hneppt aðra þætti þjóðfélagsins í svelti. Svíar, sem um margt eru kynd- ugir í sínum stjórnarháttum, hafa t.d. aldrei misst sjónar á einni grundvallarreglu hvað sem öllum sósíalisma líður. Þeir hafa gætt þess að skattleggja fyrirtæki ekki um of, og því komið í veg fyrir offjárfestingu, sem víða er notuð til að komast hjá skatti, en að auki sagt sem svo: Fyrir- tækin þurfa að standa vel svo þau geti greitt sæmileg laun. Þannig hefur verið hægt að við- halda lágmarks frjálsræði ein- staklinga með mildri skatt- heimtu á fyrirtækjum og það í miðjum sósíalismanum. Prj ár dýrar systur Hér á landi hefur þess aftur á móti ekki verið gætt sem skyldi hvað félagshyggjan kostar. Mestur hluti tekjuliða venju- legra fjárlaga fara til að standa undir heilbrigðisþjónustu, skólakerfi ogtryggingum. Fram- kvæmdafé hefur árum saman verið fengið að láni og er það hvergi nógu góður kostur. Samt sýnist nú flestum að álögur séu nógar. Ætti hins vegar að finna framkvæmdafé utan erlends lánsfjár þyrftu álögurnar að vera töluvert hærri en þær eru í dag. Pað er því tómt mál að tala um að við getum beitt sænsku að- ferðinni gagnvart fyrirtækjum. Félagshyggjuflokkarnir tveir, A-flokkarnir, hafa öndverðar hugmyndir við flokksbræður á öðrum Norðurlöndum, og vilja alltaf vera að millifæra sem þeir kalla, en slík millifærsla þyngir álögur og eykur undanbrögðin. Til að verjast skattheimtu snúast síðan fyrirtækin til varnar með þeim hætti, að þau fjárfesta út í loftið á góðum árum, en sitja að lokum uppi með vandræðin ein, þegar í ljós kemur að fjármagns- kostnaður er mikið hættulegri en opinberar álögur. Hluti erfið- leika í dag er tilkominn vegna slíkra speglasjóna. Úr öðrum heimi Frjálshyggjan er stefna sem að standa vörð um fjöldagjald- jrrotin. hentar ekki íslendingum. Hún er sprottin úr efnahagsheimum, sem í engu verður jafnað við staðreyndir í okkar landi. Bandaríkin og Bretland geta leikið sér að auðhyggjunni og komið henni fyrir í kennslubók- um. Peningaverslun, verðbréfa- sala með afföllum og um fimm- tíu prósent vextir eru afrakstur frjálshyggjustefnu okkar, og mun hvergi saman að jafna nema í einstöku bananaríkjum. Verðlagsfrelsið hefur aldrei stýrt verðlagi þar sem fólk hefur misst allt verðskyn vegna langvarandi verðbólgu. Það dæmi hefur sannast á okkur. Höfundar kenningarinnar um verðlags- frelsið hafa misst málið á síðustu mánuðum, en eftir standa kröfu- harðir kaupmenn sem gæta hagsmuna sinna og vilja ekki heyra minnst á afnám verðlags- frelsis tímabundið hvað þá til langframa. Frjálshyggjan með vaxtaokri sínu, affallasala á verðbréfum upp á 60% og verðlagsfrelsið eiga heima í Sjálfstæðisflokkn- um. Til að vernda þetta þrennt kaus flokkurinn frekar að rjúfa stjórn sem hann veitti forystu en heimila skerðingar á fyrirbærun- um tímabundið. Að stjórnarslit- um loknum, þegar aðrir en þeir leita leiða til að koma efnahags- lífi landsins aftur á fæturna, stendur formaður Sjálfstæðis- flokksins á Hótel Sögu og lýsir því yfir að þeir, þ.e. sjálfstæðis- menn, muni standa vörð um frelsið. Parna er enn á ferðinni verðlagsfrelsi og vaxtafrelsi og þá um leið frelsið til að fara á hausinn. En sjálfstæðismönnum verður að þessu sinni varla leyft Um þor og þrótt Framsóknarflokkurinn hefur alla tíð staðið vörð um frjáls- lyndi og framfarir í landinu. Honum tókst að efla framfarir þótt ekki væri góðæri. Það sann- ar stjórnartími hans á kreppuár- unum. Flokkurinn hefur ekki þurft að sækja pólitískt þor sitt í fyrirmæli frá Komintern og ekki sótt þrótt sinn í kennisetningar auðmanna. Hann hefur skipað sér í miðju stjórnmálanna og unnið þar sem íslenskur flokkur, sem miðað hefur stefnumál sín við íslenskar aðstæður. Kcnn- ingasmiðir kommúnismans eða frjálshyggjunnar hafa ekki getað mótað stefnumið hans og af- staða hans er hrein og skýr í þeim vanda sem nú steðjar að þjóðinni. Andstæðingar flokks- ins eru öðru hverju að segja að framsóknarmenn vilji vera í ríkisstjórn fyrir alla muni til að bjarga samvinnuhreyfingunni. Pessi firra á að gleðja kaupmenn og verðbréfabraskara, sem beita frjálshyggjunni fyrir sig. En staðreyndin er að samvinnu- hreyfingin bjargar sér sjálf. Hún stefnir nú að því að einfalda svið verslunar og endurskipuleggja starfsemi sína. Sem dæmi má nefna, að 85% af eigin fé Sam- bandsins er bundið í hlutabréf- um í samstarfsfyrirtækjum. Arð- urinn er undir einu prósenti. Halda menn að ekki verði tekið á svona hlutum? Jafnframt verð- ur unnið að því að staðla aðra starfsemi. Ekkert af þessu verð- ur gert með einhverju frjáls- hyggjuprumpi, heldur með föst- um tökum samvinnumanna sjálfra og án afskipta stjórn- málamanna. Betur væri að fyrir- tæki bundin á klafa frjálshyggju sjálfstæðismanna gætu sýnt sömu viðbrögð. En það var einmitt frjálshyggjan, sem átti að vera einskonar mótvægi við samtök fólksins innan sam- vinnuhreyfingarinnar. Hverju er fórnað? Þegar þetta er ritað er ekki vitað hvernig til tekst um stjórn- armyndun. En það er ljóst að tíminn er naumur. Staðan í frystiiðnaðinum er þannig, að stöðugt fjölgar þeim frystihúsum sem eru að segja upp fólki og loka. Tillögur að úrlausnum liggja á borðinu, þeirra á meðal verðlagsbinding og lækkun vaxta. Út af fyrir sig munu þeir sem nú eiga í viðræðum undir stjórn Steingríms Hermanns- sonar vera sammála um þau atriði. En þriðja atriðið, frysting launa er að vefjast fyrir Alþýðu- bandalagipu þótt vitað sé að aðgerðirnar virka ekki nema verðstöðvun, vaxtalækkun og frystingu launa verði komið á. Nú skiptir allt í einu litlu máli þótt dregið verði stórlega úr fjármagnskostnaði, svo þau at- vinnufyrirtæki, sem þegar hafa lokað og eru að loka, og hafa sagt upp hundruðum manna, geti byrjað aftur, og vaxtakostn- aðurinn leiði til þess að launa- fólk er að missa íbúðir sínar. Peir sem standa gegn þessum úrlausnum af „prinsipp" ástæð- um ættu að hlusta betur á neyð- arköllin úr kjördæmum sínum.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.