Tíminn - 24.09.1988, Blaðsíða 15

Tíminn - 24.09.1988, Blaðsíða 15
Laugardagur 24. september 1988 Tíminn 15 Opið hús hjá Hampiðjunni í tilefni af Norrænu tækniári verð- ur Hampiðjan með opið hús sunnu- daginn 25. september, kl. 13-17. Starfsemi fyrirtækisins fer fram á tveim stöðum: * Við Hlemm, en þar eru plast- þráðadeild, fléttideild og kaðla- gerð til húsa. * Að Bíldshöfða 9 (inngangur frá Dvergshöfða), en þar er neta- hnýting og röra- og endurvinnslu- deild. Fyrirtækið býður alla velkomna í verksmiðjurnar á sunnudaginn, til að kynna sér það sem þar fer fram og þiggja kaffiveitingar. Opin hús á næstunni: Sunnudaginn 1. október. Tækniskóli íslands Sunnudaginn 9. október: Borgarspítalinn og Slökkvistöðin íReykjavík Verkfræðideild Háskólans Sunnudaginn 16. október: Torfi Hjartarson Land og líf Námsbækur... Hjá Námsgagnastofnun er komin út bókin Land og líf eftir Torfa Hjartarson. Þetta er fyrri bók af tveimur um ísland, land og þjóð, sem eru ætlaðar nemendum 4.-6. bekkjar grunnskóla. í þessu fyrra hefti er fjallað um myndun og mótun landsins, náttúruöfl og náttúrufar, sambúð lands og lýðs, landnýtingu og landvernd. í síðara heftinu, sem koma mun út á næsta ári, verður sjónum beint að landshlutunum, fjallað um staðhætti, kennileiti, byggð og atvinnulíf. Þá munu sér- stök verkefni fylgja með síðara héft- inu ásamt kennsluleiðbeiningum. Bókin Land og líf er 64 bls., litprentuð og prýdd fjölda ljósmynda sem flestar eru teknar af Birni Rúr- ikssyni. Auk þess eru í bókinni teikningar, kort og fjöldi verkefna. Vonast er til að með útgáfu þessari sé leyst úr brýnni þörf á nýju náms- efni um landafræði fslands fyrir þetta skólastig. ...ogmyndbönd Pá hefur á undanförnum árum verið unnið að gerð fræðsluefnis^ á myndböndum undir samheitinu ís- land og tengist það efni þessara bóka. Komin eru út þrjú myndbönd: Bergvatnsár og jökulár, Jöklar og jökulrof og Samgöngur í Öraefasveit. Úr þessu efni var síðan gert fjórða myndbandið, með enskum skýring- artexta, og hefur það hlotið jákvæð- ar viðtökur erlendis. Á næsta ári er von á tveimur myndböndum í viðbót: Stöðuvötn og Ströndin. Skyggnuflokkar Loks má geta þess að skólum stendur til boða margvíslegt ítarefni til notkunar við landa- og náttúru- fræðikennslu og má þar m.a. nefna skyggnuflokka Landverndar og nýja skyggnuflokka eftir Björn Rúriks- son, sem nefnast Land í mótun. Starfsmannafélagið Sókn Allsherjar- atkvæðagreiðsla Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæða- greiðslu við kjör fulltrúa á 36. þing A.S.Í. 21. nóvember 1988, og er hér með auglýst eftir tillögum um fulltrúa á þingið. Frestur til að skila listum ertil kl. 12.00 mánudaginn 3. október. Hverjum lista þarf að fylgja meðmæli 100 fullgildra félagsmanna. Listum ber að skila á skrifstofu félagsins að Skipholti 50 A. Stjórnin. Útboð ES3 Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Hitaveitu Reykjavík- ur, óskar eftir tilboðum M0 MVA 132 (66/ /11 kV spenni fyrir Nesjavallavirkjun. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri að Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 25. október kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fnkirk|uvegi 3 - Simi 25800 Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Heimilishjálp Starfsfólk vantar til starfa í heimilishjálp. Vinnutími eftir samkomulagi, allt niður í 4 tíma á viku. Einnig vantar starfsfólk í hús Öryrkjabandalags íslands, Hátúni. Upplýsingar eru veittar í síma 18800. Auglýsing frá Reykjavíkurhöfn Reykjavíkurhöfn óskar eftir að ráða til starfa járnsmiði og verkamenn í Bækistöð Reykjavíkurhafnar. Nánari upplýsingar gefa verkstjórar í Bækistöö Reykjavíkurhafnar, Hólmaslóð 12, Örfirisey og í síma 28211. REYKJAVÍKURHÖFN Frá Grunnskóla Tálknafjarðar Ennþá vantar okkur kennara í ýmsar kennslugrein- ar næstkomandi vetur. Húsnæðishlunnindi í boði. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 94-2538 og formaður skólanefndar í síma 94-2541. ZETOR TIL SÖLU ZETOR 7011 árg. 1984 vel með farinn, notaður 700 vinnustundir. Einnig 70" jarðtætari og knosari við FELLA sláttuvél. Upplýsingar í síma 98-34178. Til sölu Tveir armstólar með tekkörmum og Ijósu pluss- áklæði. Vel með farnir. Seljast á kr. 4.000,- Upplýsingar í síma 91-43259 eftir kl. 17.00.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.