Tíminn - 24.09.1988, Blaðsíða 14

Tíminn - 24.09.1988, Blaðsíða 14
14 Tíminn Laugardagur 24. september 1988 5! Laus staða Unglingafulltrúi Laus er til umsóknar staða unglingafulltrúa við félagsmálastofnun Kópavogs. Unglingafulltrúi hefur faglega umsjón með starfi útideildar og félagsmiðstöðva unglinga, sinnir afbrotamálum unglinga og annast ráðgjöf til ungl- inga og fjölskyldna þeirra. Háskólamenntun á félags-, sálar- eða uppeldis- sviði er áskilin. Umsóknarfrestur er til 5. október. Umsóknareyðublöð liggja frammi á Félagsmála- stofnun Kópavogs, Digranesvegi 12. Nánari upplýsingar veitir Unglingafulltrúi og undir- ritaður í síma 45700. Félagsmálastjóri. Guðsþjónustur í Reykjavíkurpróf astsdæmi sunnudag 21. sept. 1988 Árbæjarkirkja. Guðsþjónusta kl. 11 árdegis. Organleikari Jón Mýrdal. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. Áskirkja. Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. Breiðholtskirkja. Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Sigríður Jónsdóttir. Sr. Gísli Jónasson. Búslaðakirkja. Guðsþjónusta kl. 11. Stcf- anía Valgeirsdóttir syngur tónverk eftir Guðbjörgu Snót Jónsdóttur, guðfræði- nema. Organisti Guðni P. Guðmundsson. Sr. ÓlafurSkúlason. Félagsstarf aldraðra: Miðvikudag 28. sept. verður farin hin árlega haustferð. Farið verður austur fyrir fjall og m.a. yfir Óseyrarbrú. Lagt af stað frá kirkjunni kl. 14. Dómkirkjan. Mcssa kl. 11. Dómkórinn syngur. Örganleikari Marteinn H. Frið- riksson. Sr. Hjalti Guðmundsson. Við- cyjarkirkja. Mcssa kl. 11 (ath. brcyttan messutíma). Leikmenn flytja bænir og ritningartexta. Organisti Birgir As Guðmundsson. Dómkórinn syngur. Sr. Þórir Stcphensen. Elliheimilið Grund. Guðsþjónusta kl. II. Sr. Árclíus Níelsson. Fella- og Hólakirkja. Guðsþjónusta kl. 11. Prestursr. HreinnHjartarson. Organ- isti Guðný Margrét Magnúsdóttir. Fund- ur í æskulýðsfélaginu mánudagskvöld 26. sept. kl. 20:30. Sóknarprestur. Fríkirkjan í Keykjavík. Guðsþjónusta sunnudagsins fcllur niður. Safnaðar- stjórn. Grensáskirkja. Messa kl. 11. Organisti Árni Arinbjarnarson. Sr. Gylfi Jónsson. Hallgrímskirkja. Messa kl. 11. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Dr. Axel Torm, fyrrv. formaður dansk-ísraelska kristniboðsins, prédikar. Mál hans verður túlkað á ís- lensku. Messa kl. 14. Sr. Miyako Þórðar- son. Baráttudagur heyrnleysingja í heim- inum. Þriðjudag: Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10:30. Beðiðfyrirsjúkum. Landspítal- inn. Mcssa kl. 10. Sr. Jón Bjarman. Háteigskirkja. Messa kl. 11. Sr. Tómas Sveinsson. Kvöldbænir og fyrirbænir eru í kirkjunni á miðvikudögum kl. 18. Hjallaprestakall. Almenn guðsþjónusta kl. 14 í messuheimili Hjallasóknar, Digranesskóla. Væntanleg fermingar- börn og foreldrar þeirra eru sérstaklega hvött til þátttöku í guðsþjónustunni en að henni lokinni verður fundur um tilhögun fermingarstarfsins í vetur. Sr. Kristján Einar Þorvarðarson. Kópavogskirkja. Guðsþjónusta kl. 11 árdegis. Sr. Þorbergur Kristjánsson. Langholtskirkja. Guðsþjónusta kl. 11. Barnastarfið hefst. Börn og fullorðnir koma saman til guðsþjónustunnar. Fyrir prédikun fara börnin í safnaðarheimilið og fá fræðslu. Kaffi á könnunni eftir guðsþjónustuna. Sóknarprestur. Neskirkja. Messa kl. 11. Sr. Úlafur Jóhannsson. Förum í ferð eftir hádegi (sunnudag). Leiðin liggur í Þjórsárdalinn. Lagt af stað frá kirkjunni kl. 13. Guð- mundur Óskar Ólafsson. Miðvikudag: Fyrirbænamessa kl. 18:20. Sr. Ólafur Jóhannsson. Seljakirkja. Guðsþjónustakl. 11. Altaris- ganga. Organisti Kjartan Sigurjónsson. Sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson. Seltjarnarneskirkja. Messa kl. U. Organ- isti Sighvatur Jónasson. Sr. Guðmundur Örn Ragnarsson. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Barnasamkoma kl. 11. Lagt af stað í safnaðarferð kl. 12. Farið verður austur á Selfoss en þar verður guðsþjónusta í kirkjunni og kaffi- veitingar á eftir. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku hjá safnaðarpresti. Gaulverjabæjarkirkja. Messa kl. 14. Sóknarprestur. FERMINGAR 1989 Haustið er komið. Laufin falla bráðlega flest. Skólarnir eru byrjaðir. Og nú hefj- ast spurningar fermingarbarnanna, sem á vordögum 1989 raða sér í hvítu kyrtlunum sínum kringum altari kirkju sínnar. Að ári eiga þau börn rétt á fermingu að lokinni fræðslu, sem fædd eru 1975. Línum þessum fylgja upplýsingar sóknar- prestanna í Reykjavíkurprófastsdæmi um það, hvenær börnin eiga að koma hið fyrsta skiptið og fá þau þá að vita um stundarskrá og tilhögun námsins. En sé einhver í vafa um það, hvaða sókn fjölskyldan tílheyrir, er hægt að fá um slíkt upplýsingar á Hagstofunní eða á skrífstofu dómprófasts. Mikil umræða á sér nú stað um ferming- ar og fermingarfræðslu. Alls staðar er lögð áhersla á það, að hér sé um viðburð að ræða, scm snertir alla fjölskylduna. Fundir eiga sér stað með foreldrum og mjög er æskilegt, að öll fjölskyldan sæki kirkju með fermingarbarninu og slái þannig skjaldborg um það og tryggi, að þetta fermingarár verði einangrað frá öðrum árum í ævi barns og fjölskyldu, heldur sé um að ræða upphaf þess, sem vcl skal varið og vel rækt. Allar nánari upplýsingar gefa sóknar- prestarnir og eru fúsir að ræða ferming- una, tilgang hcnnar og markmið. OlafurSkúlason dómprófastur Fermingarbörn ársins 1989 Árbæjarprestakall. Væntanleg ferming- arbörn mín í Árbæjarprestakalli á árinu 1989 cru beðin að koma til skráningar og viðtals í safnaðarheimili Árbæjarsóknar mánudaginn 26. sept. n.k. á tímabilinu frá kl. 17 til 19 síðdegis og hafi börnin mcð sér ritföng. Sr. Guðmundur Þor- steinsson. Áskirkja. Væntanleg fermingarbörn komi til skráningar í Áskirkju þriðjudag- inn 27. sept. n.k. kl. 17:00. Takið með ritföng. Sr. Árni Bcrgur Sigurbjörnsson. Breiðholtssókn. Væntanleg fermingar- börn mæti til skráningar í Breiðholts- kirkju fimmtudag 29. sept. kl. 16:30. Sóknarprestur. Bústaðakirkja. Væntanleg fcrmingarbörn eru beðin um að mæta í kirkjuna miðviku- dag 28. sept. kl. 18 síðdegis. Börnin hafi með sér ritföng. Sr. Ólafur Skúlason. Digranesprestakall. Væntanleg ferming- arbörn eru beðin að koma til innritunar í safnaðarheimilið við Bjarnhólastíg þriðjudag27. sept. kl. 14-16 síðdegis. Sr. Þorbergur Kristjánsson. Dómkirkjan. Væntanlcg fermingarbörn mæti til innritunar í Dómkirkjunni mið- vikudag 28. sept. kl. 15:30. Sr. Hjalti Guðmundsson og sr. Lárus Halldórsson. Fellaprestakall. Fermingarbörn komi til skráningar í kirkjuna að Hólabergi 88, þriðjudag 27. sept. kl. 18. Sr. Hreinn Hjartarson. Grensáskirkja. Væntanleg fermingarbörn komi til skráningar í safnaðarheimili Grensáskirkju við Austurver n.k. mánu- dag 26. sept. kl. 16-18. Sr. Halldór S. Gröndai. Hallgrímskirkja. Fermingarbörn í Hall- grfmskirkju mæti til viðtals í kirkjunni miðvikudag 28. sept. kl. 17. Sóknarprest- arnir. Háteigskirkja. Væntanleg fermingarbörn mæti til skráningar í Háteigskirkju fimmtudag 29. sept. kl. 15. Börnin hafi með sér ritföng. Prestarnir. Hjallaprestakall í Kópavogi. Skráning fermingarbarna fer fram þriðjudag 26. sept. kl. 15:30-17:30 á skrifstofu Hjalla- sóknar, Digranesskóla við Skálaheiði. Fermingarbörn eru beðin að hafa ritföng meðferðis. Sr. KristjánE. Þorvarðarson. Hólabrekkuprestakall. Væntanleg ferm- ingarbörn komi til skráningar miðvikudag 28. sept. kl. 16 í kirkjunni. Sr. Guðmund- ur Karl Ágústsson. Kársnesprestakall. Væntanleg fermingar- börn mæti til skráningar í Kópavogskirkju miðvikudaginn 28. september kl. 11:30- 12:30. Sr. Arni Pálsson. Langholtskirkja. Væntanleg fermingar- börn í Langholtskirkju mæti til innritunar og viðtals í safnaðarheimilinu miðviku- daginn 28. sept. kl. 18. Sr. Sigurður Haukur Guðjónsson. Laugarneskirkja. Væntanleg fermingar- börn komi til skráningar í safnaðarheimili Laugarneskirkju þriðjudaginn 27. sept. kl. 17 síðdegis. Sr. Jón Dalbú Hróbjarts- son. Neskirkja. Væntanleg fermingarbörn komi til viðtals og skráningar í Neskirkju miðvikudag 28. sept. kl. 15:20 og hafi með sér pappír og skriffæri. Seljasókn. Væntanleg fermingarbörn úr Seljaskóla mæti til skráningar í Selja- kirkju fimmtudag 29. sept. kl. 15. Ferm- ingarbörn úr Ölduselsskóla mæti til skrán- ingar fimmtudag 29. sept. kl. 16. Sr. Valgeir Astráðsson. Seltjarnameskirkja. Væntanleg ferming- arbörn komi til skráningar í kirkjunni milli kl. 15 og 17 þriðjudag 27. sept. / vgvS / Hin nýja fjórlitaprentvél Prentsmiðjunnar Eddu hf. (Tímamyndir: Árni Bjarna.) Eddan með nýja fjórlitaprentvél Prentsmiðjan Edda hf. hefur nú tekið í notkun nýja og fullkomna prentvél sem prentað getur í allt að fjórum litum samtímis. Þar með stóreykst geta prentsmiðjunnar til þess að anna prentun verkefna með litmyndum bæði fljótt og vel. Þorbergur Eysteinsson fram- kvæmdastjóri Eddu bendir á að prentsmiðjan hafi nú starfað í rúm 50 ár í faginu. Verkefnin hafi ávallt verið mjög fjölbreytileg, svo sem auglýsingabæklingar, ýmis smáverk, bækur, tímarit, fréttablöð og tölvu- pappír. Hún sé í dag mjög fjölhæf í sinni grein, þar sem hún geti séð um öll viðfangsefni á sviði prentunar, allt frá teiknun verkefna, setningu, filmu- og plötugerð, prentun og til bókbands og plastpökkunar. Einnig geti hún sinnt ýmsum öðrum sér- hæfðari verkefnum, t.d. svo nefndri stansagerð, sem felst í að útbúa tilsniðin eggjárn til að höggva göt á pappírinn eða gera brot í hann þar sem þess er óskað, og einnig upp- hleypingu í prentaðan pappír þar sem slíks er þörf. Þá annist prent- smiðjan einnig gyllingu á prentefni af öllu tagi. Þá hefur Prentsmiðjan Edda tekið þátt í þróun fjöllitaprentunar hér á landi frá fyrstu tíð, og hefur hún því aflað sér mikillar reynslu á því sviði. Núna síðustu árin hefur litprentun aukist mjög, og eru nú litmyndir notaðar í sívaxandi mæli í stað svarthvítra í auglýsingabæklingum, tímaritum, bókum, ársskýrslum og yfirleitt flestu því sem pantað er. Það er til þess að mæta þessari þörf sem prentsmiðjan hefur nú orðið sér úti um þessa nýju prentvél. Nýja vélin er fjögurra lita og af gerðinni MAN Roland frá Vestur- Þýskalandi. Með henni fylgir sér- stakur plötulesari, sem mælir lita- þörfina fyrir hverja prentplötu og les þær upplýsingar inn á segulbands- snældu. Snældan fer síðan inn í stjórnborð prentvélarinnar og stýrir litagjöf hennar. Stjórnborðið er svo aftur með fullkomnum tölvubúnaði, sem stýrir allri vinnslu vélarinnar, svo sem varðandi magn prentlitarins á hverjum stað og stillingu á prent- völsum, með það fyrir augum að ná fyllstu nákvæmni í samræmingu lit- anna. Til þess að forðast rispur er öll pappírsfærsla í vélinni á loftpúðum. Þetta hefur einnig í för með sér að vélin getur náð hágæðaprentun á stífan karton. Þá er prentvélin auk þess útbúin með svo nefndu Roland matik alkóhólkerfi, sem tryggir enn skarpari og hreinni prentun en ella. Að sögn Þorbergs hefur afkastageta prentsmiðjunnar aukist til muna með tilkomu nýju vélarinnar, og þar með hafa einnig opnast möguleikar til að takast á við ný verkefni, undir kjörorði hennar sem er „Við vönd- um verkið". -esig Þorbergur Eysteinsson framkvæmdastjóri við plötulesara nýju prentvélarinnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.