Tíminn - 24.09.1988, Blaðsíða 12

Tíminn - 24.09.1988, Blaðsíða 12
12 T'íminn Laugardagur 24. september 1988 Laugardagur 24. sépfember 1988 Tíminn 13 ÓL-Siglingar: „Erum að verða nokkuð sjóaðir í þessum bransa“ FrálPjetn Sigurðssyni fréttamanni Tímans: „í kcppninni í gær gekk ukkur siglingamönnum ágætlega og lcntum í 15. sæti. í fyrradag gekk okkur hins vegar ekki nógu vcl og vorum þá í 20. sæti,“ sagði Gunnlaugur Jónas- son siglingamaður í samtali við Tím- ann í gær, en hann stendur í ströngu í siglingakeppninni í Pusam, ásamt félaga sínum ísleifi Friðrikssyni. ÓL-Kúluvarp: Pétur kastaði kúlunni 19,21 m Pétur Guðmundsson kúluvarpari keppti í grein sinni á Ólympíuleikun- um í gær og komst ekki í úrslita- keppnina. Pétur kastaði 19,21 m í sínu fyrsta kasti, en gerði næstu tvö köst ógild. Kast Péturs í 2. umferð var vel yfir 20 ni en Pétur gerði það naumlcga ógilt. Hann komst því ekki í úrslit kúluvarpsins, en þar keppa þeir 12 kúluvarparar sem náðu bestum ár- angri í gær. Pétur hafnaði því í 14. sæti keppn- innar. BL Pétur Guðmundsson kúluvarpari ÓL-Áhorfendur: Ekki trufla íslensku leikmennina Frá I*jelri Sigurrtssyni fréltumanni limuns f Seoul: Fagnaðarlæti íslcnskti stuðning- smannanna hafa vakið mikla at- hygli, en sumir hafa þó misskilið tilganginn með þeim. Pegar lcikur íslands og Alsírs var nýhatlnn með viðeigandi lúðra- blæstrí og látum, komu nokkrír Kóreu-búar að ináli við hópinn og báðu þá vinsumlegast að hætta þessum látum. F.kki það að lúðr- urnir trufluðu þá nokkuð, heldur voru þeir hræddir um að lætin myndu trufla leik islenska liðsins eða jafnvel hvetja alsirska liðið til dáða og verða þcss valdandi að islcnska liðið tapaði leiknum. Það vildu þeir ekki, liöið hcfur greini- lega unnið hug og hjörtu Kóreu- búa. PS/BL „Okkur gekk frekar illa framan af í gær, en náðum okkur upp og ætli 15. sætið sé ekki nokkurn veginn okkar staður, samkvæmt bókinni. Það er erfitt að segja hvar við erum í heildina, cn flóknar útreikning- sreglur skera úr um það. Ég giska á að við séúm í 20. sæti. Við lítum nokkuð björtum augum fram á við og við erum að verða nokkuð sjóaðir í þessum bransa og lausir við taug- aveiklun. „ Veðurspáin í dag er nokkuð óljós, spáð er miklum vindi, ef fresta þarf keppni þá er bara að drífa sig í bæinn og skoða sig um," sagði Gunnlaugur og bað fyrir kveðjur heim. Samkvæmt síðustu fréttum eru þeir félagar nú í 20. sæti siglinga- keppninnar. PS/BL Biondi vann sín fimmtu verðlaun þegar hann og félagar hans unnu 4X100 metra skriðsund og létu þeir sig ckki muna um að bæta heimsmet- ið, syntu þeir á tímanum 3:16,53. í öðru sæti urðu Sovétmenn og Aust- ur-Þjóðverjar í því þriðja. Austur-þýska stúlkan Kristin Otto sópar að sér verðlaunapeningum og sigraði glæsilega í 100 metra flug- sundi. Þegar hún kom að laugar- bakkanum hafði hún sett nýtt ólymp- íumet 59,00 sek. Ogenn falla heimsmetin. Heimsmet pólska sundkappans Artur Wojdat í 400 metra skriðsundi féll í gær. Nýi heimsmethafinn Uwe Dassler frá • Austur-Þýskalandi synti á tímanum 3:46,95 en gamla met Wojdat var 3:47,38 sett 25. mars síðastliðinn í Orlando. Þess má geta að sá pólski varð í þriðja sæti og í öðru sæti varð Ástralíumaðurinn Duncan Armstrong. Heimsmethafinn