Tíminn - 24.09.1988, Blaðsíða 12

Tíminn - 24.09.1988, Blaðsíða 12
12 Tíminn Laugardagur 24. september 1988 T (ÞRÓTTIR ÓL-Sigíingar: „Erum að verða nokkuð sjóaðir í þessum bransa" Frá Pjelri Sigurðssyni frétlamanni Tímans: „I keppninni í gær gekk okkur siglingamönnum ágætlega og lentum í 15. sæti. I fyrradag gekk okkur hins vegar ekki nógu vel og vorum þá í 20. sæti," sagði Gunnlaugur Jónas- son siglingamaður i samtali við Tím- ann í gær, en hann stendur í ströngu ¦ siglingakeppninni ¦' Pusam, ásamt félaga Miiiiin ísleifi Friðrikssyni. ÓL-Kúluvarp: Pétur kastaði kúlunni 19,21 m Pétur Guðmundsson kúluvarpari keppti í grein sinni á Ólympíuleikun- um í gær og komst ekki í úrslita- keppnina. Pétur kastaði 19,21 m í sínu fyrsta kasti, en gerði næstu tvö köst ógild. Kast Péturs í 2. umferð var vel yfir 20 m en Pétur gerði það naumlega ógilt. Hann komst því ekki í úrslit kúluvarpsins, en þar keppa þeir 12 kúluvarparar sem náðu bestum ár- angri í gær. Pétur hafnaði því í 14. sæti keppn- innar. BL Pétur Guðmundsson kúluvarpari >i;---ji.~V;--.;:;;:;,-.,f ÓL-Áhorfendur: Ekki truf la íslensku leikmennina Frá Pjetri Sigurðssyni fréttamanni Tbnans í Seoul: Fagnaðarlæti ísiensku stuðning- smanitaima hafa vakið miklu at- hygli, en sumir hafa þó misskilið tilganginn með þeim. Þegar Icikur ísiands og Alsírs var nýhafinn með viðeigandi lúðra- blæstri og látum, komu nokkrir Kóreu-búar að máli við hópinn og báðu þá vinsanilegast að hætta þessum híitim. Ekki það að lúðr- arnir trufiuðu þá nokkuð, hetdur voru þeir hræddir um að lætin myudii trulla Íeik íslenska liðsins eða jafnvel hvetja alsírska liðið til dáða og verða þess valdandi að íslenska liðið lapaði leikiiuiii. Það vildu þeir ekki, liðið hcfur greini- lega iiimið hug og hjörtu Kóreu- búa. PS/BL „Okkur gekk frekar illa framan af í gær, en náðum okkur upp og ætli 15. sætið sé ekki nokkurn veginn okkar staður, samkvæmt bókinni. Það er erfitt að segja hvar við erum í heildina, cn flóknar útreikning- sreglur skera úr um það. Ég giska á að við séum í 20. sæti. Við lítum nokkuð björtum augum fram á við og við erum að verða nokkuð sjóaðir í þessum bransa og lausir við taug- aveiklun. „ Veðurspáin í dag er nokkuð óljós, spáð er miklum vindi, ef fresta þarf keppni þá er bara að drífa sig í bæinn og skoða sig um," sagði Gunnlaugur og bað fyrir kveðjur heim. Samkvæmt síðustu fréttum eru þeir félagar nú í 20. sæti siglinga- keppninnar. PS/BL Biondi vann sín fimmtu verðlaun þegar hann og félagar hans unnu 4X100 metra skriðsund og létu þeir sig ekki muna um að bæta heimsmet- ið, syntu þeir á tímanum 3:16,53. í öðru sæti urðu Sovétmenn og Aust- ur-Þjóðverjar í því þriðja. Austur-þýska stúlkan Kristin Otto sópar að sér verðlaunapeningum og sigraði glæsilega í 100 metra flug- sundi. Þegar hún kom að laugar- bakkanum hafði hún sett nýtt ólymp- íumet 59,00 sek. Og enn falla heimsmetin. Heimsmet pólska sundkappans Artur Wojdat í 400 metra skriðsundi féll í gær. Nýi heimsmethafinn Uwe Dassler frá •Austur-Þýskalandi synti á tímanum 3:46,95 en gamla met Wojdat var 3:47,38 sett 25. mars síðastliðinn í Orlando. Þess má geta að sá pólski varð í þriðja sæti og í öðru sæti varð Ástralíumaðurinn Duncan Armstrong. Heimsmethafinn í sjöundaþraut Jackie Joyner-Kersee hefur forystu eftir fjórar greinar með 4264 stig en 181 stig skilur hana og