Tíminn - 24.09.1988, Blaðsíða 10

Tíminn - 24.09.1988, Blaðsíða 10
10 Tíminn Laugardagur 24. september 1988 IRI W Dagvist barna Fóstrur, þroskaþjálfar, áhugasamt starfsfólk. Dagvist barna, Reykjavík, óskar eftir starfsfólki í gefandi störf á góðum vinnustöðum. Til greina koma hlutastörf bæði fyrirog eftir hádegi. Upplýsingar veita forstöðumenn eftirtalinna dagvistarheimila, og skrifstofa Dagvistar barna, sími 27277. Vesturbær-Miðbær Grænaborg Eiríksgötu 2 s. 14470 Laufásborg Laufásvegi 53 s. 17219 Tjarnarborg Tjarnargötu 33 s. 15798 Valhöll Suðurgötu 39 s. 19619 Vesturborg Hagamel s. 22438 Ægisborg Ægisíðu104 s. Austurbær 14810 Álftaborg Safamýri 32 s. 82488 Brákarborg v/Brákarsund s. 34748 Hlíðaborg v/Eskihlíð s. 20096 Hlíðarendi Laugarásvegi 77 s. 37911 Holtaborg Sólheimum21 s. 31440 Langholt Dyngjuvegi 18 s. 31105 Múlaborg v/Ármúla s. 685154 Nóaborg Stangarholti 11 s. 29595 Skóladaghei milið Auðarstræti3 s. 27395 Stakkaborg Bólstaðarhlíð38 s. 39070 Sunnuborg Sólheimum19 s. 36385 Breiðholt-Árbær Grafarvogur Árborg Hlaðbæ19 s. 84150 Bakkaborg v/Blöndubakka s. 71240 Fellaborg Völvufelli 9 s. 72660 Hálsaborg Hálsaseli 27 s. 78360 Iðuborg Iðufelli 16 s. 76989 Jöklaborg v/Jöklasel s. 71099 Rofaborg Skólabæ2 s. 672290 Seljaborg v/Tungusel s. 76680 Völvuborg Völvufelli 7 s. 73040 Völvukot Völvufelli 7 s. 77270 Öspsérd./almd. AsparfellilO s. 74500 Hjúkrunarfræðingar Sjúkrahúsið í Húsavík Hjúkrunarf ræöingar óskast til starfa nú þegar eða eftir samkomulagi. Deildarstjóri óskast frá áramótum. Húsavík er 2500 manna bær með góðar samgöngur og þjónustu, aðstöðu til íþrótta og útivistar. í sjúkrahúsinu er almenn deild, fæðingardeild og langlegudeild, samtals 62 rúm. Húsnæði fyrir hendi. Hringið eða heimsækið okkur og kannið kjör og aðbúnað. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 96-41333. VERTU I TAKT VIÐ Tixnann ÁSKRIFTASÍMI68 63 00 Könnun á atvinnuþátttöku fóstra: Fáar fóstrur eru við önnur störf Aðeins um 10% af fóstrum hér á landi starfa við annað en fóstur eða önnur uppeldis og kennslustörf, samkvæmt könnun sem félag þeirra hefur gert á atvinnuþátttöku fóstra. Rúmlega 1.100 fóstrur hafa útskrifast frá Fósturskóla íslands frá 1947-1987. Könnunin náði til 60% af þeim hópi. Af þeim reyndist rúmlega 11% búsettar erlendis. Um55%ífullustarfi Það kom þeim fóstrum sem unnu að könnuninni á óvart hve lítill hluti stéttarinnar starfaði við óskyldar greinar. Af fóstrum búsettum hér á landi eru um 70% í fóstrustörfum og 6-7% við önnur uppeldis, um- mönnunarog kennslustörf. Um 10% fóstra eru ekki í launuðu starfi utan heimilis og 3% eru í námi. Aðeins um 10% fóstra er í alls óskyldum störfum, þar af um 2/3 við skrifstofu- störf en flestar hinna við eigin at- vinnurekstur eða verslunarstörf. Um 55% starfandi fóstra eru í fullu starfi en flestar hinna einhvers- staðar í hlutastarfi á bilinu 25% til 75% affullustarfi. Fram kom að um fimmta hver starfandi fóstra vinnur aðra launaða aukavinnu. Nær helmingur þeirra við skúringar, aðallega á barnaheim- ilunum eftir vinnu. Af öðrum auka- störfum voru uppeldisstörf og versl- unarstörf algengust. Frá5-15ára starf algengast Um fimmta hver (20%) starfandi fóstra hefur 1-4 ára starfsaldur. Um 35% hafa 5-9 ára starfsaldur og rúmlega 28% starfsaldur frá 10-15 ár. Nær tveir þriðju híutar allra fóstra hafa samkvæmt því starfað á milli5og 15 ár. Aðeinsó. hverfóstra hefur því verið lengur en 15 ár í starfi, þar af sára fáar lengur en 20 ár, þótt Fósturskólinn hafi útskrifað fóstrur í 40 ár. Lágt hlutfall í yngsta hópnum telja fóstrur sem kynntu niðurstöður könnunarinnar stafa af því að það sé sá aldur sem stúlkur eru gjarnan að ala börn. Nær80%á höfuðborgarsvæðinu Þess má geta að í lok síðasta árs voru um 10.540 dagvistarrými á tæplega 200 dagvistarstofnunum á landinu öllu. Um 65% þeirra voru á höfuðborgarsvæðinu. Á því svæði búa hins vegar um 79% af fóstrum, samkvæmt könnuninni. Af þeim fóstrum sem búa utan höfuðborgar- svæðisins er hlutfall í fóstrustörfum mun lægra en á höfuðborgarsvæð- inu. Hlutfall fóstra af starfsliði dag- vistarstofnana úti á landi er mun lægra en í Reykjavík og nágrenni. Fáar „óbreyttar" Athygli vekur að starfsheitið „fóstra" er aðeins borið af innan víð fjórðungi þeirra sem vinna við fóstrustörf. Allar hinar hafa ein- hvern viðbótartitil. „Forstöðu- menn" eru t.d. fleiri en „fóstrur". Dreifing fóstra á mismunandi starfs- heiti er þannig: Fóstra 23,9% Deildarfóstra 21,5% Yfirfósta 16,8% Stuðningsfóstra 2,9% Sérfóstra 2,1% Kennari 6 ára barna 2,7% Talkennari 0,3% Forstöðumaður 25,4% Umsjónarfóstrur 2,7% Dagvistarfulltrúi 0,9% Deildarstjóri 0,6% Framkvæmdastjóri 0,3% Samkvæmt þessu eru um 70% fóstranna í beinu uppeldis og kennslustarfi en um 30% í stjórnun- arstörfum. Háskóli Þátttakendur í könnuninni voru spurðir hvort þeir teldu skilyrðis- laust ætti að krefjast stúdentsprófs til að fá inngöngu í Fósturskólann og sömuleiðis á hvaða menntunarstigi þeir telja skólann eiga að vera. Nær helmingur telur að Fósturskólinn eigi að vera háskóli (sem þar með krefst stúdentsprófs) en tæpiega þriðjungur að hann eigi að vera sérskóli með stúdentspróf sem inn- tökuskilyrði. Aðrir vildu miða við 2 ár í fjölbrauta- eða menntaskóla sem inntökuskilyrði. -HEI Bör Börsson í Bókaklúbbi Almenna bókafélagsins Bók ágústmánaðar í Bókaklúbbi Almenna bókafélagsins er Bör Börs- son en líklega eru fáar bækur til á íslensku sem lýsa jafn skemmtilega nýríkumogfáfróðumathafnamanni. Sagan sló rækilega í gegn er Helgi Hjörvar las þýðingu sína á henni í útvarp árið 1944. Fundum og mannamótum var aflýst á upplestr- artíma og göturnar tæmdust svo helst mætti jafna við Eurovision- keppni nútímans. Þá voru persónur sögunnar einnig óspart heimfærðar upp á samtíma fslendinga. Johan Falkberget, höfundur verksins, var meðal virtustu skálda sinnar kynslóðar í Noregi á fyrri helmingi þessarar aldar. Saga hans um Bör Börsson kom fyrst út 1920 og var prentuð í mörgum útgáfum. Urðu vinsældirnar slíkar að Falk- berget bætti síðar við annarri sögu um Bör. Um þessar mundir eru hundrað ár liðin frá fæðingu Helga Hjörvar. Hann er líklega einn dáðasti útvarps- maður sem fslendingar hafa eignast og snillingur orðsins. Eru flestir sammála um að gífurlegar vinsældir Börs megi að drjúgum hluta rekja til þýðingar hans á verkinu. Bör Börsson er 206 bls. að stærð. Setning og umbrot: Prentþjónustan hf. Prentun: Prentberghf. Bókband: Félagsbókbandið-Bókfell. Kápuút- lit: Guðjón Ingi Hauksson. 100.000 VISA-kortið Sigurður R. Gíslason tekur við 100.000 VISA-kortinu, ásamt 100.000 króna ferðaúttekt úr hendi Einars S. Einarssonar framkvæmdastjóra VISA. Á myndinni eru einnig Óskar Hallgrímsson, markaðsstjóri og Margrét Ólafsdóttir deildarstjóri kortadeildar V'ISA. 100.000 VISA-kortið hefur verið ..... Erekkl rgagnkvæm tllliusemr f umíerölnnl allra 6»k? rtUMFBCMR RAÐ gefið út og kom það í hlut Sigurðar R. Gíslasonar jarðfræðings, starfs- manns Raunvísindastofnunar Há- skóla íslands. f tilefni þessa ákvað stjórn VISA ísland að veita Sigurði 100.000 króna ferðaúttekt að eigin vali, sem afhent var ásamt kortinu í hófi sem VISA hélt íslensku ólympíuförunum í Við- eyjarstofu fyrr í mánuðinum. f ágúst sl. voru rétt fimm ár liðin síðan VISA ísland hóf starfsemi. Korthöfum hefur fjölgað jafnt og þétt á þessum árum. Fárslok 1983 voru korthafar 7.500,27.500 í árslok 1984, 46.000 í árslok 1985, 66.000 í árslok 1986 og 88.000 íárslok 1987. -ABÓ Leiðrétting Leið villa villtist inn í Tímann í gær með næsta óskiljanlegum hætti. Á blaðsíðu 9 í 218 tbl. er Valdimar Leifsson skrifaður fyrir greinarkorni um jarðgöng á Austfjörðum. Grein- in er að sjálfsögðu eftir Valdimar Kristinsson, eins og hlýtur að liggja í augum uppi sé hún lesin með eftirtekt. Um leið og Tíminn harmar mis- tökin biður blaðið viðkomandi vel- virðingar á pennaglöpunum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.