í sjöundaþraut Jackie Joyner-Kersee hefur forystu eftir fjórar greinar með 4264 stig en 181 stig skilur hana og austur-þýsku stúlkuna Sabine John sem hefur 4083 stig. Maraþonhlaup kvenna fór fram í gær og tók það sigurvegarann aðeins tvær klukkustundir 25 mínútur og 39,4 sek. að komast í mark. Sigur- vegari varð sú knáa portúlgalska stúlka Rosa Mota. Nokkrum metr- um síðar kom áströlsk stúlka Lisá Martin að nafni og í þriðja sæti varð Katrin Doerre sem á ættir sínar að rekja til Austur-Þýskalands. Bandaríkjamenn virðast vera með sterkasta körfuknattleiksliðið á þess- um ólympíuleikum sem og áður. f gær tóku þeir Kínverja í kennslu- stund og sigruðu 108-57. í hinum riðlinum sigruðu Sovétmenn Suður- Kóreumenn 110-73. í handknattleik kvenna eru línur farnar að skýrast og eru sovésku, norsku og júgóslavnesku stúlkurnar nokkuð í sérflokki. í gær sigruðu júgóslavnesku stúlkurnar þær kór- esku 22-19. í b-riðli unnu þær norsku kínversku stúlkurnar 22-20. Júgosl- avar eru efstir í a-riðli en sovésku og norsku stúlkurnar eru jafnar og efstar í b-riðli. OL-Sund: „Góður dagur hjá okkur“ sagöi Guðmundur Haraldsson landsliðsþjálfari í sundi Frá Pjetri Sigurðssyni fréttamanni Tímans í Seoul: „Þetta var góður dagur hjá okkur fslendingum í dag. Þetta er allt á uppleið og öll sundin voru vel útfærð, enda 2 íslandsmet sett í 3 sundum,“ sagði Guðmundur Harð- arson landsliðsþjálfari í sundi í sam- tali við fréttamann Tímans. „Ragnheiður Runólfsdóttir synti mjög vel og bætti íslandsmet sitt um 34/100 hluta úr sekúndu. Einnig synti Ragnar mjög vel, nema hvað þriðji spretturinn var of hægur. Þá synti Arnþór vel og hann var aðeins 6/10hl.úrsek. frásínum besta tíma.“ „Þetta slæma gengi hingað til er eflaust bara af óöryggi. Hér eru allar heimsins stjörnur saman komnar og krakkarnir hafa einfaldlega misst einbeitingu í öllum stjörnufansinum, en nú er allt annað að sjá þá synda svo greinilegt er að einbeitingin er komin". „Það er gott að vera kominn í hóp þeirra sem bæta sigá þessum leikum. Eitt hefur komið í ljós á þessum leikum og það er að það er sama hvað íþróttamaðurinn heitir, hann er ekki öruggur um neitt, slík er keppnin," sagði Guðntundur Harð- arson. PS/BL ÓL-Sund: Ragnheiður Runólfsdóttir setti íslandsmet í 200 m bringusundi í Seoul í gær. .... | Símamynd Pjetur. ÖL-Sund: Arnþór í 43. sæti í 200 m bringusundi Ragnar setti íslandsmet Frá Pjctri SigurAssyni fréttamanni Tímans í Seoul: „Mér gekk mjög vel þelta var jákvætt sund, ncnia það vantaði bætinguna,“ sagði Arnþór Ragnarsson, sem keppti í 200 m bringusundi í gær. Arnþór varð í 43. sæti af 52 keppendum. „Þetta var andlega mjög sterkt, afslappað, kannski vegna þess að þetta var mitt síðasta sund og það var engin taugaveiklun. Þetta var mjög erfitt og kláraði mig algerlega. Tíminn var ágætur 2.27,90 mín. sem er stutt frá mínum besta tíma, sem er 2.27,32 mín.