austur-þýsku stúlkuna Sabine John sem hefur 4083 stig. Maraþonhlaup kvenna fór fram í gær og tók það sigurvegarann aðeins tvær klukkustundir 25 mínútur og 39,4 sek. að komast í mark. Sigur- vegari varð sú knáa portúlgalska stúlka Rosa Mota. Nokkrum metr- um síðar kom áströlsk stúlka Lisá Martin að nafni og í þriðja sæti varð Katrin Doerre sem á ættir sínar að rekja til Austur-Þýskalands. Bandaríkjamenn virðast vera með sterkasta körfuknattleiksliðið á þess- um ólympíuleikum sem og áður. í gær tóku þeir Kínverja í kennslu- stund og sigruðu 108-57. í hinum riðlinum sigruðu Sovétmenn Suður- Kóreumenn 110-73. í handknattleik kvenna eru línur farnar að skýrast og eru sovésku, norsku og júgóslavnesku stúlkurnar nokkuð í sérflokki. í gær sigruðu júgóslavnesku stúlkurnar þær kór- esku 22-19. í b-riðli unnu þær norsku kínversku stúlkurnar 22-20. Júgosl- avar eru efstir í a-riðli en sovésku og norsku stúlkurnar eru jafnar og efstar í b-riðli. Ragnheiður Runólfsdóttir setti íslandsmet í 200 m bringusundi í Seoul í gær. OL-Sund: Arnþór í 43. í 200 m bringu Frá Pjetri Sigurðssyni fréttamanni Tímans í Seoul: „Mér gekk mjög vel þetta var jákvætt sund, nema það vantaði bætinguna," sagði Arnþór Ragnarsson, sem keppti í 200 m bringusundi í gær. Arnþór varð í 43. sæti af 52 keppendum. „Þetta var andlega mjög sterkt, afslappað, kannski vegna þess að þetta var mitt síðasta sund og það var engin taugaveiklun. Þetta var mjög erfitt og kláraði mig algerlega. Tíminn var ágætur 2.27,90 mín. sem er stutt frá mínum besta tíma, sem er 2.27,32 mín." „Það sem spilar ef til vill inní það að ég næ ekki bætingu hér í Seoul er að í apríl varð ég fyrir meiðslum í hné og hefur það áhrif, sérstaklega á undirbúning minn fyrir 200 m bringusundið." Arnþór sagði að lokum nú tæki við að hvetja landann og skoða sig um hér í Seoul. PS/BL ÓL-Seoul: Bandarískir ferðamenn streyma til Seoul Frá Pjetri Sigurðssyni fréttamanni Tímans í Seoul: Fréttir frá Seoul þess cl'nis að hér séu hvorki hryðjuverkamenn né óeirðir, hafa orðið þess valdandi að bandai ískir ferða- menn streyma til Seoul í þúsunda tali til að fylgjast með Ólympíuleikunum. Þetta hefur þær afleiðingar í för með sér að eftirspum eftir miðum á leikana, á svarta markaðnum fer ört vaxandi og verður æ erfiðara að fá miða og á miðaverð eftir að tvöfaldast eða þrefald- ast á næstu dögum. PS/BL ÓL-Leigubílar Leigubílstjórar með viðskiptavit Frá Pjetri Sigurðssyni fréttamanni Tímans í Seoul: Leigubflstjórum í Seoul þykir ekki tiltökumál að stoppa 2-3 sinnum í hverri ferð til þess að taka upp fleiri farþega til viðbótar. Kemur þá upp sú staða að í bflnum eru jafnvel 3 farþegar hver úr sinni áttinni og allir borga fullt gjald. Þeir eru sem sé með viðskiptavitið í lagi leigubflstjórarnir hér í Seoul. PS/BL -,. ¦;:"-,. 1 Kr #1 # ;,Pjetur Sic jurösson ;;» . yfréttamaöu -' / skrifar frá r Tímans Ólympíu- _. :¦' \ '{ leikunum í Seoul sf l^ Timmermann sigraði í kúluvarpi Kúluvarp. Ulf Timmermann frá A-Þýska- landi sigraði í kúluvarpi karla, með 22,46 m kasti í síðustu umferðinni. Þar með setti hann Ólympíumet, en það féll alls 4 sinnum í keppninni Rany Barnes frá Bandaríkjunum varð í öðru sæti með 22,39 m og Svisslending- urinn Werner Gunther varð í þriðja sæti 'idstaði 21,99 m. Ulf Túnmennann

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.