“ „Það sem spilar ef til vill inní það að ég næ ekki bætingu hér í Seoul er að í apríl varð ég fyrir meiðslum í hné og hefur það áhrif, sérstaklega á undirbúning minn fyrir 200 m bringusundið." Arnþór sagði að lokum nú tæki við að hvetja landann og skoða sig um hér í Seoul. " PS/BL Frá Pjetri Sigurðssyni fréttamanni Tínians í Seoul: Ragnar Guðmundsson setti i gær nýtt íslandsmet í 400 m skriðsundi á leikunum hér. Ragnarsynti á 4.05,12 mín. og sló íslandsmet Magnúsar Ólafssonar í greininni sem var 4.,5,70 mín. Ragnar varð 6. í sínum riðli og í 37. sæti í heildina af 49 keppendum. „Þetta var mjög gott sund og ég er virkilega ánægður. Þetta er góð vísbending fyrir 1500 m, sem er mín sterkasta grein og ég stefni á að synda undir 16 mín. í þeirri grein. I gær synti ég á 4.05,12 mín. sem er hálfrar sekúndu bæting." „Ég var í góðum riðli fyrir mig, þetta var jafnt í byrjun, síðan vann ég mig á, en þegar 100 m voru eftir þá stungu þeir mig af. 1500 m leggjast vel í mig, það er mín sterkasta grein og ég hlakka rosalega til,“ sagði Ragnar Guðmundsson. PS/BL ÓL-Sund: „Ætla að bæta mig í dag“ - segir Ragnheiður Runólfsdóttir sem setti íslandsmet í 200 m bringusundi í gær Frá Pjetri Sigurðssyni fréttamanni límans í Seoul: Ragnhciður Runólfsdóttir, sundkonan snjalla, keppti í gær í 200 m hringusundi á Ólympíu- lcikunum hér í Seoul. Ragnheiður setti íslandsmet í greininni, synti 1.13,01 mín. fyrra metið var 1.13,58 mín. og átti hún það sjálf. Hún varð í 23. sæli kcppninnar af 40 keppcndum. „Ég átti við cinhvcrja byrjunar- erfiðleika að striða í sundinu í gær og er fcgin að þeir eru að baki. Ég er ánægð með mctiö og að liafa hætf mig. Eg þjófstartaöi í dag, en það var bctra, mér fannst gott að komast aöeins i vatnið. í dag keppi ég í 400 in fjórsundi cn ég á Islandsmetið 2,23 mín. og er ákveðin í aö liæta mig í þeirri grein líka,“ sagöi Ragnhciöur Runólfs- dóttir. ÓL-Seoul: Bandarískir ferðamenn streyma til Seoul Frá Pjetri Sigurðs.syni fréttamanni Tímans í Seoul: Fréttir frá Seoul þess efnis að hér séu hvorki hryðjuverkamenn né óeirðir, hafa orðiö þess vahlandi að bandarískir ferða- menn streyma til Seoul í þúsunda tali til að fylgjast með Ólympíuleikunum. Þetta hefur þær afleiðingar í för með sér að eftirspurn eftir miðum á leikana, á svarta markaðnum fer ört vaxandi og verður æ erfiðara að fá miða og á miðaverð eftir að tvöfaldast eða þrefald- ast á næstu dögum. PS/BL ÓL-Leigubílar Leigu bí Istjórar með viðskiptavit Frá Pjetri Sigurdssyni fréttamanni Tímans í Seoul: Leigubílstjórum í Seoul þykir ekki tiltökumál að stoppa 2-3 sinnum í hverri ferð til þess að taka upp fleiri farþega til viðbótar. Kemur þá upp sú staða að í bílnum eru jafnvel 3 farþegar hver úr sinni áttinni og allir borga fullt gjald. Þeir eru sem sé með viðskiptavitið í lagi leigubílstjórarnir hér í Seoul. PS/BL ,/i 7 ,Pjetur Sigurösson yfréttamaöur Tímans skrifar frá Ólympíu- leikunum í Seoul HAPPDRÆTTI 4 Ford Bronco - 30 Fiat Uno Dregið 7. október Heildarverðmæti vinninga 16,5 millión fi/tt/r/ mark Timmermann sigraði í kúluvarpi Kúluvarp. Ulf Timmermann frá A-Þýska- landi sigraði í kúluvarpi karla, með 22,46 m kasti í síðustu umferðinni. Þar með setti hann Ólympíumet, en það féll alls 4 sinnum í keppninni Rany Barnes frá Bandaríkjunum varð í öðru sæti með 22,39 m og Svisslending- urinn Werner Gunther varð í þriðja sæti kastaði 21,99 m. Ulf Timmermann ERSMAMAL með karamellubragði - málið sem getur bæði veríð daglegt mál og sparimál